Alþýðublaðið - 04.09.1966, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 04.09.1966, Blaðsíða 16
Hjónabönd og grín Ekki hefur yfirvaldinu enn þá 'tekizt að loka fyrir sjónvarpið lijá þeim í Vestmannaeyjum þrátt fyrir hoð og bönn, og virðast Vest <-aa«naéymgar ætla að græða .á þessu öllu saman. Þeii- geta enn þá horft á sínar kúrekamyndir og fá að auki ókeypis skemmtun í fásinninu. Málaferlin eru hafin •og auðvitað lokuðu þeir öllum verzlunum staðarins og fjölmenntu og hugðu gott til glóðarinnar. En efckert gerðist. Þetta virðist vera eitt af þeim málum, sem ekkert getui’ gerzt í, þótt allir hafi góð ian vilja til þess að leysa á annan livorn veginn og koma því út úr h'eiminum. Ekki eru þó öll mál óleysanleg á íslandi sem betur fer. Eins og við ræddum um hér á baksíðunni íyrir skemmstu var komið á fót hjónabandsmiðlun í Hafnarfirði og varð fyrirtækið náttúrlega auglýst «neð pompi og pragt. En almenn ingur misskildi þetta hrapallega >íélt að þau hjónabönd sem skrif rtofan ætlaði að stofna til væru •eintómt grín, eins og kannski öll önnur hjónabönd. Það var eng inn friður fyrir utan hús hjóna ♦♦andsmiðlunarinnar hvorki á nóttu né degi. Á endanum varð lögregl an að skerast í leikinn, því að í húar hverfisins gátu ekki sofið á tlóbtunni fyrir „kúnnum“ stofnun •ajrihnar. Málinu kvað hafa lyktað á því, að forráðamenn stofnunarinn •ar neyddust til að auglýsa að hið nýstofnaða fyrirtæki væri liér með lagt niður —vegna of mikillar aðsóknar. Prestar landsins mættu gjarn- an leggja út af þessu litla atviki Það gæti kannski leitt í Ijós, hvert viðhorf íslendinga er á hjóna bandi og siðferði á þessum síð ustu og verstu sjónvarpsdögum. <g\ | o o o (S)5 o o o zzu 1 ' 1 i;i — Og hvað kunnið þér fleira en að skrifa á rit vél. . . . 'KÚ FARA þeir senn að sjónvarpa Úr bílasmiðjunni og öll þjóðin bíð ur í ofvæni eftir þeim ósköpum f*eir, sem voru svo gamaldags í sér að hugsa um stolt og heiður •Og vildu ekki þiggja stórgjafir án þess að leggja eitthvað af mörk um í staðinn og hafa þess vegna ekki enn þá fengið sér sjónvarps •apparat til þess að horfa á ókeyp is sjónvarp — eru farnir að tví stíga, taka upp veskið, setjast við eldhúsborðið og reikna og reikna ííú kemur nefnilega að því, að all ir sannir íslendingar verða að kaupa sér tæki, og frúin er náttúr tega þegar farin að ympra á þessu og hugsa um heppilegan stað í stof uoni. Það getur verið talsvert ötórt fyrirtæki hjá láglaunamanni að kaupa sér imbakassa á tuttugu þtisund og borga afnotagjald upp á þúsundir að auki, — en allt hlessast þetta, lofað veri afborg unarkerfið og víxlafarganið. Kallinn var svaka spakur og bræt í gær, talaði eins og ryk fallin alfræðiorðabók. Hann sagði: Það eina, sem reynslan kennir okkur, er að reynslan kenni okkur ekki neitt, — Þá gall við í kellingunni: — Nei, að minnsta kosti Imbinn . , . Ætti það að' vera öflug hvatn ing til þess að SOFNUÐ verði Alþýðubandalagsfélög alls stað' ar þar sem þau eru ekki starf andi. . . . Frjáls þjóð'. Hvers á heiðarleg og sið- prúð einhleyp kona eins og ég að gjalda. Ég ætlaði aS bregffa mér í bíó og las bíótil kynningarnar: Kærasti aff láni Ástir um víð'a veröld, Hjóna band á ítalskan máta og Mjúk er meyjarhúff. . ja, sveíattan. . Það skal ég fúslega viður- kenna sem góður og gcgn veg farandi aff ekki eru all'lr fót gangandi menn englar, — en ef umferðin heldur áfram að' aukast og versna eins og hún hefur gert undanfarin ár — þá verður þess ekki langt aff bíffa aff þeir verffi það. . . . i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.