Alþýðublaðið - 11.09.1966, Blaðsíða 8
47. ARG., 1. HEFTI
JÁNÚAR-JÚNÍ 1966
ÍÍMARIT SÁLARRAHMSðlíNAFÍLABS ÍSlAHDS
EKKI alls fyrir löngu birtist
í auglýsingadálkum blaðanna svo-
felld klausa undir fyrirsögninni
Þú lifir eftir dauðann:
„í meira en hálfa öld hafa sál-
arrannsóknir hæfustu vísinda-
manna mannkynsins mætt kjána-
legri andstöðu hálfgeggjaðra trú-
arofstækismanna og „alviturra"
efnishyggjumanna. Þrátt fyrir
þetta vita nú tugmilljónir manna
um heim allan að tekizt hefur að
sanna svo ekki er um að villast
að maðurinn lifir líkamsdauðann.
Samvizkusamir vísindamenn, laus
ir við allan lærdómsbelging, hafa
varið löngum tíma í rannsóknir
á ðllum tegundum miðilsfyrir-
bæra og undantekningarlaust
sannfærzt um að mannssálin lifir
eftir dauðann."
•Fleiri auglýsingar kunna að
hafa birzt í svipuðum dúr. En
nokkru síðar var þessari auglýs-
ingu fylgt eftir með annarri sem
nefndist Hvar eru hinir fram-
lifínu? og hljóðar svo:
,„Ef sannleikurinn hefði eins
mikið fé til umráða og lygin
myndi hvert mannsbarn í dag
vita að maðurinn lifir eftir lík-
amsdauðann. Vísindin eru fyrir
löngu búin að sanna þetta. Já,
ekki aðeins sanna — heldur
margsanna. En þetta hefur enga
hernaðarþýðingu — svo vitað sé
— og þess vegna, meðal annars,
hafa ríkisstjórnir stórveldanna
lítinn áhuga á málinu — enn sem
komið er. Frægir vísindamenn og
einstaklingar (jafnvel ráðherrar
og önnur „stórmenni"!) eru þó
)öngu sannfærðir um að fleira er
til en puttinn kemst í.
Okkar efnisheimur er gisinn og
grisjóttur samanborið við hinn
varanlega „efnisheim“ hinna
framliðnu. „Efni“ þess heims er
miklu þéttara og stöðugra en
nökkuð það efni sem venjif.egt
fólk sér í kringunl sig. Sveiflu-
hraðinn (önnur bylgjulengd) ger-
ir hann ósýnilegan í okkar aug-
um enda þótt hann sé rétt við
nefið á okkur og bæði sýnilegur
og áþreifanlegur þeim, sem þar
lifa og starfa.“
Báðar þessar auglýsingar voru
undirritaðar af Morgni, tímariti
Sálarrannsóknafélags íslands:
„'Morgunn, tímarit Sálarrann-
sóknafélags íslands, fræðir okkur
bezt um þessi mál. Forðist for-
heimskunaröflin! Gerizt áskrif-
endur að Morgni. Tvö hefti, vönd-
uð<og fjölbrevtt. koma út á ári, kr.
50 eintakið fyrir áskrifendur og
gréiðist eftir á. Sendið nafn og
heimilisfang: Morgunn, pósthólf
433, Reykjavík."
★
ÞEIR sem hafa tekið auglýs-
ingar þessar á orðinu, vilja forð-
ast forheimskunaröflin, fýsir að
kynna sér margfaldar sannanir vís-
indanna fyrir lífi sínu eftir dauð-
ann, kjósa að vera í flokk með
vinsælum og víðfrægum vísinda-
mönnum, ráðherrum og öðru stór-
menni fremur en efnishyggju-
mönnum og trúbjálfum — það
fólk hefur fengið í hendur tíma-
ritið Morgun, Ista hefti 47da
árgangs, janúar—júní 1966, 80
bls. að stærð auk auglýsinga. Rit-
stjóri þess er séra Sveinn Vík-
ingur, fyrrum biskupsritari, en
forseti Sálarrannsóknafélags ís-
l3hds mun nú vera séra Jón Auð-
uns dómprófastur í Reykjavík.
Það virðist ekki liklegt, því
miður, að rit þetta verði til að
greiða úr gátum lífs og dauða
fyrir lesendum sínum. Hins veg-
ar kunna hinar sérkenniiegu aug- |
lýsingar Morguns að verða skilj-
anlegri en ella með hliðsjón af
efni ritsins.
Efni Morguns þessu sinni
greinist sundur í tvo nokkurn
veginn jafna hluta. Annars veg-
ar er hinn „fræðilegi" efnisþátt-
ur ritsins, þar sem gerðar eru
upp sakir við „hálfgeggjaða trú-
arofstækismenn" og „alvitra efn-
ishyggjumenn," sbr. auglýsing-
una, greinar eftir séra Benja-
mín Kristjárisson, Raynor C.
Johnson, ástralskan eðlisfræðing,
og frásögn ritstjórans af
„stærstu sálarrannsóknastöð í
heimi,“ sem er stofnun við Duke-
háskólann í Bandaríkjunum sem
fæst við rannsóknir á dularsál-
fræði svonefndri, eða parapsykó-
lógíu, undir forstöðu hins nafn-
kunna dr. J. B. Rhine. Hins veg-
ar eru alþýðlegri „fræði“, fyrir-
burðasögur ýmsar, frásagnir um
kynleg atvik, berdreymni og
skyggni. Sumt af þessu er inn-
lent: spil hverfa úr lokuðum skáp
og koma til skila löngu síðar, konu
dreymir yfirvofandi bílslys, Lára
miðill sér fyrir Surtseyjargosið
og votta það tveir valinkunnir
menn — að visu hálfu þriðja ári
eftir að „sýnin“ átti sér stað. Og
sumt er erlent, þýtt bæði úr
Hjemmet og Berlingske Tidende:
draumsýn verður til að danskur
kranastjóri afstýrir slysi, „sál-
rænn maður“ enskur segir kunn-
konu sinni fyrir ókomna ævi, sak-
sóknarafrúin í Uppsölum fer í
brúðkaupsveizlu en sér þá fyrir
sér allt annað selskap í einkenni-
legri og gamaldags stofu. Þegar
hún segir frá þessum tíðindum
fer gamla konan í húsinu a?
gráta. „Þetta er undursamleg
kveðja til mín að handán, sagði
hún, og nú veit ég að ég á fyrir
höndum að hitta aftur ástvini
mína, þegar ég verð kölluð héð-
an.“ Og svo framvegis.
Þetta er sem sagt gamalt og
gott þjóðtrúar- og hjátrúarefni í
nútímabúning sínum, en á að
sönnu ekkert skylt við neins kon-
ar fræði né rannsóknir. Kann að
vera að engu spilli að halda slík-
um sögum til haga, en vandmeð-
farnar eru þær, eigi að vera
minnsta mark á þeim takandi.
Fæstum kemur að vísu til hugar
nú orðið að vísa öllum frásögn-
um af þessu tagi á bug sem tóm-
um uppspuna. En fróðlegra væri
en þessar frásagnir að sjá í
Morgni ýtarlega greinargerð fyr-
ir rannsóknum dr. Rhines við
Duke-háskólann á „yfirskilvitlegri
skynjun" og þvílíkum fyrirbær-
um sem mikið orð fer af, þótt eng-
an veginn muni menn jafn sam-
mála um niðurstöður hans og séra
Sveinn Víkingur vill vera láta.
Honum nægir að fullyrða að dr.
Rhine hafi færzt óhrekjandi rök
fyrir öllum slíkum fyrirbærum,
ekki aöeins framsýni og skyggni
heldur einnig hugmögnun hluta,
og vill hann snúi sér nú í skyndi
að „þeirri reynslu og þeim fyrir-
bærum er ljósast benda til fram-
halds lxfsinS eftir líkamsdauð-
ann.“ Séra Sveinn Víkingur virð-
ist með öðrum orðum engan veg-
inn sammála sínum eigin auglýs-
ingum í blöðunum að hæfir „vís-
indamenn" hafi löngu sannað og
nxargsannað framhald lífs eftir
dauðann, enda mun það sanni nær
að öll þessi fræði séu fróðlegri
um okkar „gisna og grisjótta" efn-
isheim en „sveifluhraðan" heim
hinna framliðnu, bæði alvarlegar
sálarrannsóknir og óbreyttar
draugasögur. Enn torskildara er
þó laumulegt orðalag seinni aug-
lýsingarmnar sem gefur í skyn
að „annar heimur" hafi þrátt
fyrir alit einhvers konar „hern-
aðarþýðingu“, sem senn muni
vekja áhuga stórvelda á „mál-
inu.“ Það er sannarlega fleira til
en „puttinn kemst í“!
★
SÉRA Benjamín Kristjánsson
skrifar í Morgun grein sem
nefnist Kirkjan og sálarrannsókn-
irnar og hamast þar gegn tregðu
kirkjunnar að fallast á spírit-
ismann; verður þó sannarlega
ekki séð að íslenzkir andatrúar-
menn eigi við neina slíka tregðu
að etja. Séra Benjamín er
skemmtilegur. Hann virðist að-
hyllast þá skoðun að frumsöfnuð-
ir kristninnar hafi verið einhvers
konar andatrúarfélög og kemur
fram með spánnýja skýringu á
kenningunni um upprisu holdsins
og eilíft líf:
„Gyðingar gátu ekki á þessum
tímum hugsað sér upprisu nema
í holdi, enda þekktu þeir lítið til
fyrirbrigða af þessu tagi,“ segir
prestur. „Nú mundu sálarrann-
sóknarmenn hins vegar ekki telja
það ólíklegt að framliðnir menn
gætu byggt sig upp þannig, að
þeir séu áþreifaniegir, og þarf
því ekki á sögunni um tómu gröf-
ina að halda til að skýra uppris-
una, enda yrði þá sagan um
himnaför hins jarðneska líkama
alltaf vandræðaleg í andrúmslofti
heimsmyndar nútímans. Slíkar
sögu’r geta aðeins orðið til á tím-
um þegar menn halda að himin-
inn sé bara nokkur hundruð
metrum ofan við jörðina og að
þar búi guð og englarnir. Menn
sem hins vegar eru handgengnir
nútímaþekkingu um alheiminn
gætu ekki trúað þeirri hugmynd
að Jesús hefði stigið í jarðneskum
líkama til himins. Þetta sýnir
hvernig trúarhugmyndii-nar verða
að breytast með breyttri heims-
mynd, annars missa þær áhrifa-
vald sitt. Einmitt sálarrannsókn-
irnar gera oss fært að trúa upp-
risunni og himnaförinni, það er
að segja að Jesús hafi birzt læri-
sveinum sínum, talað við þá og
jafnvel látið þá þreifa á sér, og
ský hafi síðan numið harin frá
augum þeirra er harin aflíkamn-
ast.“
Við hliðina á þessum fræðum
verður harla lítið úr ástralska
eðlisfi'æðingnum, merkum og á-
gætum manni sem skrifað hefur
merkilega bók, segir séra Jón
Auðuns sem greinina þýðir — ,,og
hef ég getið hennar í prédikun-
um.“ Johnson þessi er að vandræð-
ast út af því hve heimur vor sé
illur og ranglátur og ógerningur
að botna í honum eins og hann
kemur fyrir; hann rekur ýms
dæmi úr fræðum andatrúarmanna
og kemst jafnhai'ðan að þeirri nið
urstöðu að þau sýni fram ó annað
líf. „Og ég lít svo á að fyrir þetta
eigum við að vera ákaflega þakk-
lát, því að þá fyrst er við förum
að skoða mannleg örlög með þetta
geysilega áframhald handan graf-
ar og dauða í huga getum við
farið að botna eitthvað í því lífi
sem við lifum hér á jörðu og þeim
hluta tilverunnar sem við þekkj-
um. Við þurfum ekki að gerast
ákaflega sorgbitin og beygð af aÞ
vikum sem okkur finnast tilgangs-
Framhald á 10. síffu.
Eftir Ólaf Jónsson
g 11. september 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ