Alþýðublaðið - 10.09.1966, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.09.1966, Blaðsíða 3
 Aukin aðstoð Rússa við Norður - Vietnam MOSKVV, 9. september (NTB- Reuter) — Leiðtogi sovézka komm únistaflokksins, Leonid Bresnev, ræddi í dag við Le Tanh Nghi, varaforsætisráðherra N orður-Viet nam, sem dvalizt hefur í Moskvu síðan á tnánudaginn, en engar upp lýsingar hafa verið gefnar um við ræöurnar. Nghi mun vera á ferða lagi um Austur-Evrópu að leita eftir efnahagslegri aðstoð. Við- staddir fundinn í dag voru Mik- hail Suslov og Jury Andropov, sem báðir fjalla um samskipti við erlenda kommúnistaflokka, og bendir það til þess að pólitísk mál hafi fremur borið á góma en efnahagsmál. Hendrik Ottóson fréttamaður látinn í gær lézt á Landsspítalanum í Reykjavík Hendrik Ottósson frétla maður. 68 ára að aldri. Hendrik var fæddur í R-vík, 8. okt. 1897 Hann var sonur Ottós N. Þorláks sonar skipstjóra og konu hans Caroline E. R. Siemsen. Hendrik varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík, árið 1918, cand, phil. frá Háskóla íslands 1920 og stund aði laganám við Háskóla íslands 1920—25. Hann nam og við Lund (tenaliáskóla málvHsindj veturinn 1933. Hendrik stofnaði málaskóla í Reykjavík og rak liann í 16 ár Frá árinu 1946 starfaði hann á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Hendrik tók snemma þátt í stórnmálum. Hann var einn af stofnendum Jafnaðarmannafélags Reykjavíkur 1917 og sat í stjórn þess 1920 og aftur á árunum 1922 —27. Hann starfaði einnig um langt skeið í Stórstúku íslands Hendrik var kunnur af ritstörf um sínum og meðal ritverka hans má nefna: Svikamiðillinn Einar Nielsen, Frá Hlíðarhúsum til Bjarmalands, Vegamót og Vopna gnýr, Gvendur Jóns og ég I—IV. ög Hvíta stríðið. Kona hans Jo hanna lifir mann sinn. Fréttir um að búast megi við að dregið verði úr styrjaldarað- gerðum í Vietnam eru dregnar mjög í efa í Moskvu, og þau orð Chen Yi, utanríkisráðherra Kina, að möguleikar ættu að vera á samningum í Vietnamdeilunni, eru ekki talin mikilvæg. Ekki er heldur talið líklegt, að breyting verði á utanríkisstefnu Kínverja vegna „menningarbyltingarinnar“. í Moskvu er þvert á móti varað við óskhyggju í Vietnamdeilunni, sem er talin alvarlegri en nokkru sinni fyrr. Áreiðanlegar heimildir herma, að Norður-Vietnammenn hafi þvert á móti beðið Rússa um að auka hlutdeild sína í styrjöldinni, og margt bendir til harðnandi af- stöðu Rússa. Rodion Malinovsky landvarnarráðherra sagði í gær að þúsundir sovézkra ungmenna væru þess albúnir að berjast sem sjálfboðaliðar í Vietnam. Blöð í Moskvu hafa birt margar myndir af sovézkum eldflaugum og ráðu- nautum í Vietnam. í Washington var frá því skýrt í dag, að Johnson forseti hefði árangurslaust reynt að fá de Gaulle forseta til að stuðla að viðræðum um lausn í Vietnamdeil unni þegar hann var í heimsókn sinni í Kambodíu á dögunum. Bréf með tillögum Bandaríkjamanna til lausnar deilunni var sent franska utanríkisráðherranum áður en de Eldgos á Iðnsýningu í dag er dagur efnaiðnaðarins á Iðnsýninguimi og í tilefni af því hefur verið útbúið gjósandi eld fjall á sýningunni. Á morgun (sunnudag) verða fluttir tveir leik þættir og meðal annars kemur þar fram Skalla-Grímur Kveld- úlfsson. Gaulle hélt til Kambodíu, en Frakk landsforseti minntist ekki á þess- ar tillögur í ræðu sinni í Phnom Penh. Sú ályktun er dregin af þessu, að de Gaulle hafi að yfir- lögðu ráði virt skoðanir Banda ríkjastjórnar að vettugi. Kirkjudagur Oháða safn- aðarins er á morgun Rvík, ÓTJ. HINN- árlegi kirkjudagur Óháða safnaðárins verður næstkomandi sunnudag. Dagskráin hefst með guðsþjónustu klukkan tvö í kirkju safnaðarins við Háteigsveg. Að lokinni messu hafa konur úr kven félagi safnaðarins kaffisölu til ágóða fyrir starfsemi sína, og verða veitingarnar glæsilegar að vanda. Kaffisalan verður í safnaðarlieim ilinu Kirkjubæ. Að lokum verður svo, kirkjukvöldvaka sem hefst kl. hálf níu. Kirkjukór Langholts- sóknar kemur í heimsókn og syng undir stjórn organista síns, Jóns Stefánssonar. Björn Emilsson sýnir kvikmyndir og litskugga- myndir frá vesturheimi, þar sem hann dvaldist sem skiptinemi á á vegum þjóðkirkjunnar síðastlið ið ár. Ilin litla fallega kirkja Ó- háða safnaðarins var máluð að nýju fyrir skömmu síðan, í sömu litum og í upphafi. Hótel Akranes. Hétel Akranes selt á uppboði fyrir 3 miifij. Akranesi 9. 9. - Hdan. Hótel Akraness var selt á op inberu uppboði er liófst í hót elinu kl. 14.00 í dag. Margt manna var þarna sam ankomið er uppboðið hófst enda höfðu þar margir hagsmuna að gæta, þar sem áhvílandi skuld ir á hótelinu voru á milli 5 og 6 milljónir kr. á 14 veðrétt um. Uppboðsshaldarinn, Þórliall ur Sæmundsson bæjarfógeti á Akranesi setti uppboðið eins oig áður er sagt kl. 14.00 og lýsti fyrst uppboðsskilmálum og gerði síðan grein fyrir skuld um sem á eigninni hvíldu. Fyrsta tilboð í eignina voru (300 þlísund frá hanjlhöfum 2 verðréttar. Handhafar 4 veð réttar hækkuðu boðiS í 1. millj ón Þá bauð ferðamálasjóður 2,9 milljónir en Gísli Ólafsson hjá Tryggingamiðstöðinni, sem bauð i eignina fyrir handhafa 7. veðréttar hækkaði tilboðið um 100 þús. kr. Ekki buðu fleiri í og var þvi Gísla slegin eignin á 3 millj ónir kr.. Síðasti eigandi hótels ins var Kristján Runólfsson og rak hann það í 2 ár og átta mán uði, en hann hætti rekstri þess á sl. vori. Akranes hefur því verið hótellaust í allt sumar og hefur það verið baigalegt eins og gefur að skijja. Ekki er vitað hvað hinir nýju eigendur hyggjast fyrir með hótelið. Þórhallur Sæmundsson bæjarstjóri og Kristján Runólfsson að loknu uppboðinu. Iðnþingið fagnaði hinni nýju iðnfræðslulöggjöf í morgun heimsóttu iðnþingfull trúar Iðnsýninguna 1966 en síðan hélt Arne Haar, skrifstofustjóri í norska iðnaðarmálaráðuneytinu, erindi um hag iðnaðarins í Nor- egi. Skýrði hann frá ráðstöfunum, sem gerðar hafa verið þar í landi til þess að aðstoða iðnfyrirtæki við að laga sig að breyttum mark- aðsaðstaeðum eftir að Norðmenn gerðust aðilar að Fríverzlunar- bandalagi Evrópu. Aukið frelsi í viðskiptum hefur gert norskum iðnfyrirtækjum kleift að hefja framleiðslu fyrir erlendan markað. en með aðild að Fríverzlunarbánda laginu fékk norskur iðnaður að- gang að 100 millj. manna mark- aði. Þetta hafa norsk iðnfyrir- tæki notfært sér í vaxandi mæli og hefur t.d. útflutningsverðmæti iðnaðarins aukizt úr 1 milljarði N. kr. árið 1960 í ca. 2,5 miljjarð N. kr. árið 1965. Iðnfyrirtækin hafa tekið upp aukna sérhæfingu í framleiðslu og þannig styrkt n 1 i cíXÍt . 10. september 1966 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ J-.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.