Alþýðublaðið - 30.09.1966, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 30.09.1966, Blaðsíða 7
KASTLJÓS if Rússa dvína á Balkanskaga FERÐALAG sovézka kommún- istaleiðtogans Leonid Bresjnevs til Búlgaríu, Júgóslavíu og Ung- verjalands á dögunum sýnir ó- tvírætt, að aðgerðir Rúmena á sviði utanríkismála að undan- förnu og aukin efnahagsleg álirif Véstur-Þjóðverja eru alvarlegasta hættan, sem steðjað hefur að á- hrifum Rússa á Balkanskaga til þessa. Bresjnev kom í hina óvæntu lieimsókn sína til Búlgaríu, sem fram til þessa hefur veri'ð dygg- asti stuðningsmaður Rússa í Au.- Evrópu, um sama leyti og Rudolf Lahr, ráðuneytisstjóri í vestur- þýzka utanríkisráðuneytinu, kom til landsins ásamt fjölmennri sendinefnd í sex daga opinbera heimsókn, sem leggja átti grund- völlinn að auknum viðskiptum landanna. Heimsókn Bresjnevs fylgdi einnig í kjölfar mjög vel- heppnaðra viðræðna, sem efna- hagsmálaráðherra Vestur-Þýzka- lands, Kurt Schmiicker, átti við framámenn í Rúmeníu í síðasta mánuði, en þær viðræður munu fljótlega leiða til þess, að ríkin taka upp eðlilegt stjórnmálasam- band. Opinber yfirlýsing Rúmena þess efnis, að þeir hafi í hyggju að taka upp stjórnmálasamband við Vestur-Þjóðverja, hefur vakið mikinn ugg í Moskvu, enda stofna Rúmenar með þessu sjálfum grund velli stefnu þeirrar, sem Rúss- ar fylgja í Þýzkalandsmálinu, í hættu. Austur-þýzki kommúnista- leiðtoginn Walter Ulbricht flaug i miklum flýti til' Moskvu, þrír háttsettir, sovézkir embættismenn heimsóttu Búkarest hver á fætur öðrum og þessu næst dvaldist pólski kommúnistaleiðtoginn WJadyslaw Gomulka í „orlofi” í Rúmeníu og skiptist á skoðunum við rúmenska leiðtoga um „Þýzka- landsmálið.” - ) ★ BIÐLAÐ TIL BÚLGARA. Samtímis þessu hefur stjórnin í Búkarest sýnt aukinn áhuga á r.ánari samskiptum við stjórnina í Sofia, enda gerir hún sér ljósa grein fyrir því, að tilgangslaust er að tala um árangúrsríka sam- vinnu Balkanríkjanna án þess að hafa Búlgara með í ráðum, en þeir eru aðalmáttarstólpi stefnu Rússa í Balkanmálum. Sambúð Rúmena og Búlgara hefur greinilega orðið vinsamlegri og nánari síðan rúmenski komm- únistaleiðtoginn Nicolae Ceuses- cu beimsótti Búlgaríu fyrir ekki löngu síðan og minntist þráfald- lega á hina löngu baráttu Balkan- þjóðanna gegn erlendum yfirráð- um. Kunnugir veittu því nú eftir- BRESJNEV tekt, að Búlgarar tóku að gera fyrstu fálmkenndu tilraunir sínar til að taka upp sjálfstæðari stefnu, láta af fylgisspekt sinni við Moskvustjórnina og láta þjóð arhagsmuni sitja í fyrirrúmi. Þeg- ar búlgarskir leiðtogar fóru einn- ig að sýna áhuga á auknum efna- hagslegum tengslum við Vestur- Þýzkaland flaug Bresjnev til So- fia. Tilraunir Rúmena til að fá Búlgara til liðs við sig eru liður í umfangsmiklum stjórnmálaað- gerðum, sem mi'ða að því að koma á árangursursríkri samvinnu milli Balkanþjóðanna innbyrðis án til litstil þess við hvaða þjóðfélags kerfi þær búa, Til að draga úr hinni sjúklegu tortryggni, sem Rússar sýna á- vallt þegar áhrif þeirra eru á einhvern iiátt í hættu, vitna Rú- nienar óspart í vígorð, sem Rúss- ar hafa lagt blessun sína yfir, hinni nýju Balkanstefnu sinni til stuðnings, vígorð eins og friðsam- leg sambúð þjó'ða, sem búa við ólík þjóðfélagskerl'i, samvinna grannríkja, sem mynda stærri heild, og stofnun kjarnorkuvopna lauss svæðis á Balkanskaga. Á því leikur enginn vafi, að Bresjnev hefur sagt Todor Zhiv- kov, blúgarska kommúnistaleið- toganum frá skoðun Kremlverja á Beíkanfyrirætlunum Rúmena, Schmiicker efnahagsmálaráðherra Vestur-Þjóðverja, og Manescu, utan rikisráðherra Rúmena. sem frá rússnesku sjónarmiði munu veikja einingu hinna sósíal- istís'ku herbúða og draga úr Sov- ézkum áhrifum í -Austur-Evrópu. ★ ÓÞÆGILEGAR SPURN- INGAR. ; Sovézki kommúnistaleiðtoginn hefur vafalaust orðið að svara ó- þægilegum spurningum þegar hann hitti Tito forseta að máli vegna uppljóstrananna um, að Rankovic og klíka hans, sem nú hefur verið bolað frá völdum, létu sovézku leyniþjónustunni í té nákvæmar upplýsingar um júgó slavnesk innanríkismál. Alexander Rankovic, sem var varaforseti þar til hann var hreinsaður og áður fyrr yfirmað- ur júgóslavnesku öryggislögregl- unnar, var í miklum metum í Moskva og brottvikning hans, sem kom í veg fyrir að hann yrði eft- irmaður Titos forseta, hlýtur að hafa valdið Rússum mjög miklum vonbrigðum. En Bresjnev liefur vafalaust fullvissað Tito um það, að Rússar líti á breytingar þær, sem gerðar hafa verið í forystu júgóslavneska kommúnistaflokks- ins, sem hrein innanríkismál. Dómurinn í síðustu viku yfir rithöfundinum Mihajlo Mihajlov, hinum kunna andstæðingi komm- linistastjórnarinnar, sem hafði í hyggju að gefa ýt stjórnarand- stöðutímarit að vestrænni fyrir- mynd, hlýtur að hafa fullvissað Bresjnev um, að Júgóslavía er enn þá kommúnistaríki. Dómurinn sýndi einnig, að hreinsun hins harða kjarna kreddufastra aflq, gerði Júgóslavíu ekki að vest- rænu riki stjórnarfarslega séð í einu vetfangi. iifreiðaeigendur sprautum og réttum Fljót afgreiðsla. Bifreiðaverkstæðið VESTURÁS H.F. Súðarvogr 30, sími 35140. FRIMERKI Þátturinn þakkar bréf frá Sauðárkróki og annað frá ísa- firði. — Viðvíkjandi síðara bréf- inu vill þátturinn ráða þér til, að flýta þér ekki um of með sölu á kónga-merkjunum ís- lenzku. — Þau hækka með hverju árinu, sem líður. — Ennfremur spyr bréfritari m. a.: „Hvaða ráð eru bezt til þess að sjá vatns- merkin í frímerkjunum? Ég veit að það er hægt að nota svarta skál og benzín, en pabbi hefur bannað mér að vera með benzín, því að það er svo eldfimt.” j>að vill nú svo vel til, að ein- mítt nú nýlega er komið á mark- aðinn nýtt tæki til þess að leita að vatnsmerkjum í frímerkjum. Þetta er lítið og handhægt áhald með smá-rafhlöðu. Frímerkinu er stungið inn undir litaskífu og síðan stutt á smá takka, sem kveikir ljós inni í tækinu. Sjást þá vatnsmerkin greinilega- Enn- fremur má framkalla fleira í þessu tæki. Eins og safnarar vita, eru oft mikil verðmæti íólgin í vissum póststimplum. — Með þessu tæki — það heitir annars „Philatector" — fylgja nokkrar litaplötur, sem framkalla á næst- um undraverðan hátt stimpla, sem eru ólæsilegir með berum aug- K 3* um. Þetta tæki, „Pliilatector” fæst í Frímerkjamiðstöðinni, Týs- götu 1 í Reykjavík og kostar kr. 595,00. Fleiri nýjar frímerkjavörur eru komnar á markaðinn. „Redus” geymslumöppurnar og „RedusV- geymslublöðin eru athyglisverðar frímerkjavörur og vafalaust ágæt- ar til þess, sem þær eru ætlaðar. Fyrst skulum við nefna geymslu- blöð fyrir heilar arkir. Verð á hverju blaði í þá möppu er kr. 17,50 og er blaðið 28x30 cm. a'ð stærð. í þessum blöðum eru ark- irnar algerlega verndaðar fyrir ryki, svo og fyrir öðrum hugsan- legum skemmdum. Hvert blað getur rúmað nokkrar arkir. Möpp- ur fyrir blöðin kosta kr. 344,00. Þá má nefna innstungublöð með 10 línum á hvorri hlið. — Þessi blö'ð getið þið notað hvort sem þið óskið eftir að setja upp: a. Stök frímerki, stór og smá, scm þið getið raðað upp eftir eig- in vali. b. Stök frímerki og blokkir í smekklegri samsetniiigu. c. Arkarhluta með eða án rand^ ar, minningararkir o. fl. d. Útgáfudaga ásamt samsvar- andi ónotuðum frímerkjum. i e. Utgáfudaga og „automat”- bækur (samanber sænsk frí- merki). j f. Skiptifrímerki. g. Fjórblokkir, samstæður. arkir eða arkarhluta. ; Verð á hverju blaði í sérstökuip. plasthlífum er kr. 39.00. GeymslHi möppur undir þessi blöð kosta kr.. 280,00. !:) j Þessar „Redus”-möppur og blö® fást einnig núna í Frímerkjamiö- ^stöðinni, Týsgötu 1. — Þá má geta jþess, ' að ýmsir nýir írímerkjb- verðlistar, erlendir, eru komnir óg I von er á þeim íslenzka mjög fljót- lcga. — Verður rætt um þá síðdr. m fu i nuKjarJjyjolii S.MS. 30. september 1966 -- ALÞÝÐUBLAÐIÐ 'J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.