Alþýðublaðið - 03.05.1966, Blaðsíða 11
MINNINGARORÐ:
Ingi Þór Stefánsson
f. 16. september 1931 — d. 22. apríl 1966.
Rís þú .friðland stjörnudjúps
af stormi,
ströndin þar sem sál vor allra
bíður,
tími er svipstund ein, sem
aldrei líður,
algeims rúm, ein sjón, einn
dýrðarbjarmi.
Hendingar þessar úr niðurlagi
eins stórbrotnasta kvæðis skáld-
jöfursins Einars Benediktssonar
komu mér ósjálfrátt í hug, er ég
frétti lát vinar míns og félaga Inga
Þórs Stefánssonar, sem í dag er
lagður til hinztu hvíldar.
Ingi Þór átti við erfiða og þung
bæra sjúkdómsraun að etja. En
hann tók með stillingu og æðru-
leysi hins hugprúða manns þvi sem
að liöndum bar og ekki varð um-
flúið.
Ingi Þór var fæddur 16. sept.
1931 í Seyðisfirði austur, en aðeins
fárra mánaða gamall flutti hann
,suður”. Foreldrar hans voru Stein
unn Kristín Þórarinsdóttir, sem
látin er fyrir allmörgum árum og
Stefán Hannesson.
Ingi Þór nam við Verzlunar-
skóla íslands og útskrifaðist það-
an árið 1950. Auk þess stundaði
hann nám við íþróttakennaraskóla
íslands og lauk þar prófi 1952.
Ingi Þór var kvæntur Hrefnu
Ingimarsdóttur, hinni glæsilegustu
konu og áttu þau tvo syni, Stefán
Þór 12 ára og Sigmar Þór 7 ára.
Um nokkurra ára skeið var Ingi
starfsmaður Loftleiða eða frá 15.
febrúar 1960 og þar til hann lézt.
Þetta er í stuttu máli sú ytri
umgjörð sem snýr að lífi og starfi
Inga Þórs. En auk starfa og strits
í daglegri önn, svo sem allir verða
að inna af höndum, átti Ingi Þór
sín áhugamál, sem hann fórnaði
frítíma sínum.
Á því sviði áttu íþróttirnar hug
hans allan. Honum var það öðrum
fremur ljóst, að heilbrigt félags-
líf er hornsteinn íþróttastarfsins.
Þessvegna taldi hann ekki eftir
stundirnar, er til þess fóru. Hann
gerðist félagi í íþróttafélagi
Reykjavíkur þegar á unga aldri og
undir merki ÍR og íþróttanna stóð
hann tryggur og öruggur meðan
stætt var. Ingi Þór var mikill
áhugamaður um íþróttir almennt,
en knattleikirnir og þó fyrst og
fremst körfuknattleikurinn áttu
hug hans.
Aðeins 16 ára gamall lék hann í
meistaraflokki ÍR í handknattleik
og kom fljótt í ljós mikil hæfni
hans á því sviði. Hann lét þó meira
að sér kveða í körfuknattleiknum
og varð íslandsmeistari og lék
með landsliði. Ingi Þór var einn af
stofnendum Körfuknattleiksdeild-
ar ÍR, í stjórn deildarinnar frá
upphafi og formaður um árabil.
Þá var hann einnig formaður
Körfuknattleiksráðs Reykjavíkur
og í stjórn Körfuknattleikssam-
bands íslands. Þannig naut liann,
vegna margþættra hæfileika sinna,
áhuga og dugnaðar, mikils trúnað
ar langt út fyrir raðir síns félags,
en þar var hann og í aðalstjórn
um árabil og nú síðast varafor-
maður.
Pérsónuleg kynnt mín og hinS
Ingi Þór Stefánsson.
horfna vinar hófust, er við vorum
báðir starfandi í handknattleiks
flokki ÍR. Og svo sem oft verður
um kynni þeirra, sem mætast á
íþróttai viðinu, þá vara þau æ síð-
an. Þannig var það með okkar
kynni. Þessi ljóshærði og gjörvu
legi ungi maður vann ekki aðeins
hug minn, heldur og allra ann-
arra, þeirra sem honum kynntust
og áttu með honum samvinnu í
leik og starfi.
Ingi Þór var og mörgum þeim
kostum búinn, sem gerðu hann
öðrum fremur hæfan til félags
legra starfa, sáttfús og samvinnu
lipur — hélt þó fast á máli sínu,
þegar því var að skipta, en ávallt
af fullri kurteisi og einurð. Slík
ur var hann í starfi og þannig
var hann í leik. Sannur íþrótta-
maður í anda og sannleika. Góður
vinur og félagi. Þannig lifir minn
ingin um hann í hugum vorum,
samherja hans og samstarfs-
manna.
Ég sendi f.ylhtu samúðarkveðj-
ur til eiginkonu og barna svo og
til föðurs og systkina hins látna.
Örn Eiðsson
LandsBiðið í handknatt
leik á förum til USA
EINS og skýrt hefur verið frá York og sá síðari í New Jersey.
hér í blaðinu áður, fer íslenzka þá verður leikið við úrvals1ið New
landsliðið til Bandaríkjanna í
keppnisför nú í vor. Brottfarar-
dagur er ákveðinn 13. maí næstk.
og leiknir verða tveir landsleiku*
við Bandaríkin, sá fyrri í New
SL. sunnudag fór fram Innan- j
félagsmót Ármanns í Jósefsdal. 1
Mót þetta er svigmót í karla- og 1
kvennaflokkum.
Úrslit urðu sem hér segir:
Karlaflokkur:
Bjarni Einarsson 101.2
Sig. Guðmundsson 129.2
Piltar 17—19 ára:
Örn Kjærnested 85,8
Bragi Jónsson 155.6
York-borgar og tekið verður þátt
í hraðkeppni.
Landslið íslands hefur verið
valið og er þannig skipað:
Hjalti Einarsson, FH.
Kvennaflokkur:
Hrafnh. Helgadóttir 80.5
Guðrún Björnsd. 89,1
Sesselja Guðm. 95,4
Drengjaflokkur:
Tómas Jónsson 70,4
Guðjón Ingi Sverrisson 90,1
Þorv. Þorsteinsson 101.8
Telpnaf'okkur:
Auður Harðardóttir 63,7
Jóna Bjarnadóttir, 67,0
Edda Sverrisdóttir 107;5
Þorsteinn Björnsson, Fram.
Gunnl. HjálmarsSon, Fram
Ingólfur Óskarsson, Fram
Sigurður Einarsson, Fram
Birgir Björnsson, FH
Auðunn Óskarsson, FH .
Páll Eiríksson, FH
Stefán Jónsson, Haukum
Viðar Símonarson, Haukum
Stefán Sandholt, Val
Hermann Gunnarsson, Val
Karl Jóhannsson, KR
Vinnuvélar
til leigu.
Leigjum út pússninga-steypn-
hrærivélar og hjólbörur.
Rafknúnir grjót- og múrhamrar
með borum og fleygum.
Steinborvélar — Vibratorar.
Vatnsdælur o.m.fl.
LEIGAN S.F.
Sfmi 23480.
Skíðamót Ármanns
Fjölskyldu og æskulýös-
feröir til útlanda
Rvl — ÓTJ.
FERÐASKRIFSTOFAN Sunna hef
ur í samráði við þjóðkirkjuna und
irbúið tvær ferðir fyrir æxkufólk
í sumar til Danmerkúr og Noregs
og fil) SkoWands og Englands.
Einnig býður ferðaskrifstofan upp
á fjölskylduferð til Skotlands. Far
arstjóri í þessum ferðum verður
séra Ólafur Skúlason fyrrverandi
æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjnnar.
Á fundi með fréttamönnum í gær
skýrðu þeir Guðni Þórðarson frá
Sunnu og séra Ólafur, frá tilhög
un ferðanna.
Upphaf þeirra var það að fyrir
nokkrum árum, þegar séra Ólafur
var æskulýðsfulltrúi þjóðkirkj-
unnar efndi hann til nokkurra
ódýrra æskulýðsferða til útlanda
og mæltust þær vel fyrir. Fátt
er hollara ungu fólki en að sjá
sig um í heiminum undir góðri
leiðsögn og Ieit mun að betri
manni til þess starfs en Séra Ól-
afi. Fyrstu ferðirnar voru alveg
á vegum þjóðkirkjunnar og
dvaldist unga fólkið í vinnubúð
um þar sem það vann ýmiskonar
gagnleg störf. Nú er þörfin fyr
ir slikar vinnubúðir mun minni
en áður, og var því ákveðið að
efna til skemmtiferða sem ein
göngu miðuðu að því að leyfa ungl
ingunum að sjá sig um. Sú fyrsta
var farin í fyrra og í henni tóku
þátt um þrjátíu unglingar á aldr
inum frá 15—18 ára, og það þrátt
fyrir að ferðin væri ákveðin með
mjög stuttum fyrirvara.
Fyrsta ferðin í sumar verður
frá 7. til 21 júlí og kostar 9800
fyrir manninn. Verður þá ferðast
um Danmörku og Noreg.
Frá Kastrupflugvelli verður ek
ið til gisthtaðar á Sjálandi, næsta
dag farið um Fjón og Jótland og
gist á N—Jótlandi. Næsta dag
verður farið yfir sundið til Nor
egs, ekið með Osló firði að æsku
lýðsheimili í skóglendi við fjörð
Framhald á 6. síðu.
ATHUGIÐ!
Skrifstofur AlJ*ýðu-
flokksins í Alþýðuhúsinu
verða opnar fram yfir kosn
ingar frá kl. 9—22 alla virka
daga, sunnudaga frá kl. 14
—18. Símar: 15020-16724-
19570.
Skrifstofan veitir upp-
lýsingar um kjörskrá, aðstoð
við utankjörfundaratkvæða
greiðslu og annað varðandi
bæjar- og sveitarstjórnar-
kosningarnar 22. maí nk
Þeir stuðningsmenn A1
þýðuflokksins, sem vUja
starfa fyrir hann á kjördegi
eða við undirbúning kosning
anna fram að þeim tíma,
eru beðnir urn að skrá sig
hið fyrsta. Jafnframt er tek
ið á móti framlögum í kosn
ingasjóð á aðalskrifstofunni.
Utankjörfundarkosning
er hafin og er afar nauðsyn
legt að allt Alþýðuflokksfólk
hafi samband við skrifstof-
una og gefi henni upplýsing
ar um það fólk, er verður
fjarverandi á kjördegi.
■Jr Utankjörfundarkosning
fer fram hjá bæjarfógetum
sýslumönnum og hreppstjór
um. Þeir sem dvelja erlendis
á kjördegi geta kosið í sendi
ráðum fslands og hjá þeim
ræðismönnum, er tala ís-
lenzku. f Reykjavík fer ut
ankjörfundaratkvæða
greiðsla fram í Búnaðarfé-
lagshúsinu við Lækjargötu.
Þar er opið virka daga kl.
10—12, 14—18 og 20—22.
sunnudaga 14—18.
WMWtWWtWMWMWMMWMMWM%MWMWMWMWMW%WtMV
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 3. maí 1966 JLÍ