Alþýðublaðið - 04.09.1966, Blaðsíða 14
Hanoi
Framhald af 1. síóu.
nxenn þannig, að báðir aðilar
dragi 6r hernaðaraðgerðum og
fækki í herliði sínu, en það gæti
g*rzt með þeim hætti, að annar
aðilinn riði á vaðið og hinn færi
að dæmi hans. Bandaríkjastjórn
hefur á undanförnum mánuðum
beint tilmælum til Norður-Viet-
tiamstjórnar varðandi þetta eftir
ðiplómatískum leiðum, en Norð-
ur-Vietnamstjórn hefur engan á-
feuga sýnt á bandarísku tillögunni,
að þxd er heimildirnar herma.
Bandarískir embættismenn
telja, að ástandið í Suð-austur-
Asíu hafi ekki breytzt hið minn-
sta við ræðu þá, sem de Gaulle,
forseti, hélt í Phnom Penh í Kam-
fcódíu í vikunni. Það eina nýja
sem fram kom i ræðunni var til-
laga. de Gaulles um, að Banda-
ríkjamenn flyttu burt herlið sitt
frá Vietnam og á þá tillögu getur
Bandaríkjastjórn ekki fallizt.
í Washington hafa menn eink-
um veitt því eftirtekt, að de Gaul-
!e sagði ekkert um það hvað N.-
Víetnammenn yrðu að gera til
að stuðla að friði í Vietnam. —
Þetta hefur orðið til þess, að
bahdarískir embættismenn velta
fcrí f.vrir sér hvort de Gaulle hafi
komizt að raun um það eftir
fund sinn með fulltrúa Norður-
Vietnamstjórnar í Phnom Penh,
að Norður-Vietnammenn væru
ekki reiðubúnir til viðræðna eða
samkomulags.
í Washington er talið, að fund-
ur de Gaulles og Norður-Vietnam
mannsins hafi verið neikvæðiu-.
Annars hefði síminn ekki stanz-
að, herma heimildirnar, en ekkert
hefur heyrzt frá de Gaulle í Was-
hington. Embættismennirnir segja
að brottflutningi erlendra her-
sveita, sem talað var um f til-
kynningunnj er gefin var út eft-
ir Kambódíuheimsókn de Gaulles
væri ekki átt við norður-vietnam-
iskar hersveitir heldur hersveitir
Bandaríkjamanna, Ástralíumanna,
Ný-Sjálendinga, Filippseyinga og
Suður-Kóreumanna.
Heysfcapur
Framhald af 1. síðu.
heyi og heykögglum, en gat þó
ekki sinnt öllum óskum bænda.
Kornuppskera var mjög léleg
hjá mörgum bændum, en korn-
akrar í landinu eru um 200 hekt-
arar að stærð. Ilins vegar voru
framleiddar 970 smálestir af gras-
mjöli á árinu og 140 smálestir af
heykögglum. Kartöfluuppskera
var góð víðast hvar á láglendinu
sunnanlands, en nokkrar frost-
skemmdir urðu víða í uppsveitum.
Uppskera varð léleg í Austur-
Skaftafellssýslu, sæmileg í Eyja-
firði, en annars staðar á landinu
yfirieitt fremur léieg. Heildar-
framleiðsla af kartöflum var um
120 þúsund tunnur, eða helmingi
meiri en árið áður. Rófur spruttu
ágætlega sunnanlands og varð
uppskera með mesta móti. Sölufél.
garðyrkjumanna seldi grænmeti
á árinu fyrir um 17,7 milljónir
króna, sem var 1,1 milljón króna
meiri sala en árið áður.
Af einstökum tegundum græn-
metis var framleitt á árinu um
það bil sem hér segir: Tómatar,
313 tonn, gúrkur, 416 þús. stykki,
hvitkál, 260 tonn, blómkál 77 þús.
stykki, gulrætur, 130 tonn. Nokk-
urt magn af öðrum tegundum
grænmetis var ræktað til sölu.
Má þar nefna grænkál, rauðkál,
salat, steinselju, hreðkur, selju-
rót, blaðlauk, spergilkál, melónur,
næpur, pipar, toppkál og rósakál.
Samkvæmt upplýsingum frá
Sölufélaginu, verður uppskera
mun rýrari í ár.
ísl. sjónvarp
Framhald af 1 síðu.
sjónvarpið reyndar að byggja
mjög á þvi efni.
— Hvernig verður dagskráin til
að byrja með?
Hún verður samsett úr íslenzku
og erlendu efni, eins og ríð er að
búast. Sjálfur ramminn verður
auðvitað íslenzkur, og ríð mun-
um vonandi hafa fallega, íslenzka
stúlku sem þul. Ætlunin er að fá
æðstu ráðamenn landsins til við-
tals og láta reynda blaðamenn
tala við þá, en síðan koma erlend
ar seríur, sem vonandi verða ekki
lakari en það, sem fólk hefur
horft á. Fyrstu seríurnar verða
Steinaldarmennirnir, sem án efa
verða vinsælir, og sakamálasagan 1
„The Saint“ eftir Leslie Chartier, |
sem Bretar hafa gert úr afbragðs
sjónvarpsseríu. Þá verður einnig i
sería, sem er gerð úr gömlum, '
þöglum, kvikmyndum, og reynist
hún vonandi vel. Þegar frá líður
er hægt að velja úr miklum fjölda
af slikum framhaldsmyndum, og
verður vonandi gott samkomulag
um það. Þarf sannarlega ekki að
sýna sömu myndirnar aftur og
aftur.
— Hvað verður af innlendu
efni?
Ég hygg að íslenzku fréttirnar
verði bezta efnið, og munu sjón-
varpsnotendur hér á landi kom-
ast að þeirri niðurstöðu, að þeir
hafi aldrei séð eiginlegar sjón-
varpsfréttir fyrr. Þar að auki
verða margvíslegar dagskrár, þar
sem íslendingar munu koma fram,
og verður í fyrstu hressandi að
sjá fólk, sem áhorfendur þekkja
aðeins af afspurn. Einnig verða
skemmtidagskrár, og verður reynsl
an að sýna, hvernig það gengur.
— Getum við framleitt mikið
af íslenzku sjónvarpsefni?
Já, við getum það, en magnið
verður ekki mikið. Ég tel, að
starfsmenn sjónvarpsins hafi
hlotið mjög góða þjálfun og að
þeir séu ágætlega hæfir til sinna
starfa. Mín kynni af þessu unga
fólki — og sjónvarpið er starfs-
svið æskunnar- eru þau að það sé
lifandi og kunni sitt starf og við
megum vænta ágætra hluta frá
því. Þjóðin sem heild verður að
líta á sjónvarpið sem tilraun\ og
verður að lifa með starfsfólkinu
og taka þátt í starfinu. Þannig
verður sjónvarpið að þætti í þjóð
lífinu í stað þess að vera n’áðar-
brauð, sem er útdeilt af erlendu
stórveldi.
— Verða auglýsingar í sjón-
varpinu?
Skrifstofumaður
óskast nú þegar.
Upplýsingar á skrifstofunni.
Skipaútgerð ríkisins.
KENNARAR
Tvo kennara vantar að Barnaskólanum í
Hveragerði.
Hentugt fyrir hjón. Húsnæði fyrir hendi.
Aðeins klukkutíma ferð til Reykjavíkur.
Sendið umsókn strax til Gests Eyjólfsson-
ar, formanns skólanefndar, eða Valgarðs
Runólfssonar, skólastjóra og gefa þeir allar
nánari upplýsingar.
Hjartanlegar þakkir til allra hinna mörgu, er sýndu samúð og vinar-
Iiug við fráfall eiginmanns míns
Bjarna Jónssonar
, frá Galtafelli
ogl heiðruðu minningu hans á margvíslegan hátt.
Sesselja Guðmundsdóttir
og fjölskylda.
Merkjasala
Krabbameinsfélagsins
sunnudaginn 4. sept. '66
Afgreiðsla merkjanna fer fram kl. 10—11 á sunnudags-
morgun á eftirtöldum stöðum:
Álftamýrarskóla, Breiðagerðisskóla, Hlíðaskóla,
Melaskóla, Langholtsskóla, Laugalækjarskóla,
Laugarnesskóla. Mýrarhúsaskóla, Kársnesskóla,
Kópavogsskóla, Vesturbæjarskóla og Vogaskóla.
Enn fremur verða afgreidd merki í skrifstofu
félagsins að Suðurgötu 22.
FORELDRAR: Bendið börnunum á að selja merki fé-
lagsins. — Góð sölulaun.
Krabbameinsfélag íslands
Frá Gagnfræðaskólanum
í Hveragerði
Nokkrir nemendur geta enn fengið skóla-
vist í 2. og 3. bekk Gagnfræðaskólans í
Hveragerði.
Aðkomunemendum verður útvegað fæði og
húsnæði á einkaheimilum.
Skriflegar umsóknir ásamt afriti af próf-
skírtéini sendist skólastjóranum fyrir 10.
september.
f I. DEILD
Akranesvöllur:
í dag sunnudag 4. september kl. 16.00 leika
Í.A. - Í.B.A.
Dómari: Einar H. Hjartarson.
Ferð með Akraborginni kl. 13.30 og til baka
að leik loknum kl. 18.30.
II. DEILD
Laugardalsvöllur: ÚRSLIT
í dag sunnudag, 4. september kl. 16.00 leika
til úrslita
FRANl - BREIÐABLIK
Dómari: Baldur Þórðarson.
Hvort liðið leikur í I. deild 1967?
MÓTANEFND.
Já, þær verða fyrst í stað á
tveim tilgreindum tímum. Verða
það vonandi bæði innlendar og
erlendar vöruauglýsingar, sem
vonandf verða til skemmtunar
ekki síður en upplýsinga. Það
mun kosta 12.000 krónur á mín-
útu að auglýsa í sjónvarpinu, en
það má fá ágæta auglýsingu fyrir
einn sjötta hluta af því verði.
14 4. sepember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ