Alþýðublaðið - 13.10.1966, Side 8

Alþýðublaðið - 13.10.1966, Side 8
KASTLJÓS STERKASTA VOPN PORTÚGALA Kjarni hers þess, sem Portúgalar beita í nýlendum sínum, eru harðsnúnir fallhlífahermenn. Hér sjást þeir á hersýningn á þjóðhátíðardegi Portúgala i Lissabon. Neðst tii vinstri á myndinni er Salazar forsætisráðherra. „ V m mm • ; - Í , mhÉ ! : ÁRÁS sú, sem nýlega var gerð á portúgalska sendiráðið í Kins- hasa (áður Leopoldville), höfuð- borg Kongó, markaði hvorki upp haf né endalok erfiðleika Portú gaia í Afríku. Brfiðleikar þessir eiga sér margra alda sögu. Þeir grófu um sig vegna þess, að Portúgalar van ræktu hinar víðfeðmu nýlendur sínar í efnahagslegu 'og pólitísku tilliti og mögnuðust við hörmung ar þrælahaldsins. Á síðari tímum jukust erfiðleikarnir um allan helming vegna nauðungarvinnu og grimmdarverka þeirra, sem baðmullar- og sykurbarónarnir í nýiendúnum stóðu fyrir í nafni hinnar fjarlægu einræðisstjómar í Lissabon, sem ræður lögum og lofum á Igeysistóru landflæmi, sem er langtum auðugra og 23 sinnum stærra en móðurlandið. Portúgalar vöknuðu við vond- an draum kvöld nokkurt í marz 1961, þegar nokkrum skotum var skotið á lögreglubifreið, er ók um götur bæjarins Sao Salvador Do Congo í Norður-Angola. Næsta sólarhring voru 300 hvít ir Portúgalar myrtir í átökum á 40 stöðum. Konum var nauðgað og þær krossfestar, börnum mis- þyrmt og þau brennd lifandi. Á næstu þremur vikum Angólaupp reisnarinnar myrtu Bakongo-stríðs menn frá Angola ag Kongó 1000 hvíta menn til viðbótar og þar að auki 6000 blökkumenn, sem neit uðu að taka þátt í Shryðjuverkun um. ★ EK ÁKÆRAN KÉTT? Nauðsynlegt er að 'hafa þessi hryðjuverk í huga til að skilja hina miklu og skyndilegu breyt ingu, sem orðið hefur á stefnu Portúgala gagnvart nýlendum þeirra í Afríku og löndum þeim sem að þeim liggja. Það væri sannarlega kaldhæðni örlaganna, ef þær ásakanir Kongó stjómar hafa við rök að styðjast, að Portúgalar skjóti skjólshúsi yfir hermenn í þjónustu Moise Tshombes, fv. forsætrsráðehrra í Kongó, í Angola og hafi í hyggju að styðja hann í sókn er hann hyggst gera inn í Kongó til að brjótast aftur til valda. Hér virð ist Kongóstjóm og portúgalska stjórnin hafa skipt um hlutverk. Sennilega var það þessi grunur sem leiddi til árásarinnar á portú galska sendiráðið í Kinshasa. Portúgalar vilja ekki fallast á, að þessar ásakanir hafi við rök að styðjast, en þeir halda því fram eins og réttlætingar væri þörf, að Mobutu hershöfðingi, forseti Kongó, sendi vopn til uppreisnar manna, sem Portúgalar halda nú í herkví í Angola. En hvað svo sem hæft er í á- sökununum þá hafa breytingar þær sem orðið hafa á stefnu Portúgala ótvirætt belnzt í þá átt að bæta ástatndið i nýlendum sínum, að hefta framsókn svörtu þjóðernis sinnanna með valdi og fjarlægja orsakir þeirra umkvartana, sem líklegt er að Séu stefnu þjóðern issinna til framdráttar. ★ TVÆK ADRAK UPP- REISNIR. Síðan uppreisnin brautzt út í Angola 1961 hafa Portúgalar átt í höggi við vopnaða uppreisnar menn á tveimur öðrum stöðum í Afríku, og hafa yflrráð þeirra á tfáðum þessum stöðum verið í hættu. Önnur uppreisnin hófst í portúgölsku Guineu á hinni heitu strönd Vestur-Afríku 1963, og hin hófst 1964 í Mozambique, sem er 1.500 mflna langt landssvæði á suðausturströnd Afríku. Gagn- stætt því, sem flestir hafa spáð, virðast Portúgalar vera að bera sigur úr býtum á öllum þremur vigstöðvunum. ★ í Angola sem er auðugust hinna þriggja nýlendna, hefur "Pc|rtúgölum t(|ki2ít að innlkróa uppreisnarmenn, eða innrásar- mennina eins og Portúgalar kalla þá, svo rækilega á litlu svæði í norðurfrumskógunum að þúsundir portúgalskra hermanna og ef til vill hundrað orrustuþotur hafa ver ið sendar til Mozambique til að binda endi á hryðjuverkin þar. ★ í Portúgölsku Guineu hefur einnig skapazt nokkurs konar þrá tefli í viðureigninni við hryðju verkamenn. Leiðtogi þeirra, Amil car Cabral, stjómar herhlaupum yfir landamærin frá Conakry í Gu ineu, en innrásarmennirnir sækja aldrei mjög langt inn í landið og árásirnar standa sjaldan lengi. ★ í Mozambique standa Portú galir nú andspænis því sem þeir kalla erfiðasta vandann, þar se>#i uppreisnarmenn geta ferðast svo til óhindrað um hið eyðilega kjarr skógasvæði í norðvestur- og norð austur-hornum landsins. ★ NÝTÍZKU VOPN. Árásarmennirnir hafa verið hræddir og klaufskir og barizt tólf saman í hóp. En nú eru í fylgd með þessum tólf manna hópum bræddra og klaufskra árásarmanna þjálfaðir og snjallir hermenn bún ir nýtízku vopnum, aðallega af kínverskri eða rússneskri gerð. Vopn þeirra eru öll mjög svip uð og þe*r , sem hlotið hafa ein hverja hesrþjálfun, hafa allir verið í sömH æfingabúðum í Kína og Sov étríkjtmum. En þó virðist engin sameiginleg heirstjáun s;tmræma starfeemi hryðjuverkamannanna i þessttm þremur nýlendum Portú gala. HryfSjuverkamenn klofna sí fellt í andstæðar fylkingar vegna valdabaráttu, sem brýtzt út aftur og aftur,, og- 'hefur þetta orðið Portúgölum að miklu liði. Hér er einn sem komið er úm' mjög einhliða styrjöld að ræða . Hinir harðsnúnu fallhlífarhermenn. Pramhald á 10. síðlB. Frá árásinni á portúgalska sendlráðið í Kinshasa, Skjöi oje húsgögn Uggía á vlð o» dreif fyrir framaa byrgingnna. Árásarmennirnir flýja undan kongósku lögreglunni. 8 13. október 1966 - ALÞÍÐUBLtfHÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.