Alþýðublaðið - 11.05.1966, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 11.05.1966, Blaðsíða 7
hvoru. Hann heyrði svo illa, að þetta varð hún ævinlega að gera og því sátu þau þarna hið næsta öllu því, sem fram fór. Þessi hjón voru foreldrar Vil- hjálms, Vilhjáimur Ásgrímsson og Gíslína Erlendsdóttir. Gíslína var góðleg kona og ljúf í lund, en Vil- hjálmur djarfur og ákveðinn í allri framgöngu og frjálsmann- legur í fasi. Þau bjuggu í litlu húsi norðanmegin við götuna á Austurbakkanum. Húsið hét Vina- minni. Þarna fæddist Vilhjálm- ur og þar er hann mér í fersku minni. Ég sé hann fyrir mér í hliðinu við húsið, hann styðzt við hækjuna og slær um sig stafnum og horfir á umferðina, og leiki barnanna. Hann gat ekki tekið þátt í þeim á annan hátt en að horfa á þá og slá um sig með stafnum og gekk stafurinn því hraðar :sem leikir barnanna urðu fjörugri. Aldrei heyrðist hann vola eða víla yfir þessu hlutskipti sínu. Hann hélt gleði sinni og tel ég það bæði meðfæddan andlegan styrkleika og áhrif góðrar móður og hamingjusamra foreldra. Þegar Vilhjálmur varð fimm- tugur, sendi ég honum þessa vísu: Þú stóðst með stafinn heima og studdist hækju við, en andann dreymdi drauma, þú dulinn heyrðir nið í brimsins háu boðum er brast við sendna strönd. Þar gnast í andans gnoðum er greyptu dagsins rönd. Þarna stóð Vilhjálmur sem lít- ill drengur við húsið sitt og hlust- aði á brimgný hafsins og sá í anda líf og lífsviðhorf mannanna, skynjaði það í þyt aldarfarsins. Foreldrar Vilhjálms fluttu til Reykjavíkur árið 1921 með börn sín. Vilhjálmur fór þá í Sam- vinnuskólann, sem var hinn ágæt- asti skóli, að allra sögn. Þrátt fyrir pólitískar erjur og mikil stjórnmálaátök luku allir lofsorði á skólann, sem Jónas Jónsson stjórnaði. Ágæt kona hans stóð þar við hlið hans sem útvörður sannrar menningar og þroska æskufólksins, Það var lán fyrir Vilhjálm áð lenda í svo góðum skóla og kynnast um leið vakn- ingamanni um þjóðlífsmálin. Um þessar mundir var Ólafur Friðriksson að koma frá útlönd- um fullur eldlegs áhuga um jafn- aðarstefnuna og varð þá ritstjóri Alþýðublaðsins. Vilhjálmur varð brátt blaðamaður við Alþýðublað- ið og varð einn af þeim sem fengu brennandi áhuga fyrir þessu jafn réttis og menningarmáli. Ung- mennafélags og bindindishreyf- ingin tók einnig hugi ungra manna á þessum árum, og helg- aði hann sig þessum málum af lífi og sál. Á þessum grundvelli mótaði hann öll sín skrif, allt sitt starf, sem lá í blaðamennsku og ritmennsku almennt. Þetta þrennt var honum helgur dómur: Jafn- réttishugsjónin, bindindishugsjón- in og ungmennafélagshreyfingin. Á spjaldskrá sögunnar má lesa það með gullnu letri hve heilla- ríkar þessar hugsjónastefnur urðu fyrir land og þjóð. Nú að leiðarlokum stóð þessi mynd eins ljóst fyrir hugskots- sjónum hans og hús heimspek- ingsins á Hverfisgötunni (dr. Helga Pjeturss) og talaði til fólks- ins. Að fortíð skal hyggja er framtíð skal byggja. Þegar menn byggja skoðanir sínar á svona traustum grunni geta þeir ekki leikið tveimur skjöldum. Vilhjálmur gaf sig allan að rit- störfum og eru ótaldar blaðagrein- arnar auk bókanna er hann rit- aði. Allir kannast við þætti hans i Alþýðublaðinu, Hannes á horn- inu. Þar talaði hann við fólkið um mál dagsins og vakti eftirtekt á ýmsu sem betur mátti fara. Vilhjálmur kvæntist Bergþóru Guðmundsdóttur 1930, hinni ágætustu konu, sem stóð við hlið hans í öllu starfi af næmum skilningi greindrar konu og var honum ómetanlegur lífsförunaut- ur. Þeim varð fimrri barna auðið og lézt eitt þeirra sem ungbarn. Þeirra börn eru: Vilhjálmur Steinn sem er bifreiðarstjóri að atvinnu og er kvæntur Sólveigu Guðjóns- dóttur, og Helga Valgerður, gift Sven Fi'ahm bifreiðarstjóra og eru þau búsett í Gautaborg, Gíslína, gift Bjarna Sæmundssyni rörlagn- ingainanni, og Guðmundur Jón, sem er ókvæntur. Þessar fáu línur eru aðeins kveðja til hins látna, sem alltaf S. Vilhjálmsson. sýndi mér vinsemd. Aðrir mér færari munu mæla eftir Vilhjálm að verðleikum. Ég bið konu hans, börnum og venzlafólki allrar bless- unar og að þeim veitist styrkur í raun. Ég kveð hinn látna með virðingu og þökk. Elísabet Jónsdóttir. ★ SÍÐASTA greinin, sem Vil- hjálmur S. Vilhjálmsson ritaði í Alþýðublaðið, bar fyrirsögnina: ,.Gamalt hús hverfur.” Hún hófst með þessum orðum: „Þegar gömul hús eru rifin, langar mig alltaf til að skrifa um þau eftirmæli. Þessa dagana er að hverfa gam- alt hús, sem lengi var talað um og frægt var af sínum húsbónda.” Vel má líkja Vilhjálmi við gam- alt og frægt hús í íslenzku þjó'ð- lífi. í íslenzkri alþýðuhreyfingu var hann stórhýsi, sem stóð á djúpum og traustum grunni, og þar bjuggu beztu og fegurstu hugsjónir jafnaðarstefnunnar. Og þetta hús var alltaf að stækka, alltaf að breikka og hækka. Þar var bjart og hlýtt. Þar varð vax- andi rúm fyrir æ fleiri áhugamál, aukið stjórnmálastarf og fjöl- skrúðugra menningarlíf, þar varð æ betra skjól fyrir stormum lífs- ins, nema þeim einum stormsveip, sém engu húsi er ætlað að standast, hversu vel sem það er byggt. Fyrir nokkrum dögum hringdi ég seint um dag heim til Vil- Framhald á 10. síðu. AUGLÝSING Staða forstöðumanns (studierektor) við Lýðháskóla Norðurlanda (Nordens folkliga akademi) í Kungálv er laus til umsóknar. Stofnuninni er ætlað að halda námskeið fyr- ir kennara og forustumenn á sviði alþýðu- fræðslu, og er nauðsynlegt, að forstöðu- maðurinn hafi <auk góðrar undirstöðumennt- unar haft náin kynni af slíkri fræðslustarf- semi á Norðurlöndum. Gert er ráð fyrir að staðan verði veitt frá 1. júlí 1967, og er þá miðað við, að stofnunin taki til starfa haust- ið 1967. Umsóknir skulu stílaðar til Styrelsen för Nordens folkliga adademi og sendar til Ecklesiastikdepartementet, Stockholm 2, eigi síðar en 31. maí 1966. Nánari upplýsingar eru veittar í mennta- málaráðuneytinu, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg. V élritunarstúl ka Stúlka vön vélritun óskast til starfa halfan eða allan daginn. — V egamálaskrifsf ofan Borgartúni 7 FRAMUS ER FRÁBÆR Fjölbreytt úrval af raf- magns- gíturum og rafmagns- bössum. Verff frá kr. 4.128,00 Pokar kr. 150,00 Töskur kr. 923,00 Póstsepdum HLJOÐFÆRAVERZLUN Sigríðar Helgadóttur Vesturver — Aðalstræti 6 — Sími 11315 — Reykjavík. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 12. maí 1966 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.