Alþýðublaðið - 04.11.1966, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 04.11.1966, Blaðsíða 13
Msðurmn frá Istanbul Amerísk-ítölsk CinemaScope Iit- mynd. Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum innan 12 ára. 'iml 5024' Sumarnéttin brosir gOHMERNATTENS iinuutfnMH €A/ £fíOr/SK MOMED/E MED EVA DAHIBECK gunnar bjornstrand JACOBSSON harriet ANDERSSON .MflRMT CARIOUIST Sýnd kl. larl G.45 og 9. Kulle Upp með hendur eða niður með buxurnar. Bráöskemmtileg: og fræg ný frönsk gamanmynd. ÍSLENZKUR TEXTI. Aöalhlutverk leika 117 strákar. Bönnuö börnum. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bifreiðaesgendur aprautum og rétturr. Fljót afgreiðsla. BifreiðaverkstæirTið VESTURÁS H.F. SAöarvús 30, sími 35740. AuglpB í Alþýðublaðinu vinna mikið, en þótti jafnframt efnileg. Hún var í tvö ár á vinnustofu í Kensington og eftir það fékk hún stöðu sem aðstoðarljós- myndari á lítilli vinnustofu í West End. Myndin af bóndakonunni olli úrslitum í starfsferli hennar því við verðlaunaafhendinguna hitti hún Daniel Hagen sem lengi hafði verið tízkuljósmyndari. Hann var miðaldra og liæð- inn, dálítið hranalegur í fram- komu, en mikill listamaður, — góðhjartaður og elskaði eyðslu- sömu konuna sína, þó hann yrði að viðurkenna að mikið skap hans væri í þann veginn að eyðileggja starfsferil hans. Ríkum og fögrum konum fannst hæðnisleg framkoma hans aðlaðandi um stundarsakir, en þegar lengra leið, neituðu þær að borga fyrir móðganir hans. Hagen vissi að nú var upp runnin stundin fyrir liann að fá sér ungan og aðlaðandi fé- laga. Félaga, sem bæði væri dug- legur og kurteis og Candy var reiðubúin að leggja fram afgang- inn af arfi sínum til að kaupa sig inn í fyrirtæki Hagens. Dan Hagen var hrifinn a£ Candy. Hún hafði hæfileika, var aðlaðandi og mjög kurteis og tillitssöm. Peningarnir, sem hún vildi leggja fram var lág upphæð í hans augum, en það skipti engu máli. Hann hafði ekki annan áhuga á þessum peningum en þann, að hún myndi vinna bet- ur sem félagi hans en sem starfskraftur. Eftir smástund varð hún sér- fræðingur i myndatöku í heima- húsum og til þess þurfti hún að hafa bifreið. Þessa vinnu elsk- aði hún, því að þar með sá hún alls konar umliverfi og kynnt- ist urmul af fólki. Henni fannst hún líka hafa fullkoniið frjálsræði, þegar hún fékk að fara af stað í litla bíln- um sínum snemma morguns og aka að einhverju húsi til að taka mynd af frægum manni. Fólkið, sem hún kynntist var venjulega elskulegt, en stund- um kom þó fyrir, að hún átti að taka myndir af fólki, sem var annað hvort leiðinlegt eða leit á 'hana með lítilsvirðingu. Samt vann hún alltaf sitt starf eins vel og henni var unnt og lét sig hlakka til ökuferðarinn- ar til London. Eric Garret hafði hentað vel í þennan ramma. — Eric elsk- aði lífið tilbreytingu og spenn ing, en leiddist atvinnuleysi og athafnaleysi — og alvara. Fyrst hafði hún skemmt sér við að sjá hvernig hann ýtti frá sér öllum leiðindum og reyndi að losa sig við þau og hvernig hann valdi alltaf milliveginn. En þegar hún mjnntist þeirra stunda aftur, skildi hún, að það var veikleiki hans, sem hafði náð hámarki með hvarfi hans. Eric hafði hrifizt af öðru and- liti, hlátri annarrar, og fórnað Candy. ÞRIÐJI KAFLI. í þrjá daga minntist hún ekki einu orði á það, sem gerzt hafði, en fjórða daginn sat hún inni á einkaskrifstofu Daniels Hagens, þegar síminn hringdi. Það var Roger Saxon. — Ég var svo heppinn að fá miða á nýja ameríska söngleik- inn, sagði hann. — Ég vona, að þér komið með í kvöld? — Kærar þakkir — en .... — Farið nú ekki að telja mér trú um að þér hafið lofað yður annað. — Ég lief ekki gert það. . . — Komið þá með! Tveir vinir mínir eru nýkomnir fr New York og segja að þetta sé afburða skemmtiiegt verk og þér megið ekki eyðileggja fyrir mér skemmtunina með því að segja nei! Hann var svo ákafur, að hún lét undan og hann sagðist myndu sækja hana klukkan hálf- sjö. Þegar hiín hafði lagt á> sá hún, að Dan hallaði undir flatt og horfði á hana brosandi. — Svo Candy er boðin út! — Já, því ekki það? — Það gleður mig, svaraði hann. — Þú hefur syrgt allt of lengi og það er kominn tími til að þú skiljir, að þú ert ung, lagleg og aðlaðandi fyrir lif- andi menn, sem ekki eru síður skemmtilegir og elskulegir en Eric Garrett var. Ég verð nú að játa, að mér leizt aldrei á hann. — Eric er ekki dáinn, sagði hún. Dan Hagen bærði ekki á sér. Hann sat þarna með hönd undir kinn og starði á andlitsmynd af indverskri prinsessu í sarí og með demant á enninu og hann hætti ekki að horfa á myndina, þótt hún spyrði: — Ég geri ráð fyrir að mér hafi ekki misheyrzt? — Þér misheyrðist ekki. Eric er lifandi og hann er kvæntur. Hann skellti upp úr. — Þetta er ekki fyndið, Dan, ekki fyrir mig. — Fyrirgefðu, vina mín, auð- vitað er það ekki fyndið fyrir þig, en það verður það með tím- anum! Ég var alltaf sannfærður um að þessi ungi spjátrungur, sem þú hreifst svo af, væri ekki þess virði að þú eyddir þínum tíma í hann. Segðu mér frá þessu. Nú sagði hún honum frá því sem Roger Saxon hafði sagt henni — og þegar hún hafði lokið máli sínu, sagði Dan : —- Þetta var leitt, þín vegna, vina mín. Ég veit, að þetta hef- ur verið mikið áfall fyrir- þig, en þakkaðu guði fyrir. að þú varðst ekki konan hans! Eric Garrett og hans líkar vita ekki hvað ást og tryggð eru. Það er slæmt fyrir þig núna, en einn góðan veðurdag þakkarðu guði fyrir, að hann skyldi forða þér frá þeim örlögum að giftast hon- um. Dr. Saxon sagði eitthvað svip- að...... — Er hann læknir? > — Nei, vísindamaður. — Nú, menntamaður. Hvern- ig lítur hann út? — Hávaxinn, hvassleitur, — dökkhærður, heiðvlrður að sjá, vingjarnlegur. — Maður, sem hver stúlka veit að hún getur treyst, brost Dan. — Gættu þín nú! Menn eru ekkí alltaf það, sem þeir líta út fyrir að vera. — Ég hef svo sem fengið að kenna á því, svaraði hún ró- lega — og hvarf aftur til vinnu sinnar. Efasemdir Candy hurfu þeg- ar hún hitti Roger Saxon. Hann minntist ekkert á þeirra fyrstu fundi og allt öryggisleysi hvarf henni. Þetta var skemmtilegur söng- leikur og hann þakkaði henni fyrir kvöldið, þegar hann kvaddi hana. — Má ég bjóða yður út aft- ur? spurði hann. \ — Mjög gjarnan, svaraði hún hreinskilnislega. FJÓRÐI KAFLI. Candy vissi hve miklu það skipti að vera vel klædd í starfi sínu og í vinnutímanum var hún gjarnan í dragt í litum sem klæddu hana — dimmrauð eða dimmgræn, blágræn eða topaz- litri. Þegar hún fór til Ross hjón- anna var hún í grárri dragt með bronzlitum uppslögum og með bronzlitan flauelshatt. Húsið stóð upp á hæð og þar var útsýni yfir grænan skóg, sem teygði sig að þorpinu. í fjarlægð grillti í hæðir og dali og lengst sást blátt strik — South Downs. Húsið sjálft var nýtízku villa á tveimur hæðum og þakið var úr grænum tígulsteinum. í gætt- inni stóð kona og hélt á skál með appelsínum. — Góðan daginn, sagði hún og andlit hennar ljómaði a£ brosi. — Eruð þér ungfrú Rue? Ég er Anna Ross. Gjörið svo vel að koma inn fyrir, ég ætla að gefa börnunum appelsínur. Hún var óvenjulega aðlaðandi þessi kona með stuttklippt kast- aníubrúnt liár, uppbrett nef og æskuglóð í andliti og hreyfing- um. Candy gekk inn í húsið og lienni virtist sem a.m.k. tíu-tólf börn væru fyrir innan dyrnar, vinstra megin við útidyrnar. — Krakkar, krakkar, var sagt bak við hana og hún hrökk við. — Ég vona að ég hafi ekld gert yður hrædda, sagði frú Ross hlæjandi. Ég gle.vmdi því að heimilishaldið hérna getur verið kvíðvænlegt því að það er hægt að fara hérna inn — hún benti á herbergið, sem börnin voru að leika sér í — og komið var út hinum megin. Hún bentl á dyr að baki sér. — Það er innangengt úr einu herbergi i annað alla þessa álmu. Hún fylgdi Candy inn í dag- stofu, sem var máluð í fölgult og silfurliti, þannig, að þar var bjart jafnvel á rigningardegi. — Ég bjóst ekki við að ljós- myndari liti svona út, sagði frú ,Ross. — Candy hló. — Urðuð þér fyrir vonbrigðum? — Nei, guð hjálpi mér; ég varð stórhrifin. Þér eruð hæðl fallegri og yngri en ég átti von á. Ég vildi að Justin væri heima, en hann fór til borgarinnar til að tala við útgefanda sinn. Hún leit á Candy. — Eruð þér gift? — Nei. — Hvernig hafið þér farið að því að sleppa? Eða eruð þér bara svona gáfuð? Það er betra að gifta sig ekki en fá mann, sem er fastur í sínum eigin hugs- anagangi og getur ekki um ann- að hugsað -en slg og sitt lág- kúrulega hlutskipti í lífinu. Max, bróðir minn, þér eigið eftir að hitta hann — hann kem- ur hingað í dag — er vanur að segja: Sé ástin fjötrar, vil ég enga ást. Ef til vill var það líka betra, hugsaði Candy biturlega. Hún hafði misst ástina of snögglega til að vera fær um að dæma. Eftir matinn komu börnin út á svalirnar. Þau voru fjögur. Tvær ljóshærðar telpur og tveir drengir með sama, kastaníu- brúna hárið og móðir þeirra. Candy horfði á þau og reyndi að muna livað þau hétu. Elzta telpan var í bláum kjól. Hún hét Sylvia; sú minni o£ lag- legri hét Selrena. Eldri drengur inn hét Max, eins og móðurbróð- ir hans og sá yngsti hét Fabian. Þeir mynduðust ekki jafú vel og móðir þeirra, og- voru satt að segja hcldur ólaglegir, en þeir voru jafn glaðlegir "og-að- laðandi og hún. 4. nóvember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.