Alþýðublaðið - 13.08.1966, Side 8

Alþýðublaðið - 13.08.1966, Side 8
Dlifi® Crocetti var af ítöiskBim uppruna. A unglingsárunum í 0hi.® éx hann upp við siark ©g lögbret, var um tíma hnefa- leikari, sprúttsali ©g innbr©fsþ|éfur. Fangelsisvíst eöa iafnvel rafmagnsstóll- inn blöstu við... i dag mun hann vera einn vimsælasti ©g dá&asti listamaóur inn í Sio’lywaod og heitir Dean IVIartin. g 13. ágúst 1966 - ALÞÝÐU3LAÐIÐ Dean Martin er á góðri leið með að verða ókrýndur konungur í Hollywood, bæði sem leikari og söngvari,. Hann stjórnar sjónvarps þætti, sem er í efsta sæti á vin- sældalistanum Hann er sá eini af gamlingjunum, sem hefur í fullu tré við Bítlana og önnur síðhærð fyrirbæri, um vinsælustu lögin á listanium. Hann er efítirhóttasti listamaðurinn í næturklúbhnum, næst á eftir leiðtoga hans Frank Sinatra. Þetta geta svo sannarlega kall ast blómatimar fyrir ungan mann á fimmtugasta aldursári, upprunn inn í Steubenville, Ohio, sem var atvinnuhnefaleikari 15 ára, sprútt sali 16 ára, fjárhættuspilari, með póker sem sérgrein, þegar hann var 17 ára og á góðri leið með að hafna í fangelsi fyrir árangursrík innbrot aðeins 18 ára gamall Hvað veldur því þá, að Dean Martin er orðinn eitt stærsta nafn ið í skemmtanalífinu í dag? Það eru til fjölmargir, sem syngja bet ur en Dean, margir sem eru ró- legri, margir, sem líta betur út en þessi glaðværi karl og margir, sem eru betri leikarar. Hinn frægi leikari Anthony Quinn, hefur skýrt fyrirbærið Dean Martin á þessa leið: „Við erum allir bundnir við regl ur og ábyrg'ð. Dean er hins vegar náunginn, sem getur verið haug fullur ,en komið engu að síður ár sinni vel fyrir borð og orðið millj ónamæringur. Hann er í augum okkar ,þessara klafabundnu þræla tákn þess mánns, sem getur lifað.í gleði og glaumi, en samt orðið stór.” Snúum okkur nú að þjóðsögunni um drykkjuskap Dean Martins. Dean Martin með whiskyglas í hendinni er vörumerki hans. Hann liefur líka mótað sviðsstíl sinn með þessu vörumerki, og hann er ekki fvrsti Ameríkumaðurinn sem það hefur gert. Drykkjusýki Martins er ekki eins alvarleg og margur hyggur. Hann drekkur ekki meira en al- mennt gerist í Ameríku, en þegar hann drekkur, þá gerir hann það í augsýn alþjóðar. Það gerist í sjón varpsþáttum hans og í kvikmynd. um Það gerir gæfumuninn hjá Doan og venjulegum manni, að þegar Dean drekkur, þá sjá um það bil 50 milliónir manna glasið í höndum hans. Á þennan hátt hefur hann skapað mynd sína sem á- bvrgðarlaus gleðimaður er lifir ein göngu fvrir brjóstbirtuna Ef Dean drykki oins mikið og almennt er talið, þá hefði hann ekki verið einn hozti tennisleikarinn í Holly wood og jafnoki atvinnumanna í golfi. Meistarinn Arnold Palmer fullvrðir, að Dean hefði gefað orð ið heimsins hezti golfleikari ef haun hefði lagt sérstaka stund á það -★- ; • Næstum öll skemmtiatriði Mart ins í næturklúbbum snúast um á- fengi að einhverju leyti Hér eru nokkur sýnishorn af stefnumóti klíkunnar Sinatra, Sammy Davis og Dean Martin á sviðinu í Las Veg as: Kynning: Háttvirtu gestir, við kynnum einn bezta söngvara í heimi, einn bezta leikarann í Am eríku, einn af rólegustu mönnum í Las Vegas og mesta drykkju- rút sem þið hafið nokkurn tíma séð — Dean Martin. Sinatra: Dean, allir tala um hvað þú drekkur mikið Hvers vegna drekkur þú eiginlega? Martin: Ég drekk til þess að gleyma Sinatra: Til að gleyma (hverju? Martin: Því hef ég gleymt fyrir löngu. ★ Mörgum finnst nóg um róleg heit Martins í sjónvarpsþáttum hans ,en þau eiga ekki hvað minnst an þátt í hinum miklu vinsæld\im, sem hann hefur, og ekkert bend ir til þess að úr þeim dragi. Dean gleðst ákaflega yfir því, þar sem honum hefur tekizt það sem fyrrverandi félaga hans Jerry Lew is, mistókst, að halda út vinsæl um sjónvarpsþætti. Dean er nefni lega ekkerf hlýtt til þessa gamla félaga, þrátt fyrir að í tíu ár voru þeir í samvinnu vinsælustu skop leikarar í Bandaríkjunum. Dean verður bitur, þegar hann er spurður um samband þeirra félaga: Nákvæmni Jerry Lewis gerði mér gramt í geði, og mér fannst lífið algjörlega tilgangslaust. Við unnum okkur inn 20 milljónir doll ara á ári en þetta var hreint víti Ég varð dauðþreyttur á því, að vera alltaf í skugganum og leggja heimskulegar spurningar fyrir Jerry. Dean sannaði það fljótt, að hann gat vel bjargað sér án Jerry Hann öðlaðist mikla frægð fyrir kvikmyndaleik í myndum eins og Bells are ringing. Who was That Lady. Rio Bravo og síðast en ekki sízt Matt Helm. Fyrsta kvikmyndin, sem Dean lék í upp á eigin spýtur var Min eilimyndin Some Came Running. Hann hafði komizt á snoðir um, að vinur hans Sinatra var á höttun um eítir leikara, sem gæti leikið hlutverk fjárhættuspilarans Bama. Hann frétti um svipað leyti, að Sin atra, ætlaði að hafa boð inni fyrir nokkra kvikmyndaleikara. Og Dino var ekki lengi að átta sig á hlut unum. Hann fór óboðinn heim til Sinatra hratt upp hurðinni og hróp aði með ósviknum suðurríkja- hreim: Jæja, skúrkurinn þinn, þú ert að leita að náunga, sem talar suð urrríkja málízku, drekkur eins og úlxaldi og spilar póker eins og atvinnumaður Þú þarft ekki að leita lengur Hann stendur fyrir framan þig

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.