Alþýðublaðið - 26.05.1966, Side 9

Alþýðublaðið - 26.05.1966, Side 9
Lömbin voru að hoppa um túnið, en ærnar hvíldu sig og tóku öliu með ró, ær, sem haíði verið þrílembd og voru öll lömbin í horninu hjá henni og liafði hún nóg að gera við að gefa þeim öllum að sjúga. Og hún gætti lambanna sinna vel, eitt lambið ætlaði að hlaupa út að dyrum, en ærin var fljót til að sækja það. Framar í fjárhúsinu hittum við svo „heimilisföðtirinn” á þessu stóra heimili , tvævetra hrút, sem kallaður er Hreinn. Hann er koll- óttur, svartflekkóttur. Þegar við komum aftur út úr fjárhúsinu, göngum við niður einu götuna í Fjárborg. Enn þá koma kindurnar út að girðingun- um til að forvitnast um, hverjir séu á ferðinni. Við komum þar að, sem tvö lömb eru að gæða sér á heyi úr trékassa. „Horfið nú fallega til okkar, meðan mynd er tekin,“ segjum við. Og ekki stóð á því. I.ömbin tóku þessari beiðni mjög vel, og strax og mynd- in hafði verið tekin, snéru þau sér aftur að heykassanum. Hann var sneisafullur af ilmandi heyi, sem fljótlega minnkaði þó, þar sem lömbin voru aðgangshörð við heyskammtinn sinn. Og bráðlega bættust fleiri lömb í hópinn í kringum kassann. Framhald á 15. síðii Og þarna er hún með lömbin sín tvö. Ný peysusending Tyrkneskar — Danskar Enskar — ítalskar Austurstræti 7. Sími 17201. Model hatfar og ullarkápur NÝ SENDING tekin upp í dag Bernhard Laxdal Kjörgarði. Bedford vörubifreið árgerð 1961. yfirbyggð til sölu. — Bif- reiðin er til sölu í porti <voru, Stakk- holti 4. Tilboð óskast. H.f. Hampiðjan. Þvoftamaður óskast Þvottahús Landspítalans vill ráða aðstoðar- mann í þvottasal til afleysinga í sumarleyf- um. Upplýsi'ngar gefur forstöðukona þvotta- . hússins á staðnum og í síma 24160. Skrifstofa ríkisspítalanna. Bifreiðairstjóri óskast Þvottahús La-ndspítalans óskar eftir að ráða bifreiðarstjóra til afleysinga í sumarleyfum. Upplýsingar veitir forstöðukona þvottahúss- ins á staðnum og í síma 24160. Skrifstofa ríkisspítalanna. SUMARBÚSTAÐA ALÞÝÐUBLAÐtÐ - 26. maí 1966 <}

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.