Alþýðublaðið - 04.09.1966, Blaðsíða 11
Bylly NcNeill skorar fyrir Celtic.
Þegar Celtic sigrabi
Glasgow Rangers 4-0!
Glafur Guðmundsson
hljóp 200m. á 22,5
Unglingameistaramóti Reykja-
víkur í frjálsum íþróttum lauk á
Laugardalsvellinum f' fyrrakvöld.
Ólafur Guðmundsson, KR, vann
beztu afrek kvöldsins, hljóp 200 m.
á 22,5 sek. og náði sínum bezta ár-
angri í 400 m. grindahlaupi, hljóp
á 57,6 sek., sem er aðeins 1,5 sek.
lakara en unglingamet Sigurðar
Björnssonar. Ólafur Guðmundsson
sigraði einnig í þrístökki, stökk
13,20.
Erlendur Valdimarsson, ÍR. sigr-
aði í þremur greinum, kastaði
kringlu 42,80 m. sleggju 47,95 m.
(6 kílóa) og stökk 3,25 m. á stöng.
Úrslit:
800 m. hlaup:
Þórarinn Sig. KR. 2:16,9
Eyþór Haraldsson, ÍR 2:17,9
Þrístökk:
Ólafur Guðm. KR 13,20
Stefán Þormar, ÍR 12,05
Hróðmar Helgason, Á. 11,68
Gestur:
Ólafur Unnst. HSK 13,67
Snorri Ásgeirsson, ÍR 29,05T
Gestur:
Þorsteinn Löve, ÍR 43,28
200 m. hlaup:
Ólafur Guðmundss. KR 22,5
Einar Þorgrímsson, ÍR 24,3
Guðm. Ólafsson, ÍR 25,1
Gestur:
Sigurður Geirdal, UBK 24,5
400 m. grindahlaup:
Ólafur Guðm. KR 57,6
Guðm. Ólafsson, ÍR 67,6
Þórarinn Sigurðsson, KR 77,5
Sleggjukast:
Erlendur Valdimarsson, ÍR 47,95
Arnar Guðm. KR 32,69
Gestir:
Þórður B. Sig. KR 50,45
Þorsteinn Löve, ÍR 48,81
Stangarstökk:
Erlendur Vald. ÍR , 3,25
Einar Þorgrímsson, ÍR ' 3,tó
FYRIR nokk.ru var Guðjón
Magnússon staddur í Glasgow og
sá þá leik Glasgow Rangers og
Celtic, en leikir milli þessara liða
eru ávallt hinir skemmtilegustu.
Guðjón sendi okkur frásögn af
lciknum og fer hún hér á eftir.
i ;
Glasgow Ravgers — Celtic.
Þessa leiks hefur verið beðið
með mikilli eftirvæntingu vegna
þess að aldrei hafa þessi tvö lið
borið jafnmikið af öðrum skozk-
um liðum. Bæði liðin höfðu leikið
3 leiki í deildarkeppninni fyrir
þetta uppgjör. Celtic hafði unnið
alla sína lejkj með yfirburðum
og skorað 14 mörk í tveimur síð-
ustu leikjunum. Rangers hafði
unnið tvo og gert eitt jafntefli.
Áður en lengra er haldið skal
það tekið fram, að þótt leikur
þessi sé í knattspyrnu og milli
tveggja knattspyrnufélaga er það
þó ekki knattspyrnuáhuginn sem
lileypir svo illu blóði í ménn að
þeir berjast og bítast eins og villi
dýr heldur er það fyrst og fremst
trúarmismunur, því Rangersstuðn
ingsmenn eru mótmælendur, en
Celtic kaþólskir. Á síðasta ári
kepptu félögin 5 sinnum saman
og unnu hvort um sig tvisvar, en
einn varð jafntefli, svo jafnari
gat staðan varla verið.
Við komum á völlinn IV2 tíma
áður en leikurinn hófst, þá voru
þegar mjög margir komnir. Á-
horfendur skiptast þannig, að öðr-
um megin eru aðdáendur Celtiqs
og er þar græni liturinn afger-
andi, en þeir leika í grænum og
hvítum búningum, hinum megin
eru Rangers og er þar blái litur-
inn rikjgndi, en þejr leifca í blá-
um og hvítum búningum.
Klukkan 7,00 hálftíma áður en
leikurinn byrjaði hófust lætin: —
öskur, ' söngvar og klapp æstra
stuðningsmanna, enda áhorfenda-
svæðin þá þegar orðin þéttskip- .
uð áhorfendum.
Leikurinn hófst stundvíslega
kl. 7,30 eftir hérlendum tíma. —
Voru þá öskur .áhorfenda svo
mikil, að þau yfirgnæfðu alveg
flugvél sem flaug fremur lágt .
yfir.
Liðin voru gefin upp rétt fyrir 1
leiksbyrjun og voru þau þannig
skipuð:
Rangers:
B. Ritchie, Johansen, Provan,
Greig, McKinnon, D. Smith, Hen-
derson, A. Smith, Forrest, Millar,
Tohnstone.
Celtic:
Simpson, Gemmell, O’Neil,
Mundoch, Mc’Neill, Clark, John-
^tone, Lennox, McBude, Gallacher,
Auld.
Rangers hóf strax í byrjun
mikla sókn og áttu 3 hættuleg
tækifæri strax á fyrstu 9. mín.
bó ekki tækist þeim að skora
mörk. Átti Forrest, þeirra aðal-
markskorari tvö dauðafæri á 1.
og 4. mínútu. En Celtic var ekki
af baki dottið og hefur mikla sókn
á 8. mín. sem endar með glæsi-
legu skoti fyrirliða Celtic, Bill
McNeill af ca. 20 metra færi. —
Þetta var fast skot, ca. 30 cm.
vfir jörðu.
Markið hleypti kappi í Celtic
1(ðið oe eiea þeir meira í leikn-
um, allt til 31. mín. er Bobby
Lennox, hægri innherji þeirra á
glæsilegt skot í þverslá og inn af
20 metra færi, skotið var það
fast, að það hrökk af marknetinu
Framliald á 10. síðu.
Kringlukast:
Erlendur Vald. ÍR
Arnar Guðm. KR
42,80
33,11
iMarkvörður Celtic Simpson ver glæsilega,
Gestur:
Magnús Jakobsson, UBK 3,25
•3
4x100 m. boðhlaup:
Sveit KR 49,5
Sveit ÍR 49,7
mmwwwvwwmwMWHw
EM lýkur í dag
í DAG lýkur EM í Búda-
pest. Keppt verður til úr-
slita í eftirtöldum greinum
karla:
maraþonhlaupi
sleggjukasti
800 m. hlaupi ,
þrístökki
110 m. grindahlaupi
4x100 og 4x400 m. boðhl.
5000 m. hlaupi.
Konur:
hástökk, 80 m. grindabl.
4x100 m. boðhlaup.
Bifreiðaeigendur
sprautum og réttum (
Fljót afgreiðsla ,,
BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ
VESTURÁS h.f.
Súðavog 30. Sími 35740 |
_______________________
áuglýsingasíminn 14904
4. sepember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ