Alþýðublaðið - 03.05.1966, Blaðsíða 3
wmwwwMwmwwwwwwwwwwwwwmHW
Handritasýning í
Kaupmannahöfn
Ferðast um landið
og stilla ökuljós
NIELS ALKJÆR bókavörður,
einn af hörðustu andstæðingum
afhendingar íslenzku handritanna,
heldur um þessar mundir sýningu
á íslenzkum handritum í Kaup-
mannahöfn.
í viðtali við „Berlingske Aften-
avis segir Alkjær, að tilgangur
sýningarinnar sé að sýna þýðingu
íslenzku handritanna fyrir danska
fræðimenn.
Handritin eru sýnd í Hovedbib-
lioteket við Kultorvet í Kaup-
mannahöfn og stendur til 5. maí.
Fjárhagsáætlun
Patrekshrepps
Patreksfirði. — Á.H.P.
FJÁRHAGSÁÆTLUN Patreks-
hrepps fyrir árið 1966 var sam-
þ,vkkt við síðari umræðu á fundi
hreppsnefndar 5. apríl sl. Niður-
stöðutölur á áætluninni eru kr.
11,737,000,00, þar af til fram-
kvæmda kr. 5.400,000,00. Hæstu
gjaldaliðir eru: Gatna- og holræsa-
gerð kr. 1.200.000,00, útrýming
heilsuspillandi húsnæðis kr. 1,-
200,000,00, til nýrrar vatnsveitu
kr. 900,000,00, og til hafnarfram-
kvæmda kr. 700,000,00.
Af lögboðnum útgjöldum eru
liæstu liðir: Lýðhjálp og trj'gging-
ar, kr. 1.240,000,00 og menntamál,
kr. 700,000,00.
Útsvör eru áætluð kr. 6.500 þús.
framlag úr Jöfnunarsjóði sveitar-
félaga kr. 1,100,000,00 og aðstöðu-
gjöld kr. 1 milljón.
f viðtalinu við blaðið segir Al-
kjær að danskir fræðimenn vilji
heldur vinna við frumrit en ljós-
myndir af handritum, enda séu
norsk-íslenzku handritin forsenda
fyrir því að leysa megi deilur um
túlkanir á mörgum vafaatriðum.
Ég vil heldur geyma plöntur í
raunverulegum blómapotti en
blómapotti úr plasti, segir Alkjser.
Niels Alkjær er bókavörður við
Konungsbókhlöðuna og hefur í vet-
ur skrifað þrjár greinar í „Berl-
ingske Aftenavis” gegn afhend-
ingu handritanna. Kallaði hann
ejna greinina „De danske hánd-
skrifter.”
Tvö leikrit í
einni bók
Reykjavík. — O.Ó.
KOMIN eru út í einni bók tvö
leikrit eftir Birgi Engilberts. —
Nefnast leikritin Loftbólunnar og
Sæðissatíran. Hið fyrrnefnda hef-
ur nýverið tekið til sýninga í
Lindarbæ.
Bæði eru leikritin einþáttungar
og er þátturinn um loftbólurnar
nokkru lengri en hinn. í Sæðis-
satírunni koma fram sex persón-
ur.
Eins og allítarlega hefur verið
sagt frá í blöðum undanfarið er
Birgir Engilberts aðeins 19 ára
að aldri og eru þetta fyrstu verk
sem gefin eru út eftir liann. Birg-
ir er leikmyndateiknari að mennt
og nam hann við Þjóðleikhúsið,
þar sem hann vinnur við fag sitt.
'I GÆR toauð Félag íslenzkra
toifreiðaeigenda blaðamönnum að
skoða nýtt tæki, sem tekið verð
ur í notkun við ljósastillingar bif
reiða.
Framkvæmdastjóri F.Í.B.. Magn
ús Valdimarsson, skýrði svo frá,
að undanfarna 4 mánuði hafi Ljós
stillingastöð F.Í.B. við Langholts
veg verið rekin samkvæmt nýjum
reglum frá Bifreiðaeftirlitinu og
notað innlend tæki Við ljósastill
ingar. Að sjálfsögðu eru þau tæki
enn í fullu gildi og verður ei á
eld kastað við tilkomu hins nýja
tækis. En slíkir eru kostir þessa
nýja tækis, sem framleitt er af
þýzka fyrirtækinu Hella, að það
verður eingöngu notað við still-
ingar, en gamla spjaldið verður
notað til að stilla nýja tækið af
og til.
Gísli Hermannsson, verkfræðing
ur, kvað slík tæki notuð við ljósa
stillingar í Danmörku og Svíþjóð.
Aðspurður um kosti þessa tækis
og eiginleika, svaraði Gísli: Tæk
ið er mjög fyrirferðarlítið og tek
ur lítið gólfrými. Auk þess. sem
það mælir stefnu og hæð ljós-
anna, mælir það einnig styrleika
þeirra, en það er og mjög þýð
Framhald á 6. síðu.
FRUMSÝNING
í KÓPAVOGI
LEIKFÉLAG Kópavogs frum-
sýnir íslenzkan gamanleik eftir
Svein Halldórsson f.v. skólastjóra,
nú búsettan í Kópavogi, næstkom
andi laugardagskvöld kl. 20.30.
Músikina við vísur Sveins hefur
Jan Moravek útsett og sönginn
hefur æft Kjartan Sigurjónsson,
mun hann einnig annast undir
leik. Jan Moravek og Kjartan
Sigurj(inssob eru báðir Kópa-
vogsbúar.
Helztu leikarar eru: Theódór
Halldórsson, Gestm’ Gíslason,
Auður Jónasdóttir, Júlíus Kol-
toeins, Guðrún Guðmundsdóttir,
Sigurður Jóhannsson, Björn
Magnússon og svo Sveinn Hall-
dórsson sjálfur.
Leikritið verður aðeins sýnt
fá skipti nú í vor.
nýrra
laga
ALÞINGI er nú á loka-
spretti, þar sem því verður
slitið síðar í þessari viku. —
Hefur verið mikið um funda-
höld og fjöldi nýrra lagá hef-
ur verið samþykktur. Hér fer
á eftir skrá yfir nokkur þess-
ara nýju laga:
★ ÁLBRÆÐSLA
Frumvarpið um álbræðslu
við Straumsvík sunnan Hafn-
arfjarðar var afgreitt sem lög
í Efri deild sl. laugardag, eft-
ir að margra vikna umræðum
um það lauk.
★ ALÞJÓÐASAMN-
INGUR
Frumvarpið um staðfestingu
alþj óðasamnings um lausn á
fjárfestingadeilum var sam-
þykkt sem lög í Neðri deild á
laugai-dag.
★ barnavernd
Frumvarpið um vernd barna
og unglinga var afgreitt sem
lög í Ed. Hin umdeilda grein
um vinnu barna og unglinga,
sem stöðvaði framgang máls-
ins í fyrra, var nú í sömu mynd
og í fyrri lögum, en bama-
vinnan er til athugunar á öðr-
um vettvangi.
★ PRAMKVÆMDA-
SJÓÐUR
Samþykkt voru lög um
Framkvæmdasjóð íslands, en
’ ha»n kemur að nokkru leyti í
stað Framkvæmdabankans,
sem verður lagður niður.
★ IÐNFRÆÐSLA
Veigamesta ákvörðun þessa
þings í fræðslumálum var af-
greiðsla nýrra laga um iðn-
fræðslu, er kemur þeim mál-
um í nýtt og fullkomnara form.
Afgreitt í Nd. á laugardag.
★ HÁSKÓLINN
Samþykkt voru í Ed. lög um
fimm ný prófessorsembætti við
Háskóla íslands, þeirra á með-
al í íslenzkri nútímasögu, en
það embætti olli nokkrum úlfa
þyt við síðustu umræðu máls-
ins.
★ HÆGRI AKSTUR !
Frumvarpið um hægri hand-
ar akstur var samþykkt f Ed.
í gær og varð þar með að lög-
um. Hefur Alþingi þar með
ákveðið, að tekinn verði upþ
liægri akstur í landinu. ‘
★ FISKLÖNDUN
Samþykkt voru lög, er heim
Framhald á 14. síðu
twwwwwtwwwwwwwwwwwtWwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwww
Umferðarglundroði
hringirnir stórkostlegum töfum
í umferðinni.
Umferðarnefnd Reykjavíkur
hefur lítið aðhafst til að bæta
ástandið í umferðarmálum, —
nema þá helzt að setja upp
fleiri stöðumæla. Eitt af því,
sem nefndin hefur látið undir
höfuð leggjast að gera er að
setja samræmdar reglur um
akstur á liringtorgunum. Þar
hefur í mörg ár ríkt ein alls-
herjarringulreið og er langt frá
að mönnum beri saman um
hvernig þar skal aka.
Þá hefur umferðarnefnd,
þrátt fyrir drjúkar bankainni-
stæður ekki látið verða af því
'að beita sér fyrir byggingu bif-
Allsherjar1 skipulagið fyrir
Reykjavíkurborg, sem nýlega
hefur verið lokið við, er hið
þarfasta verk og góðra gjalda
vert. Að því verki stóðu allir
flokkar í borgarstjórn, þótt
Sjálfstæðisflokkurinn eigni
sér einn að sjálfsögðu allan
heiður af verkinu og fram-
kvæmd þess.
í skipulaginu er gert ráð
f.yrir greiðri umferð um alla
borgina. En eins og er, og vafa-
laust verður nokkur næstu ár-
in, þá er umferðin um Reykja-
víkurborg síður en svo greið,
— því miður.
Sérfræðingar borgarstjórn-
armeirihlutans í Reykjavík
fundu upp á því að búa til
hringtorg fyrir allmörgum ár-
um, þegar slík mannvirki voru
talin úrelt erlendis. Þessi torg
áttu að leysa allan vanda um-
ferðarinnar og vera til hins
mesta hagræðis í hvívetna.
Annað hefur nú komið á
daginn. Við hringtorgin í borg-
inni myndast verstu umferðar-
hnútar sem hér þekkjast og
þrátt fyrir lipra umferðar-
stjórn lögregluþjóna valda
wwwww»%w%wwwwwwwwwwtWtwWw%wwww^w%wwwtwwwwww»wwwwwwwwwi
reiðageymsluhúss í miðborg-
inni, sem að flestra dómi er
þó löngu kominn tími til að
byggt verði.
Makráður meirihluti Sjálf-
stæðisflokksins hefur látið um-
ferðarmálin danka meðan beð-
ið var eftir nýja skipulaginu.
Nú er skipulagið komið, én lít-
ið bólar á framkvæmdum.
Borgararnir eiga heimtingu
á því að þessum málum sé
betur stjórnað en verið 'hefur
og fj'rirsjáanlegt er að gera
verður stórt átak alveg á næst-
unni til að forða frá meiri
glundroða, en orðinn er í um-
ferðarmálum liöfuðborgarinnar.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 3. maí 1966 3