Alþýðublaðið - 11.09.1966, Qupperneq 4
Kitstjörar: Gyltl Gröndal (Éb.) og Benedikt Gröndal. — JUtstjómarfuli-
trúl: Eiöur GuOnason. — Síœar: 14900-14903 — Auglýsingasími: 14896.
ABaetur AJþýöuhúsíB vlO Hverflsgötu, Reykjavík. — PrsntsmiOJa Alþýöu
blsOsina. — Aakriftargjald kr. 95.00 — I lausásölu luf. 7.00 eintaklO.
Utgefandl AlþýOuflokkurlnn.
Barátta Wilsons
ÞING BREZKA alþýðusambandsins, sem haldið var
i síðustu viku, vakti mikla athygli. Þar voru til um-
ræðu ráðstafanir til stöðvunar á kaupgjaldi og ágóða,
sem ríkisstjórn Harold Wilsons hefur gert. Fór svo, að
þingið samþykkti stuðning við bindinguna.
í fyrsta lagi er athyglisvert, hversu óháð brezku
iverkalýðsfélögin eru, og hvernig þau taka málefna-
lega afstöðu til dægurmála. Þau eru nálega öll í nán-
um tengslum við Verkamannaflokkinn og leiðtogar
þeirra með fáum undantekningum yfirlýstir flokks-
menn- Samt ræður flokkurinn ekki skilyrðislaust gerð
um félaganna, eins og ætla mætti eftir þeim flokksá-
hrifum, sem þekk jast í sumum öðrum löndum. Wilson
verður að berjast fyrir stuðningi við hinar erfiðu að-
gerðir og sannfæra verkalýðsfélögin um að hjá þeim
hafi ekki verið komizt. Allt gerist þetta fyrir opnum
tjöldum.
í öðru lagi er athyglisvert, að hið brezka alþýðusam-
bandsþing skyldi að lokum veita stuðning sinn svo rót
tækum ráðstöfunum. Munu.fá dæmi um svo víðtæka
bindingu til að stemma stigu við verðbólgu, bæta gjald
eyrisstöðu og forða gengisfalli. Margt af því, sem felst
í ráðstöfunum Wilsons, brýtur í bága við stefnu, sem
hefur verið og er verkalýðssinnum kær og má raunar
segja það um öll afskipti ríkisvaldsins af kjarasamn-
ingum. Hins vegar er reynslan sú í hverju landi á fæt
ur öðru, að nauðsyn brýtur lög í þessum efnum- Það
ástand getur skapazt, að hagsmunir launþega sjálfra
krefjist þess, að gripið sé til óvenjulegra aðgerða. Þá
horfast þessir flokkar í augu við staðreyndir og gera
það, sem gera þarf.
í þriðja og síðasta lagi er það athyglisvert við að-
gerðir Wilsons, að hann telur stuðning alþýðusam-
bandsins grundvallaratriði. Hann hefur sterkan meiri
hluta á þingi og getur knúið í gegn löggiöf um stöðv-
un. En hann telur, að slík löggiöf sé reist á sandi, ef
verkalýðshreyfingin fæst ekki til að samþyk'kja hana.
Svo mun og vera í flestum frjálsum löndum, að vald-
boð leysir færri vandamál en það skapar. Þurfi að
gríoa til óvenjidegra eða róttækra ráðstafana í baráttu
við verðbólgu eða önnur vandamál, er nauðsynlegt að
trýpgja sem víðtækastan stuðning við þær.
■ - ?. 1
ýandamál Bieta eru mjög alvarlegs eðlis. Þeir berj
ast fyrir stöðu sinni sem eitt af stórveldum albjóð-
legra fjármála og mundu telia mikið áfall, ef sú bar-
átta tækist ekki. Þess vegna greip Wilson til svo alvar-
legra ráðstafana og þess vegna hlaut hann hinn mikil-
væga stuðning TUC — brezka alþýðusambandsins-.
4 11. september 1966 ~ ALÞÝÐUBLAÐIÐ
>ITIT ■■■^7' //
NsA''- V BaHæEs
VANDAÐASTA OG FJÖLBREYTTASTA
Á MARKADNUM. 5 ÁRA ÁBYROÐ.
ELDHUSIÐ
Vib bjööum yöur aó skoba stærsiu sýningu á eldhúsum
hér á landi. Tvö eldhús ásamt þvotta- og vinnuherbergi
til sýnis i sýningarsal okkar SÍflUMÚLA
Mg
Sibumúla 11.20885
ELDHUS
★ NORÐMENN- FARA
í BORGARFJÖRÐ.
Það er athyglisvert í sambandi
við ferðir opinberra gesta hér á landi, að þeir
ferðast flestir eða allir austur fyrir f jall, en horskir
ráðamenn fara svo til allir í Borgarfjörð. Þykir
þeim nauðsyn að sjá Reykholt og sýna Snorra á
þann liátt virðingu sína, og er það góður siður.
Vandinn við slíkar ferðir til
Borgarfjarðardala er hin langa leið umhverfis
Hvalfjörð. Vegurinn hefur að vísu batnað mikið
og ferðin stytzt, en þó er leiðin löng. Það tekur
á þriðju klukkustund að komast í mitt hérað. Þess
vegna var t. d. valin sú leið með Borten forsætis-
ráðiierra, að sigla ó varðskipi yfir flóann.
Borgarfjörður er mikið, fagurt
og fjölbreytt hérað. Á ferðamannastraumur þang-
að eftir að aukast gífurlega og heil svæði, til dæm-
is Skorradalur, verða í framtíðinni meðal helztu
útivistarsvæða fólks í þétthýlinu. Er raunar fjöldi
sumarbústaða að rísa á skógi vöxnum bökkum
Skorradalsvatns undir hliðum Skarðshlíðar.
Fagrir staðir eru raunar fjöl-
margir I héraðinu, veiðiár og vötn, skógar, hraun,
fjöil, jöklar, laugar. Þar er eitt mesta skólahérað
landsins með héraðsskóla, kvennaskóla, bænda-
skóla, samvinnuskóla og barna- og unglingaskóla.
I
★ HVAÐ UM
FARARTÁLMANN ?
Hvalfjörðurinn er mikill farar-
tálmi, sem raunar veldur meiri erfiðleikum fyrir
nauðsynlega umferð og flutninga atvinnuvega og
annarrar þjónustu en fyrir ferðamenn. Nú er um-
ferð þó orðin svo mikil, að vegurinn frá Reykja-
vik upp í miðjan Borgarfjörð er kominn í tölu
nraðbrauta. Hvernig væri nú að koma upp ferjunni
á Hvalfjörð og olíubera helztu vegarkafla, sem
eru nægilega vel gerðir til að slíkt sé hægt? Tök-
um til dæmis aðalbrautirnar um mið-héruðin, frá
Þyrli um Leirár-og Melasveit, undir Hafnarfjalli
og þvert yfir Borgarfjörð. Þyrfti að gera mjög
mikið til að hægt væri að olíubera þennan veg
eins og veginn í gegnum Gálgahraun (til Álfta-
ness).
Það 'sitja 30 þús. íslendingar
undir stýri bifreiðar á hverjum degi. Þess vegna
eru vegamálin orðin svo brýnt vandamál, sérstak-
lega, þar sem umferð er mest.