Alþýðublaðið - 11.09.1966, Blaðsíða 6
|l Hjónakorn |
j ásiglingu |!
Franski leikstjórinn Roger Va-
dim, sem einu sinni var kvæntur
Brigitte Bardot, sést hér sigia
báti sínum við strönd Suður-Frakk
iands. Farþegi hans er eiginkona
númer 3, Jane Fonda, dóttir leik-
arans Henry Fonda, en þau hjóna
kornin dvelja um þessar mundir
á frönsku Rivierunni og njóta
þar veðurblíðunnar.
Svolítið um
Einstein
□ Albert Einstein hafði áhuga
á næstum öllu og sérhver gestur
naut óskiptrar athygli hans. En
stundum kom það fyrir, að hann
stóð skyndilega upp — jafnvel í
miðri setningu — og sagði afsak-
andi: „Nú verð ég að vinna.“
Að svo mæltu fór hann beint á
vinnustofu sína, en lét eiginkonu
Framhald á 10. síðu.
LEIKARAR GEIA LÍKA VERIÐ FEIMNIR
Á eyðiströnd ‘nálægt St. Tropez
busluðu fyrir skömmu í sjónum
tvær kunnustu kvikmyndastjörn-
Bretlands. En fyrir Audrey
Hepburn og Albert Finney var
þessi baðstrandarleikur alvarlegt
mál. Audrey, sem nú er 37 ára
gömul, er um þessar mundir að I úr fyrri myndum. Áður en taka
leika í myndinni „Two for the þessa atriðis hófst var hún svo
Road“, og í þeirri mynd á hún j taugaspennt, að rétt þótti að þau
að taka þátt í ástríðufullu svefn- dveldu um stund á ströndinni og
herbergisatriði með Albert Fin- j slöppuðu af áður en til alvörunnar
ney, en slíku er hún ekki vön : kæmi.
Morð í sjónvðrpinu
eru hoil skemmtun
Dáleiðsla er gagnleg
» Ungverskur verkamaður, Szand
or Molnar, týndi fjölskyldu sinni
í stríðinu, þá var hann 11 ára
gamall. Nú hefur hann haft upp
á ættingjum sínum og bernsku
heimili. Þegar hann týndist lenti
hann í Ungverjalandi og þar fékk
hann nýtt nafn, en hann mundi
alltaf eftir því, að hann hafði
átt heima annars staðar. Og ný-
lega fór hann til sérfræðings í
dáleiðslu og lét dáleiða sig til að
reyna að' komast að raun um,
hver hann raunverulega væri, og
í dáleiðsluástandinu byrjaði
hann allt í einu að tala rússnesku
og sagði þá frá atburðum úr
bernsku sinni. En annars talaði
! hann bara ungversku. Þegar
I læknirinn spurði hann um nafn-
ið á þorpinu, sem hann hefði átt
heima í, svaraði hann hiklaust
Olhovka.
Og nýlega heimsótti svo Szand-
or Molnar þorpið Olhovka ásamt
konu sinni og blaðamanni. Olhov-
ka. er nálægt Lugansk í ■ Suður-'
Ukraníu. Móðir Szandors er enn
á lífi og býr í sama húsinu og
Szandor fæddist í — og það varð
fagnaðarfundur er hún heimti
aftur son sinn, sem hún hafði
fyrir löngu gefið upp von um að
sjá nokkurn tíma aftur.
SMURIBRAUÐ
SNITTUR
BRAUÐSTOFAN
Vesturgötu 25.
Sími 16012.
Opið frá kl. 9—23,30.
Bifreiða@!gendur
sprautum og réttum
Fljót afgreiðsla.
Bifreiðaverkstæðið
VESTURÁS H.F.
Súðarvog 30, sími 35740.
— Einn af mörgum kostum sjón
varpsins er sá, að það hefur flutt
morð inn á heimilin. Því að ein-
mitt þar eiga þau heima! Fólk
hefur, ef satt skal segja, bara gott
af því að sjá þau. Það veitir útrás
innibyrgðum árásarhneigðum.
Alfred Hitchcock er a. m. k.
ekki leiður á þeim. Hann er ný-
lega orðinn 68 ára og var fyrir
skömmu viðstaddur frumsýningu
á 50. kvikmynd sinni. Það var
einmitt í því sambandi, sem hann
tjáði sjónvarpsskoðanir sínar á
Lundúnafhgvellinum.
— Morð í sjónvarpinu veitir á-
horfcndum alla ánægjuna, en los-
ar þá við >11 óþægindi. Þess ger-
ist engin þörf að fjarlægja lík
eða afmá verksummerki. Þannig
hefur morðið verið tilreitt sem
augnagaman.
— Ég er sannfærður um það,
að flestir eru mér sammála um
Framhald á 10. síðu.
0 11. september 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ