Alþýðublaðið - 17.02.1966, Síða 13
Sími 50249
Becket
Heimsfræg amerísk stórmynd í
litum.
Kichard Burton
Peter O'Toole
íslenzkur texti.
Sýnd ki. 9.
rl
C-íigrade
Óvenju spennandi ný lit-
mynd með
Cary Grant og Audrey Hepburn
íslenzkur texti.
Bönnuð innan 14 ára.
Sýnd kl. 5 og 9.
Hækkað verð.
& STJÖRNURfn
SÍMI 189 36
Á ViBligötum
(Walk on the wild side)
Frábær ný amerísk stórmynd. Frá
þeirri hlið mannlifsin-, sem ekki
ber daglega fyrir sjónir. Með úr-
valsleikurunum Laurence Harvey.
Capucine, Jan'e Fonda, Anna Baxt
er, og Barbara Stanwyck sem eig
andi gleðihússins.
Sýnd fcl. 9.
Bönnuð börnum.
MAÐTJRINN MEÐ ANDIATIN
TVÖ.
(The tow faees af Dr. Jekyll)
Hörkuspennandi og viðburðarík
litkvikmynd, í Cinemascope.
Sýnd ki. 5 og 7.
Bönnuð innan 14 ára.
eina viðutan, henni hafð? kom-
ið nýtt til hugar um Hugo.
Hann líktist hræfugli núna —
ernir eru hræfuglar. — Ég
þoli ekki alla þessa forfeðradýrk
un og Riohard hefur verið sjúk
ur af henni allt sitt líf.
— Takik, sagði Jem. — Fyrir
gefðu en ég var víst að hugsa
um ákveðið mál og hlustaði
varla á þig. Jú — ég borða
heima hjá Pennycuik á morg-
un.
Di-di kveikti lá giæsilegum
gullkveikjara og rétti hann til
Jem. Hún glotti dkyndilega. —
Þið Hugo eruð fl'ott í kvöld,
sagði hún. — Silki og satín og
við Tony erum bítnikar.
Jem glotti á móti. Tvídföt
Tonys voru varla bítnikaleg og
níðþröngar flauelsbuxur Di-di
og rauð blússan ekki heldur.
— Samt ekki eins flott og
gullsígarettuveski og kvcikjari,
sagði hún ánægjulega.
Di-di rétti úr sér. — Ef þú
líefðir verið ógeðslega fátæk
alla ævi, aumingja litla dóttur
dóttir hans Pinchons læknis!
— en hvað það var mikil
synd að mamma hennar skyldi
giftast þessum hryllilega
manni sem stakk hana af þegar
hún varð veifc og lét hana
deyja eina. Auðvitað' varð aum-
ingja afinn að koma og bjarga
þarnínu! — og svo hefði eld-
gömul frænka þessa ógeðslega
föður þíns dáið og arfleitt þig
að hrúgu þá held ég að þú hefð
ir eytt og eytt líka.
Hugo var að koma að borð-
inu.
— Já, sjálfsagt, sagði Jem
og brosti.
Hu«o var Undrandj' á svipinn.
Jem gerði ráð fyrir að það væri
vegna bess að hún og Di-dl
Voru eklki lcomnar í hár saman.
Hann hlaut að hafa vitað allan
tímann að Di-di myndi koma á
veitingahúsið, ef til vill hafði
þptta verið fyrirtfram ákveðið.
Þegar Huigo kom atftur setti
Di-di á ný upp svip dáleiðandi
ans og andvarpaði. Henni
fannst Hngo ekki klæða vel h'lut
verk Casanova og þegar Tony
kom afbir fannst henni það
enn fráleitara. Tony var ungur
og hafði sjálfstraust og hann
eyðilagði fyrirfram allar til-
raunir Hugos til að sýnast heims
maðurinn. Hugo leit á dreng-
mn ?neð andúð sem Di-di
skemmti sér yfir. Jem leit vin
gjarnlega á Tony og hún fór
að tala við hann um sjúkrahús
og lyf meðan Hugo sökkti sér
meira og meira niður í móllýzk
Ur Di-di (ef einhver önnur
hefði talað svona hefði hann
feallað það leiðindarugl) og
augnahái’um hennar sem beygð-
ust upp á við eins og dökkt
silki og boðsins sem skein úr
dökkum augum hennar. Ég verð
29
að tala við Tony í kvöld, sagði
Jem við sjálfa sig og til þess
að gera það varð hún að hætta
að hugsa um allt það sem angr
aði bana og reyna að vera
sfeemmtileg.
Þau fóru inn í veitingasalinn.
Maturinn var góður og eftir smá
stund komu saxótfónn, píanó og
selló. og tóku við af gíturunum
og Hugo og Di-di dönsuðu á
dansgólfinu. Jem tók eftir því
að Hugo d'ansaði ágætlega og
það var hlutur sem hann hafði
ekfei gert áður en hann fór til
Vinnery. Tony játaði fyrirhenni
að Riolvard Pennycuik f læ'knir
hefði beðið hann um að fara
út með Di-di því hann hefði
ekki komizt frá sjúklingum sín
um og fannst henni Di-di ekki
tfalleg? En hann var sfcíthrædd-
ur við hana. Hún var svo mikil
heimsmanneskja og þegar hann
var með henni fannst honum
lvann svo ungur og óreyndur,
þó hann væri eiginlega eldri en
hún, Annars var hann eigirvlega
trúiofaður yndislegri stýlku og
’hann langaði eiginlega ekkert til
að fara út með annarri. Það
héldu allir að þeir, sem færu út
með Di-di væru yfir sig ást-
fangnir af henni og hann vildi
ekki að Eileen, stúlkan hans,
heyrði álíka vitleysu.
— Ég veit að hún myndi ekki
trúa því, sagði Jem huggandi.
Ég mundi ekki gera það, ef ég
væri sama sem trúlofuð þér. Ég
held að það sé ekkert auðvelt
að hrífa þig.
Di-di kom aftur að borðinu á-
samt Hugo og leit vanþóknunar-
augum á þau. Hún var ekki vön
því, að ungir menn tæki eftir
öðrum stúlkum, þegar hún var
viðstödd. Tony hefði átt að sitja
og stara á hana aðdáunaraugum
meðan hún dansaði við Hugo,
en ekki sitja og tala við Jem,
sem var nú annars ljómandi lag-
leg. — — Hún setti stút á
munninn og sagði barnalega:
— Þið virðist hafa nóg að tala
saman um. Heyrðu annars, Jem.
Þetta er óvenjulegt nafn á
stúlku. Er það gælunafn?
— Stytting á Jemina, sagði
Jem glaðlega. Eins og stúlkan í
vísunni, sem ekki þoldi þegar
var kallað: Jem-mimia, miia,
mima-------komdu þér niður.
Tony leit aðdáunaraugum á
hana. — En skemmtilegt, sagði
hann. — Öll svona nöfn eru að
komast aftur í tízku. Emma og
Louise, Henrietta og Sophy —
ég kann vel við þau.
— Eins og forfeðurnir, sagði
Di-di ókurteislega. — Elsku
Hugo, við skulum dansa aftur.
Hugo fór með hana út á dans-
gólfið og Tony leit hneykslis-
augum á þau.
— Hún — veiztu það — að
ég held, að hún sé að daðra við
hann, sagði hann.
— Vafalaust, sagði Jem alvar-
lega, — en ég myndi ekki hugsa
um það.
Hún var orðin dauðþreytt, af
því að það var erfitt að reyna að
vera skemmtileg, þegar hún
hafði svo miklar áhyggjur — og
henni létti, þegar Hugo sagði
eftir tvær syrpur, að nú yrðu
þau að fara aftur til Vinnery.
Di-di leit út undan sér á hann.
Þar sem Jem ætlar að borða með
kærastanum mínum og pabba
hans á morgun, sagði hún, —
finnst mér að við ættum að fara
út saman.
— Það getum við vel, ef eng-
inn verður veikur, sagði hann.
Má ég hringja til þín á morgun?
Það hlýtur að vera í lagi, því
Pennvcuik getur tekið við sjúkra
vitjunum, ef hann verður heima
hvort eð er.
— Gerðu það, Di-di brosti leti-
lega til hans. — Ég skal vera
blátt áfram dásamleg.
Hugo og Jem fóru út í kuld-
ann. Það var komin fjara og
ölduhljóðið var fjarlægt. Tungl-
ið var lágt á lofti. Hugo opn-
aði bíldyrnar og hleypti Jem inn
og skellti. Hann veifaði úr
glugganum til Di-di, sem stóð í
dyragættinni.
— Því í ósköpunum þurftirðu
að gefa þessum unga hvolpi
undir fótinn? sagði Hugo reiði-
lega um leið og hann kveikti á
startaranum.
— Enga vitleysu, Hugo, sagði
Jem snöggt, eins og hún hafði
verið vön, þegar hann var ó-
kurteis og geðvondur heima hjá
föður hennar — og henni kom
það á óvart, að hann skyldi
bregðast eins við og hann hafði
gert þá.
— Fyrirgefðu, sagði hann
stuttur í spuna. — Þú veizt
hvernig mér líður, Jem. Það fer
allt í taugarnar á mér. Ég vildi
Hr
frísk
heilbrigö
húö
ALÞÝÐUBLADIÐ - 17. febrúar 1966 13