Alþýðublaðið - 04.09.1966, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.09.1966, Blaðsíða 3
BYLTINGIN ÉTUR... Mynd af Johnson er notu'ð' sem skotmark í kínverskum skóla. Það er- ævinlega 'hættulegt, þegar heil þjóð lifir stöðugt' við aðstæður, sem líkja má við það, að hún hafi fengið taugaáfall. Það var U Thant aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sem lýsli ástandinu í Kína með þessum orðum fyrir nokkru. Atburðir síðustu vikna hafa sannað okkur að þarna hafði hann rétt fyrir sér og í þessum orðum hans fólst mikill sanhleikur. Menningarbyltingin svokallaða í Kína hefur nú breytzt í skríls- æði af verstu tegund. Þetta á að vera einskonar uppgjör við ótil- tekna og oft óljósa óvini, og líka á þetta að vera einhverskonar uppgjör við önnur lönd, og þá sérstaklega Sovétríkin. Þeir fáu erlendu blaðamenn, sem enn fá að dveljast í Kína gera sitt bezta til að lýsa því, þegar unjglingarnir á aldrinum 10-20 ára, “rauða varðliðið,, vaða eins og villimenn um allar götur. En orðin eru Utilsmegnug til að lýsa þvi, sem þarna á sér nú stað. Til þess að geta lýst þessum at- burðum þarf að búa yfir hugar- flugi George Orwells, ógnvek- jandi frásagnarhæfileikum Edgar Allan Poe, og helzt þyrfti lýs- ándinn að vera gæddur þeim hæfi leikum Freuds, að geta skyggnzt inn í innstu kima sálarlífsins. Ef menningarbylting ,,Rauðu varðliðanna" hefði ekki, þegar haft í för með sér ýmis hörmu- leg atvik væri ekki fjarri lagi, að taka sömu afstöðu og sovézk blöð gerðu í upphafi menningarbylt- ingarinnar, þau litu á allt til- standið sem -allsherjar grín og gaman. Skemmdarfýsn. Unglingarnir vaða í hópum eins og villimenn: um götur kínverskra bæja og borga og eyðileggja gjarnan flest sem fyrir verður, verzlanir og listasöfn jafnt sem annað. Allir sem unglingamir telja að sýni „borgaralegar tilhneig ingar“ eru auðmýktir sem frekast má vera og jafnvel misþyrmt hrottalega. Vaðið er inn á heimili og allt þar brotið og bramlað. Saklausir vegfarendur verða fyr- ir barði lýðsins og eru bundnir við staura, krúnurakaðir eða fest er á þá skilti, sem á stendur letrað: Ég er óvinur menningar- bytingarinnar. Það er höfuðsök að vera síðhærður og jafnvel það eitt að ganga með belti er ung- Ungunum ástæða til árásar. Krakkalýðurinn lýsir þvi að sól- gleraugu, frímerkjasöfn og vara- litir séu „óvinir ríkisins", og umferðarljósum skal snúið við, þannig að nú þýðir grænt ljós stopp, en ekki rautt eins og áður, - því rautt er eins og allir vita litur byltingarinnar. Þá verður ennfremur bannað að gefa skip- anir um að líta til hægri heldur skulu allir nú í Maós heilaga nafni snúa sér til vinstri. Götur skírðar upp. Prince Well Avenue í Peking hefur verið skírð upp og heitir nú „Gata byltingarinnar miklu“. Torg hins himneska friðar sem áður hét heitir nú „Torg austan- vindarins.“ Kínverskir komm- únistar geta ekki verið þekktir fyrir að kenna staði við himin eða frið. Slík hugtök eru þeim framandi. Gatan, sem sovézka sendiráðið stendur við hefur einn ig verið 'heiðruð með nýju nafni. Hið 17 ára gamla kínverska alþýðulýðveldi hefur fengið barna sjúkdóm byltingarinnar sem yfir leitt gerir vart við sig strax fyrsta árið eftir að bylting hefur átt sér stað. Það má líkja þessu við fyrstu ógnardagana ; eftir 'bylt- inguna í Rússlandi, ' eða ógnar- stjórnina á tímum frÖnsku stjórn- arbyltingarinhar. Stjórnleysi. Þau öfl sem nú ráða og vaða uppi eru stjómlaus með öllu. Varnarmálaráðherrann Lin Piao, sem nú er talinn líklegastur eftir maður Maos veit nú að yfir- völdin geta ekki haft stjórn á æskulýðnum, nema þá ef til vill með hervaldi, en slíkt mundi þýða borgarastyrjöld. Nemendumir hafa eins og hjá Goethe vaxið lærifeðr unum yfir höfuð. Aukin andstaða mætir nú „rauða varðliðinu". Talið er að fjórtán unglingar að minnsta kosti hafi verið drepnir síðan byltingin hófst. Dagblað alþýðunnar, málpípa stjómarinnar hefur hvatt unga fólkið til að gera út um skoðana mismuninn með rökræðum, en ekki með hnúum og hhefum. Þessu hefur lítið verið sinnt enn sem komið er, og mennirnir á toppn um stjórna nú ekki lengur atburða rásinni, heldur hún þeim. Þeir eru fangar eigin áróðurs og stefnu. Útlendingahatur. Það er ekki aðeins að þessa dagana séu þúsundir heimila og verzlana lögð í rústir, li^ldur einnig margar menjar um alda gamla menningu Kínverja, sem óður krakkaskríllinn hefur ráðizt á og jafnað við jörðu. Það tjón verður aldrei bætt, þótt þessi ó læti kunni að líða hjá innanstund ar. Þar hefur þegar verið unnið óbætanlegt tjón. Kínverjar eru ekki aðeins að efna til uppgjörs við fortíðina og augnabliks óvini ríkisins heldur eru þeir að gera uop sakir við sjálfa sig. Þeir era að fremja harakiri, eins og erlend ur blaðamaður hefur orðað það. Tekizt hefur að vekja upp hið gamla útlendingahatur, sem kann að hafa verið grunnt á í hugum margra Kinverja og einangrunin er lofuð og prísuð — einskonar boxarauppreisn í nýrri utgáfu. Fyrr var Kínamúrinn byggður til varnar útlendingum, en nú gegnir Rauða varðliðið hlutverki hans. Lin Piao varanarmálaráðherra hef ur gert sér ljóst, að her sem ei eru í nema 2,7 milljónir manna er alls endis ónógur til að berjast fyrir þjóð sem telur 700—800 milljón ir íbúa. Þetta er ein af ástæð unum til þess að „Rauða varð liðinu“ var komið á laggirnar. Gagnbylting. Fyrir tveim vikum síðan kom Lin Piao á fót heilli hersingu af nefndum og undirnefndum og und ir-undirnefndum, sem allar eiga að- þjóna menningarbyltingu ör- eiganna. Þessar nefndir og ráð áttu að geta komið í stað allra flokksstofnana á vegum kínverska kommúnistaflokksins, ef flokkur inn setti sig á móti menningarbylt ingunni. Það sem nú á sér með öðram orðum stað í Kína er eins konar gagnbylting og sá sem stjórnar henni og hefur all’a þræði í hendi sér er Lin Piao og með þessu er hann að treysta völd sín og sjálfan sig í sessi. Þessvegna er hreinsunum meðal æðstu ráða manna enn ekki lokið og líklegt er að næsta fórnarlambið verði Lin Chao - chi, sem að nafninu til er forseti ríkisins, og enn aðr:r munu svo fylgja í kjölfar hans. Ýmislegt bendir janfvel til að sjálfur Sjú- en Lai og jafnvel hofuðpaurínn Mao séu í hættu. Margvísleg ólæti liafa undan- farna daga átt sér stað i tan við sovézka sendiráðið, þrátt fyrir havð orð og endurtekin mótmæli Rússa Þetta kann að hafa það í för jrícð sér að Rússar grípi til einhvfehra sterkari mótaðgei-ða. en þeir til bessa hafa beitt. Afleiðinfifarnar. Ýmislegt bendir til þess að bessi svokallaða menninigarbylitíng hafi það í för með sér að áíhrif Kina í Asíu fari þverrandi. Komm únistaflokkarnir í Janan, Norður Kóreu og jafnvel Norður-Vfetham menn virðast nú hallast æ rneira að Rússum, en beir tóku áðúr ó- spart, málstað Kínverja í deilum Slagorð byltinearinnar í Kína virðist vera: Niður með allt! Hver getur í alvöra ætlazt til i þess að þjóð sem ekki einu sinni getur stiórnað sjálfri sér, ver.ði forj'stuþjóð í Asíu. 4. sepember 1966 --- ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.