Alþýðublaðið - 11.10.1966, Side 2
McNamara kynnir sér
ástandið í Víetnam
Sai.ga'.i 10. 10. ^NTBrReuter.
Landvarnaráðhrera Bandaríkj-
anna, Robert McNamara, kom flug
fleiðis til Saigon í dag og hóf strax
viðræður við bandaríska herfor
ingja í Suður-Vietnam. Fyrst
1 innbrot
á mánuði
Rvík, — OTJ.
Innbrot eru framin svotil mán-
aóarlega að Laugabóli í Lauga-
dál, þar sem býr einbúi, Gunnar
Júlíusson. Laugaból er síðasti bær
Snn í dalnum, en Gunnar hefur
þar fáeinar kindur og kýr. Lítið
er þar fémætt að hafa, og ekk-
ert í útihúsunum, en það eru þau
sem orðið hafa fyrir innrásum ó-
vandaðra manna.
Fyrsta innbrotið var framið að-
faranótt 18. júní í sumar. Það
næsta í júlí, þarnæsta. í ágúst,
svo í september, tvisvar og loks
núna sl. föstudag. Lögreglan hef
ur veitt Gunnari þá aðstoð er
hún má, en lítið er hægt að gera
ef ekki þrjótarnir eru gripnir á
staðnum. Gunnar æskir einskis
annars en að fá að vera þarna í
friði með bú sitt og er varia
hægt að fara fram á minna.
jPétur Pétursson, forstjórj,
jfyiíiti varamaður Alþýðuflokks-
ins í Vesturlandskjördæmi tók
Bæti ý. Alþingi í gær fyrir Beni-
dibt ÍJröndal, en Benidikt er um
•þessar mundir einn af fulltrúum
íslands á AllsherjaWþingi Sam-
einuðp þjóðanna.
Gejr Hallgrímsson borgarstjóri
fók^^æti á þingi í gær í stað
Framhaid á 15. síðu
ræddi hann við sendiherra Banda
ríkjanna, Henry Cabot Lodge.
Cabot Lodge sagði honum frá
ástandinu í stjómmálum, hermál
um og efnahagsmálum. Hann var
bjartsýnni á hernaðarhliðina en
tilraunirnar til að tryggja óbreytt
um bor'gurum frið og öryggi, sagði
bandarískur talsmaður eftir við-
ræðurnar.
McNamara dvelst í Saigon í tvo
daga 'og 'heldur síðan til vigstöðv
anna áður en hann fer heimleiðis
'i fimmtudagskvöldið. Skýrsla hans
um Vietnam verður á dagskrá
Manilaráðstefnunnar 24. október
en Jóhnson forseti sækir ráðstefn
una.
Flugvélinni, sem McNamara kom
með til Saigon frá Honululu, sein
kaði, þar sem hún ‘varð að leggja
lykkju á leið sína til að sneiða hjá
fylkingum risastórra sprengjuþota
af gerðinni B-52, sem voru á leið
til skotmarka rétt norðan við vopn
lausa svæðið á landamærum Norð
ur og Suður- Vietnam. Harðir
bardagar hafa geisað í nánd við
þetta svæði að undanförnu, og í
dag tilkynnti bandaríska yfirher
stjórnin í Sai'gon að mikill liðsauki
hefði verið sendur til nyrztu hér
aðg Suður-Vietnam.
Jafnframt berast fréttir af hörð
um bardögum bandarískra her-
sveita og Vietcong við Hung Lac-
skaga í Binh Dinh-héraði. Viet
congmenn hafa grafið ótal neðan
jarðargöng, sem þeir nota fyrir
vopnageymslur og dvalarstaði, og
til bardaga kom í þessum göngum
Seinna gerðu sérþjálfaðir Banda
ríkjamenn árás, „James Bond stíl“
á v'gi Vietconíg !á tveimur eyjum
undan ströndinni. Bandaríkjamenn
irnir klæddust froskmannabúning
um og syntu inn í neðanjarðar
byrgi skæruliða gegnum neðan-
sjávarop.
í Saigon hafa sex borgarar í
stjórn Nguyen Cao Kys forsæUs
ráðherra hótað að segja af sér
í mótmælaskyni við vaxandi áhrif
herforingja þeirra, sem sæti eiga
í stjóminni. Góðar heimildir
herma að engin hætta sé á alvar
legra deilu fyrir opnum tjöldum
þar sem slíkt mundi hafa skað
leg áhrif á Manilaráðstefnuna.
Námskeiðí finnsku
í Háskóla íslands
Finnski sendikennarinn við Há
skóla íslands, Juha Peura hum.
kand., mun hafa byrjendanámskeið
í finnsku fyrir almenning í vetur.
Þeir, sem vilja taka þátt í nám
skeiði þessu, eru beðnir að koma
til viðtals við sendikennarann
fimmtudag 13, október kl. 20.15 í
II. kennslutsofu Háskólans (fyrstu
hæð í suðurálmu.)
Síðar í vetur mun sendikennar
inn halda fyrirlestra um finnska
menningu, Nánari tilkynning um
það verður birt síðar.
„Vietcong morðingjar"
Washington 10. 10. (NTB-Re- þyrfti að efast um að meðlim
uter — Kanadfskur ofursti á ir svokallaðra þjóðfrelsisfylk-
eftirlaunum sem starfaði í al ingar væru leiguþý Norður-Viet
þjóðlegu eftirlitsnefndinni í Vi nammanna og kínverskra komm
etnam fyrir nokkrum árum,
sagði í dag, að Vietcong væri
flokkur launmorðingja og að
það væri flónska að hleypa
þeim að samningaborðinu.
R, Houston ofursti sagði í
viðtali við vikuritið U.S. News
and World Report, að enginn
únista. Ofurstinn sa'gði að starf
vopnahléijnefifdarinnar sem
skipuð er fulltrúum Kanad.i,
Indlands og Póllands, væri von
laust þar sem fulltrúar Pól
verja fylgdu skipunum Rússa
og reyndu að torvelda störf
nefndarinnar.
Fyrir nokkru var verið að
setja upp nýja götulýsingu
á Suðurlandsbrautinni. Við
það tækifæri tók ljósmynd-
ari blaðsins þessa skemmti-
Iegu mynd. Tækninni hefur
fleygt fram á þessu sviði
eins og öðrum, og nú er
slíkt verk orðið talsvert auð
veldara en áður var. (Mynd.
Bl. Bl.)
LAGOS: Að minnsta kosti
1.000 manns hafa týnt lífi í
ættflokkaskærum í Norður-
Nígeríu undanfarna daga, skv.
góðum heimildum.
WASHINGTON: Robert Mc
Namara landvarnaráðherra fer
til Vietnam á laugardaginn í
vikuheimsókn.
G uðbrandsbibflía
boðin upp í
Fyrsta bókauppboð Sigurðar
Benediktssonar, verður í dag í
Þjóðleikhúskjal]]aranum. Á upp-
boðsskrá eru alls 113 númer. Meiri
hluti bókanna er úr safni Snæ
bjarnar Jónssonar, bóksala Flest-
ar bókanna eru ferðabækur á
ensku varðandi ísland. Þtá verð
ur boðin upp eintak af frmprenti
Guðbrandsbiblíu, prentað á Hól
um árið 1584. Verkið er heilt
nema að tvö blöð eru ljósprentuð
Bókin er bundin í skinnband frá
1820. Verður þetta án efa ein
dýrasta bók sem hér hefur kom
ið á uppboð- Guðbrandsbiblía hef
ur einu sinni áður verið á upp
boði hjá Sigurði, en það eintak
var keypt inn aftur.
Þá verða boðin upp nokkur tíma
ritasöfn. Meðal þeirra Óðinn, allur
Iðunn, gamla og nýja og tímarit
Bókmenntafélagsins. Margar ljóða
bækur eru í uppboðsskrá. M. a.
Rímur af Oddi sterka eftir Örn
Arnarson, 1. útgáfa, en í henni
voru aðeins 50 eintök. Söngvar
og kvæði eftir Jón Ólafsson, gefið
út 1877, og tvær ljóðabækur eftfr
Stefán frá Hvítadal bundnar sam
an eru það Söngvar förumannsins
og Óður einyrkjans.
Barðist við lögregluna með hníf
Rvík, ÓTJ.
Óður maður var handtekinn í
Hafnarfirði sl. sunnudag og hafði
hann þá .gert ítrekaðar tilraunir
til að vega lögregluþjónana með
hníf. Lögreglan hafði verið kölluð
að húsi einu í bænum, laust fyr
ir miðnætti til þess að fjarlægja
umræddan mann. Hann er enskur
að þjóðerni (36 ára gamall) og býr
þar ásamt konu sinni.
í fyrstu neitaði maðúrinn alger
lega að hleypa þeim inn í íbúð-
ina, en þegar þeir komust þrátt
fyrir það varðist hann af mikilli
heift 'og notaði hníf við það eins
og fyrr segir. Lögre'gluþjónunum
tókst þó að yfirbuga hann og af
vopna án þess að meiðsli hlytust
af og var þá berserkurinn flutt
ur í fangelsi. Hann mun hafður í
varðhaldi þar til mál hans verður
tekið fyrir.
2 11. október 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ