Alþýðublaðið - 23.03.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.03.1966, Blaðsíða 4
BttstJArar: Gylíl GrSndnl (Ab.) og Benedlkt GrBndal. — RlUt^SrnarfuU- trúl: EiBur GuBnaaon. — Slmar: 14900-14903 — Auglýslngaalxnl: 1490«. ASsetur AlþýBuhúalB vlB Hverflsgötu, Heykjavík. — PrentsmlBJa AlþýBu bUBalna. - Askrl/targjald kr. 95.00 - 1 lausasölu kr. 5.00 elntaklB. Otgefandl AlþýBuflokkurlnn. Sigur í Finnlandi JAFNAÐARMENN í FINNLANDI hafa unnið mikinn kosningasigur. Hafði verið spáð, að svo mundi fara, þar eð ungir kjósendur mundu flykkj- ast undir merki flokksins. Sigurinn varð meiri en nokkurn óraði 'fyrir. Alls bættu jafnaðarmenn við sig 17 þingsætum og urðu stærsti flokkur landsins. Símónítar, sem eru klofningsbrot úr röð : um jafnaðarmanna, bættu við sig 4 þingsætum, í en allir aðrir flokkar töpuðu fylgi og þingsætum, þar á meðal kommúnistar og Miðflokkurinn. Fyrir nokkrum dögum mátti lesa í Morgunblað- inu, að nú væri komið meira en nóg af velferðar- ríki jafnaðarmanna á Norðurlöndum, og væru þeir teknir að tapa fylgi. Ekki var þetta skynsamlega mælt, því jafnvel hægriflokkarnir keppast um að lýsa stuðningi sínum við auknar tryggingar og aðr- ar velferðar ráðstafanir, eins og gerzt hefur í Nor- egi. Nokkuð atkvæðatap flokka, sem hafa verið lengi við völd, telst varla til stórtíðinda, en finnsku kosn- ingarnar sýna, hver þróttur enn er í jafnaðarstefn unni á Norðurlöndum. Um órabil hafa finnskir jafnaðarménn háð harða glímu við klofningsdrauginn, sem við þekkj- um svo vel á íslandi. Óeining ríkti og flokksbrot Símóníta klauf sig formlega frá flokknum. Varð þetta til að lama flokkinn um sinn. Nú virðast : Finnar hafa séð, að það ástand mátti ekki lengtír i standa. Unga fólkið streymdi til jafnaðarmanna og árangurinn varð hinn mikli kosningasigur. Heirmókn í ísrael FORSETI ÍSLANDS er nú ásamt fylgdarliði í opinberri heimsókn í ísrael. Mun hann ferðast ura ■ Landið helga og kynnast mönnum og mannvirkj- um, sjá rústir fornrar sögu og hið þróttmikla, nýja þjóðfélag Gyðinganna. ísraelsmenn eru umluktir fjandsamlegum Aröb- um á allar hliðar, og þeir leita tengsla við f jarlæg- ar smáþjóðir til að rjúfa einangrunartilfinningu sína. Þeir hafa sérstaklega leitað eftir vináttu við Norðurlönd, þar sem ríkt hefur svipuð þjóðfélags hugsjón og í ísrael. Kynni við þessa fjarlægu menningarþjóð eru lærdómsrík fyrir íslendinga og opna okkur sýn til landa og þjóða, sem liggja utan við auðmannahverfi - Véstur-Evrópu, þar sem við eigum heima. Við ósk- um ísraelsmönnum gæfu og gengis í hinni hörðu lífs baráttu þeirra. 4 23. marz 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Ódýr skómarkaður á tveim hæðum í Kjörgarði Ódýr skófatoaður fyrir kvenfólk, karlmenn og börn. Karlmannaskór úr leðri frá kr. 240,00. Töflur, inniskófatnaður fyrir kvenfólk í miklu úrvali verð frá kr. 98,00. Höfum tekið fram fjölbreytt úrval af kvenskóm, sem seldir eru á annarri hæð. Ennfremur seljum við nokkurt magn af KULDASKÓM KVENNA — fjölmargar gerðir fyrir ótrúlega lágt vérð. Komið og kynnið ykkur þennan ó dýra skómarkað sem er á tveimur hæðum í Kjörgarði. — Daglega nýtt úrval. SKÓMARKAÐ URINN KjörgarÖi Skómarkaður á tveim hæðum. — Laugavegi 59. V L n EINN AF bankastjórum landsins flutti erindi í útvarpið fyrir all löngti, sem vakti mikla athygjli, enda fór ekki milli mála um skoð anir Hans, þvf að hann var ekki smeykur og ekki með tæpitungu. Hitt er svo allt annað mál hvort menn væru sammála honum I öll um grreinum. En gaman er að, enda nauðsynlegt, að menn tali af hreinskilni og dlrfsku um mál efnin. Meðal annars vildi hanka stjórinn halda því fram, að hér starfaði einhverskonar „mafía" sem stundaði smygrl, f jársvik, okur og kúgun og allt þetta í (stærri stíl en fólk gerði sér grein fyrir* LÝSINGIN var ljót, en að lík indum, því miður, sönn. Á tím um skattsvika, verðbólgu og til litslauss brasks, kemur margt upp. Og mennirnir erú alltaf eins. Græðgi í fjármuni, sem fólk held ur að séu grúndvöllur lífsham ingjunnar, leiðir það afvega og ýtir því út í afbrot, en hvert eitt afbrot leiðir tií ahnars. Smátt og smátt síævst siðferðið og það tekur í sig krabbamein, sem gref um sig og sýkir þjóðarlíkam ann allan. Ég hygg að ummæli bankastjórans hafi haft við rök að styðjast. SJÓMABUR SKRIFAR: „Heyrt hefi ég að árið 1964 hafi orðið mik ið gróðaár fyrir íslenzku síldar- bræðslurnar. Útgerðarmaður, sem lagði inn síld í Ríkisverksmiðjurn ar uþp á vinnslu, fékk útborgað á málið um kr. 155.00 sem voru OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO^ ic Ummæli bankastjórans. * ir Nokkur orð af gefnu tilefni. ir Er mafía starfandi hér á landi? ic Um síldarverS og tekjur sjómanna. <0>OOOOOOOOOO'XXX>OOOOOOOOOOOOOOOOOi um 85% af áætluðu verði kr. 182 á málið. En endanlegt verð varð yfir 250.00 eða úm 67.00 aukalega til þeirra er kusu vinnsluna fram yfir fastaverðið, kr. 182.00. ÞETTA VAR ÞVÍ álitlegUr skild ingur. Hugsum okkur skip sem aflaði 20 þúsund mál, aukagreiðsl an liefir numið um 1,3 milljónum, sem myndi gefa hverjum háseta, ef þeir væru með í áhættunni, aukahlut um 40 þús. krónur. ÉG HELD að nauðsynlegt sé, bæði fyrir útgerðarmenn og sjó menn að athuga framvegis, hvort 'þeir, sem leggja inn hráefnið, fengju ekki betri útkomu með því að leggja síldina inn til vinnslu og fá svo sannvirðið í lokin. Hitt virðist óþarfi að halda eftir 15% af áætluðu verði. Þyrfti að breyta þessu ákvæði og miða við 10% sem í flestum tilfellum svndist nóg. Ég held að bæði út gerðarmenn og skinverjar myndu fremur kjósa vinnsluna en áður meðan háldið var eftir 15%. ÞAD FR ábyegilega hollara fvr ir alla aðila að taka á sig mjög takmarkaða áhættu og eiga von ina í hærri hlut, heldur en áð selja fyrir fast verð, sem oftast mUn skila öllu heim, enda hefir reynslan orðið sú hin síðari ár in. Það var hugmynd þeirra góðu manna, sem bjuggu til lögin um síldarverksmiðjur ríkisins, að sem flestir fengju sannvirði fyrir innleggið. ÉG VIL STINGA upp á aS þessu ákvæði um 15% verði breytt í 10%. Ættu bæði forsvarsmenn útgerðarmanna og sjómanna að beita sér fyrir þessu, sem vonandi myndi færa hlutaðeigandi allgóð an sldlding með því að kjósa vinnsl una í staðinn fyrir fast verð. Þetta ^getur orðið bagsm.unamáli Isem forsvarsmenn fyrrnefndra sam- taka ættu að athuga vandlega." BifreiÖaeigendur sprautum og réttum Fljót afgi-eiðsla. Bifreiðaverkstæðið Vesturás h.f. Síðumúla 15B, Sími 35740.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.