Alþýðublaðið - 06.08.1966, Page 4

Alþýðublaðið - 06.08.1966, Page 4
á [HKStlS' Bltstjbrar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndai — Ritstjómarfull- trúi: iiimir Guönason. — Símar: 14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. ABsetur Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. '— Prentsmiðja Alþýðu biaðslns. — Áskriftargjald kr. 105.00 — X lausasölu kr. 5.00 elntakið. Útgcfandi Alþýðuflokkurinn, Hcfldlaus krdfú TÍMTNN hefur undanfarið haft uppi háværa kröfu þess efnis, að ríkisstjómin segi af sér. Að jafnaði ætti slík krafa, sett fram 'af aðalmálgagni stjórnarandstöðu, að vekja athygli og alvarlegar um ræður. En svo hefur ekki orðið. Þjóðin tekur svo lít ið mark á skrifum Tímans og þeim dæmalausa á- róðri, sem þar er hafður í frammi, að jafn alvarleg ar kröfur fara inn um annað eyra almennings og út um hitt. Segja má, að Alþingi hafi síðastliðið vor fellt tillögu um vantraust á ríkisstjórnina, og sé því á- stæðulaust að halda uppi slíkri kröfugerð nú, um há- sumar. Hitt eru þó haldbetri rök, að ríkisstjórnin sé með fundum Hagráðs að hefja glímu við vandamál haustsins, en í öllum megindráttum sé hagur þjóð- arinnar traustur og framfarir svo miklar sem fram- ast geti orðið. Það mundi því ekki reynast þjóðinni hagstætt, ef nú hæfist upp ein meiri háttar stjórn arkreppa, svo að varla yrði snert við hinum raunveru legu erfiðleikum næstu mánuði. En þess krefst Tím inn, því ný meirihlutastjórn er engin til. Núverandi stjómarflokkar hafa tryggt þjóðinni meiri festu í stjórnarháttum en hún hefur áður þekkt með því að stýra skútunni samfellt á áttunda ár, án þess að innbyrðis deilur og þingrof væru sífellt yfir VQfandisyo sem jafnan hefur verið, þegar framsókn iarmenn hafa setið í stjórn. Þessi festa við frjálslynda stjómarhætti hefur átt verulegan þátt í því, að þjóð- in hefur getað hagnýtt sér tækifæri góðæris og skap- að mesta framfara- og velferðatímabil í sögu landsins. Tekjuskipting er jafnan viðkvæmt vandamál — ekki síður.á tímum velmegunar en kreppu. Ríkis- stjómin hefur valið þann kost að taka upp náið sam starf við verkalýðshreyfinguna og greiða eftir frémsia megni fyrir samningum, er færi launþegum trygg og batnandi kjör. Alþýðuflokkurinn telur þetta einn veigamesta þáttinn í stjórnarstefnunni og legg ub megiri áherzlu á að þetta samstarf haldist. Stjómarandstæðingar ráðast á ríkisstjórnina fyr ir lélega afkornu atvinnufyrirtækja. Bendir það ein dregið til þess, að ekki hafi verið dekrað við þau á kostnað launþega. Hitt er augljóst, að viðskiptahætt irihafa breytzt til samræmis við þróun þeirra mála í úmheimmum, en þetta hefur leitt til meiri umsvifa í íslenzkri verzlun en áður og að sama skapi minna gengis hjá nokkrum greinum iðnaðar. Verðbólga er þrálátur velmegun'arsjúkdómur, sdm hefur tekjð sig upp síðustu misseri. Hún skapar m^irgvíslega erfiðleika, og er nú meginverkefnið að spörna gegn þeim af fremsta megni. Tíðinda á þeim vfgstöðvum er að vænta með haustinu. A 6. ágúst 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 21. ÞING SAMBANDS UNGRA JAFNAÐARMANNA verður háð í Reykjavík dagana 2 3., 24. og 25. september næstkom- andi. Fer þinghaldið fram í Slysavamafélagshúsinu á Grandagarði. Þinghaldið verður nánar auglýst síðar. Stjóm Sambands ungra jafnaðarmanna Karl Steinar Guðnason (ritari). Sigurður Guðmundsson (formaður) Hef opnað verzlun undir nafninu RAFBÚÐ raftækja- og sjónvarpsverzlun í Domus Medica, Egilsgötu 3, sími 18022. Seljum eingöngu vörur frá viðurkenndum firmum. Varahluta- og viðgerðarþjónusta. Látið fagmenn aðstoða yður við valið. Gunnar Guðmundsson, lögg. rafvirkjameistari. RAFBÚÐ Domus Medica, Egilsgötu 3. Sími 18022. ★ SVIPUR GOMLU HVERFANNA 'V':• Eitsfc af sérkennum gamla bæjar arins í ' Reykjavík er, að þar má finna fagrar og mannlegar myndir húsa, garða og fólks. Víða eru fögitr. og sérkennileg, gömul hús, er hafa öðlazt Vvirðingu og svip ,með aldrinúm, sem nýju stein og glerhallirnar aldrei - fá. Síðan göfcur voru malbikaðar og hreinlæti jókst hafa gömlu hverfih. í Þingholtinu upp að Skóla vörðuholti, fengið mjög sérstæðan blæ, sem ekki er til annars staðar í bænum, nema á litlu svæði í Vesturbænum. Þessi gamli borgarblær er mikilsvirði. Við eigum að reyna að varðveita hann og geyma til . að lofa eftirkomendum okkar að kynnast því hvernig byggðin í Reykjavík einu sinni var. Ef við efcki gætum okkar, verða öll gömlu 'húsin horfin fyrr en varir, Við eigum að varð veita heilar götur eins og Stýrimannastíginn með því að láta fólk búa þar áfram, en styrkja það til að halda húsunum vel við gegn þeirri kvöð, að þeim megi ekki breyta. Svo eigum við að hafa sérstaka gát á nýjum byggingum í Þingholtun um og reyna að halda í gamla svipinn. ★ LITLA HUSIÐ VIÐ , SKÓLAVÖRÐUSTÍG Ofan við Sfceininh við Skólavörðu stíg er lítið hús umvafið trjágróðri. Þetta er eitt elzta steinhúsið í borginni, reist 1859, og hafa kunnir íslendingar búið þar og komið. Hefur mörgum Reykvíking fundizt hann liverfa langt aftur í tfmann við að ganga umhverfis þetta litla hús. Auk mynda^nnar, .sem ber fyrir augu, vaknar tilfinningin um lífskjör fólksins áður fyrr. Þetta íbúðarhús er allt álíka stórt og ein stássstofa hjá millistéttafólki i nýju hverfunum! Nú er verið að rífa þetta ‘hús. Hjá þvl verð ur líklega ekki komizt, en þó ber að harma, að það skuli ekki flutt að Árbæ. Fallega horn ið okkar verður að einum glerbankanum í við bót. Reykjavíkurborg þarf, eins og aðrar borgir, að setja upp valdamikla nefnd manna, sem segi til um, hvaða hús og hverfi þurfi að vernda af sögu legum ástæðum. Það er raunar furðulegt að svo mikil söguþjóð skuli ekki skilja, að gamla Reykja vík er á sína vísu „handrit” — heimild um merk an þátt í sögu íslendinga. Þetta er „handrita mál“, sem við eigum við okkur sjálf, og við erum að tapa málinu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.