Alþýðublaðið - 23.04.1966, Blaðsíða 11
f
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 23. apríl 1966 \%
t=RitstiórTÖrn
96 keppendur í Víða-
vangshlaupi Hafnarfjarðar
Ilalldór Guðbjörnsson, KR sigrar í 51. Víðavangshlaupi ÍR. Mynd: JV.
Frá 57. víðavangshlaupi ÍR:
KR og Skarphéðinn sigr-
uðu í sveifakeppninni
HALLDÓR GUÐBJÖRNSSON, KR. SIGRAÐI
Víðavangshlaup Hafnarf jarðar
1966 fór fram á sumardaginn
fyrsta, og urðu úrslit sem hér
segir:
Drengir 17 ára og eldri:
Ólafur Valg. FH 5:30,7
Trausti Sveinbj.son, FH 5:40,0
Gunnar Kristj. SH 5:55,2
Ólafur kom á óvart með að
sigra Trausta, sem hefur unnið
bikarinn sl. tvö ár.
Ðrengir 14—16 ára:
Hafsteinn Aðalsteinss. FH 5:43,0
Helgi M. Arthursson, FH 6:11,0
Dýri Guðm. FH 6:24,7
Hafsteinn bar af í þessu hlaupi
og hljóp skemmtilega.
Drengir 13 ára og yngri:
Viðar Halldórsson, FH 3:59,4
Daníel Hálfdánarson, FH 4:01,0
Ágúst Ólafsson, FH 4:05,4
Viðar sigraði auðveldlega, og
vann bikarinn til eignar.
Stiilkur 12 ára og eldri:
Oddný Sigurðard. FH 4:18,7
Elízabet Ingibergsd. FH 4:28,3
Guðrún R. Pálsd. FH 4:35,6
Oddný sigraði einnig í fyrra.
Stúlkur 11 ára og yngri:
Ingibjörg Elíasd. FH 4:27jO
Rós Lára Guðl. FH 4:51,1
Svanhvít Magnúsd. FH 4:53,5
Alls tóku 96 þátttakendur þátt
í Víðavangshlaupinu.
HALLDÓR GUÐBJÖRNSSON,
KR, sigraði i 51. Víöavangsh laupi
ÍR, sem fram fór á sumardaginn
fyrsta eins og venjulega. Hlawp-
ið hófst í Hljómskálagarðinum og
lauk við Miðbæjarbarnaskólann.
Baráttan var allhörð milli Hall-
dórs Guðbjörnssonar og félaga
hans, Agnars Levy. Agnar var á
undan, þegar hlaupararnir komu
á Fríkirkjuveginn, en Halldór
átti betri endasprett og sigraði
í fyrsta sinn í Víðavangshlaupi
'ÍR. Baldvin Þóroddsson, KA, varð
þriðji í hlaupinu, en hann er
mjög efnilegur hlaupari.
KR-ingar sigruðu örugglega í
sveitakeppni 3ja manna, en Skarp-
héðinn í sveitakeppni 5 og 10
MQffAfRLT
Það verða Real Madrid og Part
izan^ Belgrad, sem leika til úr-
slita í Evrópubikarkeppninni í
knattspyrnu. Real vann Inter sam
anlagt í tveim leikjum
anlagt 2:1 í tveim leikjum. Part-
izan vann Manchester Utd. með
sömu markatölu.
raanna. KR vann bikar, sem Þjóð- I
viljinn gaf 1964 í annað sinn..Aft- !
ur á móti unnu Skarphéðinsmenn
til eignar bikar, sem keppt er um
í sveitakeppni 5 manna, en hann
gáfu starfsmenn íþróttavallanna.
í sveitakeppni 10 manna vann
Skarphéðinn til eignar bikar, sem
ÍR gaf.
í kaffisamsæti eftir hlaupið
voru verðlaun veitt og þar flutti
Sig. Gunnar Sigurðsson, formaður
ÍR ræðu.
Hann hvatti unga fólkið til að
standa vörð um íþróttirnar og fé-
lög sín. Keppnin er hörð um
æskulýðinn, sagði Gunnar, og því
miður láta margir freistast til að
leita sér ánægju á miður heppi-
legum stöðum. íþróttafélögin
standa öllum opin og þar geta all-
ir fengið verk að vinna, og iðkað
íþrótt við sitt hæfi. Auðvitað
verður æskufólkið að skemmta sér
og dansa og formaður ÍR sagðist
síður en svo vera á móti dansi,
en unga fólkið fær ekki heilbrigða
skemmtun á veitingahúsunum,
þar sem vín er haft um hönd. Það
er í hinu félagslega starfi, þar
sem allir eru þátttakendur og hér
hafa öll íþróttafélög og æskulýðs-
félög mikilvægt verk að vinna, —
sagði formaður ÍR.
Hafsteinn Þorvaldsson úr stjórn
Skarnhéðins flutti ávarp og þakk-
aði ÍR framkvæmd þessa merka
hlaups. Hann hvatti félög og banda
lög í nágrenni Reykjavíkur til að
efna til víðagangshlauns hjá
sér þennan dag. íþróttahreyfing-
in væri fátæk af erfðavenjum og
þess vegna ættu allir íþróttamenn
að stefna að því að taka þátt í
þessu hlaupi, sem efnt var til af
miklum stórhug og háð hefur ver-
ið óslitið í 50 ár.
Ú r s 1 i t :
Halldór Guðbj. KR 7:58,8
Agnar Levy, KR 8:00,8
Baldvin Þóroddsson, KA 8:04,5
Marinó Eggertsson, KR 8:11,5
Mart. Sigurg. HSK 8:39,9
Jón Sig. HSK 8:43,6
Jón Gunnlaugsson, HSK 8:53,0
Guðm. Guðm. HSK 9:10,0
Jón ívarsson, HSK 9:27,0
Þorv. Hafsteinss, HSK 9:28,0
Jón Stefánsson, HSK 9:43,0
Berþór Halld. HSK 9:51,0
Sig. Jónsson, HSK 9:52,0
Hafsteinn Þorv. HSK 11:40,0
Sveitakeppni 3ja manna:
Sveit KR 6 stig
Sveit HSK (a) 15 stig
Sveit HSK (b) 24 stig
Sveit HSK (c) 33 stig
Sveitákeppni 5 manna:
Sveit HSK (a) 10 stig
Sveit HSK (b) 40 stig
Sveitakeppni 10 manna:
Sveit HSK 50 stig
Drengjahlaup Ár-
manns á morgun
Hið árlega Drengjahlaup Ár-
manns fer fram á morgun, sunnu-
dag. Hlaupið verður í Hljóm-
skálagarðinum og umhverfis Há-
skólavöllinn Þátttakendur og
starfsmenn eru beðnir að mæta
á Melavellinum kl. 1,15 e. h.
Vormót Ármanns
fer fram í dag
Þeim hluta Vormóts Ármanns
1966, sem fresta varð á sumar-
daginn fyrsta, þ.e. keppni í A.H.
og C-flokkum karla verður hald
ið áfram í Jósefsdal laugardaginn
23. apríl og hefst keppni kl. 5
e.h. Eru það vinsamleg dlmæli
miðstjórnarinnar að keppendiaf
mæti stimdvíslega.
Tveir landsleikir í knattspyrnu
fóru fram á miðvikudag. Belgía
sigraðj Frakkland 3:0 í París, en
Sviss og Sovétríkin gerðu jafn-
' tefli 2:2 í Basel.
Fjórðungsglíma
Sunhlendinga
Fjórðungsglímumót Sunnlend*
ingafjórðungs verður háð í Sam-
komuhúsinu að Garðaholti laug-
ardaginn 30. apríl og hefst kl. 4
eftir hádegi.
Er þetta í fyrsta sinn sem fjórO
ungsglímumót Sunnlendingafjórð-
ungs er haldið. Verður keppt um
glæsilegt glímuhorn sem Mjólkur
bú Flóamanna hefur gefið til þess-
arar keppni. Auk þess verða
þrenn önnur verðlaun.
Ungmennasamband Kjalarnes-
þings sér um keppnina að þessu
sinni. Þátttökutilkynningar berist
fyrir 28- apríl næstk. til Sigurðar
Geirdal form. Umf. Breiðabliks 1
Kópavogi eða formanns Ung-
mennasambands Kjalarnesþinga,
Úlfars Ármannssonar.
Frá skíðamóti
Menntaskólans
HIÐ árlega skíðamót Mennta-
skólans í Reykjavík var haldið í
Hamragili við ÍR-skálann og hófst
mótið kl. 4 e. h. Mót þetta var
svigmót og er keppt um bikar,
sem Skíðadeild ÍR gaf til keppni
í svigi karla. Gísli Erlendsson 5-
R vann bikarinn í annað skipti,
áður hafa unnið bikarinn Júlíus
Magnússon og Ingólfur Eyfells, en
þetta er fjórða árið, sem keppt er
Jum þennan bikar. Mótsstjóri va*
i Sigurjón Þórðarson, formaður
Skiðadeildar ÍR og brautarstjórl
Valdimar Örnólfsson. 7 keppend*
ur voru skráðir til leiks, en að-
eins 3 luku keppni, enda veðuí
mjög óhagstætt til keppni.
Úrslit urðu þessi:
Gísli Erlendsson, 5-R 75.9
Trausti Eiríksson, 6-U 84.0
Bragi Jónsson, 4-R 90.9