Alþýðublaðið - 24.06.1966, Side 8

Alþýðublaðið - 24.06.1966, Side 8
Frakkar. Síðan tóku Bretar eyj una, og Englendingar, Skotar og írar og Wales-búar komu sér þá einu sinni vel saman um eitt. Það er að segja: að eignast land og rækta sykur og tóbak. Að þe su leyti var líkt ástatt um Trinidad og aðrar eyjar í Vestur Indíum, en í byrjun síðustu ald air Úóku FÍÍnverjar að flytjast þangað, og komu þangað um 150 þúsund Kínverjar. Þrælasala var bönnuð á árunum milli 1930 og 1940, en vinnuafl þurfti og þá var flutt inn fólk frá Indlandi frjálst að sjálfsögðu — í skipum sem svipaði mjög til gömlu þræla skipanna. Þe^sir indversku verka menn áttu svo auma ævi, að ýmist var sagt ef talað var um þá, að þeir væru á plantekrunum, á spít ala eða í fangelsi. Portúgalar komu einnig til Trinidad til að vinna. Þó var enn ekki komin sú kynþátta blöndun á eyjunni sem nú er. Á ár unum fyrir og eftir heimsstyrj- iildina streymdu evrópskir og sýr lenzkir flóttamenn til Trinidad, og undanfarið hefur flutzt þangað fjöldi Bandaríkjamanna. Svo að á götunum í Trinidad má sjá alls konar fólk, hvíta menn, gula og svarta og allt þar á milli. íbú arnir eru latir, en margir lagleg ir og yfirleitt mjög músikalskir. Og ferðamennirnir vilja fá Cal ypso og limbódans. Helzt allan daginn. Einu sinni var negrum bannað að nota trommurnar, sem þeir bjuggu til samkvæmt afrík anskri fyrirmynd. Þá fundu þeir aðra hluti til að berja og þegar Englendingar aftur bönnuðu trommur árið 1920, fundu þeir upp stálhljómsveitina.^ Þeir spil uðu á gamla bílhluta og benzín dósir af ýnrum stærðum, mjög hátt en mjög tón\dsst. Ferðamannabæklingur lýsir tónlistinni þannig, að hún sé eins og rennandi gull, en rennandi hraun er víst betri lýsing. Calypso-söngurinn er ekki sá sami og oft hefur heyrzt hér. STJORNMAL, OLIA OG KYNÞÁTTABLÖNDUN Trinidad er syðsta eyja í Ant ille eyjaklasanum, hún var einu sinni mjög mikilvægur staður í valdabaráttunni milli Spánar, Bretlands, Frakklands og Hollands og einu sinni var eyjan svo auðug að sjóræningjar voru stöðugt í kringum hana, í dag hefur eyjan ^mi^la ^tjórnamálalega þýðingu fyTir Vestur-Indíur. Og hún er þar að auki falleg eyja, sem flugsamgöngur nútím ans hafa opnað fyrir ferðamönn um. Fyjan er á milli Cubu og;brezku Guyana og Venezuela er | áðeins 8 sjómílur frá henni. Hún var áð ur í eign ríkra manna og þrælar unnu þar að landbúnaði. Nú er þar lýðræði og hefur verið í fjög ur ár. Einu sinni kepptust stórveldin urii að-eignast lönd í Vestur-Indí um og konungar Spánar, Portú gals, Englands, Frakklands, Hol- lands og Danmerkur héldu því fram að Vestur-Indíur tilheyrðu þeim. Negrarnir unnu í steikjandi sól við að vinna sykurreyrinn á tóbaks- og báðmullarökrunum og sáu þannig um að brezku eigend urnir höfðu gnægð fjár. Nú er Trinidad ásamt eyjunni Tobago sjálfstætt ríki í brezka samveldinu. Land'-stjórinn er Kíriverji, forsæt isráðherrann er negri og íbúarn ir eru svo mjög blandaðir, að slíks eru fá dæmi í veröldinni. Höfuðborgin Port of Spain er hafnarborg og hún er mjög ó*>~ og fátækleg, sem orsakart af litl um tekjum og því að loftslagið er m jög heitt. í hitabeltinu hefur það ekki mikið að segja, þó að húsin séu hurðalaus og gluggarnir brotn i ir áf. Rósótt baðmullárklæði er : þá jafngott f staðinn. Enn þá' standa þrátt fyrir hvirfilbylji — mörg hús frá 19. öldinni. Járn fléttur eru á stóru svölunum og stór skyggni eru yfir dyrunum og gluggunum. Nú eru þessi hús notuð sem vörugeymslur fyrir kín verska kaupmenn, og þaðan berst ilmur af vanillu og kókosmjöli út á göturnar. Ef til vill eru þar ind verskir minjagripasalar, sýrlenzk ir mjölkaupmenn, eða þar eru næturklúbbar óhreinlegir með tveimur daufum ljósum í loftinu. Upphaflegu íbúarnir, friðsam- legir indíánabændur, voru ekki gerðir að þrælum, þar sem þeir ekki hæfðu til þrælastarfa, held ur var byrjað að flytja inn negra frá Afríku. Þeir komu frá stöð um eins og Nígeríu, Ghana. Mand ingo og Congo. Þegar Spánverj ar árið 1776 leyfðu frjálsari - inn flutning manna til eyjarinnar, streymdu þangað mörg þúsund Hann á að vera pólitískur og hitta í mark. Hugmyndin er, að lag og ljóð sé ort á staðnum og við hvert tækifæri. Uppi á fallega hótelinu er söngvari, sem syngur snotur lega um unga stúlku frá Michigan en ferðamennirnir ættu bara að heyra hvað calypsó-söngvarinn niðri í miðborginni syngur um þá. En ofmikið má úr öllu gera. Sumir vilja ekki hlusta á calypso sönginn og á einu hótelinu stend ur: Bannað að *yngja calypsó Annars var einn vinsælasti cal ypsosöngvarinn, Attila, valinn í borgarstjórn í Port Spain vegna auglýsingár, sem hann hafði veitt landinu með hæfileikum sínum. með við að syngja calypso. Öldungaráð og neðri deild tók við af ráðgjafaþingi, þegar eyj arnar tvær urðu sjálfstæð ríki í Brezka samveldinu árið 1962. Frambald á 10. síðu. 8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ, - 24. júní 1966 Bráðlega verðúr frumsýnd í New York kvikmynd um ævintýri H. C. Andersens, og um drenginn Chris, sem í raun og veru á að vera Andersen sjálfur. Kvikmynd- in heitir „í ævintýraheimi” og var gerð í Hollywood, en mikið af myndinni var tekið í Danmörku, einnig í Frakklandi, Englandi, Við höfum týnt bókinni um barnauj

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.