Alþýðublaðið - 30.09.1966, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 30.09.1966, Qupperneq 2
Ný íslenzk skáld- saga frá Helgafelli Guðbergur Bergsson. Ragnar Jónsson, forstjóri Helga fells kvaddi fréttamenn á sinn fund í gær í tilefni þess, að for lag hans sendir frá sér þrjár nýj- ar bækur. Er hér um að ræða skáldsögu eftir Guðberg Berg- .son og heitir hún Tómas Jónsson, metsölubók, í þýðingu Þorsteins Gylfasonar á Endurtekningunni eftir danska heimspekingin Sören Kirkegaard og hefur Þorsteinn einnig ritað formála að henni og örstuttar skýringar. Þirðja bókin, sem Helgafell gefur út að þessu sinni er ensk þýðing á bók Thors Vilhjálmssonar. Andlit í spegli dropans. Bókina þýddi Kenneth G. Chapmann, en hann hefur áð- ur þýtt íslenzkan aðal eftir Þór- Bókmenntakynn- ing í Unuhúsi Ragnar Jónsson forstjóri Helga fells tjáði fréttamönnum í gær að hann hygðist efna til bókmennta kynninga í XJnuhúsi við Veghúsa etíg í vetur. Fyrsta kynningjn verð nr á laugardaginn og lesa þá fimm leikarar ljóð eftir Davíð Stefáns son frá Fagraskógi. Eru þau öll úr síðustu bók skáldsins. Síðustu ljóð, sem út kom fyrir skömmu. Bókmenntakynning þessi hefst kl. 4 og lesa þá leikararnir, Helga Bachmann, Guðrún Stephensen, Kristín Anna Þórarinsdóttir, Val gerður Dan, og Helgi Skúlason. Ragnar kvaðst ætla að hafa fleiri slíkar kynningar síðar í vetur. Mun þá væntanlega verða lesið upp úr erlendum þýðingum 'á íslenzk um bókmenntum. Er þar um að ræða, ljóð Hannesar Péturssonar, sem Paul M. Pedersen hefur þýtt á dönsku, ljóð Steins Steinarr, sem vestur- íslenzka skáldkonan Bjarnason hefur þýtt á ensku Loks mun verða lesið úr frönskum þýð ingum á íslenzkum bókmenntum, en ekki er enn afráðið hvenær það verður. I Ivö hðfrannsóknaskip I : Rvík, - OTJ. ■ I TVO af hafrannsóknarskip- ; ' um bandaríska flotans USNS j Sands og USNS Lynch hafa leg : ið í Reykjavíkurhöfn nokkra ■ síðustu daga og beðið eftir vís * indatæki sem von er á frá Was : hington til þess að geta haldið ; áfram rannsóknarferð sinni. ; Skipstjórarnir Capt. W. Storm j er og Capt. E. A. McCoy sögðu fréttamanni Alþýðublaðsins að skipin hefðu lagt upp frá Ný fundnalandi, færu héðan norð ur fyrir heimskautsbaug og þaðan til Belfast. Á þcssari leið eru gerðar dýptarmælingar, hitamælingar á mismunandi dýpi og þrýstingsmælingar. feröin hefur gengið vel og ekki ert óvænt fundist, ©nn sem komið er a.m.k. berg Þórðarson, og smásögur eft ir Halldór Laxness. Skáldsaga Guðbergs Bergssonar er ærið nýstárleg að formi og efni, og mun hún væntanlega vekja mikla athygli. Þetta er skáld saga, þar sem rakin er ævisaga Tómasar Jónssonar eftir beztu heimildum. Þetta er fjórða frum- samda toók Guðbergs, en hann hefur áður sent frá sér skáld- söguna Músin sem læðist, sem fékk mjög góða dóma á sínum fíma, smásagnasafnið Leikföng ieiðans og Ijóðabókin Endurtekin orð og loks þýddi hann smásög- ur Platero og ég, eftir spánska skáldið Jimenz. Káputeikningu af bók Guðbergs Bergssonar Tómas Jónsson metsölubók gerði Erna Kagnarsdóttir. Endurtekning, sem loks birtist í íslenzkri þýðingu, er eltt af frægustu verkum danska heim- sDekingsins Sören Kirkegaard. Efni bókarinnar er talið vera sótt í ævi heimspekinpsins sjálfs, ástir hans og Reginu Ólsen. Bók- in er eins og fyrr segir býdd af Þorsteini Gylfasyni og skrifar hann formála að henni og skýring ar. Þorsteinn var annar af útgef endum tímaritsins Jarðar, sem út kom fyrir tveimur árum. Garðar Gíslason hefur gert kápumynd og séð um útlit bókarinnar. Bók Thors Vilhjálmssonar, And Framh. á 13. síðu. £ 30. september 1966 ~ ALÞÝÐUBLAÐIÐ Plaströraframleiðsla á Reykjalundi. Hinn árlegi berklavarna- dagur á sunnudaginn Á sunnudaginn verður hinn ár legi Berklavarnadagur. Þá verða seld merki dagsins og blaðið Reykjalundur og er það 20. ór gangur blaðsins. Merkin eru jafn framt happdrættismiði, á hverju merki er númer og er vinningur bíll að verðmæti 150 þús. kr. Af efni blaðlsins Reykjalundur miá nefna grein Jóhanns Þorkelssonar héraðslæknis, Berlklavelkin fyrr oig nú, greinin Reykjalundur tvítug ur eftir Steindór Steindórsson frá Hlöðum. Sagt er frá hinni höfðing legu gjöf, sumarbústaðnum Hrafna gjá á Þingvöllum, sem Gísli Jóns son forstjóri færði SÍBS að gjöf hinn 4. júlí sl til minningar um konu sína frú Hlín Þorsteinsdótt ur, sem lézt þann 9. nóv. 1964. Margt fleira efni er í blaðinu, t.d. greinin Endurhæfing eftir Odd Ólafsson yfirlækni, sagt er frá 15. þingi SÍBS að Reykja- lundi 10.-12. júní 1966, einnig lióð og myndagáta, svo að eitt 'hvað sé nefnt, en ritið er 66 bls. áð stærð. Á fundi með fréttamönnum sl. föstudag gat Þórður Benedikts- son, formaður SÍBS, þess, að sam tökin störfuðu af en'gu minni krafti nú en í byrjun, þó að margt sé nú orðið toreytt síðan þá, en nú megi heita að berklarnir séu úr sögunni hér á landi, og eru því skiólstæðingar samtakanna nú ör yrkiar ekki aðeins vegna berkla veiki, heldur ýmisst annarra sjúk dóma og slysa. Þórður lvsti ánægju sinni yfir því, að þjóðin hefði alltaf sýnt SÍBS þá traustsyfirlýsingu að kaupa merki og blöð félagsins og styðja með því samtökin. Árni Einarsson framkvæmda- stjóri Reykjalundar skýrði frá- starfsemi Reykjalundar og Múla lundar. Fyrir 7 árum varð virkileg breyt ing á hér á landi, en þá hafðl berklasjúklingum fækkað svomjög að við byrjuðum að taka inn á Reykjalund aðra sjúklinga en berklasjúkliniga. Breyting fyrra árs fólst í því að ákveða að hvers kyns öryrkjar skyldu teknir inn á Reykjalund, sem nú er endurhæfingarstofnun og fór Oddur Ólafsson yfirlæknir utan til þess að kynna sér þá grein lækninga, sem er endurhæfing. Helztu orsakir örorku sjúklinga á Reykjalundi voru árið -1965: Berklaveiki 19, Vefrænir tauga sjúkdómar 46, Bæklanir (slys og meðfæddar bæklanir) 30, Gigtar sjúkdómar 26. H.iarta- og æðasjúk dómar 13, Geðsjúkdómar 31, Ýms ir sjúkdómar 18. Árið 1965 voru alls 183 vist menn innritaðir á Reykjalund, en þar eru rúm fyrir 110 vistmenn í senn. Og nú tekur SÍBS lá móti hvers konar öryrkjum eins og áð ur segir. Á sunnudaginn munu konur úr félaginu berklavörn hafa kaffisölu ( Breiðfirðimzabúð. Um leið og gestir kaupa sér kaffi fá þeir af hentan happdrættismiða í kaup bæti og er vinnjngur málverk eft ir Veturliða Gunnarsson. Kaffsal an verður frá klukkan 2—6 á sunnudag og verður dreg’ð í happ drættinu, er kaffisölunni lýkur.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.