Alþýðublaðið - 23.03.1966, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 23.03.1966, Blaðsíða 13
sæjáSHP O- —: Síml 50184. Fyrir kóng og föóurland. (For King and Country) Ensk verðlauna kvikmynd, ein áhrifmesta kvikmynd sem sýnd hefur verið. Dirk Bogarde Tom Courtenay Leikstjóri: Joseph Losey, sá sami er gerði ,,'þjónkm“ sem sýnd var í Iíópavogsbíói fyrir nokkru. Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð bömum. — Hálf tiu. Ég var búin aS taka til á alla morgunbakkana áður en ég fór inn til drengs- ins. — Eruð þér sannfærðar um að þetta sé rétt? — Já. — Þakka yður fyrir frú Fer- ari, það var ekk» annað Það ríkti augnabliks þögn i stofunni þegar dyrnar höfðu lokazt að baki hennar. Lögreglu foringinn leit hvasst 'á Patrieiu. — Hvað segið þér nú ungfrú Masters? Álítið þér ekki að yð ur hafi skjátlazt hvað tímanum leið? — Nei mér hefur skjátlazt en ekki í þvi hvað tímanum leið og heldur ekki viðvikjandi bílnum sem sneri við. Mér hef- ur skjátlazt að þetta hefði eitt hvert samband við ránið. — Það litur út fyrir það, sagði lögregluforinginn stuttur í spuna. — Takk fyrir ungfrú Masters. 18 KvöidmáEtíÖar- gestirnir Ný mynd eftir Ingmar Bergmaa. Sýnd kl. 7 og 9. John Webley fór út með Pat. — Hann trúði mér ekki, saeði hún um leið og dyrnar höfðu lokazt að baki þeirra. — Hann áleit að ég væri að segja þetta til að mér yrði veitt athygli eða það sem verra er — af því að ég ætti ein- hvern þátt i þessu hræðilega máli. —i- Verið nú róleg, sagði John Wébley, — munið að það er skylda hans að gruna alla. Hann verður að ganga úr skugga lím, hver hér á Kót elinu rændi drengnum. Patricia sá að Stephen kom gangandi yfir gólfið en hann hafði ekki lengur nein áhrif á hana. Hún leit á John Webley: — Trúið þér mér? Hann leit inn 1 augu henn- ar ekki vingjarnlega heldur rannsakandi og alvarlega — Já, sagði hann, — ég trúi yður. Og það sem meira er ég neita að trúa því að það sé í engu sambandi við afbrotið. Hvað seg ið þér um að við reyndum sið ar að komast að einhverju við víkjandi þessum leyndardóms- fulla bil? — Hvað getum við gert? Hverju gætum við komizt að? — Einhverju. Maður veit það aldrei. — Gott og vel, ég samþykki, sagði Patrieia. — Halló Pat! Stephen var kominn til þeirra. — Sælir Webley, hefur eitthvað frétzt? — Því miður ekkert. — Ég verð að fara og opna kaffistofuna, sagði Patrieia. — Nei, bíddu, ég þarf að tala við þig, flýtti Stephen sér að segja. Eftir að hann hafði got ið augun á Webley bætti hann lágt við: — Þú verður að hjálpa mér. — Seinna Steve, ég verð að opna núna. Við sjáumst á eft- ir. Hún hraðaði sér yfir ganginn undrandi yfir sjálfri sér. Það skipti minna máli fyrir hana núna að aðstoða Steve heldur en að sjá svo um að afgreiðsl an á kaffistofunni gengi snurðu laust. Þannig hefði ég ekki hugs að á férðinni eða bara fyrir viku síðan sagði hún undrandi við sjálfa sig. Hún gekk föstum skréfttm fram hjá nr. 049 en f þvf bjó einhleyþ kona sem hafði verið á skíðum þegar Pat var rotuð. Hún barðist við löngunina að hlaupa hratt þar framhjá. Samt sem áður hristust hendur henn ar þegar hún opnaði dyrnar að kaffistofunni, og þegar hún 'hafði lokað að baki sér varð hún að styðja sig um stund ■við dyrnar. En sá dagur! Hun var dauð þreytt þegar hún kveikti á raf magnstækjunum og opnaði skáp ana til að sækja bolla þannig að allt yrði tilbúið áður en fyrstu kaffigestirnir kæmu. Það komu sjálfsagt margir því þeg ar annað eihs og þetta skeði héldu gestimir sig meira heima fyrir en ella. Það reyndist líka rétt Kaffi stofan fylltist hratt og það eina sem talað var um við borð ið var barnsránið. Vindurinn sem hafði sungið í stlálvörunum við skíðalyftuna allan daginn þagnaði skyndilega. En í stað þess að það yrði létt ir gerði það andrúmsloftið enn þvingaðra eins og fjallið sjálft héldi niðri í sér andanum og biði. Allir biðu þess að barns ræningjarnir létu til sín heyra — að lögreglan gerði eitthvað í málinu — eftir barnsrödd. Meg kom með kveðju frá hr. Frame það gladdi hana að Pat skyldi treysta sér til að hafa kaffistofuna opna. Hún mátti endilega ekki ofreyna sig og loka þegar henni fyndist hún ekki geta meira. — Hvenær er venjulega lokað hérna? spurði Pat. — Klukkan fimm, sagði Meg. — Það er opnað seinna um kvöldið en þá sér karlmað- ur um kaffið. — Ég get verið hér til kl. fimm, sagði Pat. — Það er ekki langt þangað til. Ert bú líka til klukkan fimm? — Já. Við skulum hittast á herberginu okkar. Þú skalt bara læsa og skilja peningana eftir hérna inni. Pat horfði á eftir henni. Það var ótrúlegt að þær skyldi að- eins hafa þekkzt síðan í morg un — og John Webley! Hún 'hristi höfuðið. Atburðir — góð- >r eða vondir tengdu fólk traust ari böndum. 19. Hún var þakklát vfir að þessi erfiði dagur skyldi loks á enda þegar hún lokaði og gefck yfir að húsinu þar sem herbergi hennar var. Hún ætl- aði að taka upp úr töskunum og fara í bað. Um leið og hún væri búin að borða ætlaði hún að fara að sofa. Meg var ekki komin enn og Pat fór að láta fotin niður ~í tómu skúffurnar sem hún hafði. En um leið og hún væri búin að borða ætl aði hún að fara að sofa. Meg var ekki komin enn og Pat fór að láta fötin niður i tómu skúffurnar sem hún hafði. Én, um leið sýndist henni að ein hver hefði leitað í tösfcunum hennar. Hún hafði að visu rótað í þeim sjálf þegar hún var að finna sér föt að fara í en henni fannst hún samt efcki hafa skilið við þær svona Ilún flýtti sér að taka efstu fötin úr töskunni og stóð eins og strirðnuð og starði Fyrir framan hana lá peningakassinn sem hafði verið rænt frá henni. Pat starði á hann eins og væri hann eiturslanga sem lægi milli undirfatanna 'hennar. Einhver hafði fyrst rotað hana til að stela kassanum og svo gert sér það ómak að brjótast hing að inn til að fela hann milli fata hennar. Hver gat liafa gert það? Meg? Nei. En hver annar gat hafa komizt hingað inn? Hinar stúlk urnar sem bjuggu í húsinu höfðú aðeins lykil að útidyrun um. En aðallykillinn að hótel inu passaði lika í dyrnar þar. Kveljandi hræðsla herpti háls hennar saman. Eitt vissi hún, það var einhver hérna á hótel- inu sem vildi stimpla hana sem þjóf. Hún var nýbyrjuð hér og enginn gat gefið henni meðmæli. Meg gat kómið á hverri stundu. Hvað skyldi hún halda þegar Pat segði: — Sjáðu hvað ég fann í töskunrii minni. Peningakassann! P'at var gripin af öfsahræðshi og hún henti fötunum yfir iitla kassann skellti lofcihu á töskunni í lás og settlst ofaft á hana. Þetta er alltaf að versna, hugsaði hún örvænt- ingarfull. Nú veit ég að hann er þarna. Hvernig ætti ég að útskýra það ef einhver fyndi hann áður en ég hef sagt frá honum? Ég verð að fara strax til hr. Frame og segja honum allt af létta. En skyldi hann trúa mér? hann hafði verið viðstadd ur þegar lögregluforinginn efað ist svo bersýnilega um orð henn ar. T rúl©f unarhringar Fljót afgreiðsla Sendum gegn póstkröfn. Guðm. Þorsteinsson gullsmiður Bankastræti 12. SMURSTðÐIN Sætúni 4 — Sími 16-2-27 Bflllnn er smurSur fljótt og vel. SeUom allar telnindir af smurolíu ALÞYÐUBLAÐIÐ - 23. marz 1966

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.