Alþýðublaðið - 24.06.1966, Qupperneq 15
Skotfélag
Framh. af 11. síðu.
81 eða alls 367, en þriðji varð
Jóliannes Christensen 97 88 94
87 eða 366 stig. Það sem vakti
athygli í þessari keppni var hve
jafnvígir sumir skotmenn eru
orðnir í hinum fjórum stellingum
sem eru þó mjög miserfiðar. Til
þess að ná j’fir 80 stigum stand-
andi þarf að hæfa depil á stærð
við 25-eyring 10 sinnum i röð á
nærri 25 m. færi. Annað sem vak-
ið hefur athygli er live lítt sigr-
andi hið alkunna tríó bræðranna
Valdimars og Sverris Magnússona
og frænda þeirra Ásmundar Ól-
afssonar er því undanfarin miss-
eri liefur einhver þeirra ætíð geng
ið með sigur af hólmi í öllum
meiri háttar keppnum.
Hin árlega vorkeppni í öllum
flokkum sem jafnan fer fram að
loknum vetraræfingum var haldin
hinn 4. maí. Keppt er í 4 stelling-
um. Hér fer á eftir skrá yfir
keppnisárangur efstu manna í
hverjum flokki.
Meistaraflokkur:
Röð talna: Liggjandi, sitjandi, hné
og standandi:
Ásmundur Ólafsson 100 98 85
86 eða alls 369 stig.
Jóh. Christensen 100 96 92 74
eða alls 362 stig.
Sigurður ísaksson 97 95 89 76
eða alls 357 stig.
1. flokkur:
Egill J. Stardal 93 87 80 80 eða
alls 340 stig.
Björgvin Samáelsson 97 86 81 63
eða alls 327 stig.
Karl Olsen 100 86 78 61 eða alls
325 stig.
II. flokkur:
Aðalsteinn Magnússon 92 92 73
54 eða alls 311 stig.
Viktor Hansen 88 78 71 41 eða
'alls 278 stig.
Þátttakendur voru alls 15. Mót-
stjóri varð Bjarni R. Jónsson.
Árshátíð félagsins sem jafnan
er haldin að loknu vormóti fór
fram að þessu sinni í Skíðaskálan-
um I Hveradölum. Var hún með
fjölmennasta móti og tókst vel
að vanda. Voru þar veitt verðlaun
f.vrir unnin afrek undanfarandi
æfingatímabils.
Félagið hefur nú hafið sumar-
starfsemina fyrir nokkru, en þá
fara æfingar fram á útisvæði fé-
lagsins í Leirdal. Verða að minnsta
kosti 3 mót haldin í sumar. Keppt
verður 2. júní um veglegan grip
sem Gunnar Sigurgeirsson, eig-
andi Sportvöruhúss Reykjavíkur
hefur gefið til keppni með stórum
veiðirifflum. Enfremur verður
keppni hinn 25. júní á 50 metra
færi með cal. 22 og loks.ær áætl-
að að hefja keppni í Skeet. þ. e.
skotið með haglabyssum á fljúg-
andi leirskífur. Það mót er áætl-
að 29. júní um kvöldið, ef veður
leyfir. Verður þá keppt um verð
launagrip sem Níels Jörgensen
verzlunarstjóri í Goðaborg liefur
gefið félaginu.
Nýlega var stofnað Skotfélag
Hafnarf jarðar og hefur félagið liáð
eina keppni við menn frá því fé-
lagi. Félagið fagnar því að þeim
skuli fjölga sem æfa vilja skot-
fimi sem íþrótt og hlakkar til
samstarfs við hið nýstofnaða fé-
lag. Heyrzt hefur að fleiri slik
félög séu í uppsiglingu í öðrum
kaupstöðum og vildi Skotfélagið
gera sitt til þess að svo mætti
verða. Stjórn félagsins hefur
lengi verið með áform á prjónun-
um að reyna að koma á keppni
við erlend skotfélög en úr því
getur þó tæplega orðið fyrr en
æfingaraðstæður batna innan
húss. Sem stendur hefur Hitaveita
Reykjavíkur hið fyrirhugaða æf-
ingapláss til umráða sem vörulag-
er, en vonandi rætist svo úr
fyrir henni að slíkt þurfi ekki að
standa íþróttum fyrir þrifum.
Körfubolti
Framhald af 11. siðii-
Þótti sú ferð takast mjög vel og
er því endurtekið í ár og nú leik-
ið á íslandi og Skotlandi.
Liðið kemur til Keflavíkurvall-
ar í dag, miðvikudag, leikur við
unglingaúrvalið á föstudagskvöld,
en fer til Skotlands á laugardags
morgun með Flugfélagi íslands.
Úrvalslið KKÍ er þannig skipað:
Gunnar Gunnarsson, KR
Kolbeinn Pálsson, KR
Kristinn Stefánsson, KR
Agnar Friðriksson, ÍR
Arnar Guðlaugsson, ÍR
Hallgrímur Gunnarsson, Árm.
Sig. Örn Thorarensen, KR
Skúli Jóhannsson, ÍR
Anton Bjarnason, ÍR
Kristinn Sigurðsson, Árm.
Landsmót
Framhald aí i. slðu
lægt er hóll nokkur, sem þjóriá
mun sem áhorfendasvæði. Sérstakt
hringsvæði hefur verið útbúið
fyrir sýningu kynbótahrossa og þar
verður dómpallur á tveim hæð
um: sú neðri fyrir fréttamenn
en þar munu tveir menn þjóna
sem upplýíingastjórar um allt, er
varðar gang mótsins og einstaka
keppendur, m.a. hafa á reiðum
höndum fjölr. upplýsingar fyr-
Frá þessu svæði mun svo ganga
an Hólastaðar þar sem Víðines
á fellur um velli, verða bílastæði
og tjaldstæði fyrir ge-ti mótsins
Frá þessu svæði mun svo ganga
fólksflutningavagn, sennilega á
10 mínútna fresti gegnum lilað
i ið á Hólum og á sýningarsvæðið
Tialdstæðið verður 'kipulagt með
aðstoð skáta frá Sauðárkróki, þann
ig að tjöld hvers félags verða
á sínu afmarkaða svæði og tjöld
in tölusett. Fyrir aðkomuhross
verða til reiðu 5 girðingarhólf,
eUt fvrir hvern landchhita. Félög
in verða siálf að siá um gæzlu
he"tanna. Þá ere og í grenndinni
stór sk’larétt. svo að aðstaða fvr
ir hrossin ætti að verða ágæt.
Gert. er ráð fvrir. að aðkomuhross
skinti nokkrum búsundum.
Mótið fer fram með venjuleg
um hætti, en til 'kemmtunar verð
ur efnt tii naglaboðreiðar milli
Norðlendinga og Sunnlendinga.
Dansað verður á laugardags- og
sunnudagskvöld i Héðinsminni í
Blönduhlíð og í Blfröst á Sauðár
króki og einnig að Húnaveri í
Bólstaðahlíð, en á Hólum verður
, engin aðstaða til dansleikja. Mess
að verður að Hólum á sunnudags
morgun og síðar um daginn mun
landbúnaðarráðherra ávai’pa móts
gesti.
Mikil þáttaka mun verða í lahds
mótinu áætlað 5—6 þúsund
Hópar manns munu koma ríðandi
Úr öllum landsfjórðungum. Stærsti
hópurinn, sem ríða mun í einni
lest norður, er á vegum Fáks
30 — 40 manns, hvor með 3—4
til reiðar Ætla þeir Fáksmenh
sér viku til ferðejrinnar. Þeith
mun fylgja bíll sem flytur fdr
angur og kemur í áningarstaði
með tjöld og matföng. Farið verð
ur um byggðir undir leiðsögn Páls
Sigurðssonar, Fornahvammi, eto
hann mun fundvís á gamlar reið
götur og góðar, svo að ekki verð
ur þræddur bióðvegurinn alla léið
ina. Um 40 kvnbótahestai’ munu
koma til mótsins, sumir með af
kvæmum; 55 hrysur og 63 gæðing
ar geta kom'ð. Kapnreiðahestár
verða um 50, eða alis um 200
hestar sem koma fram á mótinU.
Stjórn Landsfambands liestá
manna væntir bess. að landsmót
ið megi bera menningarlegan svip
■og að það verði mönnum til S-
næg.iu og hinum fornfræga Hóla
‘’tað til sóma.
^mnin^ar
Framhald af 1. sfðu
fyrst fjalla á ný um þetta ramma
samkomulag, en svo verður vænt
anlega tekið tii við að ræða önn
ur atriði samninganna.
Samtök ungra jafnaðarmanna á Norðurlöndum hafa ákveðið að efna til tj aldbúðamóts dagana 13. — 23. júlf á
eyjunni Útey sem er um 40 km frá Osló. Á þessari fögru, skógi vöxnueyju munu koma saman um 1500 ung-
menni frá Norðurlöndum og víðar að úr Evrópu.
Á Útey er ákjósanleg aðstaða til útiíþrótta, — fullkomnir knattspymu-, han dknattleiks-, og körfuknattleiksvellir.
Auk þess eru fyrirhugaðar stuttar ferðir um nágrennið og til Oslóar. Á hverju kvöldi mun verða efnt til fjöl-
breyttrar kvöldvöku og munu ýmsir þekktir norrænir jafnaðarmenn, stjórnmálamenn og íþróttamenn, heim-
sækja mótið. Þátttökugjaldi er mjög stillt í hóf, heildarkostnaður íslenzks þátttakanda er AÐEINS KR. 7.367,00
þar innifalin flugferð heimn og heim dvalarkostnaður allur og þátttökugj ald ásamt leigu á viðleguútbúnaði.
Þetta er tvímælalaust ein ódýrasta og skemmilegasta utanlandsferð sem íslenzku
æskufólki gefst kostur á nú í sumar.
Allar nánari upplýsingar veitir skrifstofa Samhands ungra jafnaðarmanna, Hverfisgötu 8—10, Reykjavík
símar: 1-50-20 og 1-67-24.
(WMWWW*W*WWWW»WmVWWWWWViWWWWMWlWWWMWWWWW4MMmilWWWiWWW»WWimWWMimWWMWWWW»WmiWMi
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 24. júní 1966 15*
S umarbúðamót
norræns
æskufólks
/ Utey