Alþýðublaðið - 05.07.1966, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 05.07.1966, Blaðsíða 12
Fake lögreglumaður og frændur hans Ekki er loku fyrir l>að skotið að ednhverjir aðrir meiui en ♦Kíssir 30, greiði hærri opinber í jbld en þeir liinna 30, sem <»gstu gjöldin greiða, Víslr. „Þögn er sama og samþykki", tíagói kellingin, En þá laumaði ’kallinn út úr sér: „Ekki alltaf .Siundum kemst maður einfalð iega ekki að.“ Menn eiga að greiða skatt ana síiia glaðir. En aúðvitað verðúr það ekki talin ódýr ekemintun, ; Amgá Ég yrði fyrsta manneskjan til að viðui-kenna míua eigin galla <tf ég hefði þá nokkra. FYRIR skemmstu skaut upp í einu blaðanna tveimur merkis- mpnnum, og Baksíðunni þótti til- koma þeirra svo merkileg, að hún gat ekki stillt sig um að vekja at- hygli á þeim. Þessir tveir menn voru Fake íögreglumaður og Búlg- arinn Hideout. Er ekki að efa, að við eigum eftir að heyra margt frá afrekum þessara félaga og við- skiptum þeirra við tröppudyrnar sælu, hvað sem það nú annars kann að vera. Þessir tveir heiðursmenn, Fake lögreglumaður og Búlgarinn Hide- out, eru þó ekki þeir einu sinnar ættar, sem liér hafa einhvern tíma látið að sér kveða. Ýmsir frændur þeirra hafa komið við sögu í íslenzkum blöðum, bæði fyrr og síðar, því ef satt skal segja, þá stendur að þeim mikill ættbogi og merkur. Og að þeim Fake og Hideout alveg ólöstuðum, þá er meira að segja trúlegt, að sumir frændur þeirra verði enn langlífari en þeir. Blaðalesendur, sem svo langt minnast, muna eflaust eftir ein- um gagnmerkum hershöfðingja, sem mjög lét að sér kveða á styrj- aldarárunum, og eftir stríðið lief- ur einnig borið eitthvað á honum, þótt hershöfðingjar séu að vonum ekki alveg eins umtalaðir nú orð- ið og þá var. Þessi hershöfðingi hét Staff. Staff hershöfðingi var löngum mjög athafnasamur; hann’- tók iðulega þýðingarmiklar á- kvarðanir um styrjaldarrekstur- inn, og mátti jafnvel heita, að öll mál væru undir hann borin. En það merkilegasta við hann var, að þjóðerni hans var stundum dá- lítið óljóst. Oft var hann þýzkur, en fyrir kom einnig, að hann gerðist enskur eða franskur eða jafnvel búlgarskur, og sannar þetta síðasta þjóðerni lians óvé- fengjanlega skyldleika hershöfð- ingjans við Hideout Búlgara. Staff hersliöfðingi lét sér ekki nægja að skipta um þjóðerni eftir þörfum, heldur átti hann það einn- ig til að skipta um nafn, og er það meira en þeir frændur hans Flake og Hideout hafa nokkurn tíma gert. Fyrir kom nefnilga, að hann hét ails ekki Staff, lieldur Staben, en þó mátti glöggt merkja að um sama hershöfðingja var að ræða. Þó mun meira hafa borið á Slaben í fyrra stríðinu en því síðara, enda eðlilegt, þar sem sam- göngur við Danmörku lágu niðri í síðara stríði, en aftur á móti urðu samskipti okkar við liinn engilsaxneska heim tíð og náin. | Og er þá komið að niðurlaginu, sem sé því að ákvarða ætt þessara merku manna. Við höfum fengið orð fyrir mikinn ættfræðiáhuga, íslendingar, og ættir hafa hlotið hér sérstök nöfn, t. d. Víkings- lækjarætt og Arnardalsætt, svo að fé^mi séu nefnd. Ætt þeirra ágætu manna sem hér hafa verið gerðir að umtalsefni, gæti þess vegna heitið Vanþekkingarætt. En þeir eiga það allir sameiginlegt, að verða til í þýðingum af erlendurn málum, og eru fljótfærnislegar á- gizkanir, sem eru gerðar, þegar kunnáttuna þrýtur. tWWWWtWWMMWWWWWWWWWWVWWWW Arnarhólstún Áður fyrr var Arnarhóllinn einatt varinn, skepna liver í burtu barin, bóndinn þannig skapi farinn. Nú er þetta orðin alveg öfug saga, engar kindur kfnna á aga, krökkt á liólnuin alla daga. Geir er ekki beysinn beint í bóndastöðu, l'irðir hvorki um tún né töðu, tómahljóð er líka í hlöðu. — Nei, ég er ekkert móðgaður. Það gleður mig að kynnast konu, sem lítur sömu augum og ég á matargerð konu minnar!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.