Alþýðublaðið - 22.10.1966, Page 4

Alþýðublaðið - 22.10.1966, Page 4
Bltstjérar: Gylft Gröndal (áb.) og Benedtlct Gröndal. — RttstjómarfuU. trút: Etður Guðnasan. — Símar: 14600-14903 — Auglýstngastint: 14S00. ACsetur AlþýOuhústa viö Hverflsgötu, Ileykjavlk. — PreotsmiBja AlþýSu biaOstns. — Askrtltargjald kr. 05.00 — 1 lausásölu kg>. 7.00 eintukiO. tttgefandl AlþýSuflokkurinii. ÞJÓÐVILJINN ÞEGIR FREGNIR af framferði Rauðu varðliðanna austur í Kínaveldi hafa vakið athygli og viðbjóð um víða ver- öld. Menn hafa fylgzt með því dag frá degi, hvernig herskáir unglingahópar hafa vaðið uppi, misþyrmt mönnum og menningarverðmætum og haft sig svo villimannlega í frammi, að jafnvel kommúnistum um víða veröld ofbýður og þeir hafa látið vanþóknun sína í ljós án þess að tala nokkra tæpitungu. Vafalaust finnst flestum hafa keyrt um þverbak, þeg ar hinir ungu rauðliðar fyrir nokkrum dögum heimt- uðu að brenna andstæðinga sína á báli. Virðist nú sótt aftur, en ekki fram í Kínaveldi. íslenzkir kommúnistar hafa löngum tvístigið á þeim vegamótum, þar sem leiðir Sovétmanna og Peking- manna hefur skilið._ Vitað er, að íslenzkir kommún- istar eru klofnir í tvær fylkingar rétt eins og gerist hjá skoðanabræðrum þeirra hvarvetna. Fylgja sumir Kosygin og Bresnév, en aðrir halla sér 'að Maó til trausts og halds. Þjóðviljinn, málgagn íslenzkra kommúnista, hef- ur ekki tekið neina aístöðu í þessum málum og varla skýrt lesendum sínum frá afrekum ungra rauðliða eystra, sem þó hafa þótt talsverðum tíðindum sæta. jEkki er gott að segja hvað veldur þögn Þjóðviljans í þessum efnum. Vera má, að það hafi sitt að segja, að Maó bauð einum ritstióra blaðsins til sín fyrir skömmu og skrifaði sá bók um förina, og kvittaði þannig fyrir gestrisnina. Annar ritstjóri Þjóðviljans er nýbúinn að gera víðreist um Rússaveldi í boði Bre- snévs, og má vera, að beir félagar telji bezt að segja sem minnst eins og málum er nú háttað, unz útséð er um Lyktir þeirra deilna, sem geisa með húsbænd- um þeirra. En hvað sem skoðunum íslenzkra kommúnista á atburðunum austur í Kína líður, þá er því ekki að leyna, að fregnir það'an bera með sér, að fyllsta á- stæða er að hugleiða alvarlega þá þróun sem nú ríkir. Forn og merk menningarverðmæti eru eyðilögð, sak- lausu fólki misþyrmt, stúdentar reknir úr landi, ný fqrréttindastétt á að sitja fyrir um nám, námsgreinar, sgm í hávegum eru hafðar með siðmenntuðum þjóð- úín, eins og sagnfræði, listir og heimspeki, eru set.tar ýl í horn, eða kenrisla felld niður. Menningarbylting- ir svonefnda virðist því vera á góðri leið með að vera ai tdménningarbylting. Stöðugt berast nýiar fregnir af hermdarverkum R mðu varðliðanna sem virðast framrn með blessun o^: samþykki ráðamanna R'auða Kína. Framferði ung- linganna hefur hvarvetna verið fordæmt, — nema í naúlgagni íslenzkra kommúnista. Þjóðviljinn þegir sem fyrr. 4 22. október 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ í dag kl. 2 hefst málverkasýn ing Guðmundu Andrésdpttur í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Sýn ing Guðmundu Andrésdóttur í viku, er opin almenningi dag lega fná kl. 2--10. Þetta er þriðja einkasýning Guðmundu, þar sem hún sýn ir 21 málverk og 4 vatnslita myndir. Eru öll þessi verk til sölu. Guðmunda hefur haldið einkasýningu á verkum sínum með íy.mm ára mlillibili; sú fyrsta var 1956 og önnur í Boga salnum 1961. Auk þess hefur hún tekið þátt í mörgum sam sýningum, bæði erlendis og hér heima. Verk hennar komu fyrst fram fyrir almenning á septem bersýningunni 1952. Guð munda hefu." jafnan haldið sig að nonfíguratívu stefnunni í verkum sínum. Á þessari sýn ingu eru flest öll málverkin mál uð á síðustu tveim árum. Guðmunda vinnur á teikni stofu hjá raforkumálaskrifstof unni og hefur nýlokið gerð dýpt arkorts af svæðinu umhverfis Surtsey. ■■ JULWF""* Kðmb ★ ER ÆSKAN SPILLTARI EN FYRR? Til okkar hringdi á ritstjórnina í gær full- orðinn maður, sem bað okkur að koma því á fram- færi, að vafalaust hefðu margir orðið hissa á þeim ummælum stjórnanda sjónvarpsþáttarins „Æskan spyr,” að æskan í dag væri spilltari og verr á vegi stödd en nokkru sinni fyrr. , Mér fundust þessi ummæli stórfurðuleg, sagði maðurinn. Ég veit ekki betur, en allt frá dög- um Grikkja og Rómverja hafi eldri menn haft æskuna á hornum sér og sagt, að hún væri að fara með allt til fjárans, en allt hefur þó blessazt fram á þessa daga. Mér fannst það þess vegna svo íurðulegt, að ég get ekki orða bundizt að lieyra ungan mann halda þessari staðhæfingu fram í sjónvarpinu, enda kom í ljós, að hann átti sér ekki formælendur meðal annarra þátttakenda í þættinum. ★ MYNDARLEGT ÆSKUFÓLK. Ég held, að æskufólk hafi sjaldan verið myndarlegra og bráðgerara en einmitt í dag. Unga fólkið hefur það betra en nokkru sinni fyrr, að vísu misnota ýmsir aukin fjárráð, en þannig hefur það alltaf verið, að ef meira ber á því í dag, þá er það vegna þess að æskan er fjölmennari og hefur síg meira í frammi en áður. Bítlahár og gadda- vírsmúsik eru tízkufyrirbrigði, sem án efa hverfa áður en langt um líður, og óþarft er að hafa á- .hyggjur . af þeim fyrirbærum. Dagblöðin hafa undanfarin ár gert mikið úr ólátum æskufólks um helgar á sumrin, allt of mikið að því ég held. Þannig hefur blöðunum teikzt að nokkru að setja blett á æskuna. það er æsifréttaþorstinn í blaðamönnunum, sem á sök á þessu. Heilbrigt æskufólk þarf að fá útrás fyrir athafnasemi sína og fjör, ef ekki með góðu, þá með illu. Það sem skapað hefur þessi lielgarvandamál, er fyrst og fremst það, að hvorlci bæjaryfirvöld né ríkið hafa gert nóg fyrir æskufólkið. Það vant- ar hér staði, þar sem það getur komið saman og skemmt sér, og er mikil höfuðskömm, að þetta skuli hafa verið vanrækt svo mjög sem raun ber vitni. í umræddum þætti var tóbaks- og áfeng- isneyzla gerð að umræðuefni. Mín skoðun er sú, að ekkert geti stöðvað æskufólk í því að prófa að neyta tóbaks og áfengis. Það er aðeins eðlileg for- vitni, að reyna þetta, sem fullorðna fólkið virðist margt hafa svo mikið dálæti á. Þótt áróður sé hafður uppi gegn skaðseminni og sóðaskapnum, sem fylgir reykingum, þá er það ekki nóg, og hneyksli fannst mér að sýna ógeðfellda tóbaks- auglýsingu strax á eftir þessum æskulýðsþætti. Kenna þarf æskufólkinu að unigangast áfengi; — áfenginu verður ekki útrýmt úr heiminum hvort sem er; þess vegna þarf að skýra frá hættunum, sem neyzla þess hefur í för með sér í óhófi, og kenna unga fólkinu að umgangast vín. Þetta eru sem sé mínar skoðanir á málinu, sagði þessi maður, sem til okkar hringdi, og ítrek- aði að lokum, að gagnrýni á æskuna hefur alltaf verið cinkenni þeirra, sem gamlir eru í anda, og sjá ekki nema svörtu hliðarnar á hlutunum. <1 UA ððSi' ;• döJ/io

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.