Alþýðublaðið - 08.09.1966, Síða 9

Alþýðublaðið - 08.09.1966, Síða 9
Gunnar Frederiksen. — Við hverja hefur þér fallið bezt. — Ég kann nú bezt við Dani allra útlendinga. Þeir eru heið- ursfólk. Og það er dálítið ein- kennileg tilviljun, að þeir, sem tala verst um Dani, þekkja þá yfirleitt ekkert. Ég man t. d. eft- ir manni einum, sem ég var meö í samkvæmi, hann átti ekki nógu sterk orð yfir ómennsku danskra og úthúðaði þeim á alla vegu. Við nánari athugun kom í ljós, áð maðurinn hafði aldrei til Dan- merkur komið, kunni varla órð í dönsku og þekkti engan Dana per- sónulega. * í farþegarýminu ganga flug- freyjurnar um beina og hafa ær- ið að gera, enda virðist næring- arþörf farþeganna mikil þær stund- ir, sem flugferðin varir. Okkur tekst þó að taka eina þeirra, Þór- hildi Þorsteinsdóttur, tali smá- stund. — Ég byrjaði sem flugfreyja hjá félaginu árið 1963, en hafði áður starfað á skrifstofu þess í fimm ár. Ingólfur Guðmundsson i — Byrjið’ þið strax í utanlands flugi? — Nei, fyrst fljúgum við ein- göngu innanlands. — Er innanlandsflugið eins skemmtilegt? — Það er ekkert síður, einkum eftir komu Friendship-skrúfuþot- anna. — Hver finnst þér fallegasta flugleiðin innanlands? — Leiðin á milli Reykjavíkur og Hornafjarðar. — Kemur það ekki stundum fyrir, áð þið verðíð að dúsa dög- um-sáman úti á landi vegna veð- tfrS? — Það á sér einstaka sinnum stað, einkum í mesta skammdeg- inu, þegar veður breytist oft fyr- irvaralitið. í eina skiptið, sem ég hef orðið fyrir slíku, þá var það af öðrum sökum. Það var í desem- ber 1963, að við urðum að vera um kyrrt á Egilsstöðum dögum saman vegna verkfalls Dagsbrún- ar. Við vorum búin að sætta okk- ur við það að halda jólin hátíðleg fyrir austan, en svo leystist deilan og við komum suður 21. desember. Frægasta klukka Lundúna og heimsins, Big Ben. Þórhildur Þorsteinsdóttir. — En nú flýgur þú eingöngu á millilandaleiðum? — Já. — Eru farþegarnir ekki mis- jafnlega erfiðir viðfangs?. — Það má ef tii vill orða það svo. íslendingar kaupa mest allra farþega, engu líkara en að krepputímar ríktu í landinu, og þannig má segja, að þeir séu erf: iðari en útlendingar, þótt það sé hins vegar ánægjulegt hve al- - mennt það er hér á landi, að fólk fari á milli landa og án þess-að- vera n.ýztu nöf f járhagslega. Ann- ars verð ég, að segja .það,, að ÍBret-• ar finnast mér beztu farþegarnir, sökum kurteisi og ljúfmennsku, sem er þeim svo eðlileg. — Ber það aldrei við, að far- þegi bryddi á bónorði Við flug- freyju? — Það held ég ekki. Þetta eru ekki það langar flugleiðir, að tími sé til að fara inn á svo „intím” svið. Aftur á móti er ekki óal- gengt, að farþegar, einkum út- lendingar, bjóði flugfreyjum út eins og það er kallað. Það er hins vegar rétt að það fylgi með, að slík boð eru yfirleitt ekki þegin! — Eruð þið aldrei hræddar við að fljúga? — Nei, hreint ekki, við treyst- um út í æsar okkar ágætu flug- mönnum. Við höfum oft Ient í slæmum veðrum, sérstaklega í innanlandsflugi og það hvarflar aldrei að okkur ótti. Það er eng- in ástæða fyrir fólk að vera hrætt við að fljúga, þar sem ör- yggi í flugvélum er mun meira en mpð samgöngutækjum á jörðu niðri. — — Skömmu síðar biður Þórhildur farþega að spenna á sig öryggis- heltin, og „Skýfaxi” lendir á Lundúnaflugvelli, mjúklega — og örugglega. Frá Sjúkrasamlðgi Reykjavíkur Vegna tíðra fyrirspurna frá samlagsmönn- um hefir samlagið látið prenta skrá um helztu greiðslur, sem samlagsmönnum ber sjálfum að inna af höndum fyrir læknis- hjálp. Skráin er afhent í afgreiðslu samlags ins, Tryggvagötu 28. Sjukrasamlag Reykjavíkur. Læknisstaða Staða sérfræðings í lyflækningum er laus til urnsóknar við lyflæknisdeild Land- spítalans. Laun samkvæmt samningum Læknafélags Reykjavíkur og stjórnar- nefndar ríkisspítalanna. Umsóknir með upplýsingum um aldur, námsferil og fyrri störf sendist stjórnar- nefnd ríkisspítalanna, Klapparstíg 29. fyr ir 10. október 1966. Reykjavík,7.september 1966. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA. óskast að Sjúkrahúsi Hvítaba’ndsins. Upplýsingar gefur yfirhjúkrunarkonan í síma 13744. k Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. Hluthafafundur í Bræðslufélagi Keflavíkur hf. verður hald- inn í Aðalveri, Keflavík laugardaginn 10. sept. 1966 kl. 2.30 eftir hádegi. Fundarefni: Tilboð í hlutabréf hluthafa. Áríðandi að allir hluthafar mæti, eða feli öðrum hluthöfum lögleg umboð. STJÓRNIN. mikiö úrval 8. september 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 0

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.