Alþýðublaðið - 06.04.1966, Blaðsíða 15
Gerðardómur
Hramhald af síðd 1.
cngin alþjóðastofnun verið til, sem
unnt væri að vísa slíkum deilu-
málum til. Henni er einmitt verið
að koma á fót nú. Þess vegna er
ekkert eðlilegra en að ákveðið sé
að vísa deilum til hennar eða
liafa hliðstætt fyrirkomulag á með-
ferð þeirra og gert er ráð fyrir
lijá þessari alþjóðastofnun. Ríkis-
stjórnir allra helztu aðildarrikja
Alþjóðabankans virðast vera sam-
mála um nauðsyn slíkrar alþjóða-
stofnunar. Ef það væri skerðing á
fullveldi að gerast aðili að slíkri
alþjóðastofnun, er vissulega ó-
líklegt, að öll helztu aðildarríki
Alþjóðabankans væru sammála
um að koma henni á fót og ger-
ast aðilar að henni. En gerðar-
dómsákvæði álsamningsins eru í
fullu samræmi við þær reglur,
sem þessi samningur grundvallast
á.
Málsvarar stjórnarandstöðunnar
hér á hinu háa Alþingi og blöð
stjórnarandstöðu flokkanna hafa
gert mikið’ veður út af ákvæðum
álsamninganna um gerðardóm til
þess að skera úr deilum í sam-
bandi við samningana og hafa þá
væntanlega einnig sitthvað að
segja um þennan samning, sem
hér er til umræðu. Mér hefur
fundizt allur málflutningur stjórn-
arattdstöðunnar um þetta efni
vera furðulegur. Talað hefur verið
eins og gerðardómsákvæði í
slíkri samningsgerð væru eins-
dæmi og bein fullveldisskerðing.
Hefur verið tekiö svo til orða,
að ekkert fullvalda ríki geti und-
irskrifað slíkan samning. Það er
jafnvel talað eins og samn-
ingurinn milli íslands og sviss-
neska álfélagsins sé fyrsti samn-
ingurinn í veraldarsögunni eða
eini slíki samningur sinnar teg-
undar milli ríkis og erlends einka-
f.vrirtækis. Auðvitað er þetta
fjarstæða. Fjölmargir slíkir samn-
ingar hafa verið gerðir og fjöl-
margif slíkir samningar eru í
gildi. Alveg hliðstæð gerðardóms-
ákvæði eru einmitt mjög algeng
í slíkum samningum, og er vit-
neskja um þetta á vitorði allra,
sem þa’ð vilja vita. Það er meira
að segja alls ekki í fyrsta skipti
nú. í sambandi við álsamningana,
að slík gerðardómsákvæði eru
tekin í samninga milli íslenzka
ríkisins og erlends aðila. Skal
ég nú greina nánar frá því.
Lang stærstu samningar um ís-
Ienzk utanríkisviðskipti, sem
gerðir hafa verið og gerðir eru
enn, eru samningar íslenzka ríkis-
ins við það fyrirtæki í Sovétríkj-
unum, sem flytur út olíu til út-
landa eða Sojuznefteexpoft í
Moskva. Upphæð þess samnings,
sem nú er í gildi, nemur um 350
millj. ki'óna. Það er Viðskiptamála
ráðuneytið, sem gerir þessa samn-
inga fyrir hönd íslenzka ríkisins.
Sovét fyrirtækið er sjálfstæður
réttaraðili, þótt ríkisfyrirtæki sé.
Það er ekki ríkisstjórn Sovétríkj-
anna, ekki Viðskiptamálaráðuneyti
þess eða Utanríkisráðuneyti þess,
sem samninginn gerir við ís-
lenzka Viðskiptamálaráðuneytið,
heldur sjálfstætt verzlunarfyrir-
tæki, sem ávallt kemur fram sem
sjálfstæður aðili. Hér er því um
alveg hliðstætt að ræða og á sér
stað í álsamningunum. Þar er það
íslenzka iðnaðarmálaráðuneytið,
sem kemur fram fyrir ríkisstjórn-
arinnar hönd. í olíusamningunum
er það íslenzka viðskiptamálaráðu-
neytið. Gagnaðilinn í álsamning-
unum er svissneskt lilutafélag. —
Gagnaðilinn í olíusamningunum
er sjálfstætt sovézkt fyrirtæki, að
visu ekki hlutafélag, enda slík
félög ekki til þar í landi, heldur
ríkisfyrirtæki, en sjálfstæður
réttaraðili, eins og svissneska fyr-
irtækið. íslenzka ríkisstjórnin
hefur gert samninga um kaup á
olíu frá Sovétríkjunum árlega
síðan 1953. Það er ekki mjög
langt síðan, að formaður þing-
flokks Alþýðubandalagsins, Lúðvík
Jósepsson, var viðskiptamálaráð-
herra. Undir stjórn hans voru
gerðir þrír olíusamningar við hið
sovézka fyrirtæki, fyrsti samning-
urinn 27. desember 1956, annar
samningurinn 24. desember 1957
og þriðji samningurinn 16. sept-
ember 1958. Þáverandi formaður
Framsóknarflokksins var þá dóms
málaráðherra. Er þess því að
vænta, að þess hafi verið vel gætt,
að íslenzka ríkið skerti ekki full-
veldi sitt í samningsgerð sinni
við aðra aðila. En nú skal ég lesa
9. greinina í þeim þremur samn-
ingum, sem Lúðvík Jósepsson bar
ábvrgð á fyrir hönd íslenzka rik-
isins um olíukaup af hinu sov-
ézka fyrirtæki. Hún hljóðar svo á
ensku:
”Any disputes or differences
whicli may arise out of the ful-
filment of the present Contract
or in connection with it are to
be settled by the Foreign Trade
Arbitration Commission at the
USSR Chamber of Commerce in
Moscow in conformity with the
rules of the same Gommission.”
Þett.a hljóðar þannig í islenzkri
þýðingu:
„Sérhver deila eða misklíð,
sem upp kann að koma við fram-
kvæmd þessa samnings eða í sam-
bandi við hann, skal útkljáð af
Gerðardómnum um utanríkisvið-
skipti í Verzlunarráði Sovétríkj-
anna í Moskva samkvæmt reglum
þessa gerðardóms.”
Lúðvík Jósepsson varð að vísu
ekki fyrstur íslenzkra viðskipta-
málaráðherra til þess að gera slík-
an samning Sams konar ákvæði
voru í olíusamningunum frá upp-
hafi eða frá 1953. Og sams konar
ákvæði eru enn í olíusamningun-
um, t. d. í síðasta samningnum,
sem gerður var 3. desember 1965.
Ástæðan er auðvitað sú, að Sovét-
ríkin hafa talið eðlilegt, að slík
gerðardómsákvæði væru i þessum
samningum, og á það hafa allar
ríkisstjórnir síðan 1953 fallizt,
einnig ríkisstjórn Hermanns
Jónassonar, sem Lúðvík Jóseps-
son var viðskiptamálaráðherra í.
Þá sá hann ekkert við slík gerð-
ardómsákvæði að athuga. Hanni-
bal Valdimarsson sá heldur ekk-
ert við þau að athuga. Og fyrr-
verandi og núverandi formenn
Framsóknarflokksins, Hermann
Jónasson og Eysteinn Jónsson
töldu þetta líka eðlilegt í samn-
ingunum við sovézka fyrirtækið,
þótt þeir telji það nú nánast til
landráða, að liliðstætt ákvæði sé
í samningum við svissneskt fyr-
irtæki.
Það, sem er sameiginlegt með
samningunum við svissneska fyr-
irtækið og rússneska fyrirtækið
er, að í báðum tilfellum er um
gerðardómsákvæði að ræða. í hvor-
ugu tilfellinu eiga íslenzkir dóm-
stólar að dæma um deilumál,
sem upp kunna að koma. En í
samningunum við svissneska fyrir-
tækið eru ákvæði um alþjóðlegan
gerðardóm, þ.e.a.s. gerðardóm,
þar sem hvor málsaðili tilnefnir
sinn fulltrúa, en oddamaður er
hlutlaus og skal gerðardómurinn
dæma eftir íslenzkum lögum og
alþjóðareglum. í samningunum
við sovézka fyrirtækið, sem hvorki
formaður þingflokks Alþýðubanda
lagsins né formaður Alþýðu-
bandalagsins né heldur fyrrver-
andi eða núverandi formaður
Framsóknarflokksins hafa haft
nokkuð við að athuga í 13 ár, er
gerðardómurinn ekki alþjóðleg-
ur, lieldur sovézkur. Gerðardóm-
urinn er stofnun innan Verzlunar-
ráðs Sovétríkjanna. Og samþykkt
er í olíusamningunum, að hann
eigi að dæma eftir sínum eigin
reglum. íslenzkum ríkisstjórnum
hefur undanfarin 13 ár verið kunn-
ugt, að Sovétríkin fylgja yfirleitt
þeirri reglu í samningum sem út-
flutningsfyrirtæki þeirra gera
við erlend ríki, að hafa
'5kvæði um gerðardóm í
slíkum samningum, ekki þó al-
þjóðlegan gerðardóm, lieldur
gerðardóm í Sovétríkjunum, sem
úrskurða skuli um deilumál. Og
sömu reglu fylgja þau, þegar Sov-
étríkin sjálf gera samninga við
erlend einkafyrirtæki. Ekki að-
eins Sovétríkin fylgja þessari
reglu yfirleitt, heldur hafa hin
Austur-Evrópuríkin tekið upp
þessa stefnu Sovétríkjanna. Allar
ríkisstjórnir á íslandi hafa vitað
þetta. í hinum miklu viðskiptum,
sem við höfum átt við Austur-
Evrópulöndin eru aðeins olíu-
samningarnir, gerðir milli ís-
lenzka ríkisins annars vegar og
sovézks fyrirtækis hins vegar,
enda er þar um lang stærstu við-
skiptin að ræða. Engin íslenzk
ríkisstjórn hefur hikað vlð að sam-
þykkja slík gerðardómsákvæði í
olíusamningunum. Það hefur ekki
hvarflað að neinni þeirra, að með
því væri hún að skerða fullveldi
íslands hvað þá fórna því. Það
hvarflaði heldur ekki að Lúð-
vík Jósepssyni, Hannibal Valdi-
marssyni, Hermanni Jónassyni
eða Eysteini Jónssyni, þegar þeir
sátu saman í ríkisstjórn. Er það
í raun og veru skoðun þessara
manna, að þegar Sovétrikin vilja
hafa ákvæði um gerðardóm í
samningum sínum við erlend
einkafyrirtæki, þá séu þau að af-
sala sér hluta af fullveldi sínu?
Er það raunverulega skoðun þess-
ara manna, eða þegar Sovét-
ríkin vilja hafa ákvæði
um sovézkan gerðardóma í
samningum milli sovézfcra
fvrirtækja og erlendra ríkis-
stjórna, þá séu Sovétríkin í raun
og veru að heimta erlend ríki
undir sovézka lögsögu? Er það í
raun og veru skoðun þessara
manna, að þegar Sovétríkin vilja
hafa ákvæði um sovézkan gerðar-
dóm í samningum milli sovézka
ríkisins og erlendra einkafyrir-
tækja, þá séu þau raunverulega
að heimta erlend fyrirtæki undir
sovézka lögsögu? Er þetta í raun
og veru skilningur þessara
manna, hvers vegna samþykktu
þeir þá olíusamningana við sov-
ézka fyrirtækið, meðan þeir voru
í stjórn? Eða hvers vegna hafa
þeir aldrei fyrr né síðar gagnrýnt
þetta gerðardómsákvæði f olíu-
samningunum við Sovétríkin?
Ég segi þetta ekki vegna þess,
að ég telji þessi gerðardóms-
ákvæði sérstaklega varhugaverð.
Ef ég Jiti svo á, hefði ég ekki
staðið að gerð slíkra samninga
undanfarin ár. Ég mundi að vísu
heldur kjósa ákvæði um alþjóð-
legan gerðardóm í olíusamningun-
um í stað sovézks gerðardóms. En
það þýðir ekki að ég hafi ástæðu
til að vantreysta hinum sovézka
gerðardómi. Hitt mun aftur á móti
verða mörgum ráðgáta, hvernig
þeir menn geta gagnrýnt ákvæði
um alþjóðlegan gerðardóm í ál-
samningunum, sem sjálfir hafa
samið um sovézkan gerðardóm í
stærstu viðskiptasamningum, sem
íslendingar hafa gert til þessa,
olíusamningunum — ekki hvað
sízt, þegar það er haft í huga, að
alþjóðlegi gerðardómurinn á að
dæma eftir íslenzkum lögum og
alþjóðareglum, en sovézki gerðar-
dómurinn eftir sínum eigin regl-
um.
Það verður fróðlegt að heyra
svör þessara manna við þessari
spurningu.
ÍBH
Framhald af 11. siðu.
ársskýrslum félaganna, sem birtast
á í ársskýrslu ÍBH.
10. 21. ársþing ÍBH felur stjórn
ÍBH að safna saman öllum hugs-
anlegum gögnum til afnota fyrir
íþróttadómstól ÍBH.
11. 21. ársþing ÍBH hvetur að-
ildarfélög sín til þess að vinna
að aukinni þátttöku fólks til
keppni um íþróttamerki ÍSÍ.
12. 21. ársþing ÍBH þakkar ÍSÍ
fyrir hið myndarlega landshapp-
drætti undanfarin tvö ár og skor-
ar á alla þá, sem eru innan ÍBH
að duga vel við sölu miðanna á
þessu ári.
13. 21. ársþing ÍBH skorar á ÍSÍ
að afla sér valds til að móta á-
kveðna stefnu um tekjuskiptingu
ágóða af gesta- og fjáröflunar-
leikjum. Tillaga þessi kemur fram
vegna fenginnar reynslu í þessum
efnum.
Stjórn ÍBH var öll endurkjörin
en hana skipa:
Yngvi Rafn Baldvinsson, form.
Jón Egilsson, ritari.
Ögmundur Haukur Guðmunds-
son, gjaldkerl.
Guðmundur Geir Jónsson,
meðstjórnandi.
Anna Kristfn Þórðardóttir,
meðstjórnandi.
Hannes á horninu
Framhald af 4. síðu.
veit að áhrifin frá Bretum á heims
málin, verða öruggari til að sætta
sundurleitar skoðanir á alþjóða-
vettvangi, heldur en ef íhaldsstjórn
hefði haldið um stjórnvölinn í
Bretlandi.
ÞÓ KOSNINGAÚRSLITIN séu
mikill persónulegur sigur fyrir Wil
son forsætisráðherra, Þá er hitt
meira um vert, að úrslitin eru
mestur sigur fyrir hina öfgalausu
stefnu alþýðuflokkanna í hinum
vestræna lieimi. Veröldina vantar
ekki í dag menn, sem gera kröfur
til alls og allra, sem heimta allt
en vilja lítið eða ekkert láta sjálf
ir. Heimta allt fyrir sína þjóð, sjá
ekki þarfir hinna, sem líða skort
og áþján.
HANA VANTAR menn, sem eru
sjáandi á þarfir vanþróuðu þjóð
anna, sem færir eru um að bera
klæði á vopn hinna stríðandi þjóða
færir um að fara með friði um
löndin og sætta ólík öfl á alþjóða
vettvangi. Það er þetta sem mikill
hluti mannkynsins vonar að brezki
Verkamannaflokkurinn beitj áhrif
um sínum fyrir til góðs öllu mann
kyninu.”
fsf
Framhald af 11. slðu.
Þá var samþykkt sú breyting á
áhugamannareglum ÍSÍ, að heim-
ilt er að greiða íþróttamanni vissa
fjárupphæð á dag (kr. 333,92)
vegna tapaðra vinnulauna vegna
þátttöku í milliríkjakeppni, eða
keppni um Norðurlanda-, Evrópu
eða heimsmeistaratitil. Þó má eigi
greiða töpuð vinnulaun vegna
æfinga til undirbúnings slíkum
keppnum.
Einnig voru heimiluð laun til
dómara í alþjóðakeppnum og dval-
areyrir til iþróttamanna þegar
þeir dveljast á erlendri grund í
í samræmi við revlur þar um
sem alhinðasambönd hafa sett.
Samþykkt var að íþróttaþing í-
þróttasambands fslands sem halda
á í sept. 1966 verði á ísafirði í
tilefni 100 ára afmælis kaupstað-
arins.
Þá var kosin nefnd til athug-
unar á sjónvarpi og íþróttum.
Að lokum var samþykkt að
breyta móta og kenpendareglum
ÍSÍ á þann veg, að framkvæmda-
stjórn ÍSÍ hefði heimild til að
veita erlendum íþróttamönnum
þátttöku í íþróttamótum, ef fyrir
liggja meðmæli viðkomandi sér-
sambands.
Rætt var um ýmis önnur mál
en þau sem getið er hér að fram-
an og lauk fundi á laugardags-
kvöld.
Sambandsráðsfundurinn var
mjög vel sóttur oe voru bnr mætt-
ir fulltrúar frá öllum kiördæm-
unum og sérsamböndum ÍSf auk
f ramkvæmdast j órnarinnar.
Vinnuvélar
til leigu.
Leigjum út pússningæsteypu-
hrærivélar og hjólbörúr.
Rafknúnir grjót- og múrliamrar
með borum og fleygum.
Steinborvélar — Vibretorar.
Vatnsdælnr o.m.fl.
LEIGAN S.F.
Simi 23480.
Brauðhúsið
Laugavegi 126 — S
Sími 24631
★ Allskonar veitingar.
★ Veizlubrauð, snittur.
★ Brauðtertur, smurt
brauð
Pantið tímanlega.
Kynnið yður verð
og gæði.
ALÞÝÐUBLADIÐ - 6. apríl 1966 15