Alþýðublaðið - 17.08.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.08.1966, Blaðsíða 4
Rltstjórar: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal — Hitstjómarfull- trúi: Eiður Guðnason. — Símar: 14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. ABsetur Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík.Prentsmiðja AlþýBu blaösins. — Áskriftargjald kr. 105.00 — X lausasöiu kr. 5.00 eintakið. Útgefandi Alþýðuflokkurinn. STÓRBLAÐ DEYR ÞAU tíðindi hafa nú gerzt, að ákveðið hefur verið ao leggja niður bandaríska stórblaðið New York Herald Tribune, sem lengi hefur verið eitt áhrifamesta blað í heimi. Orsakir þessa eru marg- víslegar, en vafalaust fyrst og fremst örðugir og við kvæmir samningar við starfsfólk, eftir að fækkun starfsliðs hafði verið ákveðin vegna samruna þriggja blaða. Þeirri kenningu hefur verið haldið á loft í um- ræðum um vandamál dagblaðanna á íslandi, að það séu jafnan lélegustu blöðin, sem fyrst leggja upp lalupana og verða blaðadauðanum að bráð. New York Herald Tribune hefur hiklaust mátt telja með al fimm beztu blaða í heimi, og sannast því, að það er langt í frá að gæðablöðin geti verið óhult um sinn hag. Talsvert hefur verið rætt og ritað um reksturs- örðugleika íslenzku dagblaðanna og sýnist þar sitt hverjum. Það er alkunn staðreynd, að sum íslenzku dagblöðin eru rekin með gífurlegu tapi og eiga við mikla örðugleika að etja, þótt dauðsfall hafi enn ekki orðið í þeirra hópi. Einsýnt er; að -hér verður senn að grípa til ein hverra ráða til lausnar vandanum. Tæknibylting á sér um þessar mundir stað í blaðaútgáfu, og með áuk inni tækni, nýjum vélum og bættum vinnubrögðum mætti áreiðanlega lækka allverulega reksturskostn- að íslenzku blaðanna. MINNKANDI HÓPUR * DEILUR Kína og Ráðstjórnarríkjanna hafa hvar vetna valdið klofningi í kommúnistaflokkum. Það eru þó ekki eingöngu þessar deilur, sem valda því að meðlimatala kommúnistaflokka, í löndum þar sem kommúnisminn er ekki ríkjandi stjórnarfar, hefur hríðlækkað undanfarið. Þar kemur einnig margt ann að til. 1 Talið er að í byrjun þessa árs hafi meðlimir komm únistaflokka, utan kommúnistalandanna, verið 2,6 milljónir, en ári áður hafi meðlimafjöldinn verið hálf fimmta milljón. Fækkunin er því sem næst 42 af * hundraði, og er það óneitanlega talsvert. I kommúnistaríkjunum bætast hundruð þúsunda tnýrra meðlima í flokkna á hverju ári, en samt er talið, að fækkun flokksbundinna kommúnista nemi í heild um 600 þúsundum á þessu eina ári. Hér á Islandi hefur þessarar sömu þróunar einn ig gætt, þótt kommúnistar hér séu slyngari en trú- bræður þeirra í ýmsum öðrum löndum og freisti þess að fela sig undir nýjum og nýjum nöfnum, og tæla fólk þannig til fylgis við sig og stefnu sína. Þann leik er þó ekki hægt að halda áfram að leika til eilífðar, svo einfalt er mannfólkið ekki. 4 17. ágúst 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ HEIMSÞEKKT GÆÐAVARA Fæst í næstu búð Salt CEREBOSI HANDHÆGU BLÁU DÓSUNUM. Lögtaksúrskurður Hér íneð úrskurðast lögtak fyrir ógreiddum trygg- ingagjöldum til Tryggingastofnunar ríkisins, sem greiöast áttu í janúar og júní sl„ söluskatti 4. árs- fjórðungs 1965, 1. ársfjórðungs 1966 og viðbótarsölu- skatti 1964 svo og öllum gjaldföllnum ógreiddum þing- gjöldum og tryggingagjöldum ársins 1966, tekjuskatti, eignarskatti, námsbókagjaldi, almannatryggingagjaldi, slysatryggingaiðgjaldi, atvinnuleysistryggingasjóðsiðgjaldi, iðnlánasjóðsgjaldi, launaskatti, kirkjugjaldi og kirkju- garðsgjaldi, sem gjaldfallin eru í Kópavogskaupstað. Ennfremur skipaskoðunargjaldi, lestagjaldi og vitagjaldi, bifreiðaskatti, skoðunargjaldi bifreiða og slysatryggingar- gjaldi ökumanna 1966, matvælaeftirlitsgjaldi, vélaeftir- litsgjaidi svo og ógreiddum iðgjöldum og skráning- argjöidum vegna lögskráðra sjómanna, auk drátta- vaxta og lögtakskostnaðar. Fer íögtak fram að liðnum 8 dögum frá birtingu þessa úrskurðar án frekari fyrirvara ef ekki verða gerð gerð skil fyrir þann tíma. Bæjarfógetinn í Kópavogi, 9. ágúst 1966. Sigurgeir Jónsson. Frá Ferðafé- íí lagi íslands Ferðafélag íslands ráðgerir eft- irtaldar ferðir um næstu helgi: 1. Hvítárnes-Kerlingarfjöll- Hveravellir. 2. Vestmannaeyjar. 3. Krakatindur - Hvanngil. Þessar þrjár ferðir hefjast kl. 20 á föstudagskvöld. 4. Landmannalaugar. 5. Þórsmörk. 6. Hnappadalur ■— gengið á Kolbeinsstaðafjall. Þessar þrjár ferðir hefjast kl. 14 á laugardag. 7. Gönguferð á Keili, farið á sunnudagsmorgunn kl. 9V$s frá Austurvelli. Allar nánari upplýsingar svo og farmiðasala á skrifstofu fé.tagsins Öldugötu 3, símar 19533-11798. krossgötum ★ BÍLNÚMERIN Bifreiðareigandi hefur skrifað okk ur á þessa leið: Fyrir nokkru var að því vikið í einu dagblaðanna, að í ráði væri að taka upp al- gjörlega nýjt fyrirkomulag í sambandi við bifreiða númer og skrásetningu bifreiða. Hið nýja fyrir- komulag, mun vera með þeim hætti, að þegar bif- reið kemur ný til landsins fær hún sitt skrásetn ingarmerki, sem hún síðan heldur svo lengi, sem henni endist aldur. Nú er fyrirkomulagið hinsveg- ar þannig, að menn „eiga“ ákveðin bílnúmer og geta flutt þau bíl af bíl. Ef mig misminnir ekki var af þessu tilefni birt viðtal við forstöðumann Bifreiðaeftirlitsins, þar sem hann sagði gamla kerfið, sem nú er unnið eftir, vera orðið alltof tímafrekt, og gífurleg vinna við það. En hann lét einnig svo ummælt, og það þótti mér heldur athyglisvert, að svo virtist, sem einhverjir einkahagsmunir stæðu í veg fyrir því að tekið yrði upp nýtt skrásetningarkerfi. ★ HVAÐA HAGSMUNIR? Nú er mér spurn: Hvaða einka- hagsmunir eru það sem geta komið í veg fyrir, eða hindrað á einhvern hátt að tekið sé upp nýtt skrásetningarkerfi fyrir bifreiðar, eins og mátti skilja á orðum forstöðumanns Bifreiðaeftir litsins, Gests Ólafssonar? Er það virkilega svo, að einhverjir ákveðnir aðilar geti staðið í vegi fyrir því að sparað sé op inbert fé með því að taka upp ný og hagkvæm- ari vinnubrögð? Þætti mér nú afskaplega vænt um, ef forstöðu- maður Bifreiðaeftirlitsins, eða einhver annar á- byrgur aðili vildi upplýsa mig í þessu máli, og ég geri ráð fyrir að fleiri bifreiðareigendum leiki forvitni á að vita hvernig í þessu máli ligg- ur. Bifreiðareigandi. Við á Krossgötunum viljum bæta því við bréf ,,Bifreiðareiganda“, að fari hann með rétt mál, þá er vissulega eitthvað undarlegt hér á ferðinni, og væri fróðlegt að fá á því skýringu hlutaðeig- andi yfirvalda, og skal henni léð rúm hér í þessum dálkum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.