Alþýðublaðið - 23.06.1966, Blaðsíða 5
Kristinn Ármannsson, rektor
MINNINGARORÐ
Ineenuas didicisse fideliter artes
emoilit mores, nee sinit esse feros. (Ovidius).
Staðföst ástundun sígildra mennta
mýkir framkomu og fágar hugann.
Kristinn Armannsson var kenn-
ari minn í Menntaskólanum,
kenndi mér aðallega latínu, en
einnig dönsku. Þegar á þessum
árum, fyrir meira en þremur ára-
tugum, voru einkenni hans sem
keniiara og manns orðin þau, sem
voru aðalsmerki lians til liinztu
stundar: fáguð íramkoma og hlý-
legt viðmót, er bar vitni um hvort
tveggja, mikinn lærdóm og sanna
menntun.^ Á fáum mönnum, sem
ég hefi þekkt, hafa sannazt betur
þau orð Óvíds, sem tilfærð eru
hér að ofan, að staðföst ástund-
un sígildra mennta mýki fram-
komu og fági hugann.
Kristinn Ármannsson var einn
beztur fulltrúi sígildra mennta á
íslandi á þessari öld. Þeim fer nú
því miður of mjög fækkandi, sem
leggja þau fræði fyrir sig. Sæti
Kristins Ármannssonar verður því
vandfyllt. En hann skilur eftir
sig djúp spor og varanleg. Með
latínukennslu sinni í, Menntaskól-
anum og grískukennslu sinni í
Háskólanum hefur hann verið einn
helztur forvígismaður klassíski-a
fræða á íslandi á þessari öld og
einn fremstur aflvaki áhuga á sí-
gildum menntum. Verka hans á
þeim vettvangi mun ávallt verða
minnzt.
Þegar Kristinn Ármannsson var
skipaður rektor Menntaskólans,
mun engum hafa fundizt nokkur
annar koma til greina í það starf.
Og hann leysti það af hendi í
fyllsta samræmi við það traust,
sem til hans var borið. Stjórn
hans á skólanum var mild og far-
sæl, eins og hann sjálfur.
Allir þeir mörgu, sem notið
hafa kennslu Kristins Ármanns-
sonar, munu ávallt minnast henn-
ar með þnkklæti. Og með sér-
stakri virðingu munu þeir alltaf
minnast mannsins, sem var þeim
fagurt fordæmi um fágun og góð-
vild.
Gylfi Þ. Gíslason.
HINN 12. þ. m. lézt í London
Kristinn Ármannsson, fyrrverandi
rektor Menntaskólans í Reykjavík.
Hann hafði vcrið á ferðalagi í
Grikklándi með konu sinni, en
veiktist þar skyndilega.
Kristinn Ármannsson var fædd-
ur á Saxahóli á Snæfellsnesi 28.
september 1835. Foreldrar hans
voru Ármann Jónsson skipasmið-
ur og Katrín Sveinsdóttir kona
hans, sem var ættuð úr Dölum.
Kristinn fluttist ungur til Reykja-
víkur. Fljótlega kom í ljós, að
hugur hans stóð til mennta. Fjórt-
án ára gamall settist hann í
Menntaskólann í Reykjavík. Hann
var námsmaður ágætur, og var
oftast efstur í sínum bekk, en í
þeim árgangi voru margir þjóð-
kunnir gáfumenn. Mestan áhuga
Kristinn Ármannsson.
endurtaka sömu atriðin æ ofan í
æ, svo sem góðra kennara er hátt-
ur. Hin ágæta latínukennsla
Kristins kom nemendum ekki að
eins að gagni við latínunámið eitt
saman, hún varpaði einnig nýju
ljósi á margt í málfræði annarra
tungumála, (ekki sízt íslenzkunn-
ar).
Við fráfall Pálma Hannessonar
haustið 1956 varð Kristinn rektor
Menntaskólans og gegndi hann
því starfi í níu ár eða þar til
á síðastliðnu sumri, er hann lét
af embætti fyrir aldurs sakir. Það
var ærinn vandi að stjórna svo
stórum skóla, sem Menntaskólinn
var orðinn, vandamálin voru mörg
og margvísleg. Er þar fyrst að
telja liúsnæðisvandræðin, sem voru
að verða algerlega óbærileg, svo
og fjölmörg önnur vandamál, sem
ætíð liljóta að koma upp í stórum
skóla. Á húsnæðisvandræðunum
fékkst nokkur bót nú á allra síð-
ustu árum, og átti Kristinn sinn
drjúga þátt í þeim úrbótum.
í skólastjórn sinni beitti Krist-
inn sjaldan hörku, slíkt var fjar-
lægt öllu hans eðli, hann var fyrst
mun Kristinn hafa haft á tungu-
málanámi, en annars var hann
jafnvígur á allar greinar. Hann I °% fremst maður mildi og um-
var t. d. ágætur stærðfræðingur. i burðarlyndis. Engu að síður reynd
Áhuganum á tungumálum hélt ist hann skólanum farsæll stjórn-
Kristinn alla ævi. Á Hafnarárum andi. Prúðmennska hans, kurteisi
sínum lærði hann rússnesku og á °% góðvild vann honum ástsæld
síðari árum fékkst hann við byz- nemenda, og þeir mátu hann því
önsku og nýgrísku. Á alþjóðaþing-
um flutti hann stundum ræður á
fjölmörgum tungumálum. Ég hef
suður í Evrópu rekizt á menn, sem
hofðu hlýtt á hann þar, og voru
fullir aðdáunar á tungumálakunn-
áttu hans.
Kristinn varð stúdent 1915 og
hóf þá nám við Hafnarháskóla í
latínu, grísku og ensku. Á Hafn-
arárunum vann hann stundum með
náminu, sum árin á stjórnarskrif-
stofu íslands í Kaupmannahöfn,
en stundum kenndi hann við
danska skóla. Hann lauk cand.
mag.-prófi í Höfn 1923 með mjög
hárri einkunn.
Kristinn kom heim til íslands
1923, og hóf þá þegar kennslu við
Menntaskólann í Reykjavík, en
við þá stofnun vann hann síðan
aðalstarf sitt í meira en fjóra ára-
tugi. Hann kenndi þó einnig við
aðra skóla. Frá 1926 til dauðadags
kenndi hann grísku við Háskóla
íslands, fyrst sem lektor, síðar sem
dósent. Um skeið kenndi hann
einnig latínu til B.-A.-prófs við
Háskólann. Um langt árabil var
hann dönskukennari Ríkisútvarps-
ins.
Við Menntaskólann kenndi
Kristinn aðallega latínu og dönsku,
hin síðari ár latínu einvörðungu.
Hann var latínukennari minn,
þegar ég var í fimmta bekk. Hann
var afburða latínukennari, skýr
i hugsun og skarpur málfræðing-
ur. Latínan var að vísu ekki jafn
vinsæl af öllum nemendum, enda
stundum ærið erfið viðfahgs, en
flestum kom Kristinn til nokkurs
þroska í þeirri grcin. Þolinmæði
hans við nemendur var furðulega
mikil, hann laldi ekki eftir sér að
meir sem þeir kynntust honum
betur. Hlýhugur eldri og yngri
nemenda í garð hans kom greini-
lega í ljós, er hann lét af störf-
um í fyrra. Og ef á þurfti að
halda gat Kristinn verið fastur
fyrir, yfir ákveðin takmörk lét
hann ekki fara. Undir niðri bjó
festa í þessum prúða og Ijúflynda
manni. Hann átti sér ákveðnar og
fastmótaðar lífsskoðanir. Hann var
húmanisti og mannúðarmaður. Lífs
skoðanir hans voru mótaðar af
klassiskri formfestu, mannúðar-
stefnu uppvaxtarára hans og
kristinni trú. Kristinn var mikill
trúmaður, þó að hann flíkaði því
lítt hversdagslega. Ungur varð
hann fyrir áhrifum af séra Frið-
riki Friðrikssyni og voru þeir alla
tíð aldavinir. Það var bæði hin
krislna lífsskoðun og fornmennta-
áhuginn, sem dró þá saman. Fáa
eða enga menn hygg ég Kristin
hafa metið jafn mikils og séra
Friðrik.
Þó að Kristinn fylgdist vel með
í nútímanum og væri vakandi
fyrir nýjungum, bæði í skólamál-
um og á öðrum sviðum, var hann
í innsta eðli sínu íhaldssamur
maður. Hann var ekki, hrifinn af
vélamenningu nútímans, hávaða
hennar, auglýsingabrámbolti, múg-
mennskii og sýndarmennsku. Hinh
hógværi húmanisti og menningar-
maður kunni ekki að öllu vel við
sig i slíkum heimi. Honum sjálfum
fylgdi andblær annarrar menning-
ar, sem hafði hægara um sig, en
stóð fastari og dýpri rótum, menn-
ingar, sem ekki var aðeins yfir-
borðsgijái, heldur gegnsýrði allan
persónuleikann.. Dr. Ólafur Dani-
Framhald á 11. síðu.
TILKYNNING
frá bönkunum fil viðskiptamanna.
1. Bankarnir verða lokaðir á laugardögum
í júlímánuði 1966, að undanteknum gjald-
eyrisafgreiðslum Landsbankans og Útvegs-
bankans (aðalbankanna í Reykjavík),, sem
verða opnar á venjulegum afgreiðslutíma,
kl. 10,10—12,00 árdegis, eingöngu vegna af-
greiðslu ferðamanna.
2. Föstudagana næst á undan ofangreindum
laugardögum hafa allir bankarnir og útibú
þeirra opnar afgreiðslur til hverskonar við-
skipta kl. 17,30—19,00.
3. Ef afsagnardagar víxla falla á ofangreinda
laugardaga, verða þeir afsagðir næsta virkan .
dag á undan þeim.
SEÐLABANKI ÍSLANDS
LANDSBANKI ÍSLANDS !
ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS
BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS
VERZLUNARBANKI ÍSLANDS H.F.
IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS H.F.
SAMVINNUBANKI ÍSLANDS H.F.
1
I
$
í
I
I
FLOGiÐ STRAX yfy
FARGJALD &
GRESTT SÍÐAR
pANMÖRK OG
ÍAÞtlKALAND
Y///S/. Verð: 11.500,00 kr. fyrir 19 tlaga.
Fararstj.: Steinunn Stefánsdóttir
yfo Iistfræðingur.
\
í
/////////////////^^^^
ALÞÝÐUBLAÐiÐ — 23. júní J96| &
Hin, árlega Eystrasaltsvika verður haldin dagana 9,-18,
júlí í Rostockhéraði, — Við skjpuleggjum ferð þang
að sem hér segir:
T. júlí: Flogið til Kaupmannahafnar.
8. júlí: Farið verður til Warnemiinde.
9, —18.júlí: Dvalizt á Eystrasaltsvikunni.
18.—24. júlí: Ferð með langferðabjlum unv Austur-Þýzka
latnd. Komið í Berlín, Dresden og Leipzig.
24. ,'úlí: Farið frá Berlín til Kaupmannahafnar.
25. lúlí: Flogið til íslands.
í Rostockhéraði hittast árlega á Eystrasaltsviku hóp-
ar frá öllum löndum er liggja að Eystrasalti, auk Nor-
egs og íslands.
Þar fer fram allskonar skemmti- og fræðslustarfsemi.
Baðstrendur ágætar, loftslagið milt ög þægilegt. Þátt-
taka cr takmörkuð við ákveðinn hóp.
Haí'ið samband við okkur fyrir 25. júní n.k.
LAN ÐSSd N
FERÐASKRIF-STOFA
Laugavegi 54. — Sími 22875 og
SÍMI 22890 BOX 465 REYKJAVÍK