Alþýðublaðið - 06.04.1966, Blaðsíða 9
ISSON:
DAGUR DROTTINS.
í hinu fyrra Þessaloníkubréfi ræð
ir Páll postuli við söfnuðinn í
þeirri borg um að lifa svo sem sam
boðið er sonum ljó'sins og sonum
dagsins, því að þeir heyri ekki
nóttunni til né myrkrinu. „Vér
skulum þess vegna ekki sofa, eins
og aðrir, heldur vökum og verum
algáðir, því að þeir, sem sofa,
sofa á nóttunni, og '((eir Isem
drekka sig drukkna, drekka á nótt
unni.“ (I. Þess. 5, 6.) Dagur drott
ins er í raun og veru runninn upp
fyrir þeim, sem honum hafa helg
að sig, og því eiga þeir ekki að
gefa sig á vald því sukki og sválli
sem einkennir næturlíf borgarinn
ar. Slíkt líf er ekki í samræmi við
hinn nýja tíma, hinn nýja dag,
sem runninn er upp með Kristi.
Einna gleggst kemur þetta þó
fram í orðum textans, sem ég las
Efesusbréfinu 5, 18.— „í stað þess
að drekka yður drukkna í víni, sem
aðeins leiðir til spiilingar, skuluð
þér fyllast andanum."
VÍNDRYKKJA HEIÐ-
INGJANNA.
Heiðingjarnir í Efesus voru því
ekkert óvanir að tengja ölvun og
óreglu við Helgiþjónustu eða guðs
dýrkun. Víndrykkjan var eitt af
því er sumir flokkar heiðingjanna
notuðu til að vekja hjá sér hrifn
ingu, örva sig til glaðværðar, og
búa sig undir þá tegund guðsdýrk
unar, sem í augum kristinna
yfir Leirvoga suður í Arkarlækj-
arnes. Við þessi undur urðu menn
hræddir og skoruðu nú á Jón að
skjóta á drekann og fyrirkoma
honum. Jón fór á stúfana með
byssu sína og tókst að lokum að
vinna á drekanum, en sagði síðar
svo frá að engin venjuleg kúla
hefði dugað; það var fyrst, þegar
hann skar silfurhnapp af peysu
sinni, að hann gat banað drekan-
um. Ekki er þess getið í sögn þess
ari hvort Jón hafi fengið lausnar-
stein úr hinu arnarégginu en þeir
voru til ýmissa hluta nytsamir.
Eggert Ólafsson segir raunar. að
lausnarsteinn sé alls ekki steinn
heldur ávöxtur nokkur, sem stund
um berist hingað til lands með
rekavið. /
Nú á dögum bera menn víst
ekki gull í arnarhreiðrin, heldur
hafa áhyggjur þungar af því, að
örnum fari nú svo fækkandi á
landi hér, að hætta sé á að hún
deyji alveg út. Mynd hennar mun
þó prýða albúm frímerkjasafnara,
bæði hér á landi og út um víða
veröld.
Grein sú sem hér birtist er
prédikun, sem dr. Jakob Jóns
son flutti á bindindisdaginn,
sl. sunnudag.
manna var ekki annað en saur
lifnaður. Sá andi sem stjórnaði
orðum og gerðum kristinna manna
var annars eðlis, átti sér annan
uppruna og annan tilgang. Það
birtist meðal annars í frásögu Post
ulasögunnar af hinni fyrstu hvíta
sunnu. Hið annarlega ást\id poii;
ulanna á hinni fyrstu hvítasunnu
gáf sumum viðstöddum þá hug-
mynd. að þeir væru drukknir af
sætu víni, — en orð Péturs við
það tækifæri gefa skýrt og greini
lega til kynna, að sá andi, sem
hafi tök á hugsun og atferli krist
inna manna eigi ekkert skylt við
hrifningarástand það, sem stafi af
örfandi drykk. Það er því engin
furða þótt Páll postuli verði harð
ur í horn að taka gagnvart söfn
uðinum í Korinþu þegar honum
berast fregnir af því að drykkju
skapur eigi sér stað við sjálfar
hinar drottinlegu máltíðir safnað
arins. Við slíkar máltíðir voru
menn vanir að koma hver með
sinn skerf matar og drykkjar, en
neyta máltíðarinnar sameiginlega.
En þá gerist það, að „við borð-
haldið hrifsar hver sína eigin mál
tíð á undan, og er svo einn hungr
aður en annar ölvaður” (I. Kor
11.21.)
ÓBEIT Á DRYKKJUSKAP.
Ástæðan fyrir þeirri óbeit, sem
rithöfundar frumkristninnar hafa
á drykkjuskapnum, er augljós.
Andinn, — hinn heilagi andi eða
andi Krists — var hinn skapandi
kraftur guðs í tilverunni. Andi
guðs er upphaf sköpunarinnar.
Andi guðs leiðir og stjórnar. Andi
guðs er að verki í Kristi, allt
frá því að hann er getinn í móð
urlífi og til liess, að hann er upp
vakinn frá dauðum. Og andi
Kri ts nálgast síðan kirkju hans
loirtír hana og stjórnar. myndar og
mótar. Það er andinn. sem bygg
ir' allt upp, skapar reglu og lög
mál í tilverunni og í manninum
sjálfum. Allt, sem veldur glund
roða, sundrung, spillingu í söfn
uðinum, er gagnstætt þessum anda.
„Guð er ekki Guð truflunarinn-
ar, heldur friðarins.“ (I. Kor. 14,
33.) Og hvað veldur meiri truflun
meiru ósamræmi, meira niðurrifi
í mannssálinni en óráð áfengis
ins
HÓFDRYKKJA OG
OFDRYKKJA
íslenzkir prestar hafa verið beðn
ir að minna á baráttuna gegn á
fengisbölinu Sennilega eru fá
ir til, sem neita því, að einkenni
ofdrykkjunnar séu enn þau sömu
og í fornöld. Hins vegar er erf
itt að setja mörkin milli hóf-
drykkju og ofdrykkju. Og margir
þeirra, sem neyta áfengis verulega
munu halda því fram, að drykkja
þeirra geri eiginlega engum neitt
til. Oft heyrum vér um það rætt,
að menn geti neytt meira og minna
víns í marga áratugi, án þess að
það skaði þá raunverulega. Kona
ein sagði við mig fyrir fáum dög
um. „Það getur ekki verið, að á
fengið sé eins skaðlegt heilsu
manna eins og við erum vön að
hugsa okkur. Ég þekki mann, sem
neytir áfengis alltaf við og við.
Hann virðist vera fílhraustur,
þrátt fyrir þetta. Þegar hann er
'búinn að jafna sig eftir túrinn,
þvær hann sér og greiðir, og fer
til vinnu sinnar geislandi af þrótti
og heilbrigði, — en konan hans
og börnin eru að verða tauga
veiklaðir aumingjar".
Sjálfsagt eru margir vínneytend
ur, sem hafa þá sögu að segja, að
vínið hafi eyðilagt heilsu þeirra.
Ég hefi horft á það með eigin aug
um, hvernig áfengið hefir gert
glæsimenni og hrauftmcnni að
heilsulausum aumingjum á fáum
árum. En dæmið, sem konan
nefndi, er engu að síður eftir
tektarvert. Maðurinn, sem hún
sagði frá, virtist vera líkamlega
heilbrigður, eða jafna sig tiltölu
lega fljótt.
En af hverju varð konan þá
taugaveikluð ogr börnin? Var það
ekki af því, að þeim var að verða
ofurefli að hafa greðveikan mann
á heimilinu? Meistari Jón segir
um reiðina. að hún sé stutt æði.
En hvað er ástand drukkins manns
an«að en brjálæði, stutt eða langt
eftir atvikum. Hugsaðu þér. að á
vegi þínum yrði maður, sem ekki
hefði bragðað vín, en hefði öll
venjuleg einkenni drukkins
manns? Hann talaði í óráði, sund
urlausan þvætting. Hann væri
reikull í spori. æstur í skapi og
sjálfum sér ólíkur í fle'tum grein
um. Sá maður sem þannig yrði
af einhverjum öðrum orsÖkum en
áfengi og eiturlyfjum. yrði umsvifa
laust settur á geðveikrahæli. En
ef hann hefir drukkið vín, taka
flestir þessu geðveikiskasti, sem
sjálfsögðum hlut og finnst það ekki
tiltökumál, þótt heimili'fólkið
eða aðrir vinir slíti sér út. reyni
á si-g um megn fram. við hiúkrun
Framhald á 10. síðu.
Tilvalið til
fermingargjafa
Tökum upp í dag
FRÖNSK PYGMY
TRANSISTOR FERÐATÆKI
Sérlega ódýr.
Radídþjónustan
Vesturgötu 27.
ENSKAR DRAGTIR
Ný sending
Skólavörðustíg 17 — Sími 12990.
ROAMER herraúr frá kr. 1450.00
ROAMER dömuúr frá kr. 1600,00
TVÍMÆLALAUST BEZTU ÚRIN
MIÐAÐ VIÐ VERÐ.
Sigurður Jónasson, úrsmiður
Bergstað^stræti — (Laugavegi 10)
Fermingarúrið i ár
er ROAMER
Áuglýsingasíminn er 14906
I
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 6. apríl 1966 $