Alþýðublaðið - 11.10.1966, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 11.10.1966, Qupperneq 8
ENN ER DEIET UM MORD KENNEDYS ÞEGAR Warrennefndin birti skýrslu sína um morðiti á Kenne- dy forseta i Dallas í nóvember 1963, tæpu ári eftir að imorðið var framið, töldu flestir að mál- inu væri lokið. En að undanförnu hafa komið fram háværar kröfur íim það í bandaríska þinginu, að fyrirskipuð verði ný rannsókn á forsetamorðinu. Ástæðan er sú, að út hafa komið margar bækur, þar sem starfsaðferðir Warrennefnd- arinnar eru gagnrýndar. Pyrst eftir að skýrsla Warren- nefndarinnar kom út, seldist ‘hún í milljónum eintaka. En í ágúst sl. seldust aðeins 249 eintök af skýrslunni. Þetta ber ekki vott um að áhugi almennings á kring- umstæðum morðsins hafi dvínað lieldur að traust manna á skýrsl- unni hefur beðið hnekki. Samtím- is þessu eykst sífellt sala þeirra mörgu bóka, sem út hafa komið og alltaf eru að koma út um morð- ið og einkum þó um aðferðir Warr- ennefndarinnar. í þessum bókum eru aðferðir nefndarinnar og um leið niííurstöður hennar dregnar í efa. Til þessa hafa komið út níu bæk- ur um morðið, fleiri eiga eftir að koma í kjölfarið. Aðeins á þessu ári hafa eftirfarandi bækur kom- ið út um morðið: 1 Thomas Buch- anan: Who Killed Kennedy? (2 Penn Jones Junr.: Forgive My Grief, 3) Richard Popkin; The Second Oswald. 4) Sylvan Fox: The Unanswered Questions About Kenndy’s Assassination . 5) Weis- berg: White Wash. 6) Mark Lane: Rush to Judgement og 7) Edward Jay Epstein'- Inquest: The Warren Commission and the Establish- ment af Truth. ★ EFASEMDIR. Það eru einkum tvær s’ðast- nefndu bækumar, sem komið hafa af stað áköfum umræðum í Banda- rikjunum um morðið, enda hafa þær að geyma ítarlegustu lýsing- arnar á starfi Warrennefndarinn ar og undarlegum kringumstæðum í sambandi við morðið. Umræður þessar eru ekki bundnar við Bandaríkin. í Bretlandi hafa t.d. blöð eins og The Times og Ec- onomist hvatt til þess að rann- sókn morðsins verði tekin upp að nýju. Bók Epsteins er talin bera af öllum þessum bókum og hefur hún vakið mesta athygli. Epstein er ungur menntamaður, sem stundað hefur nám við Harvard- háskóla, og upphaflega átti bók hans að vera doktorsritgerð. Rit- gerðin átti ekki að fjalla um morð ið heldur um starfsaðferðir sér- stakrar nefndar, sem stjórnin GOODWIN: Vill nýja rannsókn. skipar. En þegar Epstein vann að ritgerð sinni rakst hann á svo margar undarlegar og uggvænleg- ar staðreyndir um morðið og eink um og sér í lagi um nefndina, að bókin varð með allt öðrum hætti og um leið eftirtektarverð- ari en gert var ráð fyrir í fyrstu, Mark Lane, sem hefur sent frá sér aðra bók um morðið og móð- ir Oswalds reyndi árangurslaust að fá til að koma fram sem eins konar verjandi hins myrta sonar síns gagnvart nefndinni, gengur lengra en Epstein í ályktunum sínum. . $ÖÉÍ % W§t # ■ t * s | * **-• í ' V JR i |:v Morðið á Kennedy forseta. 8 11. október 1966 ~ ALÞÝÐUBLAÐIÐ ★ VANRÆKSLUR. Báðir leggja fram nógu mikið af gögnum til að vekja efasemd- ir og ugg — og sama máli gegn- ir með höfunda annarra bóka um morðið. En hvorugur er sannfær- andi, þegar þeir reyna að draga í efa, að það hafi verið Oswald, sem hleypti af skoti, sem varð forsetanum að bana. Hins vegar tekst þeim að vekja efasemdir um hvort Oswald hafi raunverulega verið einn að verki. En það sem gefur bók Epsteins fyrst og fremst gildi, er að hann bendir á vanrækslusyndir og yfir- sjónir, sem Warrennefln|rlinni varð á í rannsókn morðsins, en nefndin átti í stöðugu t'mahraki þar sem hún hafði ströng fyrir- mæli um að ljúka við gerð skýrsl unnar fyrir forsetakosningarnar 1964, og yfirlýstur ' tilgangur hennar var sá, að kveða niður allar sögusagnir um samsæri. Þetta hafði í för með sér, að nefndin Ibeindi allri athyglinni að Oswald en rannsakaði ekki sem skyldi vísbendingar um, að að 'minnsta kosti einn annar maður hefði verið samsekur. Af gögnum þeim, sem virðast gefa þetta til kynna má nefna: Líkkrufnings- skýrslu, hina athyglisverðu kvik- mynd sem tekin var af morðinu og upprunalegar skýrslur FBI (alríkislögreglunnar) um morðið. ★ FURÐULEGAR HUGMYND- IR Skoðanakönnun, sem gerð hef- ur verið á vegum Harris-stofn- unarinnar í Bandar!kjunum, en sú stofnun notar sömu aðferð og Gallup - stofnunin ,hefur veitt eftirtektarverðar og uggvænleg- ar upplýsingar. Rúmlega helmingur þeirra, sem spurðir voru, - - 54 af hundraði töldu e|i:ki, að Warr^mefndin hefði saigt allan sannleikann og að mörgum spurningum væri enn ósvarað. Yfirgnæfandi meirihluti er enn þeirrar skoðunar, að Os- wald hafi hleypt af banaskotinu. en um það bil helmingur þeirra, sem spurðir voru, eru einnig þeirrar skoðunar, að um samsæri hafi verið að ræða. Efasemdir hafa aukjzt á þeim þremur árum, sem liðin eru síð- an morðið var framið. Samkvæmt skoðanakönnun, sem Harris-stofn unin gerði einum rnánuði eftir forsetamorðið, töldu 74 af hund- raði að Oswald hefði verið einn að verki f Um það eru skiptar skoðanir hverjir tekið hafi þátt í hinu hugsanleja samsæri. Sumir. segja að það hafi verið kommúnistar, aðrir öfgasinnar til hægri og 2% þeirra, sem spuröir voru, vörpuðu fram þeirri vitfirringslegu kenn- ingu, að Johnson þáverandi vara forseti hefði skipulagt morðið. Þetta merkir ef taká má niður- stöður skoðanakönnunarinni trú- anlegar, að milljónir Baridaríkja- manna trúa því, að núverandi for- seti landsi’ns hafi staðið á bak við morð fyrirrennara síns. Þetta er óhugnanlegt og vitfirringslegt en um leið hættulegt merki þess, að Warrennefndin hafi ekki kveð ið niður sögusagnir þær og þjóð- sögur, er komust á kreik í sam bandi við morðið, en það var meg intilgangur nefndarinnar. Einnig sýnir þetta að hinar mörgu og nýju bækur um morðið eru farnar að hafa uggvekjandi áhrif. ★ RANNSGKNAR KRAFIZT Af þessum ástæðum hefur þing- maður úr flokki repúblikana í fulltrúadeild Þjóðiþingsins ,The- odore R. Kupferman, borið fram kröfu um, að þingið hefji nýjar Warrennefndin (talið frá vins Warren hæstaréttardómari, R

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.