Alþýðublaðið - 11.05.1966, Qupperneq 6
— Jæja, þá hringir hann ekki
framar, varð ungum blaðamanni
við Alþýðublaðið að orði, er hann
frétti lát Villijálms S. Vilhjáims-
sonar.
Síðasta áratuginn hafði Vil-
hjálmur stai-fað og skrifað heima
hjá sér, en samt mátti segja,
að hann væri á ritstjórn Alþýðu-
blaðsins hvern vinnudag. Hann
Skrifaði dálka Hannesar á horn-
inu og svo hringdi hann æ ofan
í æ til a® skjóta að blaðamönn-
um fréttum og hugmyndum í
greinar, skamma þá, ef honum
mislíkaði eða þakka fyrir það, sem
honum þótti vel gert. Og oft var
hringt eða skroppið vestur á
Brávallagötu til að leita ráða, —
frétta — eða aðeins til að skegg-
ræða vandamál dagsins.
Nú hringir hann ekki framar.
Vílhjálmur verður í dag til mold-
ar borinn. Hann hefur lokið starf
sömum og merkilegum æviferli,
sem hefði þurft að verða lengri.
Vilhjálmur var Eyrbekkingur
að uppruna. Þegar liann fæddist
þar eystra, 4. október 1903, var
Bakkinn meira athafna- og verzl-
imarirláss en hann er nú á bíla-
öld. Þrátt fyrir mikil umsvif átti
alþýða manna við kröpp kjör að
búa og barist við að halda skort-
inum utan dyra. Uppreisn nútím-
ans var að hefjast, það voru um-
brot í aðsigi og í huga Vilhjálms
var sáð þeim hugsjónum, sem
hann barðist fyrir alla ævi.
Foreldrar Vilhjálms voru
Gíslína Erlendsdóttir og Vilhjálm-
ur Ásgrímsson verkamaður.
Tveggja ára veiktist Vilhjálmur
yngri og var að mestu bundinn
við rúm í lftilli baðstofu fram til
10 ára aldurs. Hann byrjaði
snemma að lesa og teygaði í sig
allan þann fróðleik, sem hann
komst yfir.
Árið 1920 hélt Vilhjálmur til
Reykjavíkur. Hugðist hann fyrst
læra skósmíði eða klæðskeraiðn,
en hvarf frá hvorutveggja. Þess
í stað settist hann í Samvinnu-
skólann og lauk þaðan prófi eftir
tveggja vetra nám. Saga er af
dönskutímum, sem Vilhjálmur
sótti í skólanum. Eitt sinn var
nemandi tekinn upp að töflu í
refdngarskyni, og þótti félög-
um hans kennarinn óþarflega
hastur við hann, þótt honum væri
ekki sýnt um dönskunám. Nú
skipaði kennarinn nemandanum
að skrifa á töfluna: Jeg er en
torsk. Viihjálmur þoldi ekki þessa
meðferð og hrópaði úr sæti sínu:
Skrifaðu það ekki, Gísli! Skrif-
aðu heldur: Du er en torsk! —
Þarna hrópaði baráttumaður, en
hann var rekinn úr dönskunám-
inu.
Vilhjálmur gerðist starfsmaður
á afgreiðslu Alþýðublaðsins, en
fluttist skömmu síðar til Vest-
mannaeyja sem ritstjóri Eyja-
blaðsins. Hann hafði raunar skrif-
að fyrstu greinar sínar fyrir Al-
þýðublaðið 1920, og nú sökkti
hann sér út í þjóðmálabaráttuna.
Hann var róttækur vel, taldi sig
jafnvel kommúnista, og tók að
tala á fundum. En hann fékk
brátt ógeð á ábyrgðarlausum æs-
ingum og fann þann grundvöll,
sem hann þráði, í kenningum og
starfi jafnaðarmanna.
Leiðin lá brátt aftur til Reykja-
víkm-, og varð Vilhjálmur blaða-
maður við Alþýðublaðið. Þar með
hafði hann fundið ævistarfið. og
fór svo, að hann starfaði meira
og lengur við ritstjórn Alþýðu-
VILHJÁLMUR S. VILHJÁLMSSON var sérstseður persónu-
leiki, að rwinnsta kosti einn sá sérstæðasti, sem ég hef kynnzt,
og ég kynntist honum allvel í þau fjörutíu ár, sem við höfum
þekkst. Harin var líkamlega fatlaður, en bar það svo vel, að
maður tók varla eftir því. Hann var ágætur rithöfundur og
cfbragðs biaðamaður. Hann hafði þann eiginleika, sem öllum
blaðamönnurr. er rmuðsynlegastur, hann fann alltaf hvað feitt
rar á stykkinu. En það sem ávallt hefur skorið úr, var hinn
Itfandi, brennandi áhugi hans fyrir málefnum og framgangi
jafnaðarstefnunnar, og þá fyrst og fremst fyrir því að búa hin-
v.m snauðu, veikburða og öldruðu betra líf.
Hann var, eins og flest börn alþýðufólks á íslandi á fyrstu
úratugum aldarinnar, alinn upp við kröpp kjör, sem jöðruðu við
skort, og það hefur mótað lífsskoðun hans alla tíð. Sem blaða-
raaður við Alþýðublaðið, hafði hann tækifæri, fyrr og síðar,
til þess að koma þessum áhugamálum sínum á framfæri, og
það gerði liann líka ötullega. Þessi var líka grunntónninn í
sögum hans og í viðtalsþáttum og ævisögum, sem hann skráði.
Hann var lika alla tíð mjög áhugasamur um félagsstarfsemi
flokksins. Minnist ég sérstaklega þess, þegar hann fyrir tæpum
40 árum aðstoðaði nokkra unga Alþýðuflokksmenn við stofnun
Vélags ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Hann var þá logandi
af áhuga, og þeim áhuga hefur hann haldið alla stund síðan.
Ég þakka VSV fyrir hönd Alþýðuflokksins öll hin margvís-
legu störf hans fyrir floklánn, og persónulega þákka ég honum
vináttu hans og ágæt kynni um áratuga skeið. Konu hans og
börnum vutla ég mína innilegustu samúð.
Emil Jónsson.
blaðsins en nokkur annar hefur
gert. Hugsjónir hans voru brenn-
andi, áhuginn ódrepandi. Fyrstu
árin tók hann þátt í ýmsu félags-
starfi, ekki sízt í röðum ungra
jafnaðarmanna. Síðar lét hann
blaðið vera sinn orrustuvöll, en
hann varð dáglegur ráðgjafi for-
ustumanna Alþýðuflokksins hvers
fram af öðrum. Hann sóttist ekki
sjálfur eftir pólitískum vegtyllum,
en tók þó stöku sinnum við trún-
aðarstörfum, var til dæmis for-
maður trýggingaráðs nú siðustu
árin.
Blaðamennskan ein mundi
nægja til að halda nafni Vilhjálms
á lofti, enda er hann þekktur um
land allt af þeim nöfnum, sem
hann setti oftast undir skrif sín,
Hannes á horninu, VSV eða bara
VS. Hann gegndi öllum störfum,
sem til falla á ritstjórn lítils dag-
blaðs, en var einstakur frétta-
maður og skrifaði ágæt viðtöl. —
Mesta framlag hans til íslenzkrar
blaðamennsku voru þó dálkar
Hannesar á horninu, en með þeim
ruddi hann nýrri gerð dágblaða-
skrifa' bi’aut hér á landi. Hug-
myndina fékk hann frá brezka
blaðamanninum Hannan Swaffer,
sem lengi. skrifaði fasta rabbdálka
í Lundúnablaðið „Daily Herald.”
Hannesinn varð ekki aðeins nýr
vettvangur fyrir almenning til að
koma á framfæri skoðunum sín-
um, umkvörtunum, lofi og lasti,
heldur og greið leið fyrir Vilhjálm
sjálfan til að berjast fyrir sínum
eigin áhugamálum. Öll hin dag-
blöðin tóku upp slika dálka, en
enginn blaðamaður hefur notað
þetta aðgengilega form eins vel
eða lengi og Vilhjálmur gerði.
Vilhjálmur varð bæði sál og
samvizka Alþýðublaðsins. Hann
kenndi fjöldamörgum ungum
blaðamönnum og var þeim fyrir-
mynd um marga beztu kosti blaða-
mannsins: árvekni, óseðjandi for-
vitni og áhuga á öllum hliðum
mannlegs lífs, og síðast en ekki
sízt: samúð með lítilmagnanum.
Árið 1946 hætti Vilhjálmur
daglegum störfum á ritstjóminni,
nema hvað hann skrifaði Hannes-
ardálkinn. Lagði hann. þá- fyrir
sig önnur störf, og tók að semja
bæði skáldsögur og ævisögur.
Merkasta ritverk hans er án efa
skáldsaga í fjórum bindum, sem
út kom á árunum 1945—51 og
nefnd er eftir fyrsta bindinu
„Brimar við Bölklett.” Þar lýsir
hann baráttu alþýðunnar á Eyrar-
bakka í upphafi þessarar áldar á
eftirminnilegan hátt, enda var
það efni honum jafnan hugleik-
ið. Af öðrum verkum hans má
nefna tU dæmis endurminningar
Eyjólfs á Dröngum, „Kaldur á
köflum,” svo og samtalsverkið
„Við sem byggðum þess a borg.“
Alls liggja eftir Vilhjálm hátt á
annan tug bóka, og er það mikið
afrek, þegar þess er minnzt, hve
seint hann gaf sér tíma til að
sinna ritstörfum af þessu tagi.
Skáldsögur, ævisögur og sam-
talsbækur Vilhjálms eiga það
sameiginlegt að fjaUa um lífsbar-
áttu íslenzkrar alþýðu á fyrri
hluta þessarar aldar. Fyrir utan
mikið listrænt gildi hafa þessi
verk ómetanlega sögulega þýð-
ingu fyrir íslenzka alþýðuhreyf-
ingu.
VUhjálmur bar þungar byrðar
umfram aðra menn, á lífsleiðinni,
og gengur ævintýri næst hversu
vel honum tókst að sigrast á erf-
iðleikum sínum. Hann gat jafnan
miðlað öðrum af lífsþrótti og bar-
áttugleði. Ein mesta gæfa hans
var að eiga ágæta konu, Bergþóru
Guðmundsdóttur frá Haukadal í
Dýrafirði, og varð þeim fjögurra
barna auðið. Heimili þeirra stóð
jafnan opið mikilli vinafjöld og
lögðu margir leið sína þangað til
samneytis við þau hjón.
Alþýðuflokkurinn og þó sér-
staklega Alþýðublaðið standa í
mikilli þakkarskuld við Vilhjálm.
Við kveðjum hann í dag, en minn-
ingin. um þennan óvenjulega vin
með leiftrandi augun og hvella
röddina mun seint gleymast.
Benedikt Gröndal.
Eitt sinn á mínum stúdentsárum
arkaði ég með buxur mínar til
vinnustofu Rydelsbergs á Laufás-
vegi 25, til þess að fá þær pressað
ar. Við afgreiðsluna var þar ungur
bæklaður piltur, er ég kannaðist
við úr samtökum ungra jafnaðar-
manna. Ég fékk loforð hans fyrir
því að buxurnar yrðu tilbúnar
næsta dag. Og þegar ég var að
ganga út horfði hann á mig skýrum
glampandi augum og sagði næstum
því í áminningartón: „Þú manst
eftir Alþýðuflokksfundinum annað
kvöld.” Ég.játti því og kvaddi.
Þessi ungi maður var Vilhjálmur
S. Vilhjálmsson, V.S.V. Og leiðir
okkar lágu saman um áratugL í
Alþýðuflokknum. Áhugi hans átti
sér engin takmörk. Bæklaður lík-
ami hans gat ekkl hindrað. hann
í því að sækja fundi og labba
langar leiðir til þess að vera félög
um sínum samferða í baráttunni.
Augu hans glömpuðu, rodd hans
bar ósvikulan blæ eldmóðs og þess
innra styrks, er nálgaðist það að
færa honum vængi til flugsins
þegar vanmáttur líkamans hindr-
aði hann í því að hlaupa og
stökkva.
Þannig sé ég VSV í minningum
margra áratuga, hlaðhm óhemju
afli hugsjdnamannsins. Og þegar
að honum fannst að. hann skorta
afl til líkamlegra átaka, settist
hann að ritvél sinni og skrifaði
— skrifaði um áliugamál alþýð-
unnar, lýsti í hrifnæmum orðum
samúð sinni með lítilmagnanum
og þeim undirokuðu. Þetta kom
fram í pistlum Hannesar á horninu
og í bókum hans, er brátt urðu
fleiri og fullkomnari. Hann var
alltaf hinn sami og sanni sonur
alþýðunnar, reiðubúinn til þess að
berjast, sækja á og verjast.
Og nú er VSV genginn. Alþýðu
flokkurinn og Alþýðublaðið mega
sannarlega sakna hans. Rúm hans
er vandfyllt. Og við hjónin sökn-
um hans sannarlega sem rinar, er
verður okkur ógleymanlegur sam-
ferðamaður á langri leið. Og fjöl-
skylda hans hefir mikið misst. Eft-
ir stendur hinn ómetanlegi og
tryggi förunautur hans, Bergþóra
Guðmundsdóttir, sem í orðsins
fyllsta skilningi, studdi hann og
stvrkti á hálum brautum og brött
um brekkum, með þeirri tryggð
og staðfestu, er eiginkonur einar
geta í té látið.
Það er gott að lifa þó menn deyi.
Stefán Jóh. Stefánsson.
VILHJÁLMUR SIGURSTEINN
VILHJÁLMSSON var fæddur á
Eyrarbakka 4. október 1903. Hann
var heilbrigt barn er hann fædd-
ist, en veiktist er hann var á öðru
ári af ensku sýkinni, sem svo var
kölluð.
Foreldrar Vilhjálms voru Vil-
hjálmur Ásgrímsson verkamaður,
ættaður úr Grímsnesi og Gíslina
Erlendsdóttir, Smiðshúsum, Eyr-
arbakka. Börn þeirra auk Vil-
hjálms voru: Erlendur, deildar-
stjóri í Tryggingarstofnun ríkis-
ins, kvæntur Herdísi Guðnadótt-
ur, Guðmunda, gift Guðmundi
Kr. Jósepssyni bifreiðarstjóra,
Ingibjörg, gift Magnúsi Jóseps-
syni, starfsmanni upplýsingaþjón-
ustu Bandaríkjanna og Gíslína,
gift Hafsteini Ólafssyni.
Fyrstu árin, sem ég bjó á Eyr-
arbakka, vöktu eftirtekt mína ung
hjón, sem ég sá ævinlega, þegar
ég fór til kirkju. Sátu þau jafnan
fremst á bekk innarlega í kirkj-
unni. Þau voru svo hamingjusöm,
konan sat þétt við hlið manns
síns og hvíslaði í eyra hans öðru
vsv
Röddin er hljóðnuð
flytur ei framar
sterk
'eftir m.jóum þræði
orð
til verndar
vinnandi hönd.
Rofin tengsl
við reynslunnar lönd.
Tíðindi gerðust
þótt teldir þú jafnan
treglega unnið
og viðbrögð sein.
Röddin er hljóðnuð
en augun valui
eldsnör og hrein.
Gylfi Grönda
£ 11. maí 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ