Alþýðublaðið - 23.07.1966, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.07.1966, Blaðsíða 3
Vegaspotta vantar í f jögur ár Reykjavík. — P.J. - GbG. Við náðum í fyrradag tali af Páli Jóhánnessyni, bónda að Bæjum á Snæfjallaströnd, og inntum hann fregna af búskap manna þeim megin við ísafjarðar- djúp. Heyskapur er með seinna móti í ár vegna langvarandi vorkulda og undanfarið hefur verið sunnan og suðvestan átt og þurrkleysur. Flestir eru byrjaðir að slá en í dag er ég að hirða fyrstu töðuna, sagði Páll. Sprettan er góð, en sums staðar er dálítið kal í túnum. Flestir bændur hafa bæði sauðfé og kýr, meðaltalið er 10—20 kýr og um 250 fjár á hvern bónda. — Mjólkin er seld til ísafjarðar, en t)júpbáturinn Fagranes kemur tvisvar í viku og sækir mjólkina. Þessi þjónusta er nægileg að vetr- inum, en að sumrinu þyrftu ferðir að vera fleiri, því að ekki er nógu góð aðstaða til að geyma mjólkina þetta lengi án þess að hætta sé á, að hún skemmist. — Djúpbáturinn leggst nú orðið alls staðar að bryggju. Hver bóndi kemui' með sína mjólk og tekur við sínum vörum. ef einhverjar eru. Bændur eru alveg hættir að eiga báta sjálfir; þykir það ekki borga sig. í Djúpi fæst enginn fiskur, ekki einu sinni þarabút- ungur í soðið, svo að tilgangslaust er að eiga bát þess vegna. Og vanti lækni eða aðra hjálp á öðr- um tímum, en djúpbáturinn geng- ur, þá er hringt til ísafjarðar og málin leyst á þann hátt. Samgöngur við Snæfjallaströnd eru ekki nógu góðar á landi og kenna menn um tómlæti vald- hafa einu saman. Nú er búið að brúa Kaldalón, en það mannvirki kostaði milljónir. Síðan er látið ólokið við smá vegarspotta, sem er innan við einn km. að lengd, en þessi spotti er ófær nema jepp um og sæta verður sjávarföllum til að komast þar yfir. Þetta kost- ar aðeins fáein dagsverk að kippá í lag, en ekkert hefur verið gert í fjögur ár, mönnum til stórra óþæginda, því að vegurinn er að öðru leyti sæmilegur. Búið er að raflýsa í Snæfjalla- hreppi. Sl. haust var tekin í notk- un vatnsaflsveita, sem hreppurinn hefur á eigin spýtur komið sér upp. Þetta er 80 kw. stöð, en hún sér öllum hreppnum fyrir raf- magni til ljósa, eldunar og upp- hitunar. Meira að segja var lagður sæstrengur út í Æðey oggreiðir hver og einn eftir notk- kostaði sá spotti á annað hundrað þúsund krónur. Veitan öll kostaði um tvær milljónir króna. Þetta er þó nokkurt átak, þegar þess er gætt, að í hreppnum eru aðeins fimm bændur og þar búa aðeins milli 40 og 50 manns. Rafmagns- verðið er reiknað eftir mælum og un. Lætur nærri, að kostnaður sé svipaður og áður við upphitun, eldun og ljós, eða 20—25 þúsund krónur á hvern bæ. Veitan er byggð við Mýrará, en þetta er eina vatnsaflsveitan í inn-Ðjúpi. Fáir munu þeir þó vera, sem ekki hafa diesel-rafstöðvar nú orðið. Nýtt jarðhita- svæði Reykjavík — OÓ. NÝTT jarðhitasvæði hefur myndast á Þeistareyjum á Reykja heiði. Hefur allur gróður skræln- að þarna á nokkur hundruð fer- metra svæði. Er hiti við yfirborð ið um 60 gráður og víða um og yfir 100 gráður og leggja gufu- strókar upp úr jörðinni. Síðastliðinn þriðjudag fór Hjört ur Tryggvason frá Húsavík um þetta svæði og tók eftir að allur gróður var að drepast og sá strax hvað þessu olli. Um tvö hundruð metra frá þessu svæði er hvera- svæði. Alþýðublaðið hafði í gasr sam- band við Hjört og sagði hann að hann hefði á miðvikudag farið aftur á jarðhitasvæðið og var Ey- steinn Tryggvason, jarðfræðingur í för með honurn. En þeir eru nyrðra bræður. Gerðu þeir nokkrar athug anir á nýja hitasvæðinu. Ekki höfðu þeir hitamæli meðferðis en stungu fingrunum niður í jörð- ina og giskuðu á að hitinn við yfir borð væru um 60 gráður. Víða vaf auðsjáanlega miklu heitara, en af skiljanlegum ástæðum mældu þeir þar ekki með þeirri einu að- ferð sem tiltæk var. Öruggt má telja að dýpra í jarðveginum sé hitinn mm meiri. Þeistarreykir eru um 40 km. leið frá Húsavík. Enginn byggð er þar nærri og staðurinn af- skekktur. Áður var þó búið á Þeistarreykjum, en bærinn lagð- ist í eyði fyrir nær 90 árum. Hjörtur Tryggvason er glöggur náttúruskoðandi, og mun liann halda áfram athugunum á nýja hita^væðinu og gera fullkomnari mælingar. Klúbbarnir Öruggur akstur orðnir eílefu Þriðjudaginn 19. júlí, sl. var haldinn að Hótel Sólberg, Pat- reksfirði, stofnfundur Klúbbsins ÖRUGGUR AKSTUR. Fundar- stjóri var Svavar Jóhannsson bankastjóri, en fundarritari Ragn ar Guðmundsson bóndi. Félagsmálafulltrúi Samvinnu- trygginga, Baldvin Þ. Kristjáns- son, fluti framsöguerindi um um ferðarmál almennt, hugmyndina með stofnun klúbbanna, og hin nýju umferðarslysavarnarsamtök „VARÚÐ Á VEGUM“. Umræður urðu nokkrar, en að þeim lokn- um var einróma samþykkt a* stofna „Klúbbinn ÖRUGGAN AKSTUR“ á Patreksfirði, fyrir Vestur-Barðstrendinga þá, er hlotið hafa viðurkenningu eða verðlaun Samvinnutrygginga fyr- ir öruggan akstur um 5 eða 10 ára skeið- Lög voru samþykkt og stjórn kosin. Hana skipa þessir menn; Jóhannes Halldórsson bifreiða- eftirlitsmaður, formaður, Ragnar Guðmundsson bóndi, Brjánslæk, ritari. Erlendur Hjartarson ' smiður, Patreksfirði, meðstjórn- andi. Varastjórn skipa: Jóhann Þorsteinsson, bóndi Litlu-Hlíð, Barðastrandarhrepþi, Guðjón Guðbjartsson, sjómaðúr. Patreksfirði, Guðmundur Gefets- son, verkamaður, s. st. Að lokum drukku fundarmenn kaffi í boði Samvinnutrygginga. Ók á steinvegg Það slys varð í gærkvöldi að. hemlar biluðu i bifreið, sem var á leið niður Baldursgötu. Lenti bifreiðin á steinvegg og er mjög ijla farin. Tvær konur og eitt barn voru í blfreiðinni og vötii þau flutt á slysavarðstofuna ióg önnur konan var flutt á Landa- kotsspítala að athugun lokinni í slysavarðstofunni, en konan hlaut': mikið höfuðhögg við áreksturiiin..! ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 23. júlí 1966

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.