Alþýðublaðið - 05.07.1966, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 05.07.1966, Blaðsíða 6
AÐ LEIRÁ í Leirársveit hefur '• risið glæsilegur heimavistarskóli er tók til starfa á sl. liausti. Að byggingu skólans stóðu hrepp- arnir utan Skarðsheiðar í Borgar- fjarðarsýslu, Leirár- og Mela- hreppur, , Skilmannahreppur, Innri-Akraneshreppur og Hval- f j arðarstrandarhreppur. Hinn nýi skóli er hinn glæsi- legasti og á án efa eftir að marka djúp spor í menningar og íþrótta- líf þeirra byggðarlaga, sem að honum standa, því fyrirhugað er að á næstu árum rísi að Leiiá í- þróttasvæði og skammt frá skól- ; anum er í byggingu félagsheim- ili sem jafnframt á að nota sem íþróttahús fyrir skólann. Þannig á Leirárskóli eftir að 1 vera menningar- og íþróttamiðstöð sveitanna sunnan Skarðsheiðar, enda hefur staðurinn öll skilyrði til þess, bæði vegna jarðhitans | sem þar er nægur og vegna legu i sinnar í héraðinu. Ekki er hægt að minnast svo á Leirárskóla, að þess sé ekki getið, ; að sá mæti bóndi Júlíus Bjarna- son á Leira gaf landið undir skól- ann og félagsheimilið og jarðhita- ‘ réttindi til notkunar fyrir skól- j ann. Skólastjóri að skólanum var Jráðinn Sigurður Guðmundsson frá • Hvanneyri. Sigurður er 35 ára að jaldri og hefur lokið prófum frá [ Kennaraskólanum og íþróttakenn- í araskólanum. Hann var áður ' kennari í Ólafsfirði og að Núpi * í Dýrafirði og á báðum þessum stöðum er mér sagt að hann hafi ; unnið mikið og gott starf að í- ; íþróttamálum. Á Núpi tók hann j upp þá nýbreytni að efna til í- i þróttanámskeiða fyrir börn og unglinga sem nutu mikilla vin- sælda. í vor efndi hann til slíks námsskeiðs að Leirárskóla og sóttu það um 60 börn á aldrinum 10— 14 ára og í sambandi við nám- skeiðið fór einnig fram kennsla á kvöldin fyrir unglinga og full- or’ðna meðlimi ungmennafélag- Sigurður Guðmundsson, " skólastjóri. anna og var þessari nýbreytni vel tekið, því milli 50—60 karlar og konur sóttu þessar æfingar. Vert er að geta þess, að íþróttaæfing- ar hafa að mestu legið niðri á þessu svæði á undanförnum árum. Það vár því fjölmenni að Leiru dagana frá 31. maí til 12. júní, sem nármkeiðið stóð yfir. Á námskeiðinu var veitt kennsla í eftirtöldum íþróttagreinum: Sundi, knattspyrnu, handknatt- leik, körfuknattleik, frjálsum í- þróttum, hjálp í viðlögum, leikfimi og auk þess voru sýndar fræðslu- kvikmyndir og kvöldvökur voru haldnar með fjölbreyttum skemmtiatri'ðum og dansi. Námskeiðið tókst í alla staði mjög vel, en auk Sigurðar, sem veitti því forstöðu, önnuðust kennslu þau Halldóra Árnadóttir íþróttakennari frá Reykjavík og Helgi Daníelsson frá Akranesi. — Námskeiðinu lauk með íþrótta- keppni í frjálsum íþróttum og sundi og er ætlunin að efna til móts að Leirá í ágúst þar sem keppt verði í sömu greinum. Hugmyndin var að ljúka nám- skeiðinu með íþróttasýningum og keppni, barna og fullorðinna, en þar sem 17. júní vár næstu helgi á eftir var því frestað þar til þá. 17. júní hátíðahöldin hófust með ávarpi sem Sigurður Guðmundsson skólastjóri flutti. Séra Sigurjón Guðjónsson prófastur í Saurbæ flutti ræðu. Ávarp fjallkonunnar flutti frú Svandís Haraldsdóttir. Stúlkur sýndu fimleika undir stjórn Halldóru Arnadóttur — og drengir undir stjórn Sigurðar Guðmiindssonar. Þá íór fram keppni í knatt- spyrnuj: milli UMF Hauka og UMF Þrastajer lauk með sigri þeirra síðarnefndu 4 gegn 2. Stúlkur frá sömu íldögum kepptu í handknatt leik og sigraði Haukur með 5:2. Að lokum fór fram keppni í frjálsum íþróttum og var keppt - í karfa og kvenna greinum. UMF Haukur vann þá keppni með 89 stigum gegn 67. Veður var eindæma gott og mik ið fjölmenni eða á fimmta hundr- að manns. Almenn ánægja ríkti með þessa nýbreytni og það er von þeirra, að 17. júní hátíða- höld að Leirárskóla verði fastur liður í hlutverki skólans, að hlú að íþrótta-, félags- og menningar- lífi á skólasvæðinu. Það hefur lengi verið ætlun mín, að heimsækja Leirárskóla og skýra lesendum frá þeirri starf semi sem þar er rekin. Af ýmsum ástæðum hefur það dregizt og þeir eru e.t.v. margir sem telja að það sé ekki frásagnarvert, þótt nýr skóli rísi einhvers staðar uppi í sveit. En skólabygging er stórmál fyrir sveitir, sem árum saman hafa búið við farkennslu og börn og unglingar hafa því ekki notið þeirrar menntunar, sem talin er sjálfsögð í dag. Leirárskóli er hin glæsilegasta og vandaðasta bygging. Þar er rúm fyrir 48 börn í heimavist. Kennslustofur eru þrjár, setustofa, mötuneyti, föndur og tómstunda herbergi, tvær íbúðir auk her- bergja fyrir starfsfólk, svo nokk- uð sé nefnt. Sigurður skólastjóri kvað skól- ann vera mjög vel búinn að kennslutækjum, enda hefði mik- illar framsýni gætt við byggingu hans og ekkert verið sparað að gera allt sem bezt lir garði. Það er t.d. hátalarakerfi um allt húsið, raf- magnsklukka í hverri kennslu- stofu, göngum og í húsnæ'ði starfs fólks,- Þá er einnig innan húss sími í ' kennslustofum og íbúðir starfsfólks. Skólinn er um 5000 rúmmetrar og kostnaður við hann nemur um 15 millj. kr. og er byggingu hans ekki að öllu lokið ennþá, en von ir standa til að því verði að mestu leyti lokið í sumar. Ég bað Sigurð að segja mér í stórum dráttum frá skóJastarfinu í vetur og varð hann fúslega við þeirri bón minni. — Hvenær tók skólinn til starfa? — Skólinn tók til starfa 9. nóv. í skólanum voru í vetur 104 börn á aldrinum 7—13 ára. Þegar skól- inn tók til starfa var heimavist- inni ekki fulllokið en hún tók ekki til starfa fyrr en 20. marz og var því börnunum ekið til og fró skólanum kvölds og morgna fram að þeim tíma. 7—11 ára börnin voru í skólanum aðra hverja viku, en 12 og 13 ára börn- in voru allan tímann frá jólum. — Hvernig sóttist þeim námið? — Ég held að mér sé óhætt að fullyrða að árangur nemenda liafi verið mjög góður. Börnin voru einstaklega áhugasöm við námið, sem var að vísu nokkuð erfitt fyrir” sum þeirra, þar sem þau Jiöfðu mjög misjafnan undirbún- ing áður. — Er ekki almenn ánægja hjá foreldrum með skólann? — Jú, það held ég áreiðanlega. Samstarfið við heimili barnanna hefur verið mjög ánægjulegt og er reynt af hendi skólans að halda mjög nánu sambandi við foreldr- ana. Það hafa verið haldnir tveir foreldrafundir í vetur og voru þeir báðir mjög fjölsóttir og til mikils gagns. Þá gefum við út skólablaðið, sem við fjölritum sjálfir og sendum inn á hvert lieimili á skólasvæðinu. í vetur komu lit þrjú tölublöð. í blaðinu ræðum við ýmsa þætti skólastarfs- ins og skýrum frá ýmsu sem þar fer fram, og reynum á þann hátt að tengja sem bezt saman heimili og skóla, en án góðs samstarfs og skilnings þar á milli, næst ekki eins góður árangur og ella. Blað- inu hefur verið mjög vel tekið og eftir því sem ég bezt veit, er ein- dreginn vilji fyrir því að það haldi áfram að koma út. — Hvernig er með íþrótta- og skemmtanalíf yfir veturinn? — Við höfum ekkert íþróttaliús enn sem komið er, en næsta vetur fáum við aðstöðu til íþróttaiðkana í félagsheimilinu, sem er að rísa hér skammt fró skólanum. í vetur fóru æfingar fram úti. Þegar þann ig viðraði hafði hver bekkur 3 tíma á viku í íþróttum. Varð- andi skemmtanalífið er það að segja, að kvöldvökur voru ltaldnar á hverju kvöldi, sem nemendur uhdfrbjuggu með aðstoð kennar- anna. Þá vac farið í skemmtiferð- ir. t. d. farið í Þjóðleikhúsið og aðrir skólar heimsóttir, eins og HJíðaskólinn i Reykjavík, þar sem 11 ára börn tóku á móti okkur og heimsóttu okkur svo síðar. Varma- Jandsskóli var heimsóttur og far- ið var í sameiginlega skíðaferð með þeim skóla eina helgi í Jós- efsdal, sem tókst mjög vel. — Hvenær var svo skólanum slitið? — Skólaslit fóru fram 22. maí og hófst athöfnin með helgistund er séra Sigurjón Guðjónsson próf- astur í Saurbæ annaðist. Nþkkrar ræður voru fluttar og1 að lokum var öJhim viðstöddum boðið til kaffidr.vkkju, en á þriðja hundr- að manns voru þar saman komin. 17 nemendur luku fullnaðar- prófi að þessu fyrsta starfsári skól ans. — Eru nokkrar brevtingar fyr- irhugaðar á næsta vetri? — Það hefur mjög borið á góma, að setja á stofn unglingadeild við skólann næsta vetur, með það fvrir augum að börn geti farið héðan að Joknu bví námi og lok- ið gagnfræðanrófi frá Reykholti og að sá skóli verði gagnfræða- skóli þessa skólasvæðis. — Og að lokum, Sigurður. — Ilvernig kanntu við þig í þessu nýja starfi? — Því er fljótsvarað. Mjög vel. Allt samstarf við börnin og lieim- ili þeirra hefur verið mjög gott Texti og myndir: Helgi Daníelsson. Framhald á 11. síðu. Leikfimi zennsla. £ ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 5. júlí 1966

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.