Alþýðublaðið - 28.10.1966, Qupperneq 4
Eitotjórar: Gylfl Gröndal (áb.) og BenediSt Gröndal. — RitstjómarfuU-
trúi: EiBur GuSnason. — Símar: 14800-14903 — Auglýsingasiml: 14906.
ACsetur AlþýCuhúsiO vlð HverHsgötu, Heykjavik. — Pr*ntsml6ja AlþýOu
blaðsins. — Askriftargjald kr. 95.00 — I lausásölu kr. 7.00 elntakKk
Utgefandl Alþýðufiokkurlmi.
OLÍA OG EÍNOKUN
í flestum löndum er löggjöf um fyrirtækjasam-
steypur og einokunarhringi og nákvæmt eftirlit er
haft af hálfu hins opinbera með starfsemi slíkra fyr-
irtækja. í Bandaríkjunum, sem oft eru nefnd í sömu
andránni og frjáls samkeppni er þessi löggjöf mjög
ströng og henni hiklaust beitt. Þóttu það til dæmis
talsverð tíðindi fyrir nokkrum árum, þegar forstjórar
nokkurra stærstu rafmagnsvörufyrirtækja heims voru
dæmdir í þungar sektir og fangelsi fyrir brot á þess-
ari löggjöf. Nú hefur það aftur skeð þar vestra, að
forstjórar fyrirtækja, sem framleiða vörur til pípu-
lagna, hafa hlotið þunga dóma fyrir að hafa gert með
sér samkomulag um verð á framleiðslu fyrirtækja
sinna og fleira þar að lútandi, sem talið var brot á
löggjöfinni um samkeppni og einokun.
Hér á íslandi er slík löggjöf enn ekki til, því mið-
ur, en hennar er löngu orðin þörf, þótt viðskiptalíf
okkar sé ekki jafnflókið og margbrotið og hjá milljóna
þjóðum.
í rauninni er ákaflega lítið um það vitað hér á landi,
hve rnikil brögð eru að samkomulagi milli um verð
fyrirtækja í sömu greinum og lítið er ennfremur vit-
að um fyrirtækjasamsteypur, sem starfa hér þó.nokkr
ar. Er löngu kominn tími til að sett verði löggjöf á
þessu sviði til verndar hinum almenna neytenda.
I fyrra var samþykkt á Alþingi tillaga frá Unnari
Stefánssyni, einum af þingmönnum Alþýðuflokks-
ins, um að athugun yrði framkvæmd á þessum málum
hérlendis með það fyrir augum að semja löggjöf um
eftirlit með fyrirtækjasamsteypum. Sú athugun mun
thú í þann veginn að hefjast á vegum viðskiptámála-
ráðuneytisins og er tvímælalaust ástæða til að fagna
því, að skriður skuli nú vera að komast á betta mál.
Ágætt dæmi um samstöðu fyrirtækja, sem áreið-
anlega mundi falla undir slíka löggjöf er að finna
þar sem er starfsemi olíufélaganna þriggja, sem
starfa hér á landi, og ævinlega koma fram gagnvart
•almenningi, sem eitt fyrirtæki, þótt þrjú séu að lög-
um. Þessi þrjú fyrirtæki hafa hér einokun á lífsnauð
synlegri vörutegund, sem menn geta ekki verið án
hvort sem þeim líkar betur eða verr. Samræmdar
in'nheimtuaðgerðir þessara félaga, sem vægast sagt
eru furðulegar, hafa nú nýlega vakið almenna reiði
og apdúðaröldu.
Þess er skemmzt að minnazt, að nýtt tryggingar
félaí riðlaði fyrir nokkru samstöðu íslenzku trygg-
inga "félaganna um iðgjöld af bifreiðatryggingum og
varð þannig til þess að lækka iðgjöld bifreiðaeigenda.
•Þa 5 þarf því engum að koma á óvart, þótt tæpt háfi
veriö á því opinberlega að stofna nýtt olíufélag, þjóð-
nýta þau þrjú sem fyrir eru eða stofna almennings-
hlutáfélag um olíudreifinguna í landinu. Það er á-
reiðanlega ekki neytendum til góðs, að það ástand
haldist, sem nú ríkir.
4 28. óktóber 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
HAFNAEFJÖRÐUR HAFNARFJÖRÐUR
Fundarboð
s r
Alþýðuflokksfélag Hafnarfjarðar heldur
fund föstudaginn 28. þ.m. kl. 8,30 í Alþýðu-
húsinu.
Dagskrá:
1. Kosning fulltrúa á flokksþing.
2. Félags og bæjarmál.
Framsögumaður er formaður félagsins,
Þórður Þórðarson.
Félagar mætið stundvíslega.
Stjórnin.
Kulturhisfor-
isk leksikon
Út er komið ellefta bindi a£
Kulturhistorisk leksikon for nor
disk middelalder, og nær þetta
j bindi yfir uppsláttarorð frá Luft til
j Motstándsratt. Er þetta verk gef
j ið út í samvínnu allra Norðurlanda
j og er Bókaverzlun ísafoldar út
gefandi þess á íslandi. Ritstjórar
af íslands hálfu eru þeir dr. Jak
ob Benediktsson og Magnús Már
Lárusson, prófessor, en í útgáfu
nefnd fyrir ísland auk ritstjór
anna prófessorarnir Einar !Ólj
Sveinsson og Ármann Snævarr
og dr. Kristján Eldjárn Þjóð-
minjavörður.
Lesið Álþýðublaðið
Kjör
fulltrúa á
flokksfying-
Alþýðuflokksfélag Reykjavík
fer fram á skrifstofu Alþýðuflokksins laugar-
daginn 29. og sunnudaginn 30. október 1966
kl. 13.-21. báða dagana.
KJÖRNEFND.
á krossgötum
★ VERÐLAG A ISLANDI.
Verðlagið á íslandi er alltaf mikið til um-
ræðu, enda snertir það hvern einstakling í land-
inu og er þýðingarmikið fyrlr þjóðina í heild.
Stöðugt verðlag höfum við ekki þekkt í hálfa öld,
þótt verðbólgan hafi kannski ekki sett upp sjö-
mílnaskóna fyrr en á árum síðari heimsstyrjaldar-
innar. Það getur verið dálítið fróðlegt að líta á
verðlagið eius og það var um eða fyrir síðustu
aldamót og bera það saman við verðlagið í dag.
Sömuleiðis að skyggnast lítið eitt fram á veginn.
Hérna á borðinu fyrir framan mig llggja
nokkrir viðskiptareikningar frá árunum kringum
aldamótin síðustu, þar sem lesa má verðlag á
ýmsum vörum á þeim tíma. Vöruúrval var þá mjög
fáskrúðugt í landinu og að nokkru aðrar vöru-
tegundir á boðstólum heldur en síðar varð, m. a.
vegna breyttra atvinnu- og þjóðfélagshátta. Ég
skal nú nefna nokkur dæmi af handahófi um vöru-
verð frá þessum árum, lesendur geta svo borið
það saman við núverandi verðlag, ef þá lystir.
★ BRENNIVÍNSPOTTURINN
Á 90 AURA.
Þá kostaði 1 kg. af kaffi kr. 2,20, kandís
kr. 0,70, rúgmjöl kr. 0,15, hveiti kr. 0,17, græn-
sápa kr. 0,60. Þá var brennivínspotturinn seldur á
90 aura, sem mundi mega teljast hagstætt verð,
en kílóið af rjólinu kostaði kr. 3.00. Reykjarpípa
fékkst fyrir 50 aura, en 1 kg. af reyktóbaki kost-
aði kr. 3,60. Spil var hægt að fá fyrir 40 aura,
handklæði á 15 aura, tvinnakefli fyrir 18 aura.
Þeir, sem lögðu í þá fjárfestingu að fá sér liatt,
urðu að snara út hvorki meira né minna en kr.
2,50. Smjörverð til framleiðenda var þá aðeins
kr. 1.20, en smjörfjall óþekkt hugtak á íslandi.
Rjúpnaskyttum til fróðleiks, skal þess að lokum
getið, að 18 aurar fengust þá fyrir rjúpuna, og
hefur enginn orðið feitur af fugladrápi í þá daga.
Þetta verðlag mun hafa haldizt svo til
óbreytt allt fram undir upphaf fyrri heimsstyrj-
aldarinnar eða fram á annan áratug þessarar ald-
ar. En þá hækkaði allt vöruverð mikið. Eftir 1920
lækkaði svo vöruverðið aftur, einkum varð mikið
verðfall á íslenzkum afurðum og komst lægst á
kreppuárunum upp úr .1932, fór síðan smáhækk-
andi aftur, og með síðari heimsstyrjöldinni komst
verðbólgan í algleyrriing, sem kunnugt er, og allir
þekkja verðlagsþróun síðustu ára og áratuga.
★ MEÐALÍBÚÐ
Á 100 MILLJÓNIR.
Við sjáum af framansögðu, að ýmsar vör-
ur hafa hundraðfaldazt í verði á þessum tíma,
sumar minna, aðrar meira. Brennivínið hefur t.
d. meira en þrjúhundruðfaldazt. Ef við hins vegar
litum til verðlagsþróunar síðustu áratuga, þá
sýnist engan veginn óhugsandi, að verðlag eigi
eftir að hundraðfaldast næstu 30—40 árin eða
fram til næstu aldamóta. Mundi þá verða dýr
dropinn fyrir þá, sem vildu gera sér dagamun á
aldamótahátíðinni, þegar brennivinsflaskan væri
farin að nálgast þrjátíu þúsundin. Sígarettupakk-
inn yrði þá kominn á þrjú þúsund krónur og ann-
að eftir því. Meðalíbúð fengist t. d. varla undir
100 milljónum. Guð hjálpi aumingja afgreiðslu-
fólkinu í bönkum og verzlunum að telja alla
þessa peninga. — S t e i n n .