Alþýðublaðið - 23.04.1966, Side 1
Laugardagur 23. aprfl 1966 - 46. árg. - 90. tbl. - VERÐ 5 KR.
Sumri
heilsað
Sumri var fagnað með há-
tíðahöldum, þótt veðrið væri
heldur óhagstætt. Mikill
mannfjöldi safnaðist saman
í Miðbænum, þegar skemmti-
atriði voru flutt þar. Á mynd
inni skemmtir Jón Gunn-
laugsson á nýstárlegu ,loft-
sviði.” — Mynd: JV.
Svisslendingar gangct að skilyrði Alþýðuflokksirts:
ÞAÐ VAR opinberlega staðfest á Alþingi í gær,
að íslenzka álbræðslan h.f. í Straumsvík muni ekki
ganga í samtök íslenzkra atvinnurekenda. Hefur
þar með verið gengið að skilyrði Alþýðuflokksins
varðandi áhnálið.
Þotukaup Fl ákveðin:
Hlutaféð þrefaldað
Jóhann Hafstein iðnaðarmála-
ráðherra' tók til máls við 3. um
ræðu um álsamningana í neðri
deild í gær. Skýrði hann meðal
annars svo frá, að Alþýðuflokkur
Einn lézt og
tvennt stór-
slasaðist
Reykjc.vík. — ÓTJ.
UNGUR piltur beið bana í bil-
slysi í Vestmannaeyjum í fyrrí-
nótt, oci jarþetjar sem með honum
voru, slösuðust alvarlcga. Ekki er
gerla vitað hvernig slysiö vildi
til.Það skeði A Heiðaveginum er
Volkswagen bifrcið, sem í voru
þrír piltar ocj tvær stúlkur ók
aftan undir kyrrstæða vörubif-
reið. Ökumaðurinn beið þegar
bana við árcksturinn og önnur
stúlkan og annar hinna piltanna,
slösuðust svo alvarlega, að þau
voru flutt til Reykjavíkur með
sjúkraflugvél í gærmorgun. — A8
beiðni lögreglunnar í Vestmanna-
eyjum verða nöfn þeirra ekki birt
að sinni.
inn liefði skrifað sér bréf 15.
apríl síðastliðinn, þar sem skýrt
var formlega frá skilyrði þvi, sem
miðstjórn flokksins setti fyrir
stuðningi við álfrumvarpið. Ósk-
aði Alþýðuflokkurinn þess, að
fengin yrði staðfesting viðkom-
andi aðila á þvi, að þeir gengju
að þessu skllyrði.
Iðnaðarmálaráðherra skrifaði
Swiss Aluminium Ltd. í Ziirich í
Sviss samdægurs og sendi þeim af
rit af hréfi Alþýðuflokksins
Nú hefur ráðherra borizt bréf
frá Swiss Aluminium Ltd, dag-
sett 19. apríl, þar sem grengið
er að skilyrðinu. í bréfinu segir,
að með tilvísun til bréfs ráð-
herra staðfestist það, að tslenzka
álbræðslufélagið muni ekki ger-
ast meðlimur vinnuveitendasam-
taka á íslandi.
Jóhann Hafstein rakti í ræðu
sinni ýms atriði, sem deilt hef
ur verið um varðandi álsamning-
ana og hrakti ýmsar fullyrðingar
andstæðinga. Taldi hann meðal
annars upp fjölmörg dæmi um
notkun gerðardóma í skiptum
milli ríkis annars vegar og þegna
ríkis eða einkaaðila hins vegar.
Fer notkun slíkra gerðardóma ört
vaxandi um allan heim, og for-
dæmi varðandi þá eru mörg í Ev
rópu og Ameríku.
Fundum var haldið áfram í gær
kvöldi og var ætlunin að ljúka
Framhalð á 14. síðu.
Reykjavik. —• GbG.
Eins og skýrt var frá í blaðinu
á fimmtudaginn, hefur verið lagt
fram á Alþingi frumvarp til laga
um heimild fyrir ríkisstjómina að
ábyrgjast lán til Flugfélags íslands
vegna kaupa á Boeing þotu af
gerðinni 727. Gert er ráð fyrir, að
lánsupphæðin nemi 80% af kaup-
verði vélarinnar, en með nauðsyn
legum varahlutum og tækjum mun
heildarverð hennar vera sem næst
297 milljón króna. Hámark ábyrgð
arinnar verður samkvæmt því 258
milljónir króna.
í frumvarpinu er þess getið, að
í ráði sé að þrefalda hlutafé fé-
lagsins, úr 20 milljónum í 60
milljónir króna. Hlutafjáreign rík-
issjóðs er nú 26 milljónir eða um
13%. Gerir frumvarpið ráð fyrir
að fjármálaráðherra hein.ilist að
auka hlutafé ríkisins hlut.allslega
jafn mikið.
í greinargerð kemur fram, að
ríkisstjórnin vill fyrir sitt leyti
stuðla að framgangi málsms með
veitingu ríkisábyrgðar til kaupa á
flugvél þessari, eða hverri þctrri
tegund annarri, er éigi væri dýr-
ari en Bóeing 727. Ér á það bent,
að ör þróun í flugsamgöngmm
Framhald ð 15, síðu
Lifir með gervihjarta
Houston, Texas. 22. apríl.
mtb-reuter). — Læknar ótt-
ast að Marcel Derudder, 65
ára, sem lífinu er haldið í með
gervihjarta, hafi skaddast á
heila, þar sem hann hefur ekki
kómizt til meðvitundar eftir
hinn sögulega uppskurð sem
hann gekk undir í gær, en þá
var gervihjartanu, sem er úr
plasti, komið fyrir. Læknarnir
segja, að annars líði Derudder
vel eftir atvikum.
Gervihjartað er I aðalatrið-
um rafknúin dæla, sem teklð
hefur við um það bil 60% af
starfsemi hjartans. Blóð það,
sem undir venjulegum kring-
umstæðum færi um hið skadd-
aða vinstra hjartahólf Derudd-
ers, fer gegnum gervihjartað
og síðan aftur til aðalslagæð-
arinnar. Vinstra hjartahólfið
sem framkvæmir mestalla
dælustarfsemi hjartans, fær
þannig að hvílast og læknast. *
Læknarnir vona, að gervi-
hjartað lengi líf Derudders og
veki von hjá þúsundum ann-
arra hjartasjúklinga. Ef aðgerð
in gengur að óskum fá læknar
um heim allan nákvæmar upp-
lýsingar um hana. Það er hinn
heimskunni hjartasjúkdóma-
læknir Michael Debakey, sem
Framhald á 14. sfðn
ÍSAL GENGUR EKKI í AT-
VINNUREKENDASAMTÖK