Alþýðublaðið - 23.06.1966, Blaðsíða 11
^Ritstjóri Örn Eidsson
Hverjir sigra í heimsmeist-
arakeppninni í knattspyrnu?
ALÞÝÐUBLAÐIÐ TEKUR ÞÁTT í ÁGIZK
UN UM VÆNTANLEGA SIGURVEGARA
MIKIÐ er nú ritað um væntan-
leg úrslit heimsmeistarakeppninn-
ar í knattspyrnu, sem heíst í
Englandi í næsta mánuði. Knatt-
spyrnusérfræðingar eru flestir á
þeirri skoðun, að Brazilía sigri í
þriðja sinn í röð, en menn eru
ekki sammála um hverjir hljóti
önnur og þriðju verðlaun.
Júgóslavneskur áhugamaður,
Aleksandr Pasterniak bauð Alþýðu
blaðinu þátttöku í getraun um það,
hverjir séu líklegustu verðlauna-
hafar keppninnar.
Meistaramót Reyk-
javíkur í frjáls-
íþróttum
Meistaramót Reykjavíkur í
frjálsíþróttum (aðalhluti) fer
fram í Laugardal miðvikudag og
fimmtudag 29. og 30. júní nk.
Keppt verður í þessum greinum:
Fyrri dagur:
Karlar:
200, 800, 5000 m. hlaup. 400 m.
grindahlaup. Stangarstökk, þrí-
kúluvarp, spjótkast, 4x100 m. boð-
hlaup.
Konur:
100 m. hlaup, hástökk, kúluvarp
og kringlukast.
Seinni dagur:
Karlar:
100, 400, 1500 m. hlaup. 110 m.
grindahlaup. Stangarstöökk, þrí-
stökk, kringlukast, sleggjukast,
4x400 m. boðhlaup.
Konur:
200 m. hlaup, langstökk, spjót-
kast, 4x100 m. boðhlaup,
Mótið er stigakeppni milli
Reykjavikurfélaganna og fá 6
fyrstu menn í hverri grein stig,
þannig að 1. maður fær 7 stig,
annar maður 5 stig, þriðji maður
4 stig osfrv.
Hverjum keppanda er aðeins
heimil þátttaka í þremur keppnis-
greinum hvorn dag auk boðhlaups
Utanbæjarmönnum er boðin
þátttaka í mótinu í þeim greinum,
sem hægt er að koma við gesta
þátttöku án truflunar fyrir stiga-
keppnina.
Þátttökutilkynningar sendist
Einari Frímannssyni, c/o. Sam-
vinnutryggingar, Reykjavík, fyrir
25. júní 1966.
! Atkvæðaseðill Íþróttasíðunnar
hljóðaði þannig, að Brazilía hlyti
gullverðlaun, England silfur og
Sovétríkin bronz. Úrslit atkvæða-
greiðslunnar urðu þau sömu og
ágiskun Alþýðublaðsins, en alls
sendu 24; blöð atkvæði. Auk Al-
þýðublaðsins sendu sex önnur blöð
og tímarit seðil með sömu ágizk-
un, þ. e. Brazilía, Engl. og Sovét.
Valbjörn Þorláksson, KR
varð Reykjavíkurmeistari í
tugþraut, en keppninni lauk
í gærkvöldi. Hann hlaut
6712 stig. Annar varð Er-
lendur Valdimarsson, ÍR
hlaut 5165 stig. Agnar Levý,
varð meistari í 10 km. hl.
á 33.50,6 mín. Kristleifur
Guðbjörnsson varð annar á
sama tíma.
Sigurjón Hallbjörnsson sigraöi í golfi
Sunnudaginn 12. júní sl. var
háð á velli félagsins við Grafar-
holt, keppni um veglega marmara
styttu, J. C. Clark. Þessi veglegi
gripur var gefinn til minningar
um ungan varnarliðsmann, sem
var virkur meðlimur í klúbbnum
um skeið. Og er stytta þessi verð-
ugur minnisvarði um góðan dreng.
Keppni þessi er 36 holu höggleik-
ur með forgjöf, og fer öll fram
á einum degi. Að þessu sinni
mættu aðeins 21 til leiks, enda
j var veður mjög óhagstætt til golf
leiks. Má því telja þetta ágæta
þátttöku miðað við allar aðstæður.
Keppni var eigi að fullu lokið fyrr
en kl. 8 síðd. Sigurvegari varð
Sigurjón Hallbjörnsson og hlaut
því hinn veglega grip til varð-
veizlu í 1 ár, auk eignabikars. —
Hér á eftir koma þeir, sem bezt-
um árangri náðu.
Slæmt veður var og þátttakend-
ur aðeins 14. Sigurvegarar urðu
tveir bókbandsmeistarar, Gunnar
Þorleifsson og Arnkell B. Guðm.
með 18 stig.
2.-3. Ólafur Hafberg og Haf-
steinn Þorgeirsson 16 stig.
Pétur Björnsson og Ólafur Bj.
Ragnarsson 16. stig.
Minning
Framhald tJ 5. aiðu
elsson, sá gáfaði maður, sagði einu
sinni við mig: „Kristinn Ármanns-
son er líklega síðasti íslendingur
inn, sem er sannur sjentilmaður í
gömlum stíl.” Dr. Ólafi var sú list
lagin að draga kjarna hlutanna
fram í meitluðum setningum.
í einkalífi var Kristinn Ár-
mannsson mikill hamingjumaður.
Hann kvæntist 1923 Þóru Árna-
dóttur prófasts á Skútustöðum
Jónssonar. Frú Þóra er hin mesta
gáfu- og mannkostakona, og veitti
manni sínum ómetanlegan stuðn-
ing í erfiðu starfi hans. Þau eign-
uðust fjögur börn. v
Ég mat Kristin Ármannsson
mikils, er hann var kennari minn
fyrir fjórum áratugum. Síðar átti
það fyrir mér að liggja að vera
samstarfsmaður hans í næstum
þrjá áratugi. Og mér fór eins og
öðrum, að ég mat manninn því
meir sem ég kynntist honum bet-
ur. Elskulegri samverkamann er
tæpast unnt að hugsa sér. Sam-
vizkusamur og áreiðanlegur var
hann í öllu sínu starfi, ljúfur í
viðmóti, hóflega glaðvær og
gæddur notalegri kimnigáfu. —
Mönnum leið vel f návist hans.
Hér var á ferð maður, sem öllum
vildi vel og alla hluti til betri
vegar færa og fulltrúi sannrar
menningar, sem mótaði lff hans og
Kristleifur Guðbjörnsson, KR,
varð Reykjavíkurmeistari í 3000
m. hindrunarhlaupi, hljóp á
9.52,0 mín. Agnar Levy, KR,
hljóp á 9.59.9 mín.
Með forgjöf:
Sigurj. Hallbj. 125 högg
Hilmar Pietsch 128 högg
Haukur Guðm. 133 högg
Pétur Björnss. 142 liögg
Viðar Þorst. 143 högg
Án forgjafar:
•' Pétur Björnss. 166 högg
Jóh. Eyjólfss. 168 högg
Einar Guðnason 171 högg
* Ól. Á. Ól. 176 högg
Viðar Þorst. 181 högg
Tvíliðaleikur G.R.
(Opin keppni).
Þriðjudaginn 7. júní fór fram
keppni, sem er háð í því formi
að kylfingum er heimilt að velja
sig saman tveir og tveir, án til-
lit.s til forgjafar. Gefin eru stig
fyrir betri árangur annars tvílið-
ans á hverri holu fvrir sig, síðan
eru stigin yfir heildina (12 holur)
lögð saman. Eftirfarandi tafla sýn-
ir hvernig stigin voru veitt.
Bogey 1 stig
Par 2 stig
Birdie 3 stig
Eagle 4 stig
Hola í höggi 5 stig
I. DEILD
LAUGARDALSVÖLLUR:
í kvöld kl. 8,30 keppa
ÞRÓTTUR - VALUR
Dómari: Karl Bergmann.
Línuverðir: Jón Friðsteinson og Hinrik Lár
usson.
II. DEILD
N J ARÐ VIKURV ÖLLUR:
í kvöld kl, 8,30 keppa
íþróttabandalag Suðurnesja -
Fram
Dómari: Karl Jóhannsson.
í Hafnarfirði kl. 8,30 keppa
Haukar - Í.B. Vestmannaeyja
Dómari: Gunnar Gunnarsson.
MÓTANEFND.
dagfar allt. Minningin mun lifa
um þennan vammlausa drengskap-
armann og merka skólamann.
Ólafur Hansson.
Þökk verður aldrei tjáð þannig
að sérhver velgerningur hljóti
sína umbun. — Þakkarskuldin
er.— En í trausti þess, að Guð
greiði, af náð sinni, það sertt
menn fá ekki goldið, er ljúft áð
votta látnum öðling þakklæti og
vandamönnum samúð.
Kristinn Ármannsson hefj#1
þökk guðfræðinema fyrir ágæta
fræðslu og staka prúðmennsku.
Hann var ávallt velunnari nem
enda sinna, vakti virðingu og á-
minnti með fágaðri framlcomu.
— Mikill fengur var í þekkingu
Kristins, en sú blessun er melri
að hafa kynnzt honum.
Vér sjáum þess vegna sóma
vorn að varðveita minningu KriSt
ins Ármannssonar. Minningin auðg
ar, eins og þau kynni, sem meiin
höfðu af honum. Með Kristni
er raunar genginn einn þeirra
manna, sem eiga heiður, þökk og
virðingu samferðarmanna. Líí
hans bar þess vitni, að hann vár
í senn menntafrömuður og göf
ugmenni.
Félag gnðfræðinema. '
Opna
Framhald ftr opnu.
sá mikli árangur, sem sænskir
jafnaðarmenn hafa náð, hefur
náðst vegna einingar þeirra og ár
angursríkrar samvinnn jafnaðar
mannaflokksins og verkalýðssam-
takanna í landinu. í skjóli þesa
ara voldugu fjöldasamtaka hefur
tekizt svo vel, að ekkert ríki
stendur þeim framar um velfi^jð
borgara. Og í skjóli þessarar sömú
miklu fjöldasamtaka hafa risið
upp menningarstofnanir eins bg
Menningar og fræðslusamband al
þýðu, Samband sænskra alþý^u
húsa, Ferða-amtök sænskrar ál-
þýðu og fleira o.fL Starfsemi
sænsku verkalýðshreyHngarinnar
og jafnaðannanna er öflug, þrótt
mikil og fjölbreytt. Enda sér máð
*Tf I
ur þess glögglega tnerki. Jafn
hátt gæti risið á íslenzku alþýðu
samtökunum verið ef sundrungar
öfl hinna kommúní'ku skemmdar
verkastarfsemi hefði ekkl spillt
þar öllu starfi aVt frá 1930. Því
þarf að brióta hér í blað og taka
til fyrirmvndar starf og stefnu
sænskra jafnaðarmanna.
Trútofunarhrlragar
Fljót afgreiðsla
Sendum gegn póstkröfn.
Guðm. Þorsteinstton
guIlamlSsr
Bankastrætl 1S.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 23. júní 1866 \\