Alþýðublaðið - 22.05.1966, Qupperneq 6
FLUGDREKAR TIL FLUTNINGA
Bandaríkjaher notar nýstárleg
an farkost til birgðaflutninga loft
leiðis til ifskekktra staða. Er hér
að ræða i rn „flugdreka“ sem þyrl
ur hafa í togi.
í flug irekanum hangir kerra,
og getur pessi farkostur flutt rúm
lega 200' lítra eld'.neytis eða 1.
800 kg. f föstum varningi. Einn
ig mun drekinn geta flutt bæði
edis ieyti og fastan farm.
Þegar jyrlan hefur dregið flug
drekann !il áfangastaðar er væng
urinn losaður frá kerrunni, og er
þá hægt að draga hann til og frá
eftir vila.
Þessir flugdrekar hafa lent sjálf
krafa á n jög ósléttum svæðum og
hafa einr.ig verið dregnir þaðan
á loft.
i Yfirmean fyrirtækisins Ryan
Áeronaut.ical Company í San Di
égo í Kaliforníu, sem sér um smíði
flugdrekanna benda á, að flug
drekarnir séu sérleea lientugir í
fruniskór'ahernaði. bar sem svig
rjím er iítið og börf skiótra at-
hafna. Þr-ir hæt.tu því við, að með
þessari f;ugtækni gæti þyrla kom
ið þyngri flutningi milli staða og
dregið væri úr hættu fyrir áhöfn
ina.
Herþyrlur Bandaríkjanna, eins
og notaðar eru í Vietnam, þurfa
að koma birgðum og skotfærum til
hersveita í fremstu víglínu, þar
sem ekki er hægt að beita venju
legum flugvélum, óheppilegt er
að fara landveg og tíminn skiptir
afarmiklu máli.
Forystumenn Ryan- fyrirtækis
ins segja ,að þar sem notkun
flugdrekanna nær þrefaldi magn
ið ,sem Þyrla getur flutt, dragi
það úr fjölda þyrlna, sem þarf
til flutninga fyrir herinn.
Annað mikilvægt' atriðj er aukn
ir björgunarmöguleikar. Ef drek
inn verður fyrir skothríð og eld
ur kemur upp í honum, er hægt
að láta farminn falla til jarðar, án
þes- að stofna áhöfn þyrlunnar í
hættu.
Vængur flugdrekans er gerður
úr polystí>rbornum dacrondúk,
samsettu röi-i úr aluminiumblöndu
og þverslá með hjörulið. Festingar,
stillibúnaðar og samskeyti eru
þannig gerð, að auðvelt er að taka
vænginn í sundur og endurnýja
hann.
Drekavagninn er af svipaðri gerð
og venjulegur vörupallur á flutn
ingabíl. Tvö hleðsluborð, sem kom
ið er fyrir við vagnhliðarnar, eru
notuð sem brú við fermingu. Drátt
ararmur framan á vagninum er
sniðinn fyrir togkróka á flutninga
tækjum hersins, til þess að vagn
inn, sé meðfærilegri eftir lend
ingu.
Vagninn er þannig útbúinn að
hann hoppar ekki og skoppar í
lendingu enda er Ryan-fyrirtæk
ið brautryðjandi í smíði ýmissa
annarra tegunda svipaðra flug-
fara.
Risaþotó frá Boeing
STÆRRI og hraðfleygari, stærri
og hraðfleygari. Þessi orð glymja
sí og æ í eyrum þeirra sem fást
við smíði flugvéla. Og þeir remb
a t eins og rjúpan við staurinn
við að uppfylla þessar kröfur. Og
árangurinn er sá að aðeins sextíu
og þremur árum etir að tvíþekja
Wright bræðranna skrönglaðist
þunglamalega upp í loftið æða ný
tízkulegar vélar um háloftin með
margföldum hljóðhraða, og far-
þegaþotur sem gefa lúxushótelum
lítið eftir geyma um 200 manns
í belg sínum.
Boeing 707 þoturnar þykja bæði
stórar og góðar, en þær eru eins
og lítil módel í samalburði við
nýju farþegavélamar sem Boeing
er að hefja smíði á. 707 tekur 174
farþega en nýju risarnir eiga að
taka 490. Nú kunna einhverjir að
segja að það sé ekki mikið, Rúss
ar hafi smíðað vél sem taki um
720 farþega: Og það er að vísu
rétt. En rússneska vélin er skrúfu
drifin og talin fremur vafasamt
framlag til farþegaflutninga, og
jafnvel loftflutninga yfireitt. Pan
American flugfélagið liefur þegar
pantað 25 af hinum nýju vélum
sem bera stafina 747. Tvær þeirra
á að nota til vörufltninga en 23
til fólksflutninga.
Á þessari mynd eru model af Boeing véiunum tveimur. Stærðarhlutföllin eru þau sömu, svo að
augijóst er hversu gífurlegt farartæki nýja þotan er.
Þyrla með flutningadrekann í togi.
Innritun barna!
0
Mánudaginn 23. maí hefst innritun barna á
dagheimilið Laugaborg v/Dalbraut.
Viðtalstími er kl. 10—11, sími 31325.
£ 22. maí 1966 - ALÞÝÐUBLADIÐ