Alþýðublaðið - 02.11.1966, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 02.11.1966, Blaðsíða 13
I—Æ~~' r-TZZT ftími S( Síml 50184^ IVIamie Spennandi Alfred Hitohcock lit- mynd. Aðalhlutverk: Sean Connery Fippi Hedren. ÍSLENZKUR TEXTI. Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum. "beyond ++»? ’ eventyrlig spœndende FARVEFILM med WKvsriuivi TBLYWW í fótspor Zorros- Sýnd kl 7. Bönnuð börnum. Allra síðasta sinn. •i. 50245» Sumarnóttin brosir SMIL INGMAR .... PRISBEL0NNEOE MESfERVfi.RK en eftor/SK /<OM€o/e MCD EVA dahlbeck UNNAR U LLA JAC0BSS0N harriet andersson M A R G| T CAR10UIST larl Kulle Sýnd kl. 6.45 og 9. Blöndun a r tæki Rennilokar Slöngukranar Tengikranai Ofnakranai Koparpípur og Fittings Burstafell BrerfTinRavöruverzluB Kéttarholtsveei 4 Silnl 3 88 40 Framhaidssaga effír Caro! Strange ÞÁ ER Bl FYRSTI KAFLI. HÚN SAT í vorsólinni og beið eftir manni, sem hún hafði aldrei séð. Venjulega var mikil umferð í götunni frá Kensington til Nott ing Hill og nú, þegar klukkan var sex, var ekki iengur hægt að heyra bíl nálgast hvað þá fóta- tak manns, fyrir hávaðanum. Samt sem áður sat Candy grafkyrr og beið eftir hljóði, sem hún vissi, að hún myndi ekki Iieyra. Grænt gluggatjald með hvítu blómamunstri hékk fyrir glugg- anum og slaufan á gítarnum, sem Candy hafði keypt af pen- ingalausum vini sínum, hékk slappt niður. Kremlitar rósir stóðu í blárri skál á borðinu. Synd að blóm stóðu ekki að eilífu. En ekkert varði eilíflega og ef til vill var þar að finna ástæð- una f.vrir að liún elskaði blóm svo mjög. Gleðin yfir lilutunum var oft blandin sársauka yfir fallvaltleik hlutanna; allir fagrir hlutir hurfu líka hamingja, hlátur og ást. Það var ekki að undra þótt menn segðu, að synir guðanna dæju ungir. Stundum var unnt að trúa og vera fullkomlega hamingjusam- ur, treysta því, að í þetta skipti myndi hamingjan vara — þó vissi maður alltaf innst inni að það var rangt. Sérstaklega ástin, liugsaði hún og það fór hrollur um hana. Ósjálfrátt fór Candy að hugsa um Eric — og kvöldið, sem hann hafði kvatt hana með kossi. Ó, Eric, ég sagði þér, að ég væri alltof hamingjusöm, að ég óttaðist að þetta stæði ekki lengi — lirædd okkar vegna. En þú hlóst aðeins og sagðir: — Stundum öðlast maður hamingjuna, það gerum við. Candy heyrði að mennirnir í verzluninni fyrir neðan settu lilerana fyrir gluggana. Hinum megin götunnar voru appelsínulitaðar sólhlífar yfir grænum dúkum til að lokka fólk til að setjast út á gangstétt- ina og njóta hins sjaldgæfa enska sólskins. Það sat lika fólk þar og drakk kaffi, ef til vill úr sömu boll- unum og þau Eric þöfðu drukk- ið úr svo oft. Eric, Eric, .... Alltaf þetta nafn, þrátt fyrir tilraunir hennar til að gleyma. — Allt í lagi, sagði hún við sjálfa sig, hugsaðu þá um hann. Haltu áfram að hugsa um hann. Þú neyðist til að kveljast yfir endurminningunum. Þú neyðist til að tala um hann, þegar þessi maður, þessi ókunni maður, kem- ur. Reyndu að venja þig við tilhugsunina. Það voru margir mánuðir síð- an bréfið kom frá stjúpföður Erics í Suður-Afríku, þar sem hann sagði henni, að Eric væri hox'finn. Bara horfinn og það á okkar dögum og nú, þegar svo mörg tæki voru til aðstoðar leitarmönnum. Eric Garrett var hoi'finn. Hann fór til að heimsækja mann þann í Cape Town, sem móðir hans ’hafði gifzt fáum ár um áður og ákvað að fara úr lestinni í Bulawayo og aka í bif- reið á fákvörðunarstað. Hann kom aldrei til Cape Town. Bifreiðin fannst í klessu á einmanalegum vegi, í henni voru töskurnar lians tvær og eina útskýringin var sú, að hann hefði lent í árekstri og farizt. Bíl- stjórinn á hinum bílnum hlaut að hafa hent líkinu í ána, sem rann fyrir neðan veginn. Candy leit á ljósmyndina af Eric, sem hún hafði sjálf tekið á ljósmyndastofu sinni í Dover- Street. Ljóst hár hans og bros- andi, reglulegt andlit, mynd af aðlaðandi og rólegum manni. En þeir, sem sáu dýpra en yfirborðið, sáu þar undirferli og svik, sem ekki voru í sam- ræmi við bros hans. Varir hans voru þykkar og augun glettnisleg eins og hann væri að hugsa um fyndni, sem hann einn vissi og vildi engum segja — og fólk, sem ekki þekkti hann, leit á hann sem óvenjulega aðlaðandi og lagleg- an ungan mann. Ein önnur mynd var í her- berginu og var það verðlauna- mynd sú, sem hafði gefið Can- dy Rue í aðra hönd bæði há verðlaun og núverandi stöðu hennar. Á myndinni var kona, hún var ekki fögur, en hún var sterk og alvarleg. Andlit henn- ar var hrukkótt og hárið úfið en í svip hennar bjó mannþekk- ing og kvöl. Þetta var fagurt andlit, — andlit píslarvotts. Candy hafði skilið möguleikana um leið og hún sá konuna standa við girð- inguna umhverfis akurinn með- an hún beið inanns síns og hest- anna. Candy hafði fengið hundrað pund í verðlaun fyi'ir myndina og hún hafði greitt bóndakon- unni ríkulega fyrir að vera fyrir mynd og útskýra .fyrir henni að myndin hefði verið hennar stóra tækifæri Konan hafði að eins brosað Mona Lísu brosi. Candy sat og horfði á mynd- ina um leið og hún hugsaði um að þetta væri hönd örlaganna, sem hafði aðstoðað hana við að taka mynd af þessu himneska andliti og fá rétta skugga í myndina. Því Candy hafði vitað harla lítið urn tækni í þá daga, — ótrúlega lítið miðað við það sem hún hafði lært á þriggja ára vinnu í stofu Daniels Hagens í Mayfair. Hún reis á fætur og rétti fram höndina til að draga frá glugg- anum, en um leið titruðu lukku- gripirnir á armbandi hennar og hún leit á þá. Þetta voru sjö munir og af allskyns gerðum — turkis, onyx mánasteinn og tópas. Útskor- inn einhyrningur með stöfunum A- og C, hjálmur með lárviðai’- laufum umhverfis og aðrir sér- kennilegir og sjaldgæfir munir, sem Eric hafði gefið henni. Skyldi vera auðveldara fvrir hana að nota ekki armbandið? Nei, það væri ekki. Það var svo margt, sem minnti hana á Eric að alltaf yrði eitthvað til að valda henni sársauka. Maðurinn, sem hún beið eftir var orðinn of seinn. Hún óskaði þess að hann væri kominn og farinw, svo hún gæti hugsað í friði. Hún mátti ekki einangra sig svona. Hún var a’ðeins tuttugu og fjögurra ára. En hún var ekki heldur að einangra sig. Hún hafði ánægju af starfi sínu og að hitta vini sína og hún vildi umfram allt vera önnum kafin alla daga. Hún þráði fólk, fjör og líf, en það var þessi ókunni maður, sem hafði neytt hana til að hugsa um Eric svo fortíðin hvíldi aftur þungt á henni. Um leið kom hann. Hún heyrði hringinguna og gekk niður til að opna. — Gott kvöld, sagði ungur maður með dökkt hár. — Eruð þér ungfrú Rue? Hún kinkaði kolli. — Og þér eruð Saxon? —: Roger Saxon. — Gjörið svo vel að koma inn fyrir. Þau gengu upp í dagstofu hennar og settust og nú sagði maðurinn: — Það er víst bezt að ég segi yður eitthvað um mig. Ég hitti Eric fyrst á Ítalíu fyrir fáeinum árum. Við lentum í smá erfið- leikum þar út af jarðskjálfta og einmitt í þannig tilfellum teng- ist maður vináttuböndum. Ég meiddist í fæti og gat ekkert unnið smátíma, en Eric fór aftur til Englands. Það liðu tvö ár þangað til ég hitti hann aftur í klúbb í London. — Hann sagði mér það, sagði" hún óþolininóð. Hún hafði heyrt hann tala um liluti, sem hún vissi fyrir og nú leit hún'ásakandi á liann. — Þér sögðust þurfa að tala við mig? Hvað vilduð þér tala um? — Eric. Hún yppti öxlum. — Getið þér ekki skilið, að maður vill gjarnan gleyma því, sem maður verður að gleyma? — Þér gleymið aldrei, ef þér haldið áfram að haga yður svo! Hún rétti úr sér. — Hvað vitið þér um það? — Þér viljið ekki tala unx hann. Þér viljið ekki heyra það sem ég hef að segja, sagði mað- urinn. — Því skyldi ég vilja það? — Þér hafið gert Erie að ímynd alls góðs í hjarta yðar, og dæmið alla menn eftir því. Eftir hugsjón, sem enginn getur jafnazt á við. Candy starði á hann. — Hvernig vitið þér það? — Það er hægt að lesa það xxr svip yðar og framkomu. En síðast þegar við Eric hittumst sagði hann mér frá yður — og sýndi mér myndir af yður — og því ákvað ég að tala við yður. Ég efaðist á leiðinni hing- að en nxi er ég feginn að ég kom. Ég þarf að tala við yður um Eric. — Ég vil ekki heyi-a neitt um fortíðina. Ég óska að gleyma og byrja lífið á nýjan leik. 1 — Nema hvað, sagði Saxon, 8ð þér viljið ekki elska framar. ^ — Hvaða rétt hafið þér til að koma hingað og segja þetta við mig? — Ég ætla samt að hætta ,á það, ungfrú Rue, og þegar þér hafið hlustað á það, sem ég hef að segja, munuð þér skilja að ég varð að gera það. Þér verð- ið sjálfsagt bæði reið og afar hneyksluð, en ég held að síðar eigið þér eftir að þakka mér fyrir að ég sagði yður sannleik- ann. Hún kreppti hendurnar í skauti sér, en allur líkaminn stirðnaði upp meðan hún í-eyndi að búa sig undir áfallið sem hlaut að koma. — Hvaða sannleik viljið þér segja mér? Læknirinn ungi leit á hana og sagði: — Eric er lifandi — og hann er kvæntur! Varir hennar bæi'ðust, en ekkert hljóð heyrðist. Áfallið var svo mikið að hana svimaði. Loks tók Roger Saxon til máls og leit ekki á hana. — Eins og þér vissuð var hann á leið til stjúpa síns í Suð- ur-Afríku. Hann var í Bulawayo í viku í heimsókn hjá vini sín- um og þar kynntist hann stúlku. Hún var xxng og fögur og mun viljasterkari en hann. Eric varð ástfanginn af henni og liún fór méð honum til Cape Town. — Þegar bíllinn valt, sá Ei'ic sér færi á að losa sig við allar skyld- ur. Já, mér finnst það leitt, uíigf frú Rue, en það er engu að síður satt. Hann lét líta út fyrir að hann liefði farizt í slysinu q| síðan giftu þau sig í Durban. 2. nóvember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.