Alþýðublaðið - 06.08.1966, Qupperneq 11
ftitstjóri Örn Eidsson
Valur sigraði KR 3:2 í
jðfnum og hðrðum Beik
Seinni leikur Vals og KR í I.
deildinni fór fram á fimmtudags-
kvöldið var. Þessa leiks var beðið
með nokkurri eftirvæntingu. í fyrri
leiknum sigraði KR á sjálfsmarki
Vals, er var eina markið, sem skor
að var í þeim leik. Þrátt fyrir
lxarða sókn Vals nær allan síðari
hálfleikinn. Því mætti búast við,
er „stórveldum ” þessum „knatt-
spyrnulega séð" slægi saman á
nýjum leik, myndu gneistar
hrökkva úr spori. Ekki hvað sízt
vegna þess að KR stendur „höllum
fæti” í mótinu, myndu liðsmenn
þess hvergi af sér draga i barátt-
unni til þess að rétta hlut sinn.
Énda reyndist það svo. Leikurinn
var einn sá snarpasti til þessa l
deildinni — milli Reykjavíkurfé-
laga ,og minnti að mörgu leyti á
þá „gömlu góöu daga” þegar þess
ir sömu áSilar voru árum saman
í úrslitum, ýmist í íslands- eða
Reykjavikurmótum, og aðrir kom
ust ekki með tærnar, sem þeir
höfðu hælana.
Það voru KR-ingar, sem frum-
kvæðið höfðu fyrstu t{u mín. leiks
ins og sköpuðu fyrsta marktæki
færið, er Eyleifur skallaði í slá,
úr upplagðri aðstöðu. Vægast sagt
Veðmálin síanda
6-1 Clay í hag
Cassius Clay mun verja heims-
meistaratitil sinn í Þungavigt kl.
8,20 í kvöld gegn Englendingnum
Brian London. Keppnin verður
háð á White City leikvanginum
í London og veðmálin standa 6:1
Glay í vil.
ósköp klaufaleg framkvæmd. Sið-
ar átti sá sami gott langskot að
markinu ,en í slá, og enn kom hann
við sögu seint í síðari hólfleik, er
hann renndi knettinum framhjá
stöng úr opnu og örstuttu færi.
Það þyrfti nánast mikla íagni til
að hitta ekki markið, en þar mis
tókst.
Þannig ,klúraði‘ þessi ,efnilegi‘
leikmaður, sem svo miklar vonir
hafa verið bundnar við tveim næst
um öruggum marktækifærum fyrir
lið sitt.
Smám saman náðu Valsmenn
frumkvæðinu í leiknum. Framherj
arnir ná auknum tökum á sam-
leiknum. Knötturinn gengur hratt
frá manni til manns. KR-vörnin
er leikin sundur og saman og ár-
angurinn lætur ekki bíða eftir
sér. Á 30. mínútu kom fyrsta mark-
ið. Allan undirbúning að því skap
aði Hermann Gunnarsson, sem eft
ir að hafa leikið á bakvörðinn sendí
knöttinn með glæsilegri sendingu
fyrir markið en úr sendingunni
skaut Bergsveinn vlðstöðulaust og
sendi knöttinn af mikilli hörku
uppundlr slá og inn.Rúmum 5 m.-
útum síðar brunar Reynir fram,
lelkur á hvern af öðrum varnar-
manna KR og sendir síðan til Ingv-
ars, en Bjarni Felixson er þar til
varnar. Lendir þeim þar saman
og með þeim leiðinlegu afleiðing
um, sem að vísu geta alltaf hent
í iknattspyrnu, og þá ekki livað
sízt er mikið liggur við ,að annar
leikmanna fellur óvigur, en það
var Bjarni
Hann varð að yfirgefa völlinn
vegna meiðsla á fæti. í kapphlaupi
um knöttinn milli Ingvars og mark
varðarins sem kom út til varnar
er Bjarni féll, hafði Ingvar betur
og fékk rennt knettinum í mark-
ið rétt fyrir leikhlé bætti Reynir
Jónsson þriðja markinu við eftir
sendingu frá Hermanni og lék
í gegnum KR-vörnina. Er Bjarni
fór út af lék Óskar Sigurðsson
bakvörð, en Jón Sigur'ðsson kom
í framlínuna.
Lið með þrjú mörk yfir í hálf-
leik ætti að vera sæmilega ör-
uggt um endanlegan sigur. En
Valsmenn hafa sýnt það, að slíku
er vart að treysta. Er skemmst að
minnast 4:0 við ÍBK í hléi, síðan
sigur sem hékk á nástrái allan
síðari hálfleikinn — 4:3. Svo í
Keflavík með 2;0 í hálfleik, síðan
tap 3:2 og svo nú sigur sem aftur
hékk ó bláþræði.
Hér er sjálfsagt um „merkilegt
rannsóknarefni” að ræða. Hvernig
lið sem komið er í slíka sigurað-
stöðu í fyrri hálfleik glatar svo
öllum dug og djörfung í síðari
hálfleik. í sjálfu sér er hér ekki
um merkilegt rannsóknarefni að
ræða, héf á sér stað einfaldlega
það, sem einkennir flesta okkar
knattspyrnu og iþróttamenn yfir-
leitt, skortuf á þoli. Úthaldið vant
ar til þess að geta leikið eins og
þarf í 90 minútur. Sviksemin við
æfingarnar gengur þarna ljóslif-
andi fram og glottir framan í þær
þúsundir manna, sem enn halda
tryggð við íþróttaleikvanginn og
knattspyrnuíþróttina.
í síðari hálfleiknum voru það
KR-ingar, sem sýndu ótvíræða yf-
irburði framan af. Þegar á fyrstu
mínútunni skoruðu þeir eftir harða
sókn. Enar ísfeld, einn þeirra
yngri leikmanna KR, sem hvað
skemmtilegastur er, skaut að mark
inu hörkugóðu skoti og boltinn
hafnaði næsta óverjandi í vinstra
hominu. Áfram sæka KR-ingar
fast og ákveðið. Hörður Markan,
einn harðskeyttasti leikmaður KR,
stundum allt að þvi illskeyttur, á
hörkuskot, sem Sigurður ver glæsi
lega í horn. Úr hornspyrnunni
skallar svo Einar ísfeld inn, 2:3.
Þannig lauk leiknum með sigri
Vals. En bæði liðin áttu hins veg-
ar mikla möguleika á því að skora,
þó ekki tækist. Síðustu 15 mínút-
urnar sóttu Valsmenn aftur meira
og náðu sér nokkuð á strik. Skot
frá Hermanni ma. hefði hafnað í
marki KR, ef Valsmaður hefði
ekki orðið fyrir knettinum á leið
hans í markið.
Reynir átti og snöggt upphlaup,
lék á KR-vörnina og lagði síðan
boltann fyrir fætur Ingvarl, sem
skaut framhjá stöng af örstuttu
færi. Svipað skeði við Valsmarkið,
Einar ísfeld skaut yfir af stuttu
færi, þar má segja að jafnteflis
möguleiki KR hafi fokið út í veður
og vind.
Snemma í síðari hálfleiknum
meiddust tveir af leikmönnum
Vals, Þorsteinn Friðþjófsson bak-
vörður, sterkasti varnarleikmaður-
inn og Reynir Jónsson mikilvivk-
asti framherjinn. Var því mjög
skarð fyrir skildi í vörn og sókn
Báðir þessir leikmenn báru ekki
sitt barr það sem eftir var leiks-
ins eftir meiðsli.n.
En þrátt fyrir allt, mistök og
meiðsli, slappleika og taugaóstyrks,
var leikurinn í heild spennadi með
ýmsum góðum sprettum og
skemmtilegum tilvikum.
Svo er spurningin þessi, sem
einn af snjöllustu íþróttafrétta
mönnum okkar varpar fram í grein
um þennan leik. Átti Valur að
vinna?
Er þá ekki svarið þetta: Á það
félag ekki að sigra sem fleiri skor
ar mörkin, er nokkuð erfitt að
dæma um það.
Dómari var Steinn Guðmunds
son og dæmdi af sanngirni og rétt
sýni, hinsvegar er það til of mikils
mælst að ætla dómaranum að
skynja allt það sem skeður í ein
um leik og ekki er samkvæmt
strangasta lagabókstaf. — EB.
KR SIGRADI
KR sigraði í Reyikjavíkur-
riðli bikarkeppni FRÍ, hlaut
166 stg, ÍR hlaut 124 stig og
Ármann 75. KR og ÍR fara
því í úrslit ásamt fjórum hér
aðssamböndum 13.—14. ág.
Nánar síðar.
MMMMMHHMHMWMMMtV
Á mánudag og þriðjudag verður
háð keppni í tugþraut á Laugar
dalsvellinum. Einnig fer fram
keppni í 110 m. grindahlaupi og
.1500 m. hindrunarhlaupi Unglinga
meistaramótsins. Keppnin hefst
kl. 17.
★
Þrír leikir fara fram í I. deild
um helgina. Á sunnudag kl. 4 lcika
Akureyri og Keflavík í Njarðvik
um og kl. 8 Valur og Akranes
á Laugardalsvellinum. Á mánudags
kvöld leika KR og Þróttur.
rrúlofunarhHngar
Fllót afgrelðsU
Seadum gegn póstkröda.
Guðm. Þorsteinssoa
guUsmtðar
Bankastrætt 11
NESTISPAKKAR - SMURT BRAUÐ
Kaldur veizlumatur
Heitur veizlumatur
Matur fyrir vinnuflokka
Álegg í úrvali
MIÐBÆR
KJÖTBÚRIÐ H.F.
Háaleitisbraut 58—60 — Sími 3Í140
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 6. ágúst 1966 %%