Alþýðublaðið - 15.05.1966, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.05.1966, Blaðsíða 2
eimsfréttir ....sidastlidna nótt *• WASHINGTON. — Bandaríska kjarnorkumálaneíndin til- fcynnti í gær, að bráðabirgðarannsókn á geislavirku úrfalli eftir íiiðustu kjarnorkutilraun Kínverja benti til þess, að ekki hefði verið um veti.issprengju að ræða. Nefndin telur, að hér hafi eemúlega verið um að ræða tilraun til að sprengja öflugri sprengju en þær tvær, sem Kínverjar liafa áður gert til- vaunir með, eða tilraun, sem hafi verið liður í smíði vetn- issprengju. Síðasta kjarnorkusprengjan var um sex sinnum bfiugri en tvær hinar fyrri, k STOKKHÓLMI. — Norska stjórnin hefur að yfirlögðu ráði sett vandamálin, sem eru samfara samvnnunni innan SAS, á oddinn með yfirlýsingu sinni um að veita flugfélagi Braat- Iiens, SAPE, leyfi til að halda uppi flugsamgöngum við Norð- ur-Noreg, sagði Stokkhólmsblaðið „Dagens Nyheter” í gær. BlaS- ið harmar framkomu norsku stjómarnnar og telur að hún liefði átt. að fresta ákvörðun í málinu. Norðmenn hafi með framkomu ainni brotið ýmsa gerða samninga, * MOORE • Eimreiðarstjóri og kyndari á næturhraðlestinni milli Londo.i og Skotlands voru fluttir á sjúkraliús í gær eftir að lest þeirra lenti í árekstri við aðra járnbrautarlest skammt frá Moore í Chester í fyrrinótt. NÝJU DEHLI. — Indverjar geta ekki útilokað þann mögu- leika, að Kínverjar og Pakistanar ráðizt á þá samtímis og liafa gert ráðstafanir til að mæta slíkri hættu, sagði indverski land- varnaráðherrann Y. B. Chavan, á þingi í fyrrakvöld. Chevan sagði, cið Kínverjar liefðu um þessar mundir að minnsta kosti 150 þús. ,. v»nenn undir voi>num á landamærum Indlauds. Formælandi ind- verska landvarnaráðuneytisins sagði síðar, að Kinverjar hefðu Cfjöigað hermönnum sínum á landamærunum um 30% síðan í fcoptember í íyrra, •k HELSINGJAEYRI. — Forsetar Norðurlandaráðs nafa sam- ijykkt tillögur menntamálaráðlierra Norðurlanda um reglur menn- ...ingarsjóðs Norðurlanda, að því er sagt var að loknum fundi for- fcetanna í Helsingjaeyri í Ðanmörku í gær. Stjóm sjóðsins verður ekipuð tíu mönnum, flmrn tilnefnda af Norðurlandaráði og fimm iilneíndum af stjómum landanna. Fé sjóðsins verður um 18 millj. isjenzkra krór.a. i k BONN. — Um 50—100 þúsund flóttamenn söfnuðust í gær já torginu í Bonn til að leggja áherzlu á kröfuna um að Þjóðverj- Aim verði skilað héruðum í Tékkóslóvakíu, Póllandi og Sovétríkj- «mum, sem Þjóðverjar urðu að afsala sér eftir heimsstyrjöldina. yesturvþýzka stjómin hefur leyft fundinn með vissum skilyrð- «im, en tekur skýrt fram að hún beri enga ábyrgð á því sem er fcagt eða gert á fundinum. ik LIMA. — Kjarnorkusérfræðingar frá fjórum Suður-Ameríku fwidum, er liggja að Kyrrahafi, halda fund í Lima, Perú, um -4cél6ina til að ræða hugsanlegar afleiðingar væntanlegrar vetnis- fcprengjutilraunar Frakka á Kyrrahafi. Hlutafé Eimskips verði hundrað milljónir 1970 Reykjavík. — ÓTJ. jk AÐALFUNDI Eimskipajélags - tslands sem haldinn var 12. maí var samþykkt að tvöfalda hluta• .tt-tfé jélugsins með útgáfu jöfnunar- ' filutabréfa. Með því verður hluta- -4é orðtð 33 milljónir og 615 þús- Und krónur. Þá var einnkl sarn- --••'fjykfct að stefnt yrði að því á ár- . tmum (967 til 1. júlí 1971 að aulca ’"fihitaféð um allt afí 66,4 milljón- "~4r króna, þannig, að það verði —tamlals hundrað mitljónir. Yar féiagsstjórn falið að leita til núverandi hlutliafa um þessa fciu^aiingu. Yerður hluthöfum gef- •-•-'■ 4nrt kbltur á að kaupa aukhingar- hluti á nafnverði í réttu hlutfalli við hlutafjái-eign þeirra, og greiða þá með jöfnum afborgun- um á fjórum árum frá 1. júlí 1967 að telja. Hlutabréfin verða gefin út um leið og greiðsla fer fram. Að svo miklu leyti sem hlut hafar ekki skrifa sig fyrir aukn- ingarhlutum -fyrir árslok 1967, er félagsstjórn lieimilt að selja hverj um sem er aukningarliluti fyrir það verð og með þeim greiðslu- skilmáium er hún ákveður. Þá var einnig samþykkt að stefna að þvi að á árunum 1968—70 veröi tveimur til þremur nýjum vöru- Franxhald á 15. síðu. OSLÓ. 14. maí. (ntb). Deilan um forgangsrétt SAS á innanlandsflugleiðum hefur færzt á nýtt stig. Norska flugmanna- félagið hefur stefnt SAS fyrir samningsbrot og krefst allt að 100 þús. norskra króna í skaðabætur fyrir tap, er flugmenn SAS hafi orðið fyrir, þegar flugfélagið lét sænska flugfélagið Linjefly taka við flugferðum á innanlandsleið- um, en sænska stjómin liarðlega gagnrýnt norsku stjórnina fyrir þá ákvörðun hennar að veita flugfé- lagi Braathens, SAFE, leyfi til að halda uppi flugsamgöngum yið Norður-Noreg. Norska stjórnin er sökuð um að hafa að eugu grund- vallaratriði er liggja að baki sam vinnu Noregs, Danmerkur og Sví- þjóðar í SAS og liafa ekki gert stjórnum Danmerkur og Svíþjóð- ar viðvart um fyrirætlanir sínar. Þá liafi heldur ekki verið tekið tillit til tilmæla um að frestað yrði ákvörðun í málinu. Ýmis blöð í Svíþjóð hafa tekið svari SAFE og minnzt á Loftleið- ir í því sambandi. Frjálslynda blaðið .Expressen” segir, að norska stjómin hafi stað- ið við kosningaloforð sín og að fremur beri að hrósa stjórninni en skamma hana fyrir afstöðu hennar. Það sem vakað hafi fyrir norsku stjórninni hafi verið að tryggja Norðmönnum sem beztar og ódýrastar flugsamgöngur inn- Framhald á 15. síðp Fer Rúmenía úrVarsjár- mu Nevv ork 14. 5. (NTB-Reuter) I „Tlie New York Times“ sogir í dag, að ef til vlU séu Knmcn ar að búa sig undir «ð segja sig úr Varsjárbandalaginu. Helzti stjórnmálafréttaritari blaðsins Max Frankel, bendir á ræðu.þá er ieiðtogi rúmenska kommnúistafiokksins Nicolae Ceausescu, hélt 7. mai í tii efni 45 ára afmæUs flokksins, skömmu áður en leiðtogi sov' ézka kommúnistafloicksins, Le onid Bresjnev, kom til Búkar est, „The New York Times“ seg ir, að þessi ræða hafi verið ný og víðtæk yfiriýsing uni sjálfj I stæði Rúmeuíu. Ræðan hafi ver' ■ ið hámark ásakana Rúmena í garð Rússa um frekleg afskjpti af rúmenskutu innanríkismálum og innlhnun héraða sem til heyrðu Rúmeníu áður en land ið komst undir stjóm kommún ista. í ræðunni voru hernaðar bandalög í austrl og vestri for- dæmd og sögð ósamrýmanleg þjóðlí-gu fullveldi. Rúmenski leiðtoginn lét þannig svipaðar skoðanir í ljós og de Gaulle Frakklandsfoiiseti. WtittWWWWWIMWIÍWIMW1 Prestskosning í Garðasókn í dag í dag sunnudaginn 15. maí fer fram prestskosning í hinni nýju Garðasókn, sem til varð við skipt ingu Hafnarfjarðarsóknar í tvo hluta. Umsækjendur um hið nýja presta kall eru fjórir: Séra Bragi Friðriksson búsett ur í Gai-ðalu’eppi, en settur prest ur fyrir íslendinga, sem búsettir eru á Keflavíkurflugvelli, séra Bragi Benediktsson aðstoðarprest ur á Eskifirði, séra Tómas Guð- mundsson, Patreksfirði og séra Þorbergur Kristjánsson, prestur í Bolungarvík. í Garðahreppi eru þrjár kjörsókn ir, Bessastaðasókn, Kálfatjarnar- sókn og Garðasókn, en aíls eru á kjörskrá 1098 mannas. Prófastur Garðasóknar er séra Garðar Þorsteinsson. Sumarsýnlng í Ásgrímssafni HIN árlega sumarsýning í As- grímssafni verður opnuð í dag. Er hún 18. sýning safnsins síðan það yar opnáð árið 1960. Þessi sumarsýning er með svipuðu sniði og aðrar slíkar sýn- ingar Ásgrimssafns, leitazt er við að sýna sem fjölþættust viðfangs- efni í listsköpun Ásgríms Jónsson- ar, frá aldamótum til síðustu ævi- ára hans. Með slíkri tilhögun eru ekki sízt hafðir í huga hinir mörgu erlendu gestir, er jafnan skoða safnið á sumrin. í heimili listamannsJns eru vatnslitamyndir sýndar frá ýmsum stöðum á landinu, m. a. Lang- jökull og Jarlshettur,gerð 1904, Frá Möðrudalsöræfum, 1951, Frá bernskuslóðum Ásgríms í Flóan- um, 1909, Úr Svarfaðardal, 1951. Einnig er nú sýnd mjög sérstæð vatnslitamynd, Skúraleiðlngar á Hraunsásnum í Borgarfirði, móluð 1947. í vinnustofu Ásgríms eru sýnd olíumálverk, máluð á öllum árs- tíðum, og frá ýmsum stöðum, m. a. sólsetursmyndir frá Reykjavík og Hafnarfirði, og nokkrar snjó- myndir úr nágrenni borgarinnar. Ásgrímssafn hefur látið prenta kynningarrit á ensku, dönsku og þýzku um Ásgrím Jónsson og safn hans. Einnig kort í litum af nokkr- um landslagsmyndum í eigu safns ins, og þjóðsagnateikningum. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 er opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 1,30—4. Að- gangur ókeypis. í júíí og ágúst verður safnið opið alla daga á sama tíma nema laugardaga. _j % maí 1966 - ALÞÝÐU8LABI0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.