Alþýðublaðið - 12.08.1966, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 12.08.1966, Qupperneq 6
Leigja skemmtiferðaskip . Ferðaskrifstofan Sunna mun á næsta sumri leigja þýzka skemmti ferðaskipið Fritz Heckert, í hálfs mánaðar ferð fyrir íslendinga. Tíminn er enn ekki fastákveðinn en á fnnd\ með fréttamönnum sagði Guðni Þórðarson, að líklega yrði fari'ú einhverntíuia í ágúst Fyrst vcrður farið til Bergen, stoppað þar í einn dag, síðan til Osló og stoppað í einn dag, þá til Kaupmannahafnar, Amster dam og Lendon þar sem stoppað verður í fjóra, þrjá og tvo daga. Alls verðn teknir 320 farþegar í þessa ferð. Um borð í skipinu verður íslenzkt bókasaín, íslenzk ir skemmtikraftar, og öll vi'ðskipti geta farið fram með íslenzkum peningum, til þess að spara gjald eyri. Tvær sundlaugar eru í skip inu, kvikmyndasalur, danssalur, spilasalur ofl. Og þessi hálfsmán [ Hinsvegar er svo hægt að komast í aðarferð mun aðeins kosta 12.000 skipulagðar skoðunarferðir um krónur. Er innifalið fargjaldið þær borgir sem heimsóttar verða að sjálfsögðu, og allar máltíðir. | gegn aukagjaldi. wWWWMMMWWWMMMMWWWWWMWMIWMIIWWMMW Landbúnaðarverkfæri í umferðinni || Oft hefur verið bent á hér í blaðinu hvílíkt óhagræði er j [ af ýmsum jarðvinnslutækjum og öðrum vinnuvélum í um- |! ferðinni. Þeir sem stjórna þessum vélum virðast enga rellu !; gera sér út af umferðartöfum sem þeir valda og eru oft á ; | ferð í umferðinni um mesta annatímann. Eðlilega þarf að !! flytja vinnuvélarnar milii staða og ætti að vera auðvelt að j| haga svo til að gera það þegar umferðin er hvað minnst, j! snemrna á morgnana eða á kvöldin. !; Myndin hér er tekin á aðalveginum gegnum Fossvog j! inn, rétt eftir hádegi og þarf varla skýringa við. Þarna !! er verið að flytja hægfara landbúnaðarverkfæri á einni ! [ mestu umferðaræð landsins og er fullfermdur stór vöru- J! bíll að fara framúr dráttarvélinni á hæð sem beygja er !! rétt neðan við. Auk tafa í umferðinni sem af þessu hlýzt þarf ;[ varla að lýsa slysahættunni sem skapast af sífelldum framúr J! r>kstri á mjórri og fjölfarinni umferðargötu. NATO veröi áfram eflt Washington 4. ágúst — Að lok inni þriggja mánaða rannsókn hef ur undirnefnd utanríkisnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings komist að þeirri eindregnu niður stöðu, að hernaðarleg ógnun komm únista við Vestur-Evrópu og aðr ar frjálsar þjóðir, ,,er ekki úr sög unni.” Nýlega var tilkynnt, að undir nefnd utanríkismálanefndar Banda rikjaþings, er fjallar um Evrópu mál, hefði ályktað að þar til ein hver sönnun lægi fyrir um, að ósk um frið, sem Sovétríkin hefðu látið í ljós, væri meira en orðin tóm, „væru sameiginlegar öryggis ráðstafanir, sem eru undirstaða NATO, ekki síður nauðsynlegar nú en áður” Nefndin hefur haldið marga fundi, rætt erfiðleika NATO og sent frá sér skýrslu um niðurstö'ð ur sínar — 366 blaðsíðna bók „Erf iðleikar NATO,” sem -gefin var út nokkru áður í skýrslunni er varað við því, að eflist valdaaðstaða Kína muni hernaðarógnun við Vestur-Evrópu aukast vegna þess að Rauða Kína og Sovétríkin eru staðráðin í að ganga milli bols og höfuðs á kapi talismanum, þrátt fyrir hugsjóna og framkvæmdamismun þann, sem fram kemur hjá þeim. Auk þess er bent á í skýrsl unni, „ættu atburðirnir í Berlín og Kóreu og djarfur leikur Sovét ríkjanna á Kúbu að hafa bægt frá blekkingunni um áhuga stjórnar valdanna í Moskvu og Peking á heimsfriði. Það sést nú í Vietnam að þótt bardagaaðferðr hafi tekið breytingum, hefur sigurlöngun kommúnista ekki minnkað. Kúgun arstefna kommúnista er óbreytt frá því sem hún hefur ávalt ver ið og einnig stuðningur þeirra við svokallaða þjóðernisbaráttu.” í skýrslunni er ennfremur lagt til. að vegna breytinga í hernaðar tækni, séu sumar deildir NATO orðnar úreltar og úr þvi verði að bæta. Því er haldið fram í skýrsl unni, að Bandaríkin „ættu að kanna möguleikann á að minnka berafla sinn í Evrópu.” í skýrslunni er bent á. að fyrir komulag NATO skuli breytt í nú ♦ímahorf og frumkvæði látið ryðja braut hugsanlegum gagnkvæmum -amdrætti í landher þjóðanha, sem ð Varsjárbandalaginu standa og 'T4TO.” Því er bætt við í skýrslunni ,að bandarískt herlið í Evrópu „eigi að verá í beinu samræmi vð breyti ’°ear öryggiskröfur álfunnar, og ''kki skuli litið á her Bandaríkj anna sem fastaher, og ekki skuli heldur ætlast til þess, að Banda n'kin bæti upp með herafla sín ”m það, sem hugsanleea kann á •’* vanta hjá öðrum NATO þióð ”m, til þess að þær geti staðið sinar skuldbindingar.” *■ Varðandi endurskoðun NATO er ’ant til, að hún beinist í fleiri átt ir en eina. f f.vrsta lagi er bent á. að at I huga þarf grundvöll bandalagsins ’ og víkka hann með því að taka Spán í bandalagið. í skýrslunni seg ir, að „þegar höfð er í huga sú landfræðilega skerðing sem hlýzt af því, að Frakkland tekur ekki hernaðarlegan þátt í bandalaginu, virðist vissulega eðlilegt, að Spánn komi til greina sem aðildarríki.” Auk þessa ætti NATO ekki að vanrækja að gefa gaum að varnar málavandamálum annars staðar í heiminum, því öryggi Evrópu er ekki aðeins undir því komið, sem kommúnistar kunna að gera þar, lieldur einnig því, er þeir hafast að í öllum heimshlutum. í öðru lagi „ætti endurskiplagt bandalag að verða vettvangur um ræðna, frumkvæðis og samstilltra átaka, er miðuðu að aukinni sam vinnu austurs og vesturs” í öðru lagi er lagt til, að taka þurfi til vandlegrar athugunar gagnkvæma hlutdeild á sviði fræðilegrar og vísindalegrar þróun ar til að varðveita einingu innan Atlantshafsbandalagsins Þingmennirnir Iétu(í ljós þá skoðun, að sú ákvörðun de Gaul es ,að Frakkland segði sig úr NATO, „hefði verið vanhugsuð og gerði bandalaginu skaða”, vegna þess að hún klyfi varnir Vestur Evrópu og kynni að lokum að reyn ast skaðleg fyrir einingu og öryggi Evrópu.” í skýrslunni segir einnig, að Bandaríkin „séu að nokkru ábyrg fyrir þessari ósamheldni innan NATO”, vegna þess að stundum „hafi borið á, að þau segðu frem ur fyrir verkum en að þau hefðu forystu" , og hefðu ekki lagt sig fullkomlega fram um að greiða fyrir gagnkvæmum skilningi, sem bráðnauðsynlegur er til að koma á einingu innan Norður-Atlants- hafsbandalagsins” í skýrslunni er hafður til hlið sjónar vitnisburður þeirra Dean Rusks,utanríkisráðherra, George Balls, varautanríkisráðherra, Ly- man Lemnitzer aðalliershöfðinga NATO, og annarra háttsettra em bættismanna í undirnefndinni. Bífreiðaeigendur gprautmn og réttum Fljót affrreiðsla BifreiðaverkstæðtS Vesturás h.f Sfðumúl* 1SB. Símf S5746. Vinnuvélar tll leigu. Leigjum út pússntnga-steypn- hrærivélar og hjólbönir. Rafknúnir grjót- og múrhamrar með borum og fleygum. Steinborvélar — Víbratorar. Vatnsdælur . m.fl. LEIGAN S.F. Síml 23480. £ 12. ágúst 1966 - ALÞYÐUBLA0IÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.