Alþýðublaðið - 29.04.1966, Qupperneq 11

Alþýðublaðið - 29.04.1966, Qupperneq 11
Hrafnhildur og sveitir Ármanns settu Islandsm. Hrafnhildur og Guðmundur í sérflokki á sundmáfinu Suiidmót Ármanns á miðviku- dagskvöld tókst vel, nema að einu leyti, áhorfendur voru mjög fáir. Alls voru sett þrjú íslandsmet, Hrafnhildur Guömundsdóttir, ÍR í 200 m. fjórsundi, synti á 2:41,2 mín., kvennasveit Ármanns í 3x100 m. þrísundi, synti á 4:02,8 mín. og loks karlasveit Ármanns í 4x50 m. fjórsundi, synti á 2.04,7 mín. í fleiri greinum náðist mjög góður árangur. Framkvæmd mótsins var ágæt. Hrafnhildur sjaldan betri. Eins og áður er getið setti Hrafn liildur Guðmundsdóttir eitt ís- landsmet í 200 m. fjórsundi, bætti gamla met sitt um 2,8 sek. Afrek Guðmundur Gíslason hennar er nú aðeins 4,4 sek lakara en Norðurlandamet í 25 m. braut. Hrafnhildur tók einnig þátt í 200 m. bringusundi og synti á hinum frábæra tíma 2:55,7 mín., aðeins l, 1 sek. frá eigin meti. Hrafnhild ur var sjálf hissa á tíma sínum, sagðist hafa verið lítið þreytt að sundinu loknu. — Ég bjóst ekki við því að tíminn væri svona góð ur, sagði hún eftir sundið. Norð urlandamet í 50 m. braut er 2:54,7 mín. Fjölhæfi Guðmundar. Guðmundur Gíslason tók þátt í þrem greinum og sigraði örugg lega í þeim öllum. Mesta athygli vakti tími hans í 200 m. bringu- sundi, en hann keppir sjaldan í þeirri grein — synti á 2:42,4 mín. Hin nefnilegi Gestur Jónsson, SH varð aðeins þriðji, en hann meidd ist nýlega og gekk ekki heill til skógar í þetta sinn. í 100 m. skriðsundi vann Guð- mundur öruggan sigur, en annað sæti Guðmundar Þ. Harðarsonar kom á óvart. Hann náði sínum bezta tíma, 59,2 sek. Davíð Val- garðsson varð að sætta sig við þriðja sæti. - Þriðja greinin sem Guðmundur keppti í, var 100 m. baksund, Da- víð veitti honum allharða keppni framanaf, en undir lokin var Guð mundur greinilega betri. Boðsundsmet Ármanns. Kvennasveit Ármanns hafði yfir burði í 3x100 m. þrísundi og bætti eigið met um 2,9 sek. í 4x50 m. flugsundi karla var keppnin hörð milli ÍR og Ármanns. Ármann tók forystu eftir baksundssprett- inn, en Hörður og Guðmundur færðu ÍR forystu eftir bringu og flugsund. Á skriðsundssprettinum, þar sem Pétur Kristjánsson synti fyrir Ármann, tóku Ármenningar forystu og sigruðu á nýju meti, 2,04,7 mín. Sveit ÍR var einnig á betri tíma en gamla metið, sem var 2:05,8 mín. Margt af sundfólki okkar er í góðri æfingu og líklegt til að bæta afrek sín til muna, en því miður eru ekki allir jafnvel undirbúnir fyrir landskeppnina við Dani í Reykjavík 20.—21 júlí nk. En Ennþá er tími til stefnu og ef allir leggjast á eitt, ætti sigur að vera mögulegur. Síðast þegar ís land mætti Dönum í landskeppni í sundi unnu Danir með einu stigi. HELZTU ÚRSLIT : 100 m. skriðsund karla: Guðm. Gíslason, ÍR 58,1 Guðm. Þ. Harðarson, Æ 59,2 Davíð Valgarðsson, ÍKB 59,6 Logi Jónsson, KR 1:20,0 200 m. bringusund kvenna: Hrafnh. Guðmundsdóttir, ÍR 2:55,7 Matth. Guðmundsdóttir, Á 3:16.2 Sigrún Siggeirsdóttir, Á 3,19,7 100 m. skriðsund stúlkna: Hrafn. Kristjánsdóttir, Á 1:06,5 Guðfinna Svavarsdóttir, Á 1:15,7 Sigrún Siggeirsdóttir, Á 1:20,1 Sæunn Strange, SH 1:21,1 50 m. skriðsund drengja: Pétur Einarson, SH 29,2 Kristinn Ingólfson, Á 30,4 Páll Björgvinsson, Æ 30,4 Eiríkur Baldursson Æ 31,2 200 m. bringusund karla: Síbasta skíöamótið í Hammgili í vetur Síðasta skíðamótið í Hamragili á þessum vetri fer fram á morgun laugardag og hefst kl. 15,00. Þett að er innanfélagsmót ÍR í svigi kvenna, stúlkna og drengjaflokk um. í þessari keppni er boðið til þátttöku skíðafólki úr öðrum fé lögum, og fer skráning fram á mótsstað kl. 14,00. ÍR væntir þátt töku sem flestra gesta. Keppni í svigi karla á ÍR-mótinu fór fram í janúar, en vegna veðurs varð ékki úr keppni í ofangreindum flokkum. ÍR-meistari í svigi karla varð Þorbergur Eysteinsson í annað skipti í röð, og ef hann verður J>að líka næsta ár vinnur hann hinn 23 ára gamla ÍR-bikar til eignar. Að lokinni keppni í kvenna- flokki á morgun verður efnt til svigkeppni fyrir karla og er öil um heimil þátttaka. Skíðafæri er nú með ágætum nægur snjór bæði til að renna sér í brekkum og einnig til göngu ferða um fjöll og dali, og búast má við að skíðafæri haldist ágætt langt fram í næsta mánuð, jafnvel þótt dálítið rigni eða sólfar verði mikið, snjór hefir ekki verið jafn mikill í fjölda ár, og ætti fólk að notfæra sér snjó og sólskin í ríkum mæli. Guðm. Gíslason, ÍR 2:42,4 Árni Þ. Kristjánsson, SH 2,47,2 Gestur Jónsson, SH 2:50,8 Framhald á 15. síðu. Hrafnhildur Guðmundsdóttir, ÍR Geir Hallsteinsson einn bezti leikmaður FH. Úrslit í I. og . deild í kvöld í kvöld verða úrslitaleikir í I. og II. deild íslandsmótsins í hand knattleik. Víkingur og þróttur leika í II. deild og Víking nægir jafntefli til að hljóta sæti í I. deild næsta ár. Sigri Þróttur verða félögin þrjú Víkingur, ÍR og Þrótt ur enn jöfn að stigum, þar sem ÍR vann Þrótt ú þriðjudag með 27:22, eða sömu markatölu og víkingur vann ÍR kvöldið áður. í I. deild leika Fram og FH til úrslita um íslandsmeistaratitilinn. Ekki er gott að spá neinu um þann leik, FHingar voru slappir á sunnu dag, er þeir mættu Fram og hafa sjálfsagt fullan hug á að gera betur. Framliðið er einnig gott og hefði sjálfsagt ekkert á móti því að sigra nú, en FII sigraði í mót inu í fyrra. Keppnin hefst að Hálogalandi kl. 20,15. Dómstóll HSÍ felldi úrskurð í gær í kæru KR vegna leiks við FH í I. deild, þar sem of léttur knöttur var notaður. Dómstóll IIKRR liafðj fellt þann úrskurð að leikur skyldi fara fram að nýju en dómstóll HSÍ hnekkti þeim. dómi, þanig að leikurinn gildir. MMMUHHMMMMMMmUWt Glasgow Rangers varö skozkur bikarmeistari I fyrrakvöld léku Glasgow og Celtic til úrslita í skozku bikarkcppninni. Leiknum lauk með sigiri Rangers 1:0 , en Rangers hefur ekki tapað í skozku bikarkeppninni í 36 ár. Markið gerði Daninn Kaj Johansson, er Cheltic mrakvörðurinn haföi hálfvar ið, en Johansson var vel stað settur og boltinn hrökk til hans og hafnaði í netinu. Þetta gerðist, þegar 25 mín. voru liðnar af síðari hálflcik. Celtic átti meira í leiknum, en tókst ekki að skora. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 29. apríl 1966 %£

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.