Alþýðublaðið - 22.05.1966, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 22.05.1966, Qupperneq 3
- segir Emil Jónsson, formaður Alþýðuflokksins í DAG liggur mikið við, að allir þeir, sem að- hyllast hugsjónir jafnaðarstefnunnar sýni það í verki með því að kjósa Alþýðuflokkinn, sagði Emil Jónsson, formaður flokksins í viðtali við blaðið. Við vitum, að jafnaðarstefnan á sér víðtækan stuðning meðal íslendinga og hún er þýðingarmikill þáttur í lífi þjóðarinnar, þáttur sem fáir mundu vilja sleppa. Umbætur eins og almannatryggingar verða ekki tryggar og munu ekki þróast eðlilega á Itomandi árum, nema Alþýðuflokkúrinn liafi kjörfylgi til að standa um þær vörð. Alþýðuflokkurinn hefur á síðustu árum haft aðstöðu til þess, ekki sízt með þátttöku í ríkisstjórn, að koma fram miklum umbótum á tryggingamál- um, húsnæðismálum, kjaramálum vinnandi fólks og menntamálum. Þessum málum hefur verið þokað fram af því að Alþýðuflokkurinn hafði sterka að- stöðu í samstarfi við aðra flokka. Þessi aðstaða hans verður að endurnýjast með atkvæðum kjósenda ! hverjum kosningum, hvort sem kosið er til hæjar- stjórna eða Alþingis. Vil ég heita á alla þá, sem telja áhrif jafnaðarstefnunnar til góðs hér á landi að veita okkur nú öflugt brautargengi, sagði Emil. , Alþýðuflokkurinn hefur starfað í 50 ár og haft margvísleg áhrif í sveitarstjórnarmálum og lands- málum, sagði Emil Jónsson ennfremur. Reynslan hef ur sýnt, að starf flokksins hefur verið árangursríkt og farsælt, og starfsaðferðir hans, að vinna stuðn- irtg fólks við málefnin eftir lýðræðislegum leiðum og vinna ávallt af fullri ábyrgð, eru hinar réttu. Klofn ingur, yfirboð og ábyrgðarleysi hefur aðeins orðið til þess að veikja mátt íslenzkrar alþýðu og samtaka hennar. í dag verður hörð kosningabarátta í kaupstöðum og kauptúnum um land allt, sagði Emil að lokum. Ég treysti Alþýðuflokksfólki og öðrum stuðningsmönn- um flokksins til að láta sitt ekki eftir liggja og gera sigur flokksins sem mestan. t): * i * t / ; t ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 22. maí 1966,. 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.