Alþýðublaðið - 28.10.1966, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 28.10.1966, Blaðsíða 10
Unnið að Norðurlandsáætlun Framhald af 7. síðu. Norðurlands fyrir sig, þar sem lagðar eru fram tillögur um kerf- isbundinn stuðning við atvinnu- líf svæðanna. Ein skýrsla hefur þegar verið lögð fram, um Húna- flóasvæðið, og er Strandasýsla þó þar með talin. Von er á skýrsl- um um Skagafjörð, ásamt Siglu- firði, og um austurhluta Norður- lands innan skamms. Reiknað er með, að Efnahagsstofnunin skili ríkisstjórninni heildar-skýrslu um Norðurland allt á þessum vetri. í þessu starfi hefur einmitt ver- ið lögð áherzla á að flýta eins og kostur er fyrir þeim aðgerðum og framkvæmdum, sem nauðsyn- legastar eru taldar. Bein afleið- ing þessa starfs er meðal ann- ars sú, að á næstunni verður lagt í sérstakan fiskileitar leiðangur á Húnaflóa, Skagafirði og haf- svæðunum þar út af. Einnig er lögð áherzla á skjóta afgreiðslu á umsóknum til Atvinnujöfnunar- sjóðs frá Norðurlandi. Þá hefur farið fram sérstök athugun á rekstri frystihúsa og fiskvinnslu- stöðvá við Húnaflóa, sem lögð verður til grundvallar við úthlut- un lánsfjár. Af því, sem hér hefur verið sagt, má ljóst vera, að gerðar hafa verið ráðstafanir, sem tryggja að unnið verði á mun skipulegri hátt en áður að lausn vandamála þeirra byggðarlaga, sem á einhvern hátt hafa orðið útundan í hinni öru hagþróun undgnfarinna ára. . Þótt mikið starf hafi þanriig verið unnið að athugunum og á- ætlanagerð til úrbóta’ á atvinnu- ósfandi Norðurlands vestra, eru það ekki einu aðgerðir stjórnar- yalda til úrbóta á þessum málum Svæðisins. Jafnframt hafa verið gerðar beinar ráðstafanir til að bæta úr atvinnuástandinu. s ★ MARGÞÆTT NEFNDARSTARF. Þann 13. júlí 1965 skipaði sjávarútvegsmálaráðherra fimm manna nefnd til að hafa forustu um ráðstafanir til að bæta úr ai- varlegu atvinnuástandi á Norður- landi. I nefndina voru skipaðir þessir menn: Vésteinn Guðmundsson, framkv.- stjóri, Iljalteyri, formaður nefndarinnar. Björn Jónsson alþingismaður, Akureyri. Ósikar. Garibaldason, formaður Þróttar, Siglufirði. Jón Þorsteinsson, alþingismaður, Reykjavík. Stefán Friðbjarnarson, bæjar- ritari, Siglufirði. Um síðastliðin áramót tók Þor- steinn Hjálmarsson, oddviti á Hofsósi sæti Jóns Þorsteins- sonar. Nefnd þessi var skipuð sam- kvæmt samkomulagi ríkisstjórn- arinnar og verkalýðssamtakanna á Norðurlandi frá 7. júní 1965 og voru Björn Jónsson og Óskar Garibaldason tilnefndir í nefnd- ina af Alþýðusambandi íslands og Alþýðusambandi Norðurlands. Svo sem segir í samkomulagi ríkisstjórnarinnar og verkalýðs- samtakanna frá 7. júní 1965 og skipunarbréfum sjávarútvegs- málaráðuneytisins 13. júlí 1965 og 10. desember 1965, er Atvinnu- málanefnd Norðurlands ætlað að hafa á hendi framkvæmd skyndi- ráðstafana til úrbóta í atvinnu- málum á Norðurlandi og í Strandasýslu næstu tvö ár, frá júrri 1965. i Skipta má starfsemi nefndar- innar í þrjú tímabil: 1. Sumarsíldveiðar árið 1965. 2. Vetrarvertíð 1966, þ. e. 1. janúar til 31. maí. 3. Sumarsíldveiðar árið 1966. Verður hér á eftir getið starf- semi nefndarinnar á hverju þess- ara tímabila fyrir sig. ★ SUMARIÐ 1965. I. — Sumarið 1965 var gert út skip, bv. Þorsteinn þorskabítur, á vegum nefndarinnar til tilrauna með flutning á ísvarinni síld af fjarlægum miðum til vinnslu- stöðva á Norðurlandi. Enda þótt lítið magn væri flutt, en það kom til af því, að síldveiðar voru mjög stopular meðan skipinu var hald- ið úti, þá gaf tilraunin þann já- kvæða árangur, að með henni þótti sannað, að hægt er að geyma síid ísvarða og flytja langleiðis svo hún haldist liæf til söltunar. í annan stað voru veiðiskip styrkt til þess að sigla með eigin afla af fjariægum veiðislóðum til hafna á Norðurlandi. Voru þannig fluttar rúmlega 31.000 tunnur og er fullvíst talið, að veru legur hluti þessa magns hafi bor- izt til Norðurlandshafna ein- göngu fyrir tilkomu styrksins. Alls voru saltaðar og frystar á Norðurlándi þetta sumar um 41 þúsund tunnur, en 24 þúsund tunnur árið áðúr. Til framkvæmd- anna var varið um 3 milljónum króna. ' ★ VETRARVERTÍÐ. II. — Þegar í ársbyrjun 1966 Voru ýmsar róðstafanir gerðar til þess að auka hráefni til fiskvinnslustöðva á Norður- j landi og í Strandasýslu á kom- andi vetrarvertíð, 1. janúar til j 31. maí. Heiztu ráðstafanir nefnd- arinnar voru þessar : ! 1. — Ákveðið var að greiða verðuppbætur á afla heimabáta, sém ýmist stunduðu línu-, netja- eða togveiðar. Voru verðuppbæt- ur greiddar á samtals nær 7000 tonn. Aflamagn af heimabátum, sem borizt hafði sömu stöðum á þessu tímabili 1965 nam 4000 tonnum. Er ekki að efa að þess- ar róðstafanir stuðluðu mjög að því, að bátarnir stunduðu frem- ur veiðar frá heimahöfnum í stað þess að leita til annarra lands- hluta í jafn ríkum mæli og áður. Á þetta bæði við um minni bát- ana, en eink.um þó um togbát- ana. Einn togbátur var gerður út frá hverjum stað, Siglufirði, Ól- afsfirði og Dalvík. Útgerð slíkra báta hafði • haft mikla þýðingu fyrir atvinnulíf þessara staða fyr- ir nokkrum árum, en lagzt niður hin síðari ár. Fyrir atbeina nefndarinnar var ráðizt í þessa tilraun nú. Þrátt fyrir ýmsar tafir vegna vanbún- aðar skipanna í byrjun vertíðar og óhagstæðs veðurfars, náðist sá árangur, að ekki orkar tví- mælis að halda beri þessari út- gerð áfram. 2. — Styrkur var veittur til greiðslu verðuppbóta á aðflutt hráefni, hvort heldur væri afli togara eða annar aðfluttur fiskur. Það voru einkum Akureyri og Siglufjörður sem hagnýttu sér þennan styrk með auknum lönd- unum togara. Námu landanir tog- aranna á þessu tímabili um 2000 tonnum. 3. — Styrkur var veittur einum bát frá hvorum stað, Skagaströnd og Sauðárkrólci, til þess að hefja rækjuveiðar í Húnaflóa og ef til vill víðar. Nokkurt magn rækju mun hafa borizt til beggja þess- ara staða og stuðlaði nefndin að ALÞÝÐUBLAÐIÐ vantar blaðaburðar- fólk í eftirtalin hverfi: Miðbæ, I. og II. Laugarteig Hringbraut Hverfisgötu, efri og neðri, Kleppsholt Tjarnargötu Laugarneshverfi Sörlaskjól Miklubraut Laufásveg Laugaveg neðri Laugavegur efri Laugarás Skjólin Seltjarnarnes I. Lönguhlíð Bræðraborgarstíg. Alþýðublaðið sími 14900. flutningi hráeínisins til þeirra. 4. — Síðari hluta maímánaðar var skipi haldið úti til tilrauna til loðnuveiða fyrir Norðurlandi. Engin loðna fannst og gaf því til- raunin engan árangur. Fjárútlát á vegum nefndarinn- ar á vetrarvertíðinni l./l. — 31/5 voru sem hér segir: 1. Ver'ðuppbætur á heimaafla kr. 3.760 þús. 2. Verðuppbætur á aðfluttan afla kr. 982 þús. 3. Til rækjuveiða kr. 85 þús. 4. Til loðnuveiða kr. 225 þús. Áhöld og annar kostnaður áætlað kr. 248 þús. Þetta er samtals kr. 5.300,000. ★ SUMARIÐ 1966. III. — Þá er að víkja að sum- arsíldarvertíð í ár. Tilmæli bár- ust nefndinni um að halda úti skipi til flutninga á síld til söit- unar á Norðurlandshöfnum. Ekki þótti tiltækiiegt að ráðast í slíka útgerð. Taldi nefndin eðliiegt að frumkvæði til siíkra fram- kvæmda kæmi frá framleiðendum | sjáli'um, en henni var ljóst, að nokkurs styrks myndi þurfa við, ef í slíka fl-amkvæmd yrði ráðizt Eftir nokkrar athuganir af hálfu saltenda var frá því horfið að í-óðast í framkvæmdir. Hvað viðvíkur styrk til veiði- skipa, er íluttu eigin afla lang- leiðis, var haft óbreytt fyrirkomu- lag frá fyrra ári. Úthlutað var á- kveðnu styrkhæfu hráefnismagni til hinna ýmsu söltunarstöðva og frystihúsa á Norðurlandi. Þó var sú rýmkun gerð gagnvart frysti- húsunum í Siglufirði og á Akur- eyri, að þeim var heimilað að verja framlagi því, er þeim bar, til þess að verðbæta síld eða ann- að hráefni. Endanlegar skýrslur um starfsemi sumársins liggja ekki fyrir ennþá, en sýnt þykir að styrkur verði greiddur á 42.000 tunnur og að auki á 11.000 tunn- ur eða annað aðflutt hráefni. — Kostnaður af framkvæmdum á sumrinu mun verða um 2,5 millj. króna, og er þar með talinn styrk- ur til tilrauna með reknetaveiði f.vrir Norðurlandi á sl. sumri. — Endanleg skýrsla um þessa til- raun liggur ekki fyrir, en árang- ur mun hafa orðið mjög lítill. Kostnaður af framkvæmdum þeim, sem nefndin hefur til þessa haft með höndum er sem hér segir : Sumarsíldarvertíð 1965 kr. 3,0 millj. Vctrarvertíð 1966 kr. 5,3 millj. Sumarsíldarvertíð 1966, áætlað, kr. 2,5 millj. Þetta et samtals kr. 10.8 millj. Atvinnumálanefnd hefur nú nýiega lagt fram tillögur um starfið á komandi vetri. Óskir hafa borizt víða að þess efnis, að starf- seminni verði hagað á líkan hátt og síðastliðinn vetur, en til við- bótar verði greiddar verðuppbæt- ur á afla heimabáta að haustinu, þ. e. 15. október til áramóta. — Nefndin hefur í tillögum sínum tekið tillit til þessara óska og lagt til að fé verði ófram veitt til vetr- arstarfseminnar. Þessar tillögur eru nú í athug- un hjá rikisstjórninni. SMURT BRAUÐ SNITTUR BRAUÐSTOFAN Vestnrgötu 25. Sími 16012. Opið trá kl. 8—28.36. Lesið áiþýðublaðið *0 28. október 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.