Alþýðublaðið - 30.09.1966, Side 4

Alþýðublaðið - 30.09.1966, Side 4
» JUtsyírar: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedlkt Gröndal. — BiUtjómarfull. trúl: ElBur GuSnasun. — Símar: 14900-14903 — Auglýslngasíml: 14906. ABsetur AlþýðuhúsiO við Hverfisgötu, Keykjavik. — Prwatsmiðja AlþýOu blaðsins. — Askriftargjald kr. 95.00 — 1 lausásölu kr. 7.00 eintakið. tltgefandl Alþýðuflokkurinii. Sjónvarp ÞÁTTASKIL markast í íslenzku þjóðlífi með til- komu sjónvarpsins’ sem hefja mun útsendingar í dag. Sjónvarpið nær að vísu ekki nema til hluta þjóðar- innar til að byrja með, en ærin ástæða er til að hraða öllum framkvæmdum, er stuðla að því, að landsmenn allir geti sem fyrst setið við sama borð í þessum efnum. Þótt allmörg ár séu liðin síðan fyrst voru gerðar tillögur um sjónvarp hér á landi, hefur þó mest af undirbúningsvinnu og framkvæmdum verið innt af hendi á mjög skömmum tíma, eða 2-3 árum. Hafa þar margir lagt hönd á plóginn. Eins og útvarpið olli hér byltingu á sínum tíma mun sjónvarpið gera það líka. Það mun vafalaust hafa í för með sér margháttaðar breytingar á ýmsum svið- um og það færir okkur nær umheiminum, þar sem daglega mun gefast kostur á að siá heimsviðburðina í myndum og máli. Sjónvarp er mikill menningarauki þar sem því er réttilega og skynsamlega beitt, og eng- in ástæða er til annars en að ætla að sjónvarp Ríkisút varpsins muni hafa margvísleg heillavænleg áhrif á menningu þióðarinnar. Eftir að siónvarpsmál komust á döfina hérlendis mátti heyra einstaka hjáróma radd- ir, sem andmæltu. sjó’nvarpi og töldu a£ því lítinn hag. |>ær raddir eru nú hljóðnaðar. #Menn hafa beðið með nokkurri óþreyju eftir að sjónvarpið byrjaði starfsemi sína. Vonandi verða flestir ánægðir með það sem þeir munu sjá, en erf- itt verður þó að gera öllum til hæfis, og slíkt raunar aldrei hægt í þessum efnum. Fyrst um sinn verður um tilraunasjónvarp að ræða, en vonandi munu ekki líða nema 2-3 mánuðir þangað til hægt verður að sjón varpa sex daga vikunnar, eins og ætlunin er. Það mun áreiðanlega ekki standa á gagnrýni á sjón- varpið og dagskrá þess, en menn gerðu þó vel að hafa í huga, að einhveriir byrjunarörðugleikar eru óhjákvæmilegir> þótt starfsmenn sjónvarpsins leggi §ig alla fram til að gera dagskrá þess sem bezt úr garði. Sjónvarpsdeild Ríkisútvarpsins er ung stofnun, sem á vafalaust eftir að mótast og breytast á komandi ár- um. Starfsliðið er að meginhluta ungt og áhugasamt fólk, sem hlotið hefur góða þjálfun og er fullt af á- huga og eldmóði. Það er því fyllsta ástæða til að ætla að sjónvarpið e'inkennist af bví unga fólki, sem þar starfar, og þar verði innleiddar nýjungar, farnar ótroðnar slóðir og möguleikar þess sem fræðslu- .og menningarmiðils nýttir til hins ítrasta. Sjónvarpsstarfsemi er í eðli sínu dýr og úmfangs- mikil. Vafalaust þarf að fjölga starfsfólki sjónvarps- ins á næstunni, en slíkt þýðir ekki að setja fyrir sig. Fyrst við höfum ákveðið að starfrækja sjónvprp skulum við gera það af myndarskap og láta einskis ó- freistað að gera það sem bezt úr garði. Það er ónœgjuleg stað- reynd, að framleiðslan á Secure einangrunar- gleri hefur vaxið hröð- um skrefum fró því að Fjöliðjan d ísafirði hóf að framleiða tvöfalt einangrunargler. Kaupendum hefur fjölg- að að sama skapi um land allt. FJOLIÐJAN • ISAFIRÐi Eftirspurnin hefur jafnon verið meiri en framboðið og ber pað vott um, að húsbyggj- endur treysto pessari framleiðslu. Þar sem eftirspurnin er svo mikil, sem raun ber vitni, er nauðsyn- legt að viðskiptavinir okkar panti gler með minnst 4ra tii 6 vikno fyrirvdra. Við sendum gler eflir pöntun hvert ó iand sem er - á okkar eigin óbyrgð. Glerið er enn á okkar óbyrgð meðan smiðurinn er að festa það í gluggann. 5 óra ábyrgð er á gierinu gugnvart hugsanlegam verksmiðjugalla. Auk pess að framleiða fyrsta flokks einangrunargler,par sem tekið er tillit til íslenzkra aðstæðna, höfum við œtíð lagt áherzlu á góða pjónustu. Útsölustaðir: Reykjavik: Sandsalan v.Elliðavog (á mótum Snekkjuvogs og Dugguvogs) Simi 30120. Akureyri: Kaupfélag Eyfirðinga. Vestmannaeyjar: Guðlaugur Stefánssan, heildverzlun, Básaskersbryggju. Akranes: Haraldur Böðvarsson & CO. isafjörður: Fjöliðjan, Silfurgötu 6. EHNFREMUR FLEST KAUPFÉLÖG UM LAND ALLT. á krossgotiim ★ KARTOFLUKV ORTUN. ÞaS var sannarlega bálreið hús- móðir, sem hringdi til okkar á ritstjórnina í fyrra- lcvöld til að kvarta yfir kartöflunum, sem Græn- metisverzlunin hefur nú til sölu í verzlunum. Þessi liúsmóðir, sem býr í Aust- urbænum, sagði, að kartöflurnar sjálfar væru góð- ar og væri þa’ð nokkur nýlunda af hendi Græn- metisverzlunarinnar, en hins vegar hélt hún því fram, að þær væru greinilegar látnar hálfblautar í plastpokana, sem þær eru seldar í til neytenda, og þegar þær svo hefðu verið geymdar 1—2 daga í verzlunum væri komin af þeim megnasta myglu- lykt og þær jafnvel byrjaðar að mygla. Bauð hún okkur að koma heim til sín og þefa upp úr ný- keyptum plastpoka með kartöflum frá þessu fyrir- tæki. Við höfðíim nú reyndar ekki ástæður til að þiggja þetta ágæta boð, en höfum ekki minnstu ástæðu tii að draga kvörtun þessarar húsmóður í efa. Það virðist seint ætla að 'verða svo, að Grænmetisverzluninni takist að gera neytendum tíl hæfis og er þó áreiðanlegt, að íslenzkir neyt- endur eru ekki kröfuharðir, og kippa sér ekki upp við smámuni. ★ MARGIR EIGA HRÓS SKILIÐ. Flest af þeim bréfum, sem okku# berast, eru þess efnis að í þeim er annað hvort verið að kvarta yfir slælegri þjónustu eða ein- hverju slíku. Sjálfsagt og eðlilegt er að birta slík, einkum þó ef verða mætti til þess að einhverju af því sem aflaga fer í okkar ágæta þjóðfélagi væri kippt í lag. Hins vegar er ekki síður ástæða til að minnast á það sem vel er gert og#á hrós skilið, en bréf slíks efnis fáum við því miður heldur sjaldan. Viljum við nú hvetja lesendur þessa dálks til að láta einnig frá sér heyra um það sem þeir telja til fyrirmyndar, annað hvort með því að skrifa okkur, hringja eða koma á ritstjórn- ina. Það er engin ástæða til að láta það liggja í láginni, sem vel er gert. — Karl. 4 30. september 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ,

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.