Alþýðublaðið - 24.06.1966, Page 4
Bttatjórar: Cylfl CrðndaJ (áb.) og Benedlkt Gröndel. — RltstíómerfuU-
trúl: ElOur Gudnuon. — Slmer: 14900-14903 — Auglýelngaaíml: 14900.
ASaetur AlþýOuhúalO vlO Hverflsgötu, Reykjavlk. - PrenUmtOJa AlþýOu
blaOalna. — AakrlítargJald kr. 95.00 — 1 lausasölu kr, 6.00 elnUkWL
(Jtgefandl AlþýOuflokkurbuL
SAMNINGAR
VIÐRÆÐUR fara nú fram milli verkalýðshreyf-
ingarinnar og atvinnurekenda. Jafnframt starfa áll-
margar nefndir, sem settar voru af þessum aðilum í
samvinnu við ríkisstjórnina, og er þeim ætlað að upp
lýsa málin og benda á nýjar leiðir til samkomulags,
Sá maður mun vera torfundinn í þessu landi, sem
nú óskar eftir hörðum 'vinnudeilum eða verkföllum
— eða telur ástæðu til slíks ófriðar. Þessi staðreynd.
ætti að vera aðilum hvatning til þess að gera sam-
komulag. Það væri ógæfa fyrir alla þjóðina, ef verka
lýðshreyfingin neyddist til að grípa til neyðarúr-
ræða eins og verkfalla eða jafnvel skæruhernaðar.
Annað meginatriði í sambandi við væntanlega samn
inga er velvilii ríkisstjórnarinnar. Fyrir áratug sat
ríkisstjórn, sem trúði því, að kaup verkalýðsins væri
undirrót allra erfiðleika í landinu. Þessi ríkis
SKEMMTEFERÐ
Fjölmennið í skemmtiferðina sunnudaginn 26. júní n. k. — Skoðaðir
yerða sögustaðir í Árnes- og Rangárvallasýslum. Leiðsögumaður verð-
ur Björn Th. Bjömsson.
Miðar seldir í skrifstofu Alþýðuflokksins, símar 15020 — 16724.
Pantaðir farmiðar óskast sóttir fyrir kl. 3 í dag annars seldir öðrum.
Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur Félag ungra
jafnaðarmanna Kvenfélag Alþýðuflokksins
Bifreiðaeigendur
sprautum og réttum
Fljót afgreiðsla.
Bifreiðaverkstæðið
Vesturás h.f.
Síðumúla 15B, Síml 3574*.
Blaðburðarbörn
vantar í eftirtalin hverfi:
Miðbæ,
Hagana,
Bræðraborgarstíg,
Tjarnargötu.
Alþýðublaðið sími 14900
stjórn réðist til atlögu gegn verkalýðnum og hugð-
ist koma honum á kné, láta hann „tapa verkfalli”
eins og það var orðað. Þessi stefna reyndist ekki far-
sæl. Nú situr hins vegar ríkisstjórn, sem hefur und
'anfarin tvö ár tekið upp vinsamlegt samstarf við
verkalýðshreyfinguna og grejtt fyrir friðsamlegu
samkomulagi á vinnuma|rkaði með margvíslegum
ráðstöfunum.
Verðbólgan gerir samningana erfiða. Er auð-
velt að hrópa, að rikisstjórninni einni sé um að kenna,
en hyggnir menn vita, að svarið er ekki svo éinfált.
Stiómarandstöðuflokkarnir, sem hafa barizt á mótí
ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu, fást
ekki til að segja þjóðinni, hvernig ÞEIR mimdu
stöðva verðbólguna, ef þeir kæmu til valda. Sann-
leikurinn er sá, að þeir vita það ekki sjálfir.
★ TÆNK.
UM DAGINN fékk ég af tilviljun
í hendur nokkur. eintök af blaði, sem heitir TÆNK
og er géfið út af dönsku neytendasamtökunum,
sem éru mjög öflug og standa ötullega vörð um
liagsmuni neýtenda þar í landi.
ÉG VÉRÐ að játa að ég hugsaði
ýmislegt, sem óg fletti þessu blaði, og efst var þó
í huga mínum, hve hörmulega lítið íslenzku neyt-
endasamtökin hafa látið frá sér heyra. Ég á að
héita þár méðlimur, og get sagt með nokkrum
sanni, áð það éina, sem ég heyri frá þeim ágætu
sámtökum, er þegar ég er rúkkaður um árgjaldið,
'én þáð virðist gert af sæmilegri reglusémi.
Verðbólgan verður ekki læknuð með einu penna
striki. Hins vegar er þjóðinni lífsnauðsyn að draga
svo úr henni, að hún ekki hindri aukningu þjóðar-
tekna, og það verður að gerast með samfelldu átaki
á mörgum sviðum. í þessu samba’ndi er mikils um
vert að samkomulag náist á vinnumarkáði. Án slíks
samkomulags verður erfitt að draga úr verðbólgunni,
Sumir leiðtogar bænda segja nú, að verðbólgan
sé orsök erfið’eika landbúnaðarins. En þeir krefjast
hærra mjólkurverðs til að losna við byrðirnar sjálf
ir. Með öðrum orðum: þeir vilja lækna verðbólgu
!með verðhækkunum, sem þegar koma fram í auknum
vísitöluuppbótum á kaupgja'ld, en hækkun kaupgjalds
leiðir síðan til nýrrar hækkunar á búsafurðum. Þetta
er varla leiðin.
* VARAÐ VIÐ VÖRUM.
í ÞESSUM BLÖÐUM sem ég fékk
vár margt af ágætu efni. í einni grein var til dæmis
írá því skýrt að ákveðin tegund af gluggatjöldum
hefði ekki þolað það, að gluggi var opinn og rigndi
inn. Efnið upþlitist og var farið um þetta hörð-
um orðum. Nafn verzlunarinnar var nefnt, sem og
nafn innflytjandans, og upprunalands var getið.
Þarna var fólk rækilega varað við gallaðri vöru,
sem var á markaðnum, og sitthvað flelra var af
þessu tagiM ritinu.
Athygli mína vöktu einnig greinar
um danska útfararstjóra, þar sem frá því var
fckýrt, hvernig fólk væri oft stórlega hlunnfarið og
jafnvel svindlað á því í stórum stíl við jarðarfarir.
Um þetta efni var gefin út heil bók í Bandaríkjun-
um íyrir nokknim árum og vakti mikla athygli.
EN ÞETTA var útúrdúr. Og svo
minnst sé á fleira efni, sera þarna var að finna
má nefna stórfróðlegar greinar þar sem gerður
var samánburður á allmörgum tegundum af raf-
hlöðum, sem nú eru mikið notaðar í transistor-
útvarpstæki o. fl. Þarna voru þrjár teguhdir próf-
aðar og nákvæmlega skýrt frá niðurstöðum og sam-
anburður gerður á verði og gæðum. í öðru blaðl
var sams konar samanburður gerður á kaffisíum,
sem nú eru mjög að komast í tízku. Kom þar í ljós,
ef mig misminnir ekki, að þar var ekki þa« ■dýr-
asta bezt, eins og raunar oft vill verða.
★ MISJAFN SAUÐUR.
í BLÖÐUM ÞESSUM var scm sé
sægur af upplýsingum, sem koma neytendum til
góða og leiðbeina þeim við dagleg innkaup og kaup
stærri hluta. Þegar ég liafði flett þessum blöðum
rann mér til rifja hvernig komið er fyrir íslenzku
neytendasamtökunum, sem áreiðanlega gætu verlð
orðin sterkt afl í viðskiptalífinu, ef vel hefði verlð
á málum haldið.
Það hefur sýnt sig og sýnir sig
sjálfsagt oft á dag að neytandinn þarf á vissri vernd
að halda. Fyrirtæki eru misjöfn eins og gengur og
gerist, og þótt sum megi hvergi vamm sitt vita
og séu öll að vilja gerð til að bæta úr skák, ef
eitthvað verður að, þá er ekki hægt að segja hið
sama um þau öll, því miður.
Ef ég man rétt gáfu íslenzku neyt-
endasamtökin einu sinni út blað, en ég minnist
þess þó ekki að hafa séð það lengi vel, þar var á
stundum ýmsar upplýsingar að finna, sem komið
gátu að góðu gagni.
★ GAGNLEGUR SAMAN-
BURÐUR.
Væri nú vel, ef Neytendasamtökin
hér á landi rumskuðu við og létu örlítið á sér
kræla svona við og við. — K a r 1.
4 ALÞÝÐUBLAÐÍÐ - 24. júní 1966