Alþýðublaðið - 30.09.1966, Qupperneq 16

Alþýðublaðið - 30.09.1966, Qupperneq 16
ENN UM SJÓNVARP ir sjónvarpsmenn mynduðu hann bak og fyrir og 'tóku upp tal hans fyrir eitthvert sjónvarp í' Þýzka landi. Hvort fleiri af þessum fræknu baráttumönnum gegn sjónvarpi hafi komist að áður en útsending ar hefjast héðan er ekki vitað, nema að Grikkir hafi komið sér upp sjónvarpsstöð. Að sjálfsögðu verður íslenzku sjónvarpi tekið með eftirvænt- ingu á flestum heimilum, nema að sjálfsögðu beitir Félag sjónvarps áhugamanna sér fyrir undirskrifta söfnun og mótmælir að stöðin taki til starfa þar sem að sjálfu leiðir að þá verður lokað fyrir sjónvarps stöð varnarliðsins sem. er orðin ómissandi þáttur í daglegu lífi og uppeldi barna þessara manna, sem ekki vilja á neitt hætta með að skárra taki við, enda margoft kom ið fram í ávörpum þeirra að dag skrá þeirrar sjónvarpsstöðvar sé alfullkomin, svo ekki verði um bætt. Eins og við er að búast er mjög vandað til dagskrár fyrsta sjón vafpskvöldsins, og í kvöld mun bera fyrir augu hvert augnaynd ið af öðru. Fyrst og fremst sjáum við náttúrlega útvarnsstjóra og þar á eftir forsætisráðherra. S’ðan verða svndir Eskimóar undir leið sögn prófessors Þórhalls og þar á eftir Nóbelsskáldið okkar, sem mun taka sig út á skerminum í einar 25 mínútur, Svo undarlega breeður við að hann kemur fram í skáidatíma en les úr Paradísar •heimt, og er bágt að siá hvað vetd ur þessum bókmenntaruglingi,. Þá mun Savannatríóið sýna söng mennt sína og segir oss grunur að alldft munu þeir prúðu piltar brosa inni í stofum Sunnlendinga í framtíðinni. Og enn er það bezta eftir Saka málaþáttur, sem kvað vera vin sæll í útlöndum og verður ekki gert endasleppt við hann því þetta mun verða framhaldsþáttur og lof ar útvarpsstjóri meiru af svo góðu og þykist þar getað heldur bet- ur keppt við Keflavíkursjónvarp ið. Heldur hefur gengið treglega að ýta íslenzku sjónvarpi úr vör og ófáar eru þær dagsetningar sem forráðamenn þess hafa látið uppi um að ætti að byrja. En hvað sem því líður verður sjónvarpið orð ið staðreynd á þeirri stundu sem við sjáum brosandi andlit Vil- hjálms Þ. birtast á skerminum í kvöld og þótt seint fari i fyrstu og ekki verði jafn ómissandi inn an Þ'ðar og Keflavíkursjónvarpið hefur verið undanfarin ár, og jafnt fyrir því þótt margir þykist þurfa að finna að því allt til foráttu ým ist fyrir of litla eða of mikla menn ingarviðleitni, sem áreiðanlega verður því landinn er alltaf sam ur við sig. En við skulum óska þessari nýju stofnun góðs gengis í framtíðinni, því það verður aldr ei nógu uppbyggilegt til að fólk hætti að lesa baksíðuna. . .og hugsið ykkur, í kyöld fá ium við í guðsfriði sjónvarpið í tstofuna okkar í fyrsta sinn og Þar með er brotið blað í menning •arsögu landsmanna, þar sem við fáum ekki einastajð heyra til út varpsstjóra, heldur að sjá hann líka. Og hafi eirihver komist hjá <að vita hvernig maðurinn lítur út líður áreiðanlega ekki á löngu áð ur en þeir sem svo er ástatt fyrir (þykjast vita það alltof vel. Það er einkar vel til fallið að fyrsta kvöldið sem sjónvarpað verður í íslenzku stöðinni mun birt <ast þáttur, sem hinn kunni sjón varpsáhugamaður Þórhallur Vil- onundarson á hlutdeild að. Von <andi fáum við hið fyrsta að sjá sextíumenningana sælu einn af öðrum koma fram í sjónvarpinu ■og væri þá ekki til einskis bar ist fyrir þá að bola dátasjónvarp inu út úr híbýlum menninigar snauðra íslandsmanna, því áreiðan Ðega fengju þeir aldrei að láta fijós si-tt skína af Keflavíkurflug velli, Annars höfum við aann , /rétt að annar áhu'gamaður um í jónvarp, hafi verið á undan próf •essornum að komast í menningar . e jónvarp. Hæstaréttarritari flutti <ckki alls fyrir löngu hluta úr þjóð ernisræðu sinni framan við glæsi lega sjónvarpskrækju meðan þýzk Út á hafið hið himinbláa bláa lét Baltica úr höfn og suður fór til sólarlanda og sælla pálmatrjáa með syngjandi glaðan Reykjavíkurkór. Og kórinn mun víða luma á söng og Ijóði og líkast til mörgum verða dável skemmt. í Alsír verður þó þagað þunnu hljóði, en þannig skal ófara Guddu loksins liefnt. Þó sýndist oss betur fara á þessum fundum, er flykkjast þeir inn á hin marmarahvítu torg, að kyrja duglega yfir þeim heiðnu hundum úr Hallgrímssálmum þar í Alsírsborg. Ungur maður með 400 hest afla vélstjóraréttindi óskar eft ir atvinnu. Auglýsing £ Mogga. Fólk er alltaf að spyrja mig um hvort ég aetli ekki að fá mér sjónvarp. En mér þykir nú alveg nóg að heyra í hon um Vilhiálmi. Kellingin og kallinn eru al veg gaga þessa dagana. Kelling in vill breyta sjónvarpinu fyr ir íslenzku stöftina, en kallinn vill ekkert nema Kanann og seg ist sjá nóg af þessum Islend ingum þótt hann þurfi ekki að glápa á þá sér til dægrastytt ingar líka. Nú er ekki talað Hm annað en sjónvarp og aftmr sjónvarp. það cr þó bót í máli að karl mennirnir tala ekki andstyggi lega um okkur kcnurnar á með an.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.